Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 41

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 41 i þessi jól? Soda-Stream-söiumenn fóru um landið eins og eldur i sinu og seldu grimmt. IMú eru flest- ir tilbúnir að gefa tækin til að losna við þau úr skápunum. Heyrst hefur að Soda-Stream komi aftur þegar kreppan herjar á landslýð. margar dósir á mánuði? Væri ekki sniðugra að kaupa sér ilmvatn eða fara út að borða? GRÆJURNAR AUKA MATARÚRVALIÐ Þó svo að allar þessar græj- ann færa tækin meiri vinnu yfir á heimilisfólkið. Nú er verið að selja forláta ryksugu sem kostar um 100.000 krónur og getur gert ótrúlegustu hluti. Fyrir utan að ryksjúga meira upp úr teppum og húsgögnum en aðrar ryksugur nuddar hún eigandann, bónar bílinn og skrúbbar í hólf og gólf. Fjöldi manns, karlmenn í miklum meirihluta, hefur keypt þessa vél. í flestum tilfellum er hún aðeins notuð til að strjúka yf- ir gólfin. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir 100.000 krónur annað en að binda fjárhæð- ina í ryksugu. Það er til dæm- is hægt að láta hreingerning- arfyrirtæki djúphreinsa hjá sér teppin og húsgögnin einu sinni á ári í tíu ár. Svo er líka hægt að fá manneskju sem ekki bara ryksýgur heldur þurrkar af, skúrar, þvær upp og tekur úr þvottavélinni fyr- ir um 3.000 krónur á viku. GRÆJUR SEM KOMU OG FÓRU Tæki og tól hafa alltaf til- Gervihnattamóttakarar sem geta tekið við sendingum frá fimm gervihnöttum og boðið notendum upp á allt að 30 sjónvarpsrás- um á sjö tungumáium. Nú geta íslenskir unglingar lært jap- önsku af sjónvarpinu eins og þeir læra ensku í dag. Hver horfir þá á ríkissjónvarpið þegar valið er orðið svona mikið? þetta í hundraðatali, en eigin- konurnar voru ekki eins hrifnar. Rjóminn, sem átti að vera svo auðvelt að þeyta, varð að smjöri áður en þær vissu af og grænmetið svo smátt saxað að gefa varð hamstrinum. NUDDTÆKI Fótanuddtæki þekkja allir og þau eru víst ófá heimilin sem hafa eitt uppi á lofti eða á hillu í kjallaranum. Nudd- tæki af ýmsum gerðum virð- ast alltaf vera vinsæl meðal íslendinga, enda kvartar eng- Það er víðar flóð en í bókabúðunum. Jólin eru líka vertíð fyrir sölumenn heimilistækja. Og eins og bæk- urnar raða sér á metsölulistann þá eru heimilistækin misvinsæl. bau vinsælustu komast inn á annað hvert heimili. Sum þeirra staldra stutt við í eldhúsinu og enda niðri í geymslu skömmu eftir jól og verða sjálf- sagt geymd við hliðina á bílabrautinni sem bilaði á að- fangadagskvöld. ur hjálpi kannski ekki mikið til við tímasparnað í eldhús- inu hafa þær sína kosti. Matarúrval íslendinga hef- ur aukist mikið. Nú er hægt að búa til góðan fljótlegan mat en ekki bara kjötfars. Fólk er farið að búa til kín- verskan mat, — þ.e.a.s. þeir sem eiga Wok-pott og gas- tæki. Sumir eru farnir aði borða meira grænmeti vegna þess að það er svo fljótlegt að skera það niður í matvinnslu- tækjunum. HREINGERNINGARTÆKI Áður fyrr voru hreingern- ingarmenn fengnir til að gera hreint einu sinni eða tvisvar á ári. Nú getur almenningur keypt mikið af tólum þeirra og gert þetta sjálft. Hér er kaldhæðni aftur á ferðinni: í stað þess að auka við frítím- Litlar handryksugur á uppleiö. Nú hefur enginn lengur pláss fyrir ryksugur og þessi getur rúmast undir eldhúsvaskin- um. heyrt heimilum en þau breyt- ast með tíma og kynslóðum. Saumavélar, prjónavélar og strauvélar voru mikil búbót fyrir þær konur sem unnu heima. Vélar þessar dóu hins vegar að mestu út með