Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 46

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 smaa letrið Veit einhver hvenær það fór að skipta máli hvað fólk borðar á aðfangadagskvöid? Fólk borðarjú hangikjöt á jóladag og allt i lagi með það En það er farið að skipta einhverju rosa- legu máli hvað fólk borðar kvöldið áður. Hafið þið spurt fólk hvað það borðar á aðfangadagskvöld? Þegar fólk svarar þvi horfir það á mann með sama augnaráðinu og þegar það segir manni frá þvi hvaða bíl það á. Fólk er til- búið að deyja fyrir jólamatinn. Verst er rjúpufólkið Það er eins og Vesturbæingar i Reykjavik. Þeir trúa ekki að það sé neitt lif fyrir austan læk. Kannski basl og eitthvert keleri en ekkert almennilegt lif. Sama er með rjúpufólkið. Það trúir ekki á jól án rjúpunnar. Og það þýðir ekki að deila við rjúpufólkið. Sá sem étur ham- borgarhrygg um jól, hann finn- ur til minnimáttarkenndar ná- lægt þvi. Hann fer i vörn eins og sá sem á Toyotu Corolla. Og fólk sem er i vörn heggur fast- ast og örast. Það er til fólk sem á Toyotu Corolla og heldur þvi fram að það sé góður bill. i rauninni ótrúlega góður miðað við verð og bensineyðslu. Og alveg ótrúlega góður úti á veg- um. Og í hálku. Reyndar halda allir bíleigendur þvi fram að bíl- arnir þeirra séu góðir í hálku. Það eru í raun undur og stór- merki að nokkrir árekstrar skuli verða yfir vetrartimann. Ef trúa mætti bileigendum væri hægt að fækka þeim með þvi að setja rafknúið skautasvell á göturn- ar. Sama gerist með hamborg- arhrygginn. Þegar hann hittir rjúpuna verður paran aðalat- riðið við jólin. Eða rauðrófurnar, asiurnar ogbrúnuðu kartöflurn- ar. Hvað það er auðvelt að borða sig saddan af hamborg- arhryggnum. Þa ðeraðalatriðið. Og hvað er gott að kroppa i hann þegar hann er orðinn kaldur. Rjúpufