Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 34

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 ott um jólin Hið hefðbundna íslenska eldhús * Aslaug Ragnars, höfundur bókarinnar „Maturinn hennar mömmu“, ræðir um íslenska matargerð og býður lesendum upp á alíslenskan hátíðarmatseðil Todmobile OPERA (Skífan) Það kynduga er að Todmo- bile, sem þykir með frum- legri sveitum í bransanum, minnir hreint grunsamlega á hljómsveitir sem gerðu garðinn frægan á tíma sin- fóníupoppsins: sérstaklega Yes og Genesis, grúppur sem hafa fengið hrikalega útreið hjá poppfræðingum síðari tíma vegna tilgerðar og rembings. Pönkinu var náttúrlega stefnt gegn Elton John, en líka gegn þessum hljómsveitum. Feikilegar vinsældir Todmobile benda til þess að tónlist af þessu tagi sé að ganga í endurnýj- un lífdaganna. Enn einu sinni sannast að engin tíska er svo ömurleg að hún komi ekki aftur í einhverri mynd... Mallhías Johannessen FUGLAR OG ANNAÐ FÓLK (Iðunn) Hugsun Matthíasar er ein- hvern veginn alltaf á iði, óróleg, jafnvel eirðarlaus. Stundum er dálítið erfitt að fylgja honum eftir á fluginu, stundum flýgur hann út í bláinn, en stundum rakleiðis inn að kjarna máls. Franz Kafka í REFSINYLENDUNNI OG FLEIRI SÖGUR ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTINN ÞORVALDSSON ÞÝDDU (Menningarsjóður) Þeir feðgar Ástráður og Ey- steinn hafa gert að hugsjón sinni að þýða Kafka á ís- lensku. Sem er gott. Telji einhverjir Stephen King lýsa myrkum og furðulegum heimi, þá ættu þeir sömu að hugsa sig um tvisvar: hann er eins og Litla gula hænan í samanburði við þau feikn sem Kafka útmálar í sögum sínum. Háskólabíú ADAMS-FJÖLSKYLDAN Burton Batmanleikstjóri er enn við sama heygarðshorn- ið að gera myndir um furðufígúrur, eins konar teiknimyndasögupersónur í þrívídd. Nú verður fyrir honum Adams-fjölskyldan, sem ættuð er úr sjónvarps- þáttum sem gengu um ára- bil í Ameríku og líka hér í Kananum. Leikaravalið er frábært; Anjelica Huston, Raul Julia og Christopher Lloyd, og ytri umgjörð myndarinnar frumleg og skemmtileg þótt enginn þurfi beinlínis að búast við neinni hugljómun. Leikfélag Akureyrar TJÚTT OG TREGI Rokkáratugurinn, sá sjötti, virðist ætla að verða ís- lenskum höfundum ótrúlega drjúgt yrkisefni, sérstaklega þeim sem muna ekki neitt eftir þessum árum. Hér bæt- ist við söngleikur í þennan flokk bókmennta og skrifast á reikning Valgeirs Skag- fjörð, sem er allt í senn höf- undur texta, lagasmiður og leikstjóri. Efnið er semsagt gamalkunnugt en alls ekki ómerkt; sú mikla röskun sem varð þegar sveitafólk flúði fásinnið unnvörpum og leitaði gleði og gullinna tækifæra á mölinni í Reykja- vík. Ein af bókunum sem koma út fyrir jólin er séríslensk matreiðslubók og heitir „Maturinn hennar mömmu". Það er Iðunn sem gefur bók- ina út en Aslaug Ragnars er höfundur hennar. Margir telja að íslensk mat- argerð hafi átt undir högg að sækja undanfarið. íslending- ar eru farnir að elda öðruvísi mat en þeir gerðu fyrir nokkrum árum, nú er meira eldað af réttum sem eiga ræt- ur að rekja til útlanda og þá gjarnan til austurlanda og Suður-Evrópu. Pastaréttir og pizzur og