Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 52

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 Sennilega svona gífurlega seinþroska segir Bubbi Morthens sem helst vildi eignast litla stelpu strax á morgun Allt sem einum blaða- manni dytti í hug að segja um Bubba Morthens hlýtur að hljóma eins og hjáróma hjal hjá þjóðinni. Allir þeir sem komnir eru til vits og ára hafa sínar skoðanir á Bubba og þurfa ekki að láta aðra segja sér nokkuð um hann. Varla getur hugsast að þeir séu til sem ekki hafa hrifist af lögum hans og textum. Margir eru ánægðir með allt sem hann lætur frá sér fara, aðrir sæmi- lega sáttir og svo framvegis. En hann er Risinn í íslenska poppheiminum, fæstir efast um það. Hann segist eiga það mörgum að þakka, ekki síst Megasi, þeim margslungna listamanni. Eftir hann hefur komið út meira af plötum en nokkurn annan, hann selur meira en allir aðrir og hvert sem leið hans liggur bíða spenntir að- dáendur, , hann er súper- stjarna á íslandi. Á síðasta ári kom út bók um Bubba, fyrsta en líklega ekki síðasta bindið af ævi- minningum, það var ekki að sökum að spyrja; bókin náði metsölu líkt og platan „Sögur af landi“, sem kom út um svipað leyti. En nú er tíðin önnur, engin bók og ekki ný plata. Hvernig finnst Bubba að vera ekki aðalstjarnan á hinum svokallaða jólamark- aði,_í fyrsta sinn í mörg ár? „Ég er ferlega ánægður, og þetta er æðisleg tilfinning. Það er gott að vera ekki aðal- stjarnan. Það er erfitt að vera búinn að vera aðalsölumað- urinn í sex eða sjö ár í röð. Þótt maður kannski vilji ekki alltaf kannast við það þá verður óhjákvæmilega mikil pressa, og maður veit aldrei hvenær hlutirnir geta farið úrskeiðis. Það var ákveðið fyrir nokkuð löngu að ég gæfi ekki út stúdíóplötu fyrir þessi jól, sem þýddi að ég þyrfti ekki að keyra þetta maraþonprógramm sem ég hef þurft að standa í fyrir síð- ustu jól. Nú get ég bara verið í fyrsta gír, og þessi hljóm- leikaplata, sem eingöngu hef- ur gamalt efni að geyma, pressar ekkert á. Núna verða aðrir sölutoppar og það er gaman að fylgjast með. En ég get þó ekki annað en verið ánægður með viðtökurnar, því platan mín er ein af þrem- ur mest seldu plötunum um þessar mundir og það finnst mér ótrúlegt. En það er ann- ars mjög gott að losna dálítið við að vera í toppslagnum og öllu sem því fylgir." Og Bubbi er stokkinn af stað til að útbúa besta kaffi sem til er, kúmenkaffi með dálitlum sykri og pínulítilli mjólk. Tveggja ára glókollur, sem setið hefur rólegur yfir bókinni sinni, þarf að segja blaðamanninum ýmislegt merkilegt á meðan, meðal annars eitthvað um jóla- sveina ef ég hef skilið hann rétt. SENNILEGA SVONA GÍFURLEGA SEINÞROSKA En hverju hefur það breytt í lífi Bubba að eiga orðið lít- inn gutta sem hlýtur að vilja sinn tíma og það refjalaust? „Það hefur breytt öllu. Ég er ekki samur maður eftir. Þetta er stærsta og mesta hamingja ævi minnar og ég á í raun engin orð til að lýsa gleði minni yfir því að vera orðinn pabbi. Þetta er topp- urinn á tilverunni. Nú langar mig bara að eignast litla stúlku." Bubbi brosir sínu biíðasta og enginn þarf að efast um að hann meinar hvert einasta orð sem hann segir. Hann segist ekki viss um hvort þessi breyting hafi haft