Morgunblaðið - 16.04.2004, Side 25

Morgunblaðið - 16.04.2004, Side 25
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 25 STÓRT DANSGÓLF FRÁBÆR MATSEÐILL Bæjarlind 4 Kópavogi föstudag 16. apríl sigga/kiddi/grétar laugardag 17. apríl K Ö -H Ö N N U N stuðmenn ALLTAF Í BEINNI B LTINN 1 4 4 4 Ertu að leita þér að nýjum skóm? 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s „ÞAÐ ER óhætt að segja að veturinn hefur verið nokkuð erfiður,“ segir Páll Ólafsson eftirlitsfulltrúi Lands- virkjunar og for- maður örygg- isráðs VIJV, er hann er inntur eftir hvernig gangi með Kára- hnjúkavirkjun. „Það hefur ver- ið talsvert mikið um snjó og storma og það taf- ið talsvert fyrir,“ segir Páll jafnframt. „Þó eru ekki neinar slíkar tafir í vetur að þær hafi endanleg áhrif á verkið. Menn voru bjartsýnir um að meira mætti gera yfir svörtustu skammdegismánuðina en raun varð á. En nú fara betri tímar í hönd og einnig er Impregilo komið með sín stóru og öflugu tæki á stað- inn. Verið er að ljúka við að setja saman mulningsstöð sem mylur efni niður og flytur það beint í stíflurnar á færiböndum. Sama má segja með gangagerðina, hún hefur gengið vel og er á enda sums staðar eins og inni við aðkomu- göng 1. Hún er nokkru seinni á hinum aðkomugöngunum. Gangaborvélin sem kom fyrir jól byrjar að bora í Glúmsstaðadal í maíbyrjun. Það tek- ur hins vegar tvo til þrjá mánuði að setja saman borinn sem kom um dag- inn því þetta eru miklar vélar. Hann byrjar sjálfsagt í ágúst að bora í að- göngum 2 við Axará. Þriðja gang- aborvélin er svo væntanleg á næstu dögum og fer í aðgöng 1 á Teigs- bjargi í Fljótsdal. Ég er því bjartsýnn þrátt fyrir taf- ir í gljúfrinu, sem nú eru að baki.“ Vinna hafin í gljúfrinu að nýju Í mánaðarbyrjun hófst aftur vinna í Hafrahvammagljúfri eftir hlé, sem gert var til að tryggja öryggi þeirra sem þar starfa. Er nú haldið áfram að flytja fyllingarefni í stíflur á gljúf- urbotninum, annars vegar í Kára- hnjúkastíflu og hins vegar í varn- arstíflu sem rís innan við Kárahnjúkastíflu í lónstæðinu. Í Fljótsdal vinna bormenn nú við þrjá stafna í aðkomugöngum. Ber fyrst að telja göng sem liggja að þeim stað þar sem lóðrétt fallgöng verða boruð niður í fjallið fyrir vatn úr Hálslóni. Önnur göngin liggja í átt að væntanlegum spennahelli og þau þriðju að stöðvarhúshelli í fjallinu. Opna á gestastofu Landsvirkjunar í Végarði í Fljótsdal að nýju 24. apríl n.k. Verður hún flutt úr Upplýsinga- miðstöð ferðamanna á Egilsstöðum og í nýjan og endurbættan Végarð. Sýningin verður með svipuðum hætti og áður, en þó hefur bæst við 2,5 metra langt líkan af risaborvélunum þremur sem bora aðrennslisgöngin. Skriður kominn á framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun eftir válynd veður Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gríðarmikil mannvirki: Búið er að reisa öfluga malara sem harpa jarðefni niður í mismunandi grófleika og skila í Kárahnjúkastíflu eftir færiböndum. Veturinn var erfiður en tafði ekki Páll Ólafsson Egilsstaðir | Frumkvöðlaverðlaun Markaðsstofu Austurlands fóru í ár til Skúla Björns Gunnarssonar, for- stöðumanns Gunnarsstofnunar að Skriðuklaustri, og konu hans, Elísa- betar Þorsteinsdóttur, sem hefur frá opnun á Skriðuklaustri rekið veit- ingastofuna Klausturkaffi á staðn- um. Jónas Hallgrímsson, stjórnarfor- maður Markaðsstofunnar, sagði við afhendingu frumkvöðlaverð- launanna á aðalfundi samtakanna, að Skriðuklaustur í Fljótsdal væri fornt höfuðból og að um árabil hefði hið sérkennilega hús, sem Gunnar Gunnarsson skáld reisti þar árið 1939 og gaf íslenska ríkinu 1948, vakið forvitni ferðamanna. „Í öllum innlendum ferðahandbókum og flestum