Morgunblaðið - 16.04.2004, Síða 44

Morgunblaðið - 16.04.2004, Síða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ágúst Benedikts-son fæddist í Steinadal í Kollafirði í Strandasýslu 11. ágúst 1900. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 2. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Benedikt Árna- son sjómaður og bóndi í Steinadal, f. 21. mars 1867, en hann drukknaði í Kollafirði 27. október 1917, og Oddhildur Sigurrós Jónsdóttir, f. 26. júlí 1867, d. 8. nóvember 1963. Systkini Ágústs voru: Guðjón, f. 3. nóv. 1893, d. 22. júlí 1969; Guðbjörn, f. 29. ágúst 1898, d. 19. maí 1990; Arndís Guð- rún, f. 29. mars 1904, d. 5. maí 1983. Júlíus, f. 22. febrúar 1905, d. 12. júní 1932; Jóna Sólveig, f. 9. mars 1907, d. 14. febrúar 1930. Hálfsystir sammæðra var Guðlaug Lýðsdóttir, f. 29. ágúst 1890, d. 10. júlí 1979. Ágúst kvæntist 12. júní 1929 Guðrúnu Þóreyju Einarsdóttur, f. 5 janúar 1908, d. 2. september 2000. Foreldrar hennar voru Ein- ar Ólafsson, bóndi á Þórustöðum í Bitrufirði, f. 21. júlí 1876, d. 15. maí 1962, og kona hans, Ingunn Helga Gísladóttir, f. 8. október 1872, d. 8. janúar 1968. Ágúst og Guðrún eignuðust sjö syni. Þeir eru: 1) Haraldur, skipstjóri og út- gerðarmaður í Reykjavík, f. 24. júní 1930, d. 7. ágúst 1994, kvænt- ur Guðbjörgu Gunnarsdóttur og eignuðust þau fjögur börn, barna- börnin eru tíu og barnabarnabörn- in orðin átta. 2) Benedikt, skip- stjóri og útgerðarmaður í Reykja- vík, f. 16. júlí 1931, kvæntur Jónu B. Guðlaugsdóttur og eiga þau fjögur börn, ellefu barnabörn og eitt barnabarnabarn. 3) Júlíus Jónas, skip- stjóri og útgerðar- maður í Reykjavík, f. 17. desember 1932, d. 1. júní 1987, kvæntur Lilju Árna- dóttur, f. 4. septem- ber 1931, d. 24. febr- úar 1986. Þau eignuðust fjögur börn, barnabörnin orðin sjö og eitt barnabarnabarn. 4) Einar Ingi Ágústsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Reykjavík, f. 15. júní 1935, kvæntur Svölu Mar- elsdóttur. 5) Óskar Ágústsson, verkstjóri í Grindavík, f. 10. sept- ember 1937, kvæntur Margréti Sigurðardóttur og eiga þau tvær dætur og þrjú barnabörn. 5) Svav- ar, skipstjóri og útgerðarmaður í Reykjavík, f. 8. október 1941, kvæntur Sumarrós M. Jónsdóttur og eiga þau tvo syni, en fyrir átti Svavar eina dóttur. Barnabörnin eru orðin fimm og barnabarna- börnin tvö. 6) Gísli, málarameist- ari í Reykjavík, f. 19. desember 1946, kvæntur Hrafnhildi Björg- vinsdóttur. Hann á fjögur börn og fimm barnabörn. Barnabörnin eru 21. Barnabarnabörnin eru orðin 41. Barnabarnabarnabörnin eru orðin 12. Afkomendur þeirra hjóna eru því í dag alls orðnir 81. Er Ágúst lést var hann elsti karlmaðurinn á Íslandi. Útför Ágústs fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ágúst Benediktsson eða afi Gústi, eins og við barnabörnin kölluðum hann, fæddist og ólst upp í Steinadal í Kollafirði í Strandasýslu. Hann fór snemma að sitja yfir ám, eða frá sex til tólf ára aldurs. Níu ára gamall var hann sendur í sína fyrstu vinnu yfir í aðra sveit, að Valshamri í Geiradal í Barðastrandarsýslu, þar sem móður- bróðir hans bjó, til að sitja yfir ám. Annars sinnti hann bústörfum hjá foreldrum sínum í Steinadal allt þar til faðir hans fórst við fjórða mann á báti