Pressan - 19.12.1991, Síða 4

Pressan - 19.12.1991, Síða 4
4 PRKSSAN 19. DESEMBER 1991 ^JnéAoA, nétti iUtutAinn yjfiA, luttí&iAttGA. MjúJzuA, Gtý (jóðuA ocj, Ite+ttaA Jzotuun á ölLun cdSii. Ásdís og Ótnar hjá Flngleiðutn Það hefur alltaf verið heitt á tnilli Lindu Pé og Sigurðar Skagfjörð hjá Flugleiðutn Flelgi Pé ogAuður Bjöms ásamt vittkonutn Dav & Ni ght í jólaglögg hjá Stöð 2 og Bylgjunni 1 Oddaflugsglögg með gæðaívafi er tæknideildin ásamt nokkrum vinum tók sig til og blúsaði fyrir samstarfsfólk 2 Sigurveig, stjarnan á Stöð 2, að venju með skemmtilegustu strákana í kringum sig 3 Sigga Beinteins alltaf að reyna við Hallgrím Thorsteinsson 4 Hjörtur, Steingrímur Ólafs og Jónína á Helgi Dan og Bubba ásamt hinum stelpunum hjá Samvinnuferðum-Landsýn Öm Steinsen alltaf með einhverja fagra sér við hlið Guðbjörg Sandholt, öðm nafni Gugga okkar, ásamt Betu, Ásdt'si og Irisi hjá Veröld Stórglæsileg og skemmtileg veisla í Ömmu Lú þegar Flugleiðir, SAS, Grænlandsflug og allar ferðaskrifstofurnar komu saman. Sungnir voru jólasöngvar, meira að segja raddað, og skálað í guða- veigum. Það var gaman að sjá þennan góða hóp saman því dags daglega eru þessir aðilar að berjast um þær fáu hræður sem hafa efni á að fara til útlanda. 7500 EINTÖK SELD Sálin hans Jóns míns er komin í platínuplötu en drengirnir hans Jóns munu spila á Púlsinum næstkomandi fimmtudagskvöld. Bein útsending á Rás tvö og gamla kassanum. Þrjár álnir lands |sfirðinGur og ævintýri hans í Reykfavík Reimar hafði manað mig að kafa til botns í Peninga- gjá. Hann vantaði sköfu sem við höfðum misst. Hann hafði lofað að ég mætti keyra bílinn hans alla leið frá Þingvöllum til Selfoss. Ég stóð allsber á stöpli við gjár- borðið. Ég lét brandara fjúka áður en eg stökk. — Það er slæmt að eiga ekki eina flösku af Vo5-sjampói. — Þá gæti maður þvegið á sér hár- ið í leiðinni. Ég greip um nef- ið og lét mig húrra út í. Ég ætla ekki að reyna að lýsa hvernig mér varð við þegar ég lenti í bergvatninu. Ég get bara sagt sem svo að ef þjóðgarðsvörður þiggur drykkjarvatnið sitt úr gján- um þá getur ekki verið að hann þurfi að láta renna lengi til að fá kalt. Ég komst alla leið niður á botn, fálm- aði þar eitthvað og náði leðju í aðra lúkuna og,lagði síðan af stað upp á við. Á uppleið varð mér Ijóst að ég mundi þurfa á öllu mínu að halda til að krafla mig upp á stuðlabergsstöpulinn ef ég ætti nokkurn tímann að aka Skóda, hvað þá Pontíakk. Reimari mun hafa flogið í hug að ástandið væri all- ótryggt; hann herti upp hug- ann, hoppaði niðurástallinn og rétti til mín spaðann, það má hann eiga. Ég mátti vart mæla. — Reyndu að drullast hingað upp maður. Við að heyra rödd frænda míns var sem ég væri hrifinn aftur til mannheima. Ég neytti síðasta kippsins til að klöngrast á belginn upp á steininn. Reimar sagði síðar að ég hefði legið þarna á grjótinu eins og rauðleit hvelja og haldið dauðahaldi um kr. 1.50 í peningum. Loksins tókst okkur að þræla mér alla leið upp úr. Eg var ekki fær um að