Morgunblaðið - 16.04.2004, Side 55

Morgunblaðið - 16.04.2004, Side 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 55 ÞORBJÖRN Atli Sveins- son, knattspyrnumaður, gekk í gær til liðs við Fylki og gerði 3ja ára samning við Árbæj- arliðið. Þorbjörn var samningsbundinn Fram en var leystur undan samningi við Safamýr- arliðið í gær. Þorbjörn er 26 ára gamall sóknar- maður sem leikið hefur með Fram frá unga aldri en var um tíma á mála hjá Bröndby í Dan- mörku. Þorbjörn gerði 3ja ára samning við Bröndby árið 1998 en alvarleg hnémeiðsli urðu til þess að hann sneri heim úr vistinni árið 2000. Þorbjörn lék 106 leiki og skor- aði 28 mörk fyrir Fram í efstu deild. Undanfarin ár hafa meiðsli og veik- indi sett verulegt strik í reikninginn hjá Þorbirni en hann stundar nám í Danmörku og hefur æft með Vejle undanfarnar vikur. Þorbjörn leikur fyrsta leik sinn fyrir Fylki gegn Þór í deilda- bikarnum á fimmtudag en honum er ætlað að fylla skarð Hauks Inga Guðnasonar sem verður ekkert með í sumar vegna kross- bandaslits. Auk Þorbjörns hefur Fylkir fengið Björgólf Takefusa frá Þrótti, Guðna R. Helgason frá Val og Ólaf Stígsson frá Molde. Þorbjörn Atli Sveinson til liðs við Fylki  ÚRVALSDEILDARLIÐ Keflavík- ur í knattspyrnu fer til Danmerkur á sunnudaginn. Keflvíkingar leika þar tvo leiki, gegn 1. deildarliði Brönshöj og 2. deildarliði Holbæk. Guðmund- ur Steinarsson, sem nú er kominn á ný til Keflavíkur, lék með Brönshöj á síðasta ári.  RAGNAR Ingi Sigurðsson og Guðrún Jóhannsdóttir skylminga- menn taka þátt í úrtökumót fyrir evrópskt skylmingafólk, um sæti á Ólymíuleikana í Aþenu í Gent í Belg- íu næsta laugardag. Keppt verður um þrjú laus sæti í kvennaflokki og tvö í karlaflokki.  SAMTÖK enskra atvinnuknatt- spyrnumanna hafa gefið út lista yfir þá leikmenn sem koma til greina sem leikmaður ársins og besti ungi leikmaðurinn þegar krýning fer fram 25. apríl. Steven Gerrard, Liv- erpool, Thierry Henry, Arsenal, Frank Lampard, Chelsea, Jay-Jay Okocha, Bolton, Alan Shearer, Newcastle, og Patrick Vieira, Ars- enal, eru á listanum, sem hefur að geyma leikmann ársins og á listan- um yfir ungu leikmennina eru Glen Johnson, Chelsea, Scott Parker, Chelsea, Shaun Wright-Phillips, Man. City, Wayne Rooney, Everton, John Terry, Chelsea, og Kolo Toure, Arsenal.  CHRIS Kirkland markvörður leik- ur ekki meira með Liverpool á þessu keppnistímabili. Kirkland úlnliðs- brotnaði fyrir nokkrum vikum en Gerard Houllier, knattspyrnustjóri félagsins, staðfesti í gær að hann yrði ekki meira með. Houllier sagði enn fremur að Kirkland yrði ekki búinn að ná sér í tæka tíð til að kom- ast með enska landsliðinu í úrslita- keppni EM í Portúgal.  GIOVANNI van Bronckhorst seg- ir sig ekki langa til þess að snúa til Arsenal á ný í sumar þegar leigu- samningur hans hjá Barcelona renn- ur út. Van Bronckhorst líkar lífið vel í Barcelona auk þess sem honum hefur gengið flest í haginn hjá spænska stórliðinu. Hann segist vonast til að samkomulag um nýjan samning náist á milli Arsenal og Barcelona þannig að hann geti verið í herbúðum liðsins á næsta vetri.  