Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 ÞRESSAN Útgefandi Blaö hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórnarfulltrúi Sigurjón M. Egilsson Auglýsingasljóri Hinrik Gunnar Hilmarsson. Dreifingarstjóri Steindór Karvelsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftlr lokun sklptiborös: Ritstjórn 621391, dreifing 621395, tæknideild 620055. Askriftargjald 600 kr. á mánuðl. Verð í lausasölu 190 kr. eintakið. Þad er ódýrast að reka þá í PRESSUNNI í dager greint frá því hvernig nokkrir ríkisforstjór- ar og forstöðumenn ríkisstofn- ana hafa virt fjárlög ríkisins að vettugi. Ár eftir ár hafa þessir menn tekið sér fjárveitingavald og eytt fjármunum skattgreiðenda að eigin geðþótta. Þeir hafa unnið samkvæmt kenningunni að eyddur eyrir sé græddur eyrir. Það virðist ekki votta fyrir að- haldssemi í rekstri þeirra stofn- ana sem þeim er trúað fyrir. Þeir virðast ekki einu sinni hafa hug- mynd um hvað áætlanir eru. Hvað þá að þeir láti sér detta í hug að fara eftir þeim. Þegar ráðherrar ríkisstjórnar- innar ýjuðu að þvi um daginn að líkast til væri rétt að ríkisforstjór- ar bæru einhverja ábyrgð á rekstri stofnana sinna drógu þeir í iand i næstu setningu. Þeir sögðu að það gæti orðið dýrt að reka mennina vegna uppsagnar- ákvæða i samningum við opin- bera starfsmenn. Miðað við úttekt PRESSUNN- AR í dag er hins vegar erfitt að ímynda sér að það geti reynst dýrara en að hafa þessa menn í vinnu. FJÖLMIÐLAR Undanfarnar vikur hafa blöð og aðrir fjölmiðlar verið vettvangur varnarbaráttu ýmissa hagsmunahópa gegn hugmyndum ríkisstjórnar- innar um niðurskurð þar og skattahækkun hér. Það er áberandi að í þess- um kór heyrist hæst í þeim sem eru best skipulagðir eða geta hótað drastískustu að- gerðunum. Meðal þeirra eru sjómenn (sem vilja ekki missa skattfríðindi sín), há- skólarektor (sem vill ekki sníða skóla sínum stakk eftir fjárveitingum), vinnuveitend- ur (sem gæta hags fyrirtækj- anna) að ógleymdri stjórnar- andstöðunni (sem hefur fyrst og fremst hag af því að gera aðgerðir stjórnarinnar tor- kennilegar). Minna fer fyrir ýmsum öðr- Beint í starfskynningu „Ég mun byrja á því að kynna mér starfsemina.“ Arnar Páll Hauksson, nýráðinn svœðlsstjóri RÚV. Vill einhver heyra höfuðkúpubrot? „Þetta byggist nefnilega á því að finna ákveðinn blett þar sem maður fær hauskúpuna til að svara högginu og syngja. Þetta geta ekki allir." Slgurður Rúnar .Jónsson tónlistarmaður. um hópum sem kannski þurfa ekki að þola minni skerðingu þjónustu eða hækkun skatta. Sjálfsagt verða einhverjir til þess að halda því fram að hlutverk fölmiðla sé að segja fréttir. Ef einhver hagsmuna- hópur kemur saman og sam- þykkir að stjórnin sé vond og fyrirætlanir hennar ómerki- legar beri að birta það. Ef engir eru til að koma saman og setja samþykktir niður á blöð geti blöðin lítið við því gert. Astand síðustu vikna sé því eðlilegt. Ég trúi því hins vegar að ef blöð vilja ekki láta nauðga sér stöðugt verði þau að ákveða sjónarhorn sitt. Eðli- legast er að þau líti á mál út frá hagsmunum almennings, skattgreiðenda og neytenda. Endurhæfingarstöð fyrir námsmenn „Þegar fólk er orðið góðu vant getur það verið mjög sárt að aðlagast á ný.“ Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri LÍN. „Framsóknarráðin eru ekki síður mikilvæg nú en þau áður hafa verið og kannski enn mikilvægari.“ Stelngrlmur Hermannsson framsóknarmaður. Enginn þessara hópa á sér skipulagða áróðursskrifstofu (skrifstofa Neytendasamtak- anna er svo aum og sérlund- uð að ekki tekur að minnast á hana). Ef blöð ætla að koma at- burðarás síðustu daga og vikna til skila til þessara hópa verða þau sjálf að hafa fyrir því að reikna dæmin út og setja hlutina í samhengi. Ef fréttirnar væru settar í sam- hengi við hagsmuni þessara hópa ætti almenningur auð- veldara með að meta hug- myndir um niðurskurð og skattaijreytingar. Og til þess er fjölmiðlaleikurinn að hluta til gerður; að koma upplýs- ingum á framfæri. Gunnar Smári Egilsson Útfararstjóri Sovétríkjanna „Aðalverkefni lífs míns er lokið. Ég hef gert það sem ég gat og ég held að aðrir sem hefðu verið í mínum sporum hefðu fyrir löngu verið búnir að gefast upp.“ Mikhail Gorbatsjov leiðtogi. „Ég er að skána en er slæmur í höfðinu og öxlinni. Læknamir skáru upp á mér höfuðið og allt hárið var rakað af. Síðan tóku þeir eitthvað af heilanum í burtu. En það fór ekkert úr sambandi. Vitið varð eftirt ■■■■■■■■■■■■■■■■■■i kristján pálsson tælandsfari Rökleysur Kin rökvilla eða rökleysa er algeng í umræðum um ríkis- afskipti á íslandi. Hana má setja fram með skirskotun til freyðandi kampavíns. Þegar maður á erfitt þarf hann á kampavíni að halda. Þegar honum gengur vel verð- skuldar hann kampavínið. Niðurstaðan er hin sama, hver svo sem forsagan er: Maðurinn fær sér kampavín! Kenningin er með öðrum orðum eins og viðskiptavin- urinn í hugum slyngra kaup- sýslumanna: Hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Kíkisrekstur virðist vera eins og kampavín. Þegar rekstur opinberrar stofnunar gengur illa á hún greinilega rétt á sér að sögn ríkisaf- skiptasinna, því að hún gæti ekki tórt á frjálsum markaði. Skilningsleysi ráðamanna er þá kennt um hversu illa geng- ur. Dæla þurfi meiri fjármun- um í stofnunina. Þetta hefur komið berlega í Ijós í deilum um byggðastefnuna, þar sem misvitrir menn hafa sóað milljörðum króna. Þegar rekstur opinberrar stofnunar gengur vel á hún líka rétt á sér að sögn ríkisaf- skiptasinna, því að ríkið get- ur greinilega eins séð um slík- an rekstur og markaðurinn og því óþarfi að flytja hann á markaðinn. Ágóði hinnar op- inberu stofnunar eða árangur er hafður til marks um þetta. Hvert á frekar að veita fjár- munum en til vel rekinna stofnana? Síst á að selja þau einkaaðilum, segja ríkisaf- skiptasinnar. Byggðastofnun gengur illa, tapar fjármunum. Þess vegna á hún rétt á sér, þvi að enginn óvitlaus aðili á frjálsum mark- aði mundi bjóða fram þá þjónustu, sem Byggðastofn- un veitir. Búnaðarbankinn gengur hins vegar vel, græðir fjármuni. Þess vegna á hann rétt á sér sem opinber stofn- un, ríkið þarf síður en svo að flytja þessa starfsemi til einkaaðila. Niðurstaðan er hin sama, hvort sem vel eða illa gengur: Ríkisafskipti skulu ekki minnka! En við, sem viljum geta andað fyrir stjórnvöld- um, verðum að afhjúpa þessa rökleysu ríkisafskiptasinna. Þeir halda dauðahaldi í skömmtunarvöld sin, bitlinga og áhrif. Þeir grípa hvert hálmstrá, sem gefst. Höfundur er lektor i stjórn- málafræði i félagsvisindadeild Háskóla Islands. MENN Albert með langa framtíð í stjórnmálum Mikið rosalega var það slæmt plott að gera Albert Guðmundsson að sendiherra til að losna við hann út úr pól- itík. Til að hafa alla góða þurfti Sjálfstæðisflokkurinn að tryggja Inga Birni, syni hans, öruggt sæti á lista. Og niðurstaðan er sú að í stað Al- berts, sem ætti bara fáein ár eftir í pólitík, situr flokkurinn uppi með Inga Björn, sem á þrjátíu ár og jafnvel meira eft- ir í stjórnmálum. Auðvitað áttu menn að sjá þetta fyrir. Það hefði ekki átt að blekkja neinn þótt lítið færi fyrir Inga Birni á meðan pabbi hans var enn á þingi. Og ekki heldur þótt hann væri svo sem stilltur á meðan hann var nýgenginn í Sjálf- stæðisflokkinn með greyið hann Hreggvið á bakinu. Auðvitað áttu menn að sjá í gegnum þetta og vita að drengurinn yrði alveg eins og pabbi hans. Og það hefur gerst. Ingi Björn hefur sýnt að hann ætl- ar að verða lóner í pólitík eins og pabbi hans. Hann ætl- ar að stökkva á þau málefni sem líkleg eru til vinsælda og halda sér fast. Slíkt krefst þess að menn fórni bæði stefnu og sam- starfsmönnum ef nauðsyn krefur. Það gerði Albert. Þótt ferill hans væri rannsakaður í þúsund ár yrði aldrei hægt að finna neinn þráð í pólitík hans. Það tókst ekki þegar hann stofnaði Borgaraflokk- inn og reyndi að sjóða upp stjórnmálastefnu. I hvert sinn sem átti að beina henni í ákveðna átt kom í ljós að það yrði hugsanlega til meiri vin- sælda að sveigja hana annað. Og það var gert. Stundum í tvær eða þrjár áttir samtímis. Sökum þessa átti Albert lít- ið skylt við stjórnmál. Hann var hins vegar nothæfur sem barómet á almenningsálit i ýmsum dægurmálum. Ingi Björn, sonur hans, hef- ur valið sér sömu braut. Hann tjáir sig bara í þeim málum sem líkleg eru til vinsælda en lætur sig hverfa annars. Eins og föðurnum tekst honum með þessu að tala alltaf máli almennings. Og Ingi Björn mun safna í kringum sig hirð eins og faðir hans gerði. Hún mun vaxa jafnt og þétt þanngað til hún verður svo stór að ekki verð- ur hægt aö ganga framhjá Inga Birni þegar ráðherra- stólunum verður útbýtt. Og þegar hann verður sestur í ráðherrastól mun hirðin upp- skera laun erfiðis síns. Alveg eins og þegar faðirinn komst loks að í fjármálaráðuneytinu og tók að gera vinum sinum greiða. AS UG&t H&FUK FUiJdí-Ð PIÁSTA& SiVjn/ í R£VKT/)ViK FRAMrí0Ap.iWAR / AHH 3B$r ByRrA oa&ímaj á SKo£MNAfcFEfc{> IAM FÁT'ZKRAHðEArÍM E\H% os- VF(Vjm.LE:g-A ha HA hbhbí VA Sh 6*R PLOTT, EGHj ÉGr nBiNf ÍGr sý FLoTTj BG- AABt'tJAyHVA é.'rv/Ht/ií, Aí> Kom/1 iÁT ? f1 C £ JD ro to fó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.