í Steingrímsfirði á svokallaðri grunnleið fyrir utan Hvalsá í mynni Kollafjarðar, er afi var 17 ára. Þá varð móðir hans að bregða búi og fluttu þau að Hlíð í Kollafirði sem vinnufólk. Móðir hans bjó síðan alla tíð hjá honum þar til hún lést árið 1963. Sem vinnumaður var hann víða um sveit- irnar ásamt því að stunda sjóinn. Afi hóf búskap á Felli í Kollafirði 1927 og bjó þar í tvö ár. Jörðina átti séra Jón Brandsson. Árið 1929 giftist hann ömmu minni Guðrúnu Þóreyju, ömmu Gunnu, eins og hún var kölluð, frá Þórustöð- um í Bitrufirði og hefja þau búskap á Hvalsá í Steingrímsfirði. Þar var ein- göngu gamall torfbær og byggði afi upp ný húsakynni, íbúðarhús ásamt útihúsum, úr rekavið sem hann sótti sjálfur í sínar fjörur. Með búskapnum og uppbyggingu á jörðinni stundaði hann sjómennsku og reri til fiskjar frá Hvalsá og lagði upp aflann hjá kaupfélaginu á Hólmavík. Lengst af átti hann bát sem hét Gustur og ásamt því að róa til fiskjar á honum var hann einnig óspart notaður til vöru- og mann- flutninga á milli Hólmavíkur, Kolla- fjarðar, Bitrufjarðar og jafnvel Borð- eyrar og Hvammstanga. Þá var afi smiður góður og eru þau ófá húsin þar sem hann hefur komið við smíða- sögu. Hann var meðhjálpari í kirkjunni á Kollafjarðarnesi í um 30 ár og bauð gjarnan fram vinnu sína í viðhaldi á henni. Eftir að hafa búið á Hvalsá í 43 ár, brugðu þau hjón búi árið 1972 og fluttu til Reykjavíkur. Þau bjuggu fyrst á Kambsvegi og fluttu síðan á Dalbraut, en eftir lát ömmu í sept- ember 2000, flutti afi í mars 2001 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Er suður var komið vann hann fyrst hjá Heklu hf. og síðan við grá- sleppuhrognaverkun. Fljótlega fór hann síðan að fella net og varð það að hans aðalstarfi fram að 100 ára af- mælinu. Hann felldi fyrir margar út- gerðir ýsu-, þorska- og grásleppunet. Þá setti hann einnig upp talsvert af línu. Síðustu árin vann hann að mestu við að fella silunganet og jafn- vel eitt og eitt laxanet. Á 100 ára af- mælisári sínu skilaði hann af sér sínu síðasta neti, til veiðarfæraheildsölu og sagðist þar með vera hættur störfum. Eins og haft var eftir honum sjálf- um þá fór hann ekki að stunda íþrótt- ir fyrr en eftir 100 ára afmælið og á 102. ári varð hann Íslandsmeistari í pokakasti á sérstöku „Íslandsmóti“ á Hrafnistu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera í sveit hjá ömmu og afa á Hvalsá í nokkur ár sem strákling- ur. Það er reyndar ekki fyrr en seinna meir sem maður gerir sér grein fyrir því hvers konar forrétt- indi það voru. Óskar föðurbróðir minn var nú þeim alltaf til halds og trausts á Hvalsá og það veit ég að þau hefðu aldrei verið þetta lengi á Hvalsá nema af því að hann var hjá þeim. Fyrir utan alla hefðbundna og venjulega sveitavinnu, eins og að reka beljurnar, heyskapurinn, sauð- burðurinn, réttirnar o.