KEVIN Garnett, miðherji Minne- sota Timberwolves í NBA-deildinni, náði að skora meira en 10 stig og taka 10 fráköst í 71 leik í deildar- keppninni sem lauk á miðvikudag. Garnett tók 9 fráköst í síðasta leikn- um gegn Memphis Grizzlies og var þar með einum leik frá því að jafna við met Hakeem Olajuwon sem gerði slíkt hið sama í 72 leikjum keppnistímabilið 1992–1993, sem leikmaður Houston Rockets.  TIMBERWOLVES náði besta ár- angri allra liða í vesturdeildinni en hefur aldrei náð að komast í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. FÓLKBIKARMEISTARAR Skaga-manna mæta þýska 1. deildar liðinu Bochum í æfingaleik sumardaginn fyrsta, 22. apríl. Skagamenn fara í æfingaferð til Þýskalands í næstu viku og dvelja í nágrenni Bochum. Þórður Guðjónsson, landsliðs- maður frá Akranesi og leik- maður Bochum, hafði milli- göngu um að koma leiknum á. Í viðtali á vef Bochum segir Þórður meðal annars að hann og fjölskylda sín bíði spennt eftir heimsókn Skagamanna og þau hafi boðið öllu liðinu í grillveislu heim til sín að leik loknum. Bochum er í fimmta sæti þýsku 1. deildarinnar og hefur aldrei átt betra gengi að fagna í þýsku knattspyrnunni en á þessu keppnistímabili, og liðið á mikla möguleika á að tryggja sér Evrópusæti. Samkvæmt venju léku ÍR-ingar 3/2/1-vörn sína af mikilli festu þar sem Júlíus Jónasson, þjálfari og leik- maður liðsins, batt hlutina saman í hjarta varnarinnar. Einar Hólmgeirsson og Ingimundur Ingi- mundarson sáu um að stöðva skytt- urnar og Fannar Örn Þorbjörnsson lét leikstjórnanda heimamanna og fyrrverandi félaga sinn úr ÍR, Krist- in Björgúlfsson, hafa mikið fyrir hlutunum. Þorleifur Björnsson, ung skytta úr liði Gróttu/KR, fann nokkrar smugur á vörninni í fyrri hálfleik og skoraði þrjú fyrstu mörk liðsins. Byrjunin lofaði góðu hjá heimamönnum og munurinn var 1–3 mörk þar til að staðan var 10:11, ÍR-ingum í vil, og aðeins um fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Leikur heimamanna hrundi gjör- samlega á lokakafla fyrri hálfleiks þar sem þeir köstuðu boltanum frá sér hvað eftir annað, auk þess sem Ólafur Gíslason, markvörður ÍR, sá við þeim í þrígang á þessum kafla. ÍR-ingar þökkuðu fyrir sig og skor- uðu fimm mörk gegn tveimur. ina í lagi,“ sagði Ágúst en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. „Það ríkir nokkur óvissa um framtíð samstarfs Gróttu og KR. Vinnuum- hverfið er því ekki upp á það besta en það er engin uppgjöf í okkur og við munum mæta sterkari til leiks á næstu leiktíð.“ Kristinn Björgúlfsson var sá eini sem sýndi sitt rétta andlit í liði Gróttu/KR í gær, en hann skoraði alls 12 mörk í leiknum, úr alls kyns færum. Það var annars fátt um fína drætti hjá heimamönnum, Þorleifur átti fína spretti en leikmenn á borð við Daða Hafþórsson og Pál Þórólfs- son eiga að geta gert miklu betur í leikjum sem þessum þar sem reynsl- an vegur þyngst. Í liði ÍR var hvergi veikan hlekk að finna. Ingimundur Ingimundarson, Hannes Jón Jónsson og Bjarni Fritz- son báru sóknarleik liðsins uppi þar sem Einar Hólmgeirsson var tekinn úr umferð megnið af leiknum. Ingimundur átti frábæran leik, í sókn sem vörn, og mátti sjá á lát- bragði hans að hann ætlaði sér að ljúka við verkefnið í tveimur leikjum. Fannar Örn og Júlíus létu mikið að sér kveða í vörninni og er þáttur Fannars oft á tíðum vanmetinn, en hann er afar ósérhlífinn og vinnur vel fyrir félaga sína á línunni í sókninni. „Svöruðum Viggó með réttum hætti“ „Ég tel að ekkert lið geti stöðvað okkur þegar við leikum vörnina með þessum hætti og eftir þennan leik er ég ekki í vafa um að við getum farið alla leið í þetta sinn,“ sagði Ingimundur Ingimundarson, leik- maður ÍR, sem tapaði í úrslitum fyrir Haukum í fyrra. „Við ætlum að gera betur en í fyrra og það er markmiðið sem við vinnum að.“ Ingimundur bætti því við að um- mæli Viggós Viggóssonar, fyrrver- andi þjálfara Hauka, hefðu kveikt í mönnum fyrir síðari leikinn gegn Gróttu/KR. „Viggó segir í viðtali í handboltablaði sem kom út í gær að við séum vonbrigði vetrarins. Hann er kannski bara sár yfir því að vera ekki að þjálfa okkur en þetta kryddar bara úrslitakeppnina að menn skipt- ist á skoðunum og það er okkar að svara því inni á vellinum,“ sagði Ingi- mundur og bætti því við að honum væri alveg sama hvort ÍR fengi Val eða FH í undanúrslitum. Í upphafi síðari hálfleiks varð lítil breyting á leik heimamanna og gáfu ÍR-ingar ekkert færi á sér. Þeir skor- uðu 18 mörk gegn 15 í síðari hálfleik og átta marka sigur liðsins, 35:27, var síst of stór þegar á heildina er litið. Vandamál Gróttu/KR í þessari rimmu var slakur varnarleikur og í kjölfarið náðu markverðir liðsins sér ekki á strik. ÍR-ingar náðu ávallt að finna leiðir að markinu og í nútíma handknattleik er nánast vonlaust að ætla sér stóra hluti með brothætta vörn og slaka markvörslu. „Vörnin var slök“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/ KR, sagði eftir leikinn að liðið hefði leikið tvo slökustu leiki sína í vetur í úrslitakeppninni og við því væru fá svör. „Ég óska ÍR-ingum til ham- ingju með sigurinn og óska þeim alls hins besta. Við lékum hreinlega ekki nógu vel í þessum leikjum og styrk- leiki okkar frá því í vetur, vörnin, var ekki til staðar. Það er ekki létt að finna út á þessari stundu hvað það var sem brást en við munum setjast yfir það og finna út úr því. Að mínu mati var sóknarleikur okkar í lagi en það dugir ekki til að hafa ekki vörn- Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristinn Björgúlfsson skoraði 12 mörk fyrir Gróttu/KR gegn fyrrverandi félögum sínum í ÍR á Nes- inu í gær. Hér reynir hann að brjóta sér leið framhjá Bjarna Fritzsyni. „Við ætlum alla leið“ HÁLFTÍMA áður en annar leikur Gróttu/KR og ÍR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla hófst á Seltjarnarnesi í gær stóðu gestirnir saman í hring og öskruðu hver í kapp við annan. Það var ekki laust við að ruðningslið Nýja-Sjálands kæmi upp í hugann, þvílík var samheldnin, og gaf upphitun liðsins til kynna hvað var í vændum. ÍR-ingar náðu yfirhöndinni í upphafi leiks, litu aldrei um öxl og sáu til þess að einvígi liðanna er lokið, 2:0, en ÍR-liðið leikur til undanúrslita gegn sigurliðinu úr viðureign Vals og FH. Grótta/KR getur farið að einbeita sér að næstu leiktíð. Gestirnir voru 17:12 yfir í hálfleik, lokatölur 35:27. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Skagamenn mæta Bochum Þorbjörn Atli    /:&;) ':/*(!%;) % # *<<=> *< ;%/ -/ -)$ F+ &  ? B B C 7 9 7 D B 48 9 @ 9 F+ &  ?   7 5   4 @9 @E @A 5= 5= >>& P  23 P  4 B9 AA AC %))          !  

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.