kínverskir réttir höfða mikið til ungs fólks í dag en maturinn hennar mömmu er á undanhaldi. PRESSAN fékk Álaugu í smáspjall um bókina og ís- lenska matargerð. Þessi reykti matur okkar og mikið saltaði, er þetta ekki allt saman stórhættulegt? „Það fer náttúrlega tvenn- um sögum af því, það eru uppi ýmsar kenningar. Vandamálið er bara það að við kunnum svo litið í nær- ingarfræði. Læknar kunna ekki ýkja mikið fyrir sér í henni, það eru helst mat- vælafræðingar og næringar- fræðingar sem eitthvað kunna en í rauninni er þetta svo lítið þekkt svið þótt mikið sé gert til að kanna það. Við erum bara ekki komin nógu langt í innviðarannsóknum á mannslíkamanum," svarar Áslaug. Það hefur ekki verið sýnt fram á að hangikjötið okkar sé beinlínis óhollt þótt menn telji að í miklu magni sé það ekki bráðhollt. Enda segir Ás- laug að þeim sem borði mikið af hangikjöti nokkra daga i röð komi ekki til með að líða sem allra best, því hangikjöt sé þungt í maga. „Líkaminn segir alltaf til, við skulum segja að þú borðir hangikjöt tvo daga í röð. Seinni daginn ertu orðinn verulega illa haldinn því maginn ræður ekki við þetta," útskýrir Ás- laug. „Þú verður þungur og þér líður hálfilla. En að borða svolítið af þessu, eina og eina máltíð, það er allt í lagi." Þegar Áslaug er spurð hvort hún haldi að fólk sakni mömmumatarins, sem það borðar litið af núorðið, spyr hún blaðamanninn á móti hvað hann eldi og fær þau svör að það sé nú mest lítið af þessu hefðbundna nema kannski kálbögglar. Aðallega sé um að ræða pastarétti og annað þesslegt sem ódýrt er. Og Áslaug segir að fólk eyði peningum sínum í eitthvað annað en mat. Ekki sé hægt að vera með lambalæri, sem var á borðum hverrar fjöl- skyldu að minnsta kosti einu sinni í viku á árum áður, án þess að leggja út í stórkostleg útgjöld. Matur er það dýr að fólk reynir að spara á því sviði. „Sumt fólk leggur meira upp úr andlegu fóðri en matarfóðri," segir hún. Veistu hvenær þetta tók að breytast? Hvenær þessi ís- lenski matur féll úr gildi ef svo má segja? „Nei ekki upp á ár. En þetta gerist þegar konurnar fara að hellast út á vinnumarkaðinn. Þær fara út að vinna og hafa lítinn tíma, svo fara þær að kaupa eitthvað sem er fljót- legt því þær hafa engan tíma til að matbúa eða hugsa fyrir þessu. Streitan hindrar skipu- lagningu og að það sé hugsað fyrir máltíðunum fyrirfram. Það má vinna sér í hag með því að gefa sér dálítinn tíma," segir Aslaug og hún heldur áfram. „Til dæmis ef þú ætlar að hafa soðna ýsu, þá er mjög sniðugt að sjóða dálitið mikið af ýsu og geyma inni í ísskáp í kannski einn til tvo daga og síðan hefurðu plokkfisk. Þá ertu búinn að redda tveimur máltíðum og spara þér fé og fyrirhöfn." Mömmumaturinn hefur verið á undanhaldi eins og húsmóðurhlutverkið, er nið- urstaða okkar. Áslaug talar um vítahring sem fólk kemur sér i. Það vinnur mikið því það er mikið sem þarf að borga. Og þegar fólk vinnur mikið þá fer það að kaupa dýrari matvæli. Hálfunna eða fullunnu matvöru í dýrum pakkningum eða hreinlega skyndifæði, sem er enn dýr- ara. Vegna tímaskorts gleypir nútímamanneskjan í sig mat- inn án þess að gera sér grein fyrir