stór-fjölskyldunni. Hrærivél- arnar gömlu voru líka ómiss- andi og matur var seldur með því hugarfari að kaupendur ættu hrærivél. Unga kynslóð- in í dag þekkir tæpast þessi tæki. SODASTREAM OG TÖFRASPROTI Allir muna eftir Sodastre- am-vélinni. Hún átti að draga úr gosdrykkjakaupum. Salan gekk vel, en nú nota fáir tæk- ið nema til að setja sódavatn í viskíið. Rjómasprautan var annað geysivinsælt tæki. í dag skiptist fólk í tvo hópa um dásemdir þessa tækis. Annaðhvort finnst því tækið gott og hefur það ævinlega til taks í ísskápnum eða því finnst rjóminn svo vondur úr þessu að það klígjar við til- hugsunina. Töfrasprotinn var líka töfratæki. Karlmenn keyptu in þjóð jafnmikið yfir eymsl- um í baki og íslendingar. Eitt þessara bakveikitækja var stór og fyrirferðarmikill púði með þremur hita- og titr- ingsstillingum. Púðinn var svo stór og fyrirferðarmikill að það var bara hægt að nota hann í rúminu. Nýjasta nudd- tækið er lítil kúla, á við með- alstóran garnhnykil, með handfangi, svo maður geti nuddað staði sem erfitt er að ná til. POPPVÉLAR Þegar myndbandstæki fóru að ná fótfestu hér á landi voru poppvélarnar ekki langt undan. Þær keppa við ör- bylgjuofnana og Paul New- man-poppið, en margir nota ofnana sína ekki til annars. Nú er hægt að poppa með þar til gerðri vél og losna þar með við pottaþvott. Poppið á að vera eins gott og það sem maður fær í bíóum. Nú er því búið að koma því eina sem er gott í sælgætisverslunum bíó- anna inn á heimilin. Poppvél- ar eru til á mörgum heimilum en menn deila um hvort þær séu í mikilli notkun í dag. RAFMAGNSHNÍFUR OG HANDRYKSUGUR Það er með ólíkindum að í hvert sinn sem karlar taka yf- ir störf kvenna þá vélvæðast störfin. Sú hefð komst á að karlar fóru að skera kjötið á jólunum og við það varð raf- magnshnífurinn til. Sjálfsagt varð hann ekki til vegna þess að það væri svo erfitt að skera kjötið. Það hefur ein- faldlega þótt karlmannlegra að nota réttu græjurnar. Hníf- ar þessir urðu geysivinsælir en eru bara notaðir um jólin. Utan stórhátíða eru venjuleg- ir hnífar notaðir. Kannski vegna þess að þá sker konan kjötið. Um leið og fjölnota ryksug- ur eru að ryðja sér til rúms eru litlar handryksugur vin- sælar í heimilistækjabúðun- um. Kannski vantar eigendur stóru ryksuganna eitthvert handhægara tól en stóru verksmiðjuna til að ryksjúgai smákusk. Líkiegra er þó að það sé fólk af parket-heimil- um sem er að kaupa hand- ryksugurnar. Matvinnsluvélarnar geta næstum allt nema þvegið upp. Fjöldi manns keypti þessar vélar en nú safna þær bara ryki í mörgum eldhúsum. Fólk hefur ekki tíma til að nota þessi frábæru tæki og svo taka aukahlutirnir svo mikið pláss að þeir eru litið notaðir. SÍMAR OG GERVIHNETTIR Nú er hægt að kaupa simtól sem líta út eins og hljóðnem- inn sem Madonna notar á tónieikum. Tækin eru tengd í annan síma en notandinn getur hjólað á þrekhjólinu um leið og hann talar við vini og vandamenn. Svo má ekki gleyma því nýjasta. Það eru símtæki sem tveir geta talað í í einu. Þarfaþing það. Það nýjasta í sjónvarps- tækni er gervihnattadiskar. í gegnum þá má horfa á efni frá fimm gervihnöttum og velja um 30 sjónvarpsrásir. Nú getum við meðal annars horft á tyrkneska matreiðslu- þætti, spænskan sakamála- þátt og ítalskar fréttir. Sjónvarpstæki eru heldur ekki lengur bara sjónvarps- tæki. Nú er hægt að kaupa þau stærri en nokkru sinni fyrr og myndin er svo skörp að hið mannlega auga fær ekki greint. Það er spurning fyrir hvern