Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 9 Böövar Bragason lögreglustjóri. Fær 750 milljónir en eyöir 925 milljónum. Samansöfnuð umframkeyrsla á fimm ára tímabili nam 875 milljónum króna. LÖGREGLUSTJÓ RAR Á OFSAHRAÐA FRAM ÚR FJÁRLÖGUM PRESSAN skoðaði niðurstöðutöl- ur ríkisreikninga og fjáraukalög fyr- ir tímabilið 1986 til 1990 og kannaði þróun frá fjárlögum hjá nokkrum stofnunum. í ljós kom að embætti Lögreglustjórans í Reykjavík, þar sem Böövar Bragason ræður ríkj- anríkisráðuneytinu. Að meðaltali hafa verið settar 2 00 milljónir króna á nafn embættisins, en útkoman orðið um 265 milljónir eða 31 pró- senti hærri. HÁLFUR MILLJARÐUR Á FIMM ÁRUM HJÁ FLUGMÁLASTJÓRA Flugmálastjórn, undir hand- leiðslu Péturs Einarssonar, hefur íslandsmeistanarnir í umframkeyrslu Samanburður á upphæð fjárlaga og niðurstöðu ríkisreiknings á samtals sjö árum, 1984 til 1990, heildartölur í milljónum króna að núvirði. Stofnun Fjárlög lltkoma Umfram Hlutf. 1. Unglingaheimili ríkisins . . . 159,3 393,4 234,0 146,9% 2. Löggildingastofan 36,1 88,5 52,4 145,1% 3. Holdanautastöðin Hrísey . . 18,9 46,3 27,4 144,5% 4. Laxeldisstöðin Kollafirði . . 48,4 112,4 64,0 132,0% 5. Héraðsskólinn Reykholti .. 138,3 290,6 152,3 110,2% 6. Veiðistjóri 97,0 201,7 104,7 108,0% Skýringar: Með Unglingaheimilinu eru talin útgjöld vegna nýs meðferðarheimilis fyrir unga fikniefnaneytendur. Útgjöld Löggildingastofunnar urðu venju fremur mikil 1990 vegna breytinga. Tótur yfir Héraðsskólann i Reykholti ná ekki til 1990 og ná þvi aðeins yfir 6 ár. um, fór að jafnaði tæplega fjórðungi fram úr því sem á fjárlögum var veitt. Á fjárlögum hafa að meðaltali verið settar um 750 milljónir króna á þennan fjárlagalið, en niðurstöðu- tölur orðið um 925 milljónir. Saman- söfnuð umframkeyrsla hjá Böðvari og félögum á þessu fimm ára tíma- bili nemur 875 milljónum króna. Annað lögreglustjórambætti hef- ur þó farið hlutfallslega meir fram úr fjárlögum á tímabilifiu. Það er embætti Þorgeirs Þorsteinssonar á Keflavíkurflugvelli, sem tilheyrir ut- ekki keyrt hlutfallslega jafnmikið fram úr og lögreglustjóraembætti Böðvars og Þorgeirs, en aftur á móti nemur uppsöfnuð umframkeyrsla Péturs og félaga á þessu tímabili um 530 milljónum króna. Að meðaltali hefur fjárveitingavaldið sett um 625 milljónir króna í embættið, en upp- staðið hefur útkoman orðið um 732 milljónir eða sem nemur 106 millj- ónum króna á ári hverju. Raunar má segja svipaða sögu um embætti Tollstjórans í Reykjavík, þar sem Björn Hermannsson hefur Jón Skaftason yfirborgarfógeti. Hefur fengiö 82 milljónir að jafnaði til ráðstöf- unar, en niðurstaðan orðið 104 milljónir. 110 milljóna króna umframkeyrsla á 5 árum. Sigurður Björnsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar- innar. Þar átti hallinn að vera að meöal- tali tæplega 100 milljónir á ári, en út- koman reyndist hins vegar 187 milljóna halli á ári eða hátt í 800 milljónir á áð- eins fjórum árum. ráðið ríkjum. Birn i og félögum hefur verið úthlutað um 182 milljónum króna að jafnaði, en þegar upp hef- ur verið staðið hafa milljónirnar reynst 215 og uppsöfnuð umfram- keyrsla á fimm árum alls 162 millj- ónir króna. BORGARFÓGETI í VANDRÆÐUM MEÐ ÚTGJÖLDIN Nokkrar aðrar smærri en þó veigamiklar stofnanir hafa einnig átt í erfiðleikum með að fylgja for- sendum fjárlaga. Borgarfógetaemb- ætti Jóns Skaftasonar hefur þannig fengið 82 milljónir að jafnaði til ráð- stöfunar, en niðurstaðan hefur verið 104 milljónir úr ríkissjóði á ári — 110 milljóna króna umframkeyrsla á tímabilinu. Borgardómaraembætt- ið, þar sem Fridgeir Björnsson ræð- ur ríkjum, hefur fengið 60 milljónir að jafnaði en endað uppi í 70 millj- ónum. Skógrækt ríkisins, sem þar til und- ir það síðasta var stjórnað af Sigurdi Blöndal skógræktarstjóra, hefur einstök ár farið duglega fram úr fjár- lögum, einkum þó árin 1986 til 1987. Að jafnaði hefur 92 milljónum króna verið úthlutað til embættis- ins, en endanlegt framlag orðið 26 prósentum hærra eða 116 milljónir. Uppsöfnuð umframkeyrsla á fimm árum nemur því um 120 milljónum. Litlu minni hefur uppsöfnunin orðið hjá Rafmagnseftirliti ríkisins, en raf- magnseftirlitsstjóri er Bergur Jóns- son. Bergur og félagar hafa að jafn- aði fengið um 70 milljónir til skipt- anna, en niðurstaðan orðið um 90 milljónir og uppsöfnunin því nær 100 milljónir á tímabilinu. Pétur Einarsson flugmálastjóri. Að meðaltali hefur fjárveitingavaldið sett um 625 milljónir króna í embættið, en uppstaðið hefur útkoman orðið um 732 milljónir eða sem nemur 106 milljóna króna umframkeyrslu á ári hverju. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri. Stjórnarformaöur Holdanautastöðvar- innar í Hrísey og stjórnarmaður í Veiði- málastofnun, sem rekur Laxeldisstöð- ina í Kollafirði. Ár eftir ár meira en tvö- falt framúr tölum fjárlaga. ÁR EFTIR ÁR YFIR 100% FRAM ÚR FJÁRLÖGUM Margt smátt gerir eitt stórt. Stofn- anir og fyrirtæki þurfa ekki að vera með mikla veltu til að setja strik í fjárlög ríkisins. Það sannast á Ung- lingaheimili ríkisins, Löggildinga- stofunni, Holdanautastöðinni í Hrís- ey, Laxeldisstöðinni í Kollafirði, Héraðsskólanum í Reykholti og embætti Veiðimálastjóra. Á sjö ára tímabili, 1984 til 1990, áttu í heild að renna til þessara stofnana 500 milljónir króna sam- kvæmt fjárlögum. Þegar niður- stöðutölur lágu fyrir blöstu hins veg- ar við 1.133 milljónir. Þegar rekstrartölur Un glingaheimilisins eru skoðaðar fyrir árin 1986 til 1989 sést, að tekjur fara iðulega nokkuð undir það sem áætlað var, en gjöldin upp úr öllu valdi. Þessi fjögur til- teknu ár sýndu forsendur fjárlaga alls 18 milljóna króna halla að með- altali, en reyndin varð halli upp á 55 milljónir á ári. Gjöld hafa sömuieiðis farið nokk- uð fram úr áætlunum hjá nautaeld- isstöðinni í Hrísey og hallarekstur farið talsvert fram úr forsendum fjárlaga. Rekstrarniðurstaða Laxeld- isstöðvarinnar í Kollafirði hefur hins vegar ekki komið svo illa út miðað við forsendur fjárlaga. Þar hefur rík- issjóðsframlag þó hækkað verulega og stafar það að því er virðist eink- um af því að í forsendunum hefur ekki verið gert ráð fyrir fjárfesting- um hjá stöðinni, en á tímabilinu reyndust þær að jafnaði 12 til 13 milljónir króna. Friðrik Þór Guðmundsson F JL-linn umtalaðasti ráðherrabíll ársins er Volvo Sighvats Björg- vinssonar. Nú er búið að setja þjófavarnarkerfi í bílinn. Meðan verið var að setja kerfið í bílinn voru ráðherr- ann og bílstjórinn hans á bílaleigubíl. Þetta vakti athygli og einn þeirra for- vitnustu var Jón Árnason, bílstjóri Davíðs Oddssonar. Leifur Bjarnason, bílstjóri Sighvats, sagði ástæðuna fyrir bílaleigubílnum þá að hann hefði klessukeyrt Volvoinn og verið væri að senda annan ná- kvæmlega eins með flugi að utan. Jón efaðist um sannleiksgildi sög- unnar. Þegar Sighvatur kom að bíl- stjórunum spurði Jón hann hvar bíllinn væri. Ráðherrann sá að bíl- stjóri hans mundi hafa búið til ein- hverja sögu og svaraði á þann hátt að Jón trúði. Það varð til þess að sagan fór viða . . . N A ^okkrar bækur, sem reiknað var með að yrðu góðar „sölubæk- ur“, hafa valdið útgefendum sínum og höfundum miklum vonbrigðum. Meðal þeirra má nefna bók Omars Ragnarssonar, bókina um Erlend Einarsson, fyrrum forstjóra Sam- bandsins, og Fimmtándu fjölskyld- una eftir Jón Óttar Ragnars- son . . . N 1 ^ u eru þrjar vikur frá því Hall- varður Einvarðsson ríkissaksókn- ari gaf út ákæru á hendur ívari -------- Haukssyni inn- theimtumanni. Þrátt fyrir hversu stutt er frá útgáfu ákærunn- ar verður dómur kveðinn upp í mál- inu á morgun, föstu- JL að er athyglisvert að þeim sem stunda íþróttir á landinu fer fækk- andi. Árið 1989 stunduðu 103.500 manns íþróttir hér á landi, en árið 1990 hafði þeim fækkað í 101 þús- und. Mest varð fækkunin í hand- bolta, eða rétt um tólf hundruð þátt- takendur. Karate æfðu 600 færri 1990 en 1989. í nokkrum íþrótta- greinum varð fjölgun; golfi, hesta- íþróttum, íþróttum fatlaðra, júdó, lyftingum, siglingum, skíðaíþrótt- um og tennis. Þrátt fyrir að þátttak- endum hafi fækkað hefur stjórnar- mönnum í íþróttahreyfingunni fjölg- að um 230 . . . lEiftir að PRESSAN birti frétt um að Eiríkur Tómasson hæstaréttar- lögmaður hefði verið skipaður sér- stakur ríkissaksókn- ari, vegna máls á hendur Braga Steinarssyni vara- ríkissaksóknara, hafa nokkrir lesend- ur haft samband við blaðið og furðað sig á að Bragi skuli ekki þurfa að víkja úr stöðu sinni á meðan mál á hend- ur honum er til meðferðar í kerf- inu ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.