Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 66
DAGBÓK
66 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Cemcarry kemur í dag.
Borneo og Skógarfoss
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Green Frost kemur í
dag, Arklow Wave fer í
dag.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félags-
heimilið Hraunsel er
opið alla virka daga frá
kl. 9–17.
Gerðuberg, félagsstarf.
Fjölbreytt dagskrá
hvern virkan dag frá kl.
9–16.30, vinnustofur
opnar og spilasalur,
veitingar í Kaffi Berg s.
575 7720.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl. 10
laugardagsmorgna frá
Gjábakka. Krumma-
kaffi kl. 9.
Félag breiðfirskra
kvenna. Fundur verður
haldinn mánudaginn 5.
apríl kl. 20. Gestur
fundarins er Guðrún
Ásmundsdóttir, leik-
kona.
Sunnuhlíð Kópavogi.
Söngur með sínu nefi á
laugardögum kl. 15.30.
Íbúar, aðstandendur og
gestir velkomnir.
Lífeyrisþegadeild
Landssambands lög-
reglumanna. Sunnu-
dagsfundurinn verður
haldinn sunnudaginn 4.
apríl. Fundurinn hefst
kl. 10. Fundurinn verð-
ur að þessu sinni hald-
inn í kaffistofu aðal-
lögreglustöðvarinnar
við Hverfisgötu 4. hæð.
Félagar fjölmennið.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar.
Létt leikfimi, bakleik-
fimi karla, vefjagigt-
arhópar, jóga, vatns-
þjálfun. Einn ókeypis
prufutími fyrir þá sem
vilja. Uppl. á skrifstofu
GÍ, s. 530 3600.
GA-Samtök spilafíkla,
Fundarskrá:
Þriðjud: Kl.18.15, Sel-
tjarnarneskirkja, Sel-
tjarnarnes. Miðvikud: Kl.
18, Digranesvegur 12,
Kópavogur og Egils-
staðakirkja, Egils-
stöðum. Fimmtud.: Kl.
20.30, Síðumúla 3–5,
Reykjavík. Föstud: Kl.
20, Víðistaðakirkja,
Hafnarfjörður. Laugard:
Kl. 10.30, Kirkja Óháða
safnaðarins, Reykjavík
og Glerárkirkja, Ak-
ureyri. Kl.19.15 Seljaveg-
ur 2, Reykjavík. Neyð-
arsími: 698 3888.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Oa samtökin. Átröskun
/ Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is og
síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10 og
110 ganga að Kattholti.
Fífan Dalsmára 5 í
Kópavogi, tartan-
brautir eru opnar al-
mennu göngufólki og
gönguhópum frá kl. 10–
11.30 alla virka daga.
Blóðbankabíllinn.
Ferðir blóðbankabíls-
ins: sjá www.blodbank-
inn.is.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga á Suðurlandi:
Skóverslun Axels Ó.
Lárussonar, Vest-
mannabraut 23, Vest-
mannaeyjum, s.
481 1826 Mosfell sf.,
Þrúðvangi 6, Hellu, s.
487 5828 Sólveig Ólafs-
dóttir, Verslunin
Grund, Flúðum, s.
486 6633 Sjúkrahús
Suðurlands og Heilsu-
gæslustöð, Árvegi, Sel-
fossi, s. 482 1300 Versl-
unin Íris, Austurvegi 4,
Selfossi, s. 482 1468
Blómabúðin hjá Jó-
hönnu, Unabakka 4,
815 Þorlákshöfn, s.
483 3794.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga, Reykjanesi:
Bókabúð Grindavíkur,
Víkurbraut 62, Grinda-
vík, s. 426 8787 Penninn
– Bókabúð Keflavíkur,
Sólvallagötu 2, Kefla-
vík, s. 421 1102 Íslands-
póstur hf., Hafnargötu
89, Keflavík, s. 421 5000
Íslandspóstur hf., c/o
Kristjana Vilhjálms-
dóttir, Garðbraut 69,
Garður, s. 422 7000
Dagmar Árnadóttir,
Skiphóli, Skagabraut
64, Garður, s. 422 7059.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúk-
linga í Reykjavík,
Hafnarfirði og Sel-
tjarnarnesi: Skrifstofa
L.H.S. Síðumúla 6,
Reykjavík, s. 552 5744,
fax 562 5744, Hjá Hirti,
Bónushúsinu, Suður-
strönd 2, Seltjarnar-
nesi, s. 561 4256 Bóka-
búð Böðvars, Reykja-
víkurvegi 66, Hafnar-
firði, s. 565 1630.