þ.h. var mikil spenna alltaf í því að fara á rekann og gá hvort eitthvað hefði komið. Síðan að fá að vera með í að draga rekann upp. Þá var vinna við að saga raftana, síðan kljúfa þá og loks að höggva til í girðingarstaura. Það var unnið við að herfa land, tína grjót og búa til ný- ræktir. Það voru lögð net fyrir grá- sleppu. Síðan voru hrognin söltuð. Stundum komu kópar í netin og þá var að flá af þeim skinnið, negla það upp og salta allt annað í tunnu. Svona mætti lengi telja upp, en alveg þótti manni með ólíkindum hvað afi kunni til verka. Toppurinn var þó alltaf fyrir strákinn að fá að fara með á sjóinn og að fá að keyra traktorinn eða Land Roverinn hjá Óskari. Fyrir svona strákling var nú margt að prófa og margt að reyna, hvort sem það var að fara aðeins lengra á traktornum en temmilegt var, eða detta af brúnni ofan í á, eða nærri búinn að kveikja í fjárhúsun- um. Einhvern veginn slapp maður alltaf heill frá öllum málum og aldrei heyrðist eitt einasta skammaryrði frá afa. Ég man bara aldrei eftir að hafa heyrt hann skammast, hann bara leiðbeindi manni. Ég veit að amma hefur beðið með Júlla og pabba mínum með útbreidd- an faðminn eftir afa þegar hann kom til hennar eftir rúmlega þriggja ára aðskilnað og nú sitja þau saman, haldast hönd í hönd og horfa glaðleg yfir farinn veg og stolt yfir öllum af- komendum sínum. Þau geta sko verið stolt af sínu lífi. Guð blessi ömmu mína og afa. Rafn Haraldsson. Nú er afi dáinn hátt á 104. aldurs- ári. Hann var þriggja alda maður. Mig langar að minnast afa Ágústs Benediktssonar og ömmu Guðrúnar Einarsdóttur, oft kölluð Gústi og Gunna á Hvalsá. Það fyrsta sem mér kemur í hug er mikill kærleikur, vinátta og virðing milli þeirra. Í þeim báðum var alveg sérstök jákvæðni og trú á allt gott. Ég man mjög vel hversu snortinn ég var þegar amma var kistulögð og afi sagði falleg orð sem síðustu kveðju og upplifði ég tilfinningu um mikla ást, virðingu og þakklæti. Þau voru gift í rúmlega 71 ár. Þau hafa sýnt umheiminum hinn sama kærleik og virðingu, hvort sem um er að ræða menn eða dýr. Það voru mikil forréttindi að fá að vera hjá þeim í sveit. Ég var ungur fyrstu sumrin með mömmu og síðan einn sumarið sem ég varð sjö ára og fékk titilinn kúarektor. Mín ábyrgð fólst í því að vera kominn með kýrnar fyrir mjaltir og stundum að reka þær upp á dal eða upp á hjalla. Margar góðar stundir áttum við amma sam- an í fjósinu, búrinu við að skilja mjólkina eða í eldhúsinu að borða. Ég sakna enn súrtunnunnar hennar í búrinu þar sem allt var til almenni- lega súrsað. Alltaf var amma tilbúin ef eitthvað bjátaði á. Ég var í sjö sumur hjá þeim og beið eftir því að komast í ævintýrin á vorin til þeirra um leið og skóla lauk og helst fyrr. Þegar maður fór sjálfur að vitkast og horfa til baka og ekki síst núna er þau eru bæði gengin, þá minnist maður umhyggju þeirra, kærleiks, jákvæðni, leiðbeininga og óteljandi atvika og atburða sem upp komu. Þessi atriði sem um ræðir gætu fyllt heila bók, en allt á jákvæðan hátt. En ég fullyrði að þarna hafi ég lært óafvitandi að vinna, fyrir mér var þetta leikur, en fékk að taka þátt í öllu starfi. Stundum þurftu þau hjón að taka á þolinmæðinni. En aldrei var hækkað hljóðið né skammir, að- eins leiðbeiningar. Fyrstu árin voru lesnar á kvöldin biblíusögur og alltaf var farið með bænir fyrir svefninn. Margar bækur voru til á heimilinu og að manni var haldið fræðandi efni. Ég segi ekki að ég hafi verið vill- ingur, langt því frá, að minnsta kosti að sögn ömmu. En hins vegar þau skipti sem vel hefði mátt skamma mann og jafnvel nefna einhver orð þá var það