Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 10

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 RLRVILL ADEINS RANNSAKA ALMENNILEG SVIK Kaupmaður einn í Reykjavík, sem sendi Rannsóknarlög- reglu ríkisins kæru vegna fjögurra ávísana sem ýmist voru fals- aðar eða innstæðulausar, fékk þær endursendar ásamt bréfi um að RLR sæi ekki ástæðu til aðgerða. Avísanirnar voru allar undir tíu þúsund krónum og því virð- ist svo sem RLR rannsaki ekki fjársvik sé upphæðin lægri en tíu þúsund. Kaupmaðurinn segist mjög undrandi á þessum við- brögðum RLR. Bréfið er undirritað af Arnari Guðmundssyni og er á þessa leið: ,,Efni: Bréf yðar sem fylgdu „fjórar ávísanir sem ýmist eru falsaðar eða innstæðulausar". Ef kært er út af sjálfstæðum brotum skal rita kæru út af hverju broti fyrir sig. Ef fylgt er regium um notkun bankakorta skuldbindur banki sig til að ábyrgjast tékka sem eru kr. 10.000 eða lægri. RLR telur ekki efni til aðgerða vegna kærumála þessara og eru tékkar endursendir." Svo mörg voru þau orð. ENN ER SKOLLIÐ Á STRÍD MILLIRÍLSTJÓRANNA Enn á ný er skollið á stríð milli leigubílstjóra og sendibílstjóra þar sem hver sakar annan um að taka frá sér vinnu. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að þrír sendibílstjórar hafa kært leigubílstjóra til rannsóknarlögreglu. Þeir gefa leigu- bílstjóranum að sök að hafa hótað að skera nokkra sendibíl- stjóra á háls. Rannsókn málsins er nýhafin. Bílstjórafélagið Frami, sem er stéttarfélag leigubílstjóra, hef- ur sent bréf til Böðvars Bragasonar, lögreglustjóra í Reykja- vík, þar sem þeir leita aðstoðar hans við að koma í veg fyrir að sendibílstjórar taki vinnu frá leigubílstjórum. I bréfinu til lögreglustjóra segir Sigfús Bjarnason, formað- ur Frama: „Hér er um að ræða bifreiðirnar PU-778, VR-908, RG-323, JJ-641 ásamt fleirum. Hér er eingöngu um að ræða bif- reiðir frá Sendibílum hf.“ Meðal þess sem Sigfús ber á sendibílstjórana er að þeir aki fram fyrir raðir af leigubílum og taki farþega sem eru að ganga að leigubílunum. Deilur sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Leigubílstjórar og sendibílstjórar hafa oft lent í hörðum rimmum og jafnvel átökum á síðustu árum. KJARTAN FER HAMRORGARASKOLA „Ég er að fara utan í þjálfun og ef allt gengur vel þá vonast ég til að opna eftir ár," sagði Kjartan Örn Kjartansson, umboðs- maður McDonalds á íslandi, er PRESSAN spurði hann hvað liði áformum um opnun McDonalds-staðar hér á landi. Kjartan er á leið til Englands í nám á sérstökum hamborgara- háskóla. Aðalskólinn í Evrópu er í London en í Manchester er útibú frá honum og þar mun Kjartan nema. Hann sækir þó einnig skólann í London. Kjartan sagði að allir rekstraraðilar McDonalds-staða yrðu að fara í þetta nám. Engu skipti hvaða menntun eða starfsreynslu menn hefðu; ætluðu þeir sér að reka McDonalds-stað yrðu þeir að sækja hamborgaraháskól- ann. Allir sem starfa hjá McDonalds, hvaða titil sem þeir bera, verða að starfa í lengri eða skemmri tíma á hamborgarastað keðjunnar. Alheimsstöðvar McDonalds-keðjunnar eru í Chic- ago en keðjan rekur 12.000 veitingastaði í fimmtíu og fjórum þjóðlöndum og bráðlega bætist ísland á kortið. „Það er mjög gaman að finna hve jákvætt hugarfar íslend- inga er gagnvart McDonalds," segir Kjartan. „McDonalds legg- ur áherslu á góðan mat á lágu verði án þess að það komi á nokkurn hátt niður á gæðunum," segir hann ennfremur. Kröf- ur McDonalds til kjöts eru miklar og aðspurður kvað Kjartan búið að leysa kjötmál fyrirtækisins. Ekki vildi hann þó gefa upp í hverju sú lausn fælist. ÞAD Bt EKKIOUKSLEGT SB BRJÓnST ÚT ÚR FANCEISI Sex fangar hafa verið sýknaðir af ákæru um að hafa strokið úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg þar sem ekki þótti sannað að um samantekin ráð hefði verið að ræða. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Þaðan brutust fangarnir út. Þeir hafa verið sýknaðir af ákæru um samráð um flóttann. Fangarnir sex sem struku úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í sumar hafa allir verið sýknaðir af ákæru um að hafa lagt sameiginlega á ráðin um strokið. Ríkissaksóknari höfðaði mál á hendur þeim fyrir að hafa „sammælst um að hjálp- ast að að strjúka úr refsivist í Hegningarhúsinu Skóla- vörðustíg níu“. Krafist var að þeir yrðu dæmdir til refsing- ar og til greiðslu alls sakar- kostnaðar. í vikunni féll dómur í Saka- dómi Reykjavíkur í málinu og voru fangarnir allir sýknaðir af ákærunni. Dómurinn telur að þeir hafi ekki sammælst um strokið og sakarkostnað- ur fellur á ríkið. ÞEKKTIR SÍBROTAMENN Þeir sem struku úr Hegn- ingarhúsinu þennan dag heita Einar Björn Inguarsson fæddur 1973, Sigurður Hólm Sigurðsson fæddur 1963, Unnar Sigurður Hansen fæddur 1966, Gunnar Péturs- son fæddur 1970, Jón Þór Grímsson fæddur 1965 og Trausti Róbert Guðmundsson fæddur 1971. Félagarnir náðust allir fljót- lega, nema Einar Björn, sem gekk laus til 27. júní, en náð- ist-eftir að myndir af honum birtust í fjölmiðlum. Tveir fanganna voru handteknir í Kópavogi, þar sem þeir voru á ferðinni í stolnum bíl, nokkrum klukkustundum eftir slysið, en þrír voru hand- teknir við innanlandsaf- greiðslu Flugleiða á Reykja- víkurflugvelli þann 17. júní. Sigurður Hólm á langan af- brotaferil að baki en hann gisti fyrst fangageymslur sex- tán ára. PRESSAN rakti hinn ótrúlega sakaferil hans fyrir nokkrum vikum og þar kom meðal annars fram að losni hann úr fangelsi um þrítugt hefur hann hlotið dóma upp á ellefu ára fangavist á fjórtán árum. NOTAÐI JÁRNSTÖNG ÚR ÞREKHJÓLI Fangarnir struku allir út um þakglugga í klefa númer 14 í Hegningarhúsinu. Þar hafði kollur verið settur upp á borð, en frá kollinum að neðri brún gluggakarmsins voru 220 sentimetrar. Fanga- vörður kvað stúlku hafa hringt í Hegningarhúsið klukkan 22:45 umrætt kvöld og sagt að Einar Björn ætlaði sér að strjúka. Fangavörður- inn var þá sendur „inn á gang og hafi hann séð að klefi 14 var læstur". Hann opnaði klefann og sá verksummerki, rimlarnir fyrir glugganum höfðu verið beygðir frá. Einar Björn kvaðst hafa komið inn í klefann þetta kvöld og hafi þá enginn verið í honum. Borð hafi staðið á gólfinu og ofan á því stóll og á honum kollur. Hann klifraði upp á og hífði sig út um glugg- ann og fór niður í bæ, þar sem hann hitti hina stroku- fangana. Honum þótti of áhættusamt að vera með þeim, að sögn, og yfirgaf þá. Unnar Sigurður sagðist hafa komið inn í klefann og er hann hafi séð útbúnaðinn hafi hann farið og náð í yfir- höfn og látið sig hverfa út um gluggann. Hann hafi haldið niður á Lækjartorg og þar hitt hina. Gunnar kvaðst hafa tekið járnstöng úr þrekhjóli og not- að hana til að losa rimlana úr glugganum. Hann hafi verið að þessu í tvo eða þrjá daga en farið út um leið og verkinu var lokið. I klefa 14 var Jón Þór vistaður, en Gunnar kvaðst ekki vita hvort Jón Þór hefði vitað hvað Gunnar var að gera. Hann sagðist engum hafa sagt frá fyrirhug- uðum flótta sínum og ekki hafi neinn verið með honum í ráðum. Hann sagðist hafa farið niður á Lækjartorg eftir að hann komst út. FÓR FRAMHJÁ ÞEIM SEM BJÓ í KLEFANUM HVAÐ UM VAR AÐ VERA Sigurður Hólm kvaðst hafa komið inn í klefann um kaffi- leytið þetta kvöld og þegar hann hafi séð hvernig komið var hafi hann farið og náð í leðurjakkann sinn og yfirgef- ið staðinn. Hann kvaðst hafa farið niður í bæ en „ekki muna hvað varð um sig eftir það“. Hann sagðist ekkert hafa heyrt um strok og orðið mjög undrandi þegar hann kom inn í klefann. Jón Þór, sem bjó í klefan- um, sagðist hafa komið inn í