Morgunblaðið - 16.04.2004, Side 58
58 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
„Frábær
skemmtun
fyrir alla
fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 3 og 8. Með ensku tali
Sýnd kl. 3.20 og 5.40. Með íslensku tali
Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í
USA! Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust!
Sýnd kl. 3.20.
Fleiri börn...meiri vandræði!
(Píslarsaga Krists)
HP.
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 16.
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 16.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15.Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40.
Sýnd kl. 10.15.
FRUMSÝNING
Til að tryggja réttan dóm
réðu þeir utanaðkomandi sérfræðing
En það var einn sem sá við þeim...
Eftir metsölubók John Grisham
Með stórleikurunum John Cusack, Gene Hackman,
Dustin Hoffman og Rachel Weisz
Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10.10.
Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í
USA! Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust!
(Píslarsaga Krists)
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
Jimmy the Tulip er mættur aftur í
hættulega fyndinni grínmynd!
Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.
Sýnd kl.5.40. B.i. 16.
Vinsælasta
myndin
á Íslandi!
STUÐSVEITIN Búðarbandið hefur ekki ver-
ið á hvers manns vörum til þessa en hefur
engu að síður verið starfandi í sjö ár. Sveitin er
skipuð þeim Bryndísi Ásmundsdóttur, söngv-
ara og sprellara, Þórdísi Claessen, slagverks-
leikara, söngvara og sprellara og Franz Gunn-
arssyni, gítarleikara, söngvara og sprellara.
„Sveitin var sett saman fyrir sjö árum á
Hótel Búðum,“ segir Franz.
„Þaðan er nú nafnið komið. Við vorum feng-
in til að skemmta þar og höfum gert það reglu-
lega, bæði fyrir og eftir bruna. Við höfum verið
eins konar húsband þar.“
Franz segir að þau hafi ákveðið að færa
bandið inn í höfuðborgina og leyfa borgar-
búum að njóta gleðinnar.
„Skemmst er frá því að segja að undirtektir
hafa verið gríðrlega góðar en við erum búin að
troða upp tvo síðustu föstudaga á Hressó. Það
er mikið glens og grín hjá okkur, mikið af
„eitís“-tónlist en hinum áratugunum bregður
einnig fyrir. Drottningar eins og Britney og
Kylie sleppa heldur ekki. Þetta er partíband
og hugmyndin er að fólk labbi inn á staðinn og
finni sig eins og það sé í góðu teiti inni á heimili
einhvers.“
Búðarbandið
Heimilisleg
partístemning
Það er beljandi fjör hjá Búðarbandinu.
Tónleikarnir hefjast upp úr miðnætti
og er frítt inn.
spilar á Hressó í kvöld
Í KVÖLD verður rokkað og rólað í fé-
lagsmiðstöðinni Miðbergi, Breiðholti (Gerðu-
bergi 1). Þar munu eldheitar pönk/harð-
kjarnasveitir troða upp sem eiga það
sammerkt að vera tiltölulega nýjar af nálinni.
Meðalaldurinn í sveitunum er og í lægri kant-
inum.
Sveitirnar sem koma fram eru Hryggjandi
sannleikur, Hopeless Regret, Fighting Shit,
Victim og hin skemmtilega nefnda The Best
Hardcore Band In the World.
Morgunblaðið sló á þráðinn til Adda, bassa-
leikara og söngvara í Hryggjandi sannleik en
sveit hans verður með 12 laga geisladisk til
sölu á tónleikunum og kostar hann nettar 300
kr. Hryggjandi sannleikur er tríó úr Hól-
unum en með Adda eru þeir Sindri trommari
og Ómar gítarleikari. Addi lýsir tónlistinni
sem reiðu og bitru ruslpönki og segir uppá-
haldssveit þeirra pilta vera hina stuttlífu
Shark Attack (sem er þekktust fyrir sjö-
tommuna Blood in the Water sem út kom á
Bridge 9 Records árið 2000).
Addi segir þá vera unga menn og reiða og
krafturinn í bandinu geti verið allsvakalegur.
Aðspurður hvar þeir félagar hafi tekið upp
plötuna segir hann að upptökur hafi verið
nokkuð frumstæðar, trommurnar voru tekn-
ar upp í svefnherbergi Sindra og restin af
hljóðfæraleiknum í herberginu hans Ómars.
Þetta kallar maður að „gera það sjálfur“.
Meira pönk!
Fighting Shit er á meðal þeirra
sveita sem koma fram.
„Reitt og bit-
urt ruslpönk“
Morgunblaðið/Kristinn
Ungæðislegt pönk í Miðbergi
Tónleikarnir byrja klukkan 20 og er að-
gangseyrir litlar 200 kr.
SÝNINGARGESTIR á opnun fyrstu yfirlitssýningar á verkum Errós í
Bandaríkjunum skiptu hundruðum.
Þar á meðal mátti finna mörg kunnugleg andlit úr bandarískum og ís-
lenskum listaheimi, íslenska ráða- og athafnamenn og bara venjulegt fólk,
íslenskt sem erlent, af götum New York-borgar en sýningin fer fram í
Grey Art Gallery, listasafni New York-háskólans.
Sýningin stendur yfir fram í miðjan júlí.
Hundruð á Erró-opnun
Kristján Tómas Ragnarsson, læknir í New
York, og Björgólfur Guðmundsson.
Morgunblaðið/Einar Falur
Kristinn Jón Guðmundsson, sendill í New York, ræðir við listamann-
inn. Kristinn tjáði Erró að þeir hefðu hist áður, en það var í júní árið
1989, þegar Kristinn afhenti Erró dreifimiða á götuhorni. Með þeim
er Stefán Jón Hafstein, sem ritaði á sínum tíma bók um ævintýri
Kristins Jóns í borginni og heitir hún New York, New York.
Sýningargestir velta einu verk-
anna á sýningunni fyrir sér.