ekki gert. Einhverra hluta vegna þurfti þess ekki, maður vissi upp á sig skömmina og sú sneypa var næg og maður sneri sér að öðru. Enda man maður suma hluti þótt lið- in séu rúm 40 ár síðan. Þótt maður hafi keyrt traktorinn fullhratt í gegnum hliðið, afi verið í vagninum og hliðið fallið, þetta var ekki gert nema einu sinni. Ekki sagði amma orð þótt maður léti henni bregða í eldhúsinu, þannig að hún missti bök- unarformið á gólfið, eða byndi hana við stólinn í eldhúsinu, nema vin- gjarnlega: „Gunnar minn, viltu hætta þessu.“ Á vegferð minni í lífinu hef ég hitt fjölda fólks sem þekktu til þeirra Gústa og Gunnu á Hvalsá. Alltaf er nefnt með hlýju hversu gott var að koma til þeirra eða hvernig þau leystu einhver mál. Á þeirra heimili var mikill gestagangur. Afi gat allt og þar af leiðandi alls staðar vel met- inn. Þau áttu vini út um allt. Fram kom hjá afa heldur sterkar en hjá pabba óþolinmæði, en það uppgötvaði ég þegar ég var sakaður um hana, að hún versnar með aldr- inum, en hver veit nema þetta sé merki um að menn vilji láta hlutina ganga. Afi þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og var alltaf að fylgjast með. Ég minnist þess þegar einhver samkoma var heima, líklega skírn dótturinnar (1986) þá týnist afi, en fannst skömmu síðar niðri í kjallara hjá strákunum sem voru að upp- fræða hann um tölvur og hvernig þær virkuðu. Þar sem hann vann mikið við að setja upp net og áður fyrr við grásleppuveiðar þá var hann að velta því fyrir sér í fyrravor hvort Hrafnista í Hafnarfirði væri ekki með grásleppunet út af landinu sínu. Enda hafði hann á búskaparárum sínum staðið framarlega í vélvæðing- unni í sveitinni og var á meðal frum- kvöðla við verkun súrheys til fóður- gjafar á Ströndum. Hugsun hans var þrátt fyrir háan aldur alveg skýr, það var rétt síðustu dagana sem hún fór að dofna. Sem dæmi er að þegar maður kom í heim- sókn var spurt um alla í kringum mann og umræður um hvernig gengi og breytingar frá síðustu heimsókn. Ofarlega í mínum huga er þakk- læti til ömmu og afa vegna þeirrar fyrirmyndar sem þau hafa verið mér í gegnum tíðina og þeirra þátt í að móta mig. Ég er þess fullviss að amma tekur á móti afa með Júlla, pabba og Kela mínum. Guð blessi minningu þeirra. Gunnar Haraldsson. Afi fæddist aldamótaárið 1900 í Steinadal í Strandasýslu. Á þessum tæplega 104 árum upplifði hann miklar og hraðar breytingar sem áttu sér stað þegar þjóðfélagið breyttist úr bændasamfélagi í upp- lýsingaþjóðfélag. Þetta var merki- legur tími sem hann lifði og tók þátt í. Hann var athafnamaður mikill og þoldi ekki leti enda vann hann mikið alla tíð. Hann sagði okkur frá því þegar hann var látinn sitja yfir ánum aðeins sex ára gamall, jafnvel í þoku og myrkri. Þá stóð honum ekki alveg á sama. Hann tók alla þá vinnu sem hægt var að fá og var aldrei atvinnulaus. Hann vann við vegavinnu og um tíma var hann vinnumaður á Korpúlfs- stöðum sem mörgum áratugum seinna var breytt í grunnskóla sem barnabarnabörn hans sóttu. Það fannst honum merkilegt og bera vott um breytta tíma. Afi og amma, Guðrún Þórey Ein- arsdóttir, settust að á Hvalsá í Stein- grímsfirði og hófu búskap þar. Þegar við hugsum til afa og ömmu koma bros þeirra upp í huga