klefann um kaffileytið og séð borðið og stólana. Hann hafi heyrt þrusk og séð mann vera að hverfa út um gluggann. Hann hafi þá farið á eftir og hitt félagana skammt frá. Jón Þór sagði það hafa farið fram- hjá sér að Gunnar vann að því í tvo eða þrjá daga að losa rimlana. Enda hafi hann lítið horft á rimlana. Trausti Róbert sagðist hafa farið inn í klefann til að hafa tal af Jóni Þór. Þá hafi hann séð hvernig komið var og lét tækifærið ekki ónotað heldur hífði sig út. Hann hélt sömu- leiðis niður á Lækjartorg og hitti þar félaga sína úr fang- elsinu. ALLIR SÝKNAÐIR í niðurstöðum dómsins seg- ir meðal annars: „Fyrir dómi hefur verið leitt í ljós, að um- búnaður í klefa nr. 14 var með þeim hætti, er ákærðu struku þaðan, að hver um sig gat komist hjálparlaust út. Jafnvel þótt ótrúlegt sé, að ákærði, Gunnar, hafi getað losað rimlana og verið að því í tvo til þrjá daga án þess að aðrir yrðu þess varir, sérstak- lega ákærði, Jón Þór, er vist- aður var í klefanum, þá verð- ur engin sakfelling á slíku byggð. Ákærðu verða því all- ir sýknaðir." í dómsorðum segir: „Sak- arkostnaður skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin máls- varnarlaun skipaðra verj- enda ákærðu ...“ Verjendur sexmenningana voru Krist- ján Stefánsson, Sigmundur Hannesson, Kjartan Ragnars, Ragnar Aðalsteinsson, Hilm- ar Ingimundarson og Páll Arnór Pálsson. Allir hæsta- réttarlögmenn. Þóknun þeirra var 50.000 þúsund krónur fyrir hvern. Einnig var úrskurðað að Hilmar Ingimundarson og Ragnar Aðalsteinsson skyldu fá greidd réttargæslulaun, vegna Sigurðar Hólm og Trausta Róberts, 11.000 krón- ur hvor. ERFITT AÐ SANNA SÖK Það er ekki saknæmt að strjúka úr fangelsi ef fanginn er einn og hefur ekki neinn í samráði með sér. Taki fangar sig hins vegar saman um að strjúka telst það refsivert og við því liggur raunar þung refsing. Sönnunarbyrðin ligg- ur hjá ákæruvaldinu, sem þýðir að ríkissaksóknari þarf að sanna svo ekki verði um villst að um samantekin ráð hafi verið að ræða. Fangarnir þurfa ekki að sanna eitt eða neitt, þeir einfaldlega neita að hafa vitað af hinum. Spurningar geta vaknað. Af hverju voru fangarnir ekki látnir sýna það að þeir gætu farið þarna út án aðstoðar? Svar: Þeir þurfa ekkert að sanna. Önnur spurning. Á ekki ríkið að sjá til þess að það sé ekki mögulegt að strjúka? Er hægt að áfellast fanga sem grípa tækifærið þegar ríkisvaldið leggur það upp í hendurnar á þeim? Þarf ekki að breyta þessum lögum þannig að fangar geti ekki bara hrist hausinn og sagt að þeir hafi ekki vitað um neitt strok en fyrst tækifærið gafst þá fóru þeir bara? Það liggur í augum uppi að Gunnar gat ekki tekið til eftir sig. Þeir sem á eftir komu not- uðu því bara útbúnaðinn sem Gunnar var búinn að koma fyrir og það er ekki saknæmt. ÓTRÚLEGAR TILVILJANIR Það er ótrúlegt að Jón Þór skuli ekki hafa vitað af Gunn- ari. Gunnar vann að því í þrjá daga með stálstöng að losa rimlana í klefa Jóns Þórs. Jón Þór gefur þá skýringu að hann hafi ekkert verið að fylgjast með rimlunum. Það er ótrúlegt að öllum föngun- um skuli hafa verið mál að tala við Jón Þór einmitt á þeim tíma er hann var að strjúka. Það er ótrúlegt að þeir skuli allir hafa hist fyrir tilviljun á Lækjartorgi strax eftir strokið. Það er ótrúlegt að þeir skuli fyrst niðri á Lækjartorgi hafa ákveðið að halda saman þann tíma sem þeir væru lausir. Og maður sem skoðaði vettvang sagði í samtali við PRESSUNA að það væri ótrúlegt að þeir hefðu getað farið þarna út án aðstoðar. Þetta er allt saman ótrúlegt en ekki óhugsandi. Líkurnar eru yfirgnæfandi en ekki óyggjandi. Því skulu þeir telj- ast sýknir saka. Ríkissaksóknari hefur ekki tekið ákvörðun um hvort dómnum verður áfrýjað. Haraldur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.