áhrif á ljóða- eða textagerð sína: „En hún kemur til með að gera það, það er engin spurn- ing. Þótt það komi kannski ekki alveg beint í gegn þá hefur orðið bylting til hins betra í öllu gildismati mínu. Ég var orðinn fullorðinn maður þegar ég eignaðist strákinn og búinn að lifa líf- inu bara eins og mér einum hentaði. Búinn að gera allt sem mig langaði til og hafði aldrei borið nokkra ábyrgð aðra en þá að reyna að vera duglegur tónlistarmaður. Síð- an þegar maður eignast barn þá hrynur allt þetta gamla og maður verður í raun og veru að byrja upp á nýtt. Ég held bara að ég sé svona gífurlega seinþroska," hann brosir, „þannig að ég kveið fyrir að verða pabbi. Ég var farinn að velta fyrir mér spurningum eins og; kemur þetta ekki til með að hefta mig? og ýmsu í þeim dúr. En núna skil ég bara ekkert í mér að hafa g ekki drifið í þessu fyrir löngu, | ég hef kannski bara ekki ver- » ið tilbúinn. Það er yndislegt g að vera búinn að eignast barn, það er alveg á hreinu." Og meðan Bubbi talar leynir sér ekki stoltið og gleðin yfir pjakknum, sem er búinn að fá nóg af bókinni og vill greini- lega helst rífa hana í spað. HLAKKA TIL AÐ UPPLIFA ÆSKUNA í GEGNUM ÞANN STUTTA Og Bubbi heldur áfram: „Næstu jól verða rosaleg, þá verður hann búinn að upp- götva jólin almennilega. Hann er búinn að átta sig á jólasveinunum og þykir k.læðnaður þeirra áhuga- verður auk þess sem hann kann að meta sönginn þeirra. Ég hlakka ofsalega til að geta farið með hann í allt þetta jólastand og fá þannig að upplifa æsku mína á nýjan leik. Jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna, og kaup- mannanna líka að vísu. Auð- vitað er búið að afskræma þetta mikið; ef ég leyfi mér að segja það, þá er þetta eins og ein stór melluhátíð, og ég hef sjálfur sannarlega tekið þátt í þeirri hátíð. Ég hef verið að hórast fyrir jólin og það þarf ekki annað en líta til síðustu jóla þegar ég þvældist um landið eins og brjálæðingur og áritaði bókina mína og plötuna. En maður reynir að réttlæta þetta á þann veg að maður þurfi að lifa eins og aðrir. Ég er bara efins um að þetta sé normalt, það er ekk- ert normalt þegar allt snýst um að kaupa og kaupa. Á að- fangadagskvöld eru 80% þjóðarinnar úttauguð og trekkt og fólk nær ekki að njóta jólanna vegna hryll- ingsins við að horfast í augu við vísareikninginn." En hvernig gætum við breytt hlutunum þannig að þetta verði heilbrigðara? „Við ættum að gefa orð í jólagjöf, falleg orð. Fólk á að reyna að búa sjálft til sínar jólagjafir, þær eru miklu verðmætari. Fólk getur búið til úr leir, teiknað eða skrifað eitthvað fallegt. Ég hvet fólk til að reyna að gefa eitthvað meira af sjálfu sér í stað þess að kaupa allt tilbúið, það skiptir ekki öllu máli hver hluturinn er heldur að það sé eitthvað sem kemur frá hjart- anu. Ég á vissulega erfitt með að segja þetta, því ég er sama marki brenndur og allir hinir. Ég er í skemmtiiðnaðinum, ég er að árita plötur og spila fyrir jólin og svo framvegis. Én ég þekki tilfinninguna að gefa eitthvað frá sjálfum mér. Eg hef undanfarin ár spilað á Litla-Hrauni á aðfangadag og það eru líklega bestu og mik- ilvægustu hljómleikar mínir á hverju ári, og mér þykir óskaplega vænt um að fá að fara þangað og spila fyrir fangana þvt það gefur sjálfum mér svo mikið, en þau eru svo fá augnablikin í þessum dúr. Ég held að ég sé farinn að skilja þessa undarlegu þver- stæðu að það eina sem ég á er það sem ég gef; það eru einkennileg sannindi en raunveruleg eigi að síður. Eitt fallegt bros sem hægt er að kalla fram með hlýju orði er bæði þiggjanda og gefanda oftast meira virði en gjafir sem kosta þúsundir króna. Maður getur illa sagt öðrum til þegar maður stendur ekki undir því sjálfur, en ég ætla að reyna að temja mér í ríkari mæli þetta sem ég var að segja." LÍTIÐ KORN í HJARTA HVERS OG EINS Hann segir mér frá skáld- skapnum sem opnað hefur fyrir honum nýjan heim, áð- ur ókunn verðmæti vaxa allt í kring, málið snýst um að taka eftir og taka við. Hann segir mér frá gömlu vinunum sem láta súperstjörnuímynd- ina ekki breyta neinu. Og honum verður tíðrætt um verðmætin sem við eigum í landinu og tungunni. Hann veit að hann getur haft áhrif, það er hlustað á hann af fullri alvöru, og hann er vaxandi skáld sem hefur miklu að miðla. En hverju vildi hann helst koma í verk þegar hann horfir fram á veginn, á hann kannski eitthvað sem hann vill kenna okkur eða gefa okkur í jólagjöf? „Nei, ég vil ekki setja mig í kennarasætið, en ég vildi óska þess að mennirnir legðu meira upp úr samskiptum og því að elska hver annan. Og hamingjan er ekki við næsta horn. Við fæðumst öll með lítið korn í hjartanu, það er í okkar valdi hvort það grær, vex og dafnar eða deyr. Ham- ingjan er í okkur sjálfum og hún bíður eftir því að við finnum hana. Hver og einn verður auðvitað að finna út fyrir sig hvernig hann leitar hamingjunnar. En það hlýtur að vera hörmulegt að skynja það í banalegunni, saddur lif- daga, að hafa ekki hugmynd um hver þú ert, og hafa ekki hugmynd um hvernig líf þitt í rauninni hefur liðið. Þegar menn hafa bara anað áfram og allt lífið hefur snúist um út- lit, fatnað, híbýli og slíkt, og menn hafa gjörsamlega gleymt manneskjunni í sjáif- um sér, þá hefur oft til lítils verið lifað. Ég veit vel að þetta hljómar eins og gömul tugga, en þetta er því miður veruleiki margra og fer ör- uggiega vaxandi í öllum þess- um hraða og sýndarmennsku sem nú eru að gera út af við svo marga. Við eigum vissu- lega við margskonar vanda að glíma í dag og það er kannski meiri óvissa og vandi framundan en verið hefur síðustu tuttugu þrjátíu ár, og þá gildir að styrkja böndin. Ég held því að fólk ætti fyrst og fremst að reyna að byggja upp sjálft sig og ef menn eru ánægðir með það sem þeir hafa þá verður auðveldara að gefa og lífsstríðið verður létt- ara. Ég verð alltaf að vera þess minnugur að ef ég hlúi ekki að sjálfum mér þá gerir það enginn annar, og aðeins með því að rækta sjálfan mig verð ég fær um að miðla áfram. Þetta er gömul speki sem ég lærði í AA-samtökun- um fyrir mörgum árum. Þar sögðu menn; þú átt að hugsa um sjálfan þig, og þegar ég heyrði þetta hugsaði ég með sjálfum mér; djöfuls égóistar. En þegar ég uppgötvaði þessa einföldu speki, að klappa sér á öxlina, standa með sjálfum sér, rækta sjálfan sig og gefa eitthvað af sér — það er jú það besta og eftir- sóknarverðasta í lífinu." Björn E Hafberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.