okkar. Þau voru einstaklega gestrisin og heimili þeirra stóð okkur alltaf opið. Það var okkur systkinunum ómetanlegt að komast til þeirra í sveitina á Hvalsá á sumrin og fá að upplifa allt það sem sveitin hafði upp á að bjóða. Þær voru margar stundirnar sem við átt- um í skemmunni hans afa við smíðar á bátum sem við létum svo sigla á Hvalsánni. Alltaf var afi tilbúinn að láta okkur hafa spýtur sem hentuðu í smíðina og rétta okkur hjálparhönd. Afa féll aldrei verk úr hendi og má nefna að hann vann túnin á Hvalsá með skóflunni einni saman. Þau voru dugleg að koma sér áfram á litlu býli þar sem mikill gestagangur var. Afi reri mikið til fiskjar með sonum sín- um sem ungir byrjuðu að sækja sjó- inn með honum. Það kom sér vel þar sem margir voru í heimili. Hann var sveitungum sínum innan handar með flutninga á trillunni sinni og voru þær ófáar ferðirnar sem hann fór inn á Hólmavík, ýmist að sækja vörur eða flytja fólk. Afi og amma fluttust suður er hann var rúmlega sjötugur. Honum fannst ekki hægt að setjast í helgan stein og hætta að vinna heldur fékk hann vinnu hjá Benedikt syni sínum við að salta grásleppuhrogn. Síðar fór hann að setja upp net fyrir syni sína og fleiri. Við það vann hann þar til hann missti ömmu eftir 71 árs hjónaband, þá orðinn 100 ára gamall. Það var afa mikill missir þegar amma dó. Líf hans breyttist mikið og valdi hann þá að dveljast á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar undi hann hag sín- um vel innan um gott starfsfólk. Hann fór að stunda íþróttir og varð Íslandsmeistari í sandpokakasti. Afi var ótrúlega hress og minnug- ur og fylgdist vel með öllum afkom- endum sínum þar til hann dó. Hann hafði gaman af að fá gesti og tók á móti þeim með bros á vör. Hon- um þótti skemmtilegt að fara í bíl- túra, stutta sem langa, með foreldr- um okkar. Hafði hann oft orð á því hversu ánægjulegar ferðirnar voru sem farnar voru austur fyrir fjall í heimsókn að Litla-Moshvoli. Nú er afi kominn til ömmu og sona sinna tveggja sem hann var farinn að þrá að hitta. Megi guð blessa ykkur, elsku afi og amma. Minning ykkar mun lifa í hjörtum okkar. Bára, Guðlaug, Guðrún Björk og Ágúst Benediktsbörn. ÁGÚST BENEDIKTSSON Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, LÁRU JÓNSDÓTTUR, Kringlumýri 29, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyfjade- ildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, starfsfólki Kristnesspítala og B-deildar á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Guðbjörg Einars Þórisdóttir, Tryggvi Gestsson, Þórir Ólafur Tryggvason, Kristín Hallgrímsdóttir, Lára Hólmfríður Tryggvadóttir, Ómar Ólafsson, langömmubörn og langalangömmubarn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og systir, SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR, Hverafold 138, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðju- daginn 20. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarsjóð krabbameinsfélagsins. Steindór Jónsson, Þórunn Steindórsdóttir, Sveinbjörn S. Hilmarsson, Jón Elvar Steindórsson, Anna Guðmundsdóttir, Júlíus Hafsteinn Sveinbjörnsson, Jón Kristján Sveinbjörnsson, Tinna Marín Jónsdóttir og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.