Hrafnkelssjóður
(stofnað 1931) minning-
arkort afgreidd í s.
551 4156 og 864 0427.
Í dag er laugardagur 3. apríl, 94.
dagur ársins 2004. Orð dagsins:
„Aflið yður eigi þeirrar fæðu, sem
eyðist, heldur þeirrar fæðu, sem
varir til eilífs lífs og Mannsson-
urinn mun gefa yður. Því á hann
hefur faðirinn, Guð sjálfur, sett
innsigli sitt.“
(Jh. 6, 27.)
Jón G. Hauksson skrifarpistil á vefsíðuna Heim-
ur.is, um útþensluáform
stjórnarformanns OR.
„Það er undarlegt hvað
sjálfstæðismenn í borginni
eru iðnir við að agnúast út
í Alfreð Þorsteinsson
borgarfulltrúa. Alfreð á
Orkuveituna og hvers
vegna eru þeir Guðlaugur
Þór, Vilhjálmur Þ. og
Björn Bjarnason með allt
þetta nöldur þótt hann
vilji kaupa Símann?“ spyr
Jón.
Alfreð hefur góðareynslu af kaupum á
fjarskiptafyrirtækjum.
Orkuveita hans hefur ekki
fjárfest fyrir nema rúma 3
milljarða í slíkum fyr-
irtækjum og samanlagt
tap þeirra er ekki nema
tæpir 2 milljarðar. Gleym-
um því ekki að Alfreð
hækkaði líka verðið á
heitu vatni um 5% í fyrra-
haust og sagði ástæðuna
vera þá að það hefði dreg-
ið verulega saman í sölu á
heitu vatni í tvö ár vegna
hlýnandi veðurs þannig að
það væri óhjákvæmilegt
að fyrirtækið gripi til ein-
hverra ráðstafana til að
bæta sér þennan tekju-
missi.
Ég var einn þeirra semvarði Alfreð þegar
menn deildu á hann fyrir
að hækka verðið á heita
vatninu og sagði sem svo:
„Mér finnst ekki mikið að
greiða 5% hærra verð fyr-
ir heita vatnið gegn því að
fá betra veður á Íslandi og
hlýrra loftslag.“ Og ég
segi það enn og aftur að ef
Alfreð getur lofað manni
betra veðri gegn smá-
vægilegri hækkun á heita
vatninu þá er óþarfi að
gera „veður út af því“.
Skiptir engu hvort Alfreð
notar þessa hækkun til að
fjármagna kaupin á Sím-
anum.
Þekktustu fjarskiptafyr-irtækin tengd Orku-
veitu Alfreðs eru Lína.net,
Tetra Ísland og Raf-
magnslína ehf. Verið er
að leggja lokahönd á nýja
samninga vegna Tetra Ís-
lands en í þeim felst að
Orkuveita Alfreðs af-
skrifar allt hlutafé sitt og
bætir síðan nýjum 50
milljónum við á móti
Landsvirkjun. Lands-
bankinn verður hins veg-
ar stærsti eigandinn í
Tetru. Þetta heitir hjálp í
neyð, enda er það meg-
inhlutverk Tetru.
Sumir hafa haldið aðhelsta hlutverk Orku-
veitu Alfreðs væri að sjá
höfuðborgarbúum fyrir
orku á sem bestu verði.
Þetta er misskilningur.
