Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 65 STJÓRN Verkalýðsfélagsins Hlífar hefur sent frá sér ályktun þar sem núverandi stjórnarflokkar eru minntir á að ennþá hafa þeir ekki efnt kosningaloforð sín um skatta- lækkanir sem þeir gáfu þjóðinni fyr- ir síðustu alþingiskosningar. Stjórnin leggur áherslu á að brýn- ast sé að létta skattbyrði hjá fólki sem er með lág- eða miðlungslaun. „Þar sem hækkun skattleysis- marka kemur þessu fólki betur en lækkun á skattprósentum tekju- skattsins, skorar fundurinn á stjórn- arflokkana að hækka núverandi skattleysismörk verulega, helst það mikið að lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði verði undir skattleys- ismörkum.“ Minna á kosninga- loforðin ÚRSLITAKEPPNINNI í 3. Landskeppninni í efnafræði lauk nýlega. Sigurvegari var Höskuldur Pétur Halldórsson frá Mennta- skólanum í Reykjavík, í 2. sæti var Jakob Tómas Bullerjahn, Mennta- skólanum við Hamrahlíð, í 3. sæti var Tomasz Halldór Pajdak, Menntaskólanum í Reykjavík, í 4. sæti var Lilja Rut Arnardóttir, Menntaskólanum á Akureyri, og í 5. sæti Ómar Sigurvin Gunnarsson, Menntaskólanum í Reykjavík. Landskeppnin hófst með al- mennri landskeppni sem fór fram 5. nóvember 2003 í framhaldsskólum keppenda. Um 120 nemendur frá 10 framhaldsskólum tóku þátt, en efstu 43 keppendunum bauðst að halda áfram í úrslitakeppnina. Úr- slitakeppnin fór fram á vormisseri 2004 og skiptist hún í fræðilegan hluta og verklegan hluta. Fræðilegi hlutinn fór fram 21. febrúar síðast- liðinn og mættu 28 nemendur til keppni frá 7 framhaldsskólum. 13 efstu keppendurnir fengu síðan að halda áfram í verklega hlutann sem fór fram í Háskóla Íslands 7. mars. Lokaröð keppenda réðst af sam- anlögðum árangri í fræðilega (60%) og verklega (40%) hluta úrslita- keppninnar. Fjórir keppendur hafa verið valdir í ólympíulið Íslands sem tek- ur þátt í 36. Ólympíukeppninni í efnafræði sem verður í Kiel í Þýskalandi, dagana 18.–26. júlí. Þeir eru: Jakob Tómas Bullerjahn, Tomasz Halldór Pajdak, Lilja Rut Arnardóttir og Ómar Sigurvin Gunnarsson. Ólympíuliðið verður þjálfað í tvær vikur við Háskóla Ís- lands fyrir keppnina í Þýskalandi. Höskuldur Pétur Halldórsson tekur þátt í Ólympíuleikunum í stærð- fræði sem verða í Grikklandi í sum- ar. Höskuldur sigraði í landskeppni í efnafræði Höskuldur Pétur Halldórsson frá Menntaskólanum í Reykjavík vinnur að tilraun í verklega hluta keppninnar. LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri í Lækj- argötu við hús nr. 6b, 1. apríl um kl. 16.30. Grárri Toyota Corolla bifreið var ekið suður Lækjar- götu. Á sama tíma var brúnleitri fólksbifreið ekið út af bifreiða- stæði við hús nr. 6b með þeim af- leiðingum að árekstur varð. Öku- maður brúnu bifreiðarinnar ók hins vegar á brott þegar óskað var eftir lögreglu á staðinn og er ekki vitað um deili á honum eða númer bifreiðarinnar. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upp- lýsingar beðnir að snúa sér til um- ferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Ragnarök séð frá ýmsum hlið- um Bjarki Már Karlsson flytur fyrirlesturinn Ragnarök séð frá ýmsum hliðum í dag, laugardag- inn 3. apríl kl 14, í félagsheimili Ásatrúarfélagsins, Grandagarði 8, 3. hæð. Brekkusöngur á sýningu Árna Johnsen í Vetrargarðinum Sýn- ing Árna Johnsen Grjótið í Grundarfirði verður opnuð í Vetr- argarðinum kl.13.30 í dag, laug- ardaginn 3. apríl og er gestum og gangandi á höfuðborgarsvæðinu boðið við