klöngrast næsta áfanga, upp á gjárbakkann sjálfan, fyrr en hálftíma sið- ar. Reimar varð að leiða mig inn í bíl. Hann hafði hitað upp kerruna á meðan ég var að draga saman lífsmark, hann lúrði vitaskuld á viskí- pela sem hann hafði ekki sagt mér frá. Á meðan ég var að troða mér í leppana samkjaftaði hann ekki, sagð- ist hafa bjargað lífi mínu og þar fram eftir götum, og taldi mig með vanþakklátari mannkertum sem hann hefði kynnst. — Keyra, stundi ég. — Þú varst búinn að lofa. Ég hafði náð það skikkanlegri heilsu að mér datt ekki í hug að láta hann sleppa við að lofa mér að taka í bílinn. Sjússinn yljaði, eftir einn tvo dramm var ég orðinn al- góður. Ég gaf druslunni inn. Reimar kveikti á útvarpinu. Útvarpið sagði: Nú verður flutt leikritið Þrjár álnir lands. Leikritið fjallaði um mann sem var að kaupa sér land. Hann mátti eigna sér það land sem hann gat gengið í kringum frá sólarupprás til sólarlags. Ef hann komst ekki hringinn fyrir sólsetur fékk hann ekki neitt. Þor- steinn Ö. Stephensen lék að- alhlutverið. Við Reimar vor- um svo sjúklegir aðdáendur Þorsteins að við lögðum bílnum og drápum á honum til að drunurnar í vélinni trufluðu ekki langbesta leik- ara landsins að okkar mati. Nurlarinn sem Þorsteinn lék var of gráðugur og sprakk þegar hann átti örfá skref eftir. Hann bætti alltaf við sig næsta hól. Næsta lundi. Næstu uppsprettulind. Leik- ritið fjallaði sem sé um þann sannleika að græðgi er best í hófi. Ég reyndi að koma Reimari í skilning um þetta. — Nasi, það er skökk hugs- un í þessu hjá þér. Ef kallinn hefði verið yngri þá hefði hann haft það af og lifað eins og kóngur til hárrar elli. Hugsaðu þér allt vændið og tóbakið og snitturnar. Græðgi er ekki best í hófi vinur, maður verður bara að hafa heilsu í hana. Að græða og græða og barna margar konur. Það er mín heim- speki. Reimar hafði tekið gleði sína. — Sjáðu til, okkur mun örugglega áskotnast eitthvað áður en við komum til Selfoss. Reimar var á taugum með mig undir stýri og sagði mér til í sífellu við aksturinn en ég gaf skít í það o_g lá í hundrað alla leið að Irafoss- virkjun. — Keyra, kallaði ég í sífellu og barði í mælaborð- ið og hló eins og brjálæðing- ur. — Ætlarðu að eyðileggja bílinn, hálfvitinn þinn? Skyndilega ókum við fram á sendiferðabíl sem hafði farið út af veginum og sat fastur í drullusvelg. — Sérðu jörðina, sagði Reimar. — Hún er eins og heili. — Heyrðu, sagði ég. — Maðurinn er í vandræð- um. Við ættum að draga hann upp. Við lögðum við hliðina á sendiferðabílnum. Bílstjórinn lá fram á stýrið. Hann bærði ekki á sér. — Er hann dauður? spurði ég. — Flautaðu. Ég þeytti flautuna rösk- lega og loks lyfti mannfýlan haus. — Hann er sauðdrukk- inn, helvítið á honum, sagði Reimar. — Hvílíkur níðingur! Að drekka undir stýri. — Við kærum hann þegar við komum niður á Selfoss, sagði Reimar. — Það er alltaf gott að eiga inni hjá lögg- unni. En fyrst skulum við tala við kauða. Ólafur Gurtnsrsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.