Sjóðir Orkuveitunnar eru
ótæmandi og þola alls
kyns aukabúgreinar sem
og millifærslur á ein-
hverjum skuldum borg-
arinnar yfir á Orkuveit-
una. Orkulindir Orku-
veitunnar eru líka
ótæmandi og þorna aldrei
hversu mikið sem af þeim
er tekið – og hversu oft
sem fólk fer í bað. Það er
allt ótæmandi og óþrjót-
andi þegar kemur að
Orkuveitunni.“
STAKSTEINAR
Alfreð og
Orkuveitan
Víkverji skrifar...
Víkverji telur það alla jafnan ekkisitt hlutverk að skjalla eða „aug-
lýsa“ einhverja atvinnustarfsemi í
landinu en gerir undantekningu hér,
af ómengaðri ástríðu. Þannig er að
Víkverji er verulega mikill sælkeri
og veit fáar kræsingarnar lystugri
en þær sem hann fær á litlu látlausu
veitingahúsi ofarlega á Laugaveg-
inum sem heitir Ban-Thai. Allt síðan
Víkverji uppgötvaði fyrst taílenska
veislumatinn sem þar er boðið upp á
hefur hann reglulega farið þangað,
prófað fjölda rétta sem þar eru á
matseðli og aldrei orðið fyrir von-
brigðum. Leggst þar allt á eitt, frá-
bær matur og framandi. Ferskt og
gott hráefni, notalegt andrúmsloft,
persónuleg þjónusta og umfram allt
sanngjart verð.
Taílenskir veitinga- og skyndi-
bitastaðir hafa sprottið hér upp hver
af öðrum enda herramannsmatur sá
taílenski. En þeir eru misjafnir að
gæðum staðirnir, eins og gerist og
gengur í matvælabransanum, misvel
vandað til verks, hráefnið misjafn-
lega vandað og ferskt og réttirnir
misjafnlega „ekta“. Af þeim taí-
lensku stöðum sem Víkverji hefur
prófað – sem eru flestir – þá hefur
Ban-Thai borið af í einu og öllu. Það
gladdi því Ban-Thai unnandann Vík-
verja er hann komst að því í vikunni
að búið er að opna í Skeifunni af-
leggjara frá staðnum, Na Na-Thai,
þar sem loksins er hægt að njóta
sömu unaðslegu taílensku réttanna í
hádeginu og fá þá afgreidda á ör-
skotsstundu og ennþá betra verði.
x x x
Talandi um mat þá er Jói Felblessaður byrjaður á ný með
matreiðsluþætti sína á Stöð 2. Hann
er um margt sniðugur í eldhúsinu,
býr til rétti sem allt í senn virðast
hentugir, hverdagslegir og
heillandi. Stærsti kostur hans er að
hann sýnir okkur amatörunum fram
á að það þarf hreint ekki að vera
nein kúnst að matreiða dýrindis
rétti. Bara láta vaða, prófa sig áfram
og þá verður eitthvað bragðgott til á
endanum.
Eitt er það þó sem fer meira og
meira í þær fínustu á Víkverja – nei
ekki sturtuatriðið fræga, og í sjálfu
sér ekki heldur hversu mjög honum
liggur alltaf á. Nei, það er árátta
mannsins að þurfa í sífellu að vera
að stinga hinu og þessu upp í sig eða
dýfa puttanum í matinn prakk-
aralega og segja „ummmm hvað
þetta er gott“ eða „umm æðislegt“.
Ekki bara að það stuði Víkverja að
horfa upp á aðra hreykja sjálfum
sér svona útí eitt, heldur virðist
engu skipta hvað maðurinn er að
smakka, alltaf eru viðbrögðin hin
sömu; hvort sem hann er að smakka
á nýlagaðri sósu eða nýsoðnum
kartöflum. Minnir mann stundum á
þegar Skúli Hansen smakkaði rétt-
ina í matreiðsluþáttum sínum hér í
denn og sagði síðan alltaf sinni
djúpu og yfirveguðu röddu: „Jú,
virkilega ljúffengt. Alveg eins og
það á að vera.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Svar frá Neytenda-
samtökunum
við fyrirspurn
LEÓ M. Jónsson beindi
fyrirspurn til Neytenda-
samtakanna í Velvakanda
30. mars sl. Þar spyr Leó
hvort Neytendasamtökin
hafi fylgst með verðþróun á
símakostnaði.