hvernig hann er á bragð- ið. Hún gefur sér ekki tíma til að njóta matarins og, það sem verra er; hún veit oft á tíðum ekkert hvað er í því sem hún lætur ofan i sig. En íslensk matargerð, er hún tímafrek? „Nei, nei, hún er það ekk- ert. Ekki ef þú skipuleggur hana og leggur málið niður fyrir þér og lærir þetta og ert með uppskriftirnar fyrir framan þig. Til dæmis úr þessari bók." Áslaug segir að margoft sé búið að fara yfir uppskriftirnar í bókinni. Þótt margar ágætar matreiðslu- bækur hafi komið út í gegn- um tíðina sé þessi bók á margan hátt öðruvísi. í mörg- um bókum skipta uppskrift- irnar hundruðum og þá eru jafnvel tíu uppskriftir að lambalæri. í bók Áslaugar er aðeins ein uppskrift að læri en það er líka þessi eina sanna; hið hefðbundna sunnudagslæri með hefð- bundnu meðlæti. „Maturinn hennar mömmu" kristallar því hefðbundið íslenskt eld- hús. Áslaug segist telja að þessi matur komi aftur. „Fólk er búið að fá sig fullsatt af þess- um hraða og hamagangi öll- um og ég held að við séum byrjuð að athuga þessi gömlu gildi og það sem raunveru- lega skiptir máli og á sér ein- hverjar rætur. Við verðum að vera í tengslum við okkur sjálf og þann jarðveg sem við komum úr. Og svo er annað, sem er íslensk hlunnindi og bundið við okkar land, það er hráefnið. Það kemur af hreinu og ómenguðu landi og af fiskimiðum okkar. Hráefn- ið er bragðbetra en það sem fæst í nágrannalöndum okk- ar." Allar uppskriftirnar eru lagaðar að þörfum nútíma- mannsins: „Við viljum ekki eins mikla fitu og áður var, því það liggur fyrir að hún er óholl. Nú, svo geri ég annað sem ég býst við að margir verði reiðir út af. Ég steiki nefnilega allt upp úr smjöri. Ég er ekkert að steikja upp úr olíu eða smjörlíki eða neinu svoleiðis, ég steiki bara upp úr smjöri. En ég nota lítið smjör og reyndar eins litla feiti og mögulegt er, miklu minni en áður gerðist, og ég býst við að flestir noti enn of mikla feiti." En hver er uppáhaldsmat- urinn þinn, Áslaug? „Alveg nýr silungur, helst úr Mývatni. Soðinn með bræddu ísiensku smjöri og nýuppteknum kartöflum. Þetta er besti matur sem ég get hugsað mér," sagði Ás- laug Ragnars, höfundur bók- arinnar „Maturinn hennar mömmu", að lokum. MATSEÐILL Við báðum Áslaugu að út- búa fyrir okkur alíslenskan jólamatseðil. Hún brást vel við málaleitan okkar og bjó til matseðil fyrir aðfangadag. jóladag og annan í jólum. „Gnótt matar er aldrei meiri á borðum á íslenskum heimilum en um jólin og ánægjan af að búa til og eta góðan mat getur snúist upp í andhverfu sína ef við kunn- um okkur ekki hóf," eru varn- aðarorð Áslaugar. „Mataræði er að sjálfsögðu misjafnt á heimilum, en sjálf hef ég vanist því að hafa eina máltíð á dag. Alla jafna er þá aðeins um að ræða einn rétt en það er varla nema á stór- hátíðum sem mér finnst ástæða til að bera fram ábæti. Matseðillinn ber þessari af- stöðu vitni," segir Áslaug. Hún sagðist ennfremur telja að fólk sem er vant því að borða lítið mætti ekki við því að borða þríréttaða máltíð, hvað þá marga daga í röð, eins og um jólin. En hér kem- ur matseðill Áslaugar Ragn- ars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.