opnunina og á sýn- inguna. Ungu fólki er sérstaklega boðið á sýninguna. Sýningu Árna, sem telur nær 40 verk, lauk í Duushúsum í Reykja- nesbæ fyrir skömu. Sýningin verður fyrst um sinn í Vetr- argarðinum,en verður síðan flutt í göngugötur inni í Smáralindinni. Á sunnudagskvöld kl.20.30 hefst kvöldvaka í Vetrargarðinum með brekkusöng, sögum, hljóðfæraleik o.fl. Allt söngfólk, á öllum aldri, er boðið velkomið í Brekkusöng- inn í 400 manna stúku Vetr- argarðsins. Þeir sem koma fram á kvöldvök- unni auk Árna Johnsen, eru Grettir Björnsson harmonikku- leikari, Jóhanna Ósk Valsdóttir söngkona, söngsveitin Sex í Sveit frá Grundarfirði, Ingi Hans Jóns- son sögumaður frá Grundarfirði, Rúnar Júlíusson söngvari og hljóðfæraleikari. Í DAG Göngudagar Göngugarpa ÍT ferða í apríl Á morgun, sunnu- daginn 4. apríl verður gengið á Helgafell sunnan Hafnarfjarðar. Árs afmæli Göngugarpanna. Farið verður í kaffi á Súfistann við Strandgötu í Hafnarfirði í tilefni afmælisins. Mæting við Hafn- arfjarðarkirkjugarð kl. 11. Sunnudaginn 11. apríl, páskadag verður gengið á Keili. Mæting kl. 10 við Hafnarfjarðarkirkjugarð. 18. apríl verður genginn hringur um Bessastaðatjörn og nágrenni, um það bil 2ja tíma ganga. Mæt- ing kl. 10 við Bessastaðakirkju. 25. apríl: Gengið á Úlfarsfellið innað Skyggni og til baka. Mæting kl. 10 við Vetnisstöðina (Shell/Skalli) við Vesturlandsveg. Frekari upplýs- ingar á heimasíðu ÍT ferða www.itferdir.is og á skrifstofunni í Laugardalnum. Á MORGUN FRÁ og með 1. apríl verða breyt- ingar á reglum um umfang, skil og gjaldtöku á úrgangi hjá Sorpu. Framvegis verður ódýrara fyrir fjölda fyrirtækja að skila úrgangi í móttökustöðina í Gufunesi en á end- urvinnslustöðvar. Einnig hefur verið sett á hámarksumfang farmstærða á endurvinnslustöðvarnar. Hámarkið er 2 m3 í staðinn fyrir 4 m3 áður. Í Gufunesi er aftur á móti farið eftir vigt en ekki rúmmáli og framvegis verður ekki tekið neitt lágmarks- gjald. Þannig getur fjöldi fyrirtækja náð umtalsverðri lækkun á kostnaði vegna eyðingar- og endurvinnslu- gjalda. Sparnaðurinn við að fara í Gufunes er t.d. fyrir blandaðan úr- gang 576 kr. á m3 en fyrir trjágreinar 1.424 kr. á m3. Jafnhliða þessum breytingum verður gjaldskráin einnig gerð ein- faldari. Á endurvinnslustöðvunum er nú aðeins einn gjaldflokkur en áður voru mismundandi gjaldflokkar eftir tegund úrgangs. Þessi gjaldflokkur gildir jafnt fyrir einstaklinga sem og fyrirtæki. Ekki er greitt fyrir losun á úr- gangi sem fellur undir daglegan rekstur heimilanna. Almenningur greiðir einungis fyrir úrgang sem myndast við byggingu eða breytingu húsnæðis eða við bílaviðgerðir, hús- dýrahald og lager eða fyrningar við húsakaup, segir í frétt frá Sorpu. Ný gjaldskrá og reglur hjá Sorpu VÍMULAUS æska, foreldrasamtök, skora á borgarfulltrúa í Reykjavík að veita Sportbitanum í Egilshöll í Graf- arvogi ekki vínveitingaleyfi. „Við hjá Vímulausri æsku – For- eldrahúsi höfum í tæp tuttugu ár unn- ið með börnum, unglingum og for- eldrum þeirra og barist á móti unglingadrykkju og nokkrum sinnum verið með stórátak í þeim efnum. Ár- lega fara hér í gegn hundruð unglinga og við vitum nákvæmlega hvar skór- inn kreppir. Að veita vínveitingaleyfi í íþróttamiðstöð þar sem mikið af börn- um og ungu fólki er alla daga ársins, það er stórslys ef af verður. Íþróttir og áfengi eiga ekki saman.“ Vímulaus æska mót- mælir vín- veitingum í Egilshöll ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.