erlendum sem fjalla um Ís- land, er Skriðuklaustur nefnt til sög- unnar sem merkilegur staður,“ sagði Jónas. „Í áratugi gátu þó ferðamenn ekki gert mikið meira en að líta yfir hús skáldsins ofan af vegi eða smella mynd af því í hlaðinu. (...) Það var loksins árið 1997 sem til varð stofnun Gunnars Gunnarssonar með reglum sem menntamálaráðherra setti. For- stöðumaður hennar var síðan ráðinn 1999 og í júní árið 2000 var Gunn- arshús að Skriðuklaustri opnað al- menningi undir merkjum Gunnars- stofnunar. Markið var sett á að byggja upp menningar- og fræðslu- setur sem vekti meðal annars áhuga ferðamanna og fræddi þá um Gunn- ar skáld. (...) Að byggja upp menningarmiðstöð lengst úti í sveit austur á landi á af- skekktum stað, eða í afdal, eins og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu segja, er eitthvað sem ekki gerist á einni nóttu. Þrátt fyrir það var strax fjórum árum eftir opnun á Skriðu- klaustri búið að hefja staðinn til þess vegs og þeirrar virðingar sem hann á skilið að njóta til samræmis við stór- hug Gunnars skálds. Á fjórum árum hefur gestafjöldi meira en tvöfald- ast, úr 4000 í 9000 gesti og þar með er staðurinn orðinn að einum hinum fjölsóttasta á Austurlandi og meiri- hluti gesta íslenskir ferðamenn. Saman hefur þeim Skúla Birni og Elísabetu tekist að skapa einstakt andrúmsloft á Skriðuklaustri, sem ferðamenn og ekki síður við heima- menn sækjum í aftur og aftur. Þessi heiðurshjón voru tilnefnd og sam- þykkt sem frumkvöðlar fjórðungsins einróma af stjórn Markaðsstofu Austurlands,“ sagði Jónas. Frumkvöðlar Aust- urlands heiðraðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frumkvöðlar í ferðaþjónustu á Austurlandi: Jónas Hallgrímsson, stjórn- arformaður Markaðsstofu Austurlands, afhendir hjónunum Skúla Birni Gunnarssyni og Elísabetu Þorsteinsdóttur verðlaunagrip. Fjarðabyggð | „Íbúar Fjarðabyggð- ar eru ekki áhorfendur, heldur taka virkan þátt í þeim breytingum sem eru framundan.“ Þetta segir í til- kynningu frá Fjarðabyggð um íbúa- þing, sem haldið verður í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði á laugardag. Íbúar og bæjaryfirvöld í Fjarða- byggð standa frammi fyrir miklum breytingum sem munu styrkja mjög stöðu sveitarfélagsins. Svo stórar breytingar hafa bæði kosti og galla og leggur bæjarstjórn Fjarðabyggð- ar áherslu á að vel takist til. Árið 1999 fór fram athyglisverð stefnu- mótunarvinna í Fjarðabyggð, sem skilaði sér í Framtíðarsýn 2010. Þar hefur margt náð fram að ganga, en stærsta breytingin er þó sú, að þar var ekki gengið út frá tilkomu álvers. Nú, þegar um ár er liðið frá und- irritun samninga um Kárahnjúka- virkjun og álver Alcoa á Reyðarfirði, vill bæjarstjórn heyra sjónarmið íbúanna um framtíðina og gefa þeim kost á að vera virkir þátttakendur í mótun framtíðarsýnar. Fjölskyldan í öndvegi Á íbúaþinginu verður lögð sérstök áhersla á aðstæður fjölskyldunnar og verða niðurstöður íbúaþingsins nýttar sem efniviður við mótun fjöl- skyldustefnu sveitarfélagsins og jafnframt við endurskoðun Staðar- dagskrár 21. Fyrir þingið verður unnið sérstaklega með börnum í grunnskólum Fjarðabyggðar og þau munu velta vöngum yfir hvað gott sé við að búa í sveitarfélaginu og hverju þau myndu vilja breyta. Íbúaþingið hefst kl. 10 og verður boðið upp á barnagæslu í leikskól- anum Dalborg. Veitingar verða í boði Sparisjóðs Norðfjarðar og bæjarstjórnar. Nálg- ast má frekari upplýsingar á vefnum www.ibuathing.is. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Fólkið í Fjarðabyggð lætur ljós sitt skína: Íbúaþing verður haldið á Eskifirði á laugardag. Íbúar hvattir til að taka þátt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.