Því er til að svara að
Neytendasamtökin fylgjast
ekki með verðþróun á ein-
stökum vörum og þjónustu.
Það er mat Neytendasam-
takanna að aðrir aðilar séu
hæfari til að fylgjast með
slíkri þróun og nefnum við í
því sambandi Hagstofu Ís-
lands, sem fylgist mjög ná-
ið með verðþróun á vörum
og þjónustu vegna útreikn-
inga á vísitölu neysluverðs.
Einnig fylgist Póst- og fjar-
skiptastofnun með starf-
semi þessara fyrirtækja og
á að gæta hagsmuna neyt-
enda.
Neytendasamtökin hafa
hins vegar gert verðkann-
anir á símaþjónustu og var
síðasta könnun gerð í des-
ember á síðasta ári og má
sjá niðurstöður hennar á
heimasíðu samtakanna,
www.ns.is. Neytendasam-
tökin munu að sjálfsögðu
halda áfram að gera slíkar
kannanir.
Jóhannes Gunnarsson,
formaður Neytenda-
samtakanna.
Ruslatunnuskortur
í Grafarvogi
ÉG vill koma því á fram-
færi að það sárvantar
ruslatunnur í Grafarvoginn
og ég er hneykslaður á því
að ekkert er gert í málinu.
Síðasta sunnudag fór ég í
göngutúr með fjölskyldu
minni. Áður en ég fór út
fékk ég mér tyggjó. Við
gengum um næstum alla
Hverafoldina og hvergi var
ruslatunnu að sjá. Við
gengum allavega klukku-
tíma og tyggjóið orðið
bragðlaust og vont.
Mig langaði til að henda
tyggjóinu en fann enga
ruslatunnu. Af hverju eru
svona fáar ruslatunnur í
Grafarvoginum og af
hverju er ekkert gert í mál-
inu?
Grafarvogsbúi.
Tapað/fundið
Kápa tekin
í misgripum
Í MATARBOÐI eftir fund í
Osta- og smjörsölunni 5.
mars síðastliðinn fannst
ekki dökkgrá síð ullarkápa
með svörtum loðkraga
(ekki skinn). Sú sem fór
heim í henni getur athugað
með sína kápu í Ost og
smjör og haft skipti eða
haft samband við Þóreyju í
síma 895 0517.
Dýrahald
Svartur fress
týndur í Árbæ
KISINN okkar, Jáum, týnd-
ist mánudaginn 15. mars í
Seláshverfi, Árbæ. Hann er
alveg svartur með bláa ól og
eyrnamerktur R0015. Lík-
legt er að hann sé í Árbæ og
nágrenni, jafnvel uppi í
Breiðholti. Ef einhver hefur
upplýsingar um hann, hring-
ið í síma 587 1966 eða
866 0701 eða komið í Næf-
urás 5, Reykjavík.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 hetja, 8 vælir, 9 líkams-
hlutar, 10 skemmd, 11
bylur, 13 trjábúta,
15 sneypa, 18 hávelborin,
21 bókstafur, 22 dáni, 23
skakkt, 24 óvarlega.
LÓÐRÉTT
2 kjánar, 3 tré, 4 manns-
nafn, 5 ferskar, 6 ótta, 7
vaxa, 12 frístund, 14
húsdýr, 15 spilltan fé-
lagsskap, 16 erfið, 17
skaðað, 18 risi, 19 sori, 20
dægur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 svíns, 4 sprek, 7 molna, 8 ólgan, 9 pál, 11
amma, 13 unna, 14 sökin, 15 hark, 17 afla, 20 ána, 22
tómur, 23 falda, 24 lærir, 25 alinn.
Lóðrétt: 1 summa, 2 íslam, 3 skap, 4 stól, 5 Regin, 6
kunna, 10 álkan, 12 ask, 13 una, 15 hótel, 16 rúmur, 18
fálki, 19 arann, 20 árar, 21 afla.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html