það er gert. Kannski heimilisköttinn? Síð- an eru þessi tæki þannig að það er hægt að horfa á fjórar rásir samtímis; eina í stórri mynd og þrjár aðrar í smærri mynd á skjánum. Þetta er gott ef maður vill vera viss um að missa ekki af neinu. Kannski sérstaklega tyrkn- eska matreiðslukennslutím- anum. TÆKI SEM VANTAR En þótt mörg sniðug tæki hafi komið fram á undanförn- um árum sárvantar enn fleiri: Til dæmis farsíma með inn- byggðri hárþurrku og rakvél. Það er hentugt tæki fyrir þá sem eru orðnir seinir fyrir og vilja afgreiða fyrsta símtalið í bílnum um leið og þeir snyrta sig. Bráðnauðsynlegt er líka að eiga kaffibolla með inn- byggðu elementi til að halda kaffinu heitu. Það mundi til dæmis nýtast opinberum starfsmönnum vel þar sem það liti alltaf út fyrir að þeir væru nýstaðnir upp frá borð- inu sínu. Það gæti leyst auka- jakkann af hólmi. Eins væri hægt að selja kjötbollugrill til að íslendingar gætu eldað þjóðarréttinn sinn, steiktar kjötbollur. Og vélmenni sem þvær upp, tekur úr þvottavélinni og brýtur saman þvottinn og skúrar á laugardögum. Þórunn Bjarnadóttir um jólin Bubbi ÉG ERi (Steinar) Kannski er hann Bubbi ekki alltaf samkvæmur sjálfum sér, en hann er sannur og trúr viðhorfum sínum, þótt þau séu raunar alltaf breyt- ingum undirorpin. Þannig hefur Bubbi aldrei hætt að vera forvitin, leitandi og dá- lítið rótlaus sál. Þessir eigin- leikar Bubba enduróma skemmtilega á þessari tón- leikaplötu sem tekin var upp síðla árs í fyrra; lögin eru héðan og þaðan af söngferli Bubba og eru til marks um hvernig hann hefur sífellt reynt að takast af einlægni á við sjálfan sig og lífið. Hljómsveitin er mátulega lítil og lágvær, harmonikka Reynis Jónas- sonar ljær músíkinni ákveð- inn töfrablæ. Annað heyrist glöggt: Bubbi ber virðingu fyrir áheyrendum, kemur heiðarlega og falslaust fram. Fjodor Dostojevskí KARAMAZOV-BRÆÐURNIR INGIBJÖRG HARALDSDÓTTIR ÞÝDDI (Mál og menning) Annað bindið og kannski viturlegt að verða sér úti um hið fyrsta áður en það er lesið. Dostojevskí er nátt- úrlega flestum skáldsagna- höfundum meiri, en það er best að lesa hann á við- kvæmum og hrifnæmum aldri, kannski frá sextán til tuttugu og fimm. Eftir það fer að verða erfiðara að komast í gegnum hann. Guöjón Fridriksson SAGA REYKJAVÍKUR 1870—1940 (Iðunn) Bærinn vaknar heitir þetta fyrsta bindi sögu Reykjavík- ur og endar þegar Bretinn kemur og allt fer á hverf- anda hvel. Forvitnilegt, en væntanlega verður sagan ennþá meira spennandi þeg- ar dregur nær nútímanum, mannlífið gerist margflókn- ara og við höfundunum blasir ofgnótt heimilda sem þarf að reyna að vinsa úr af viti. Það er nefnilega búið að skrifa alveg nóg um sögu þorpsins Reykjavíkur, en allt of lítið um sögu Reykjavík- urborgar. Eiguleg bók — fyrir þá sem hafa efni á henni. Jonathan Porrit BJARGIÐ JÖRÐINNI (Iðunn) Karl Bretaprins, Vigdís for- seti, Paul McCartney, De- smond Tutu og fleiri stór- höfðingjar vara við því að allt fari til andskotans ef við stöðvum ekki sóða þessa heims og sóðann í okkur sjálfum. Falleg, hræðileg og tímabær bók. Nýdönsk DE LUXE (Steinar) Kannski ekki frumlegustu tónlistarmenn landsins — en hver er svosem frumlegur í poppinu núorðið? Við áhrif- in frá bítlamúsík og sýru- poppi hefur nú bæst yfir- bragð sem auðheyrilega er fengið frá amerísku sveit- inni REM. En lögin eru mel- ódísk og full af lífsgleði, textarnir lunknir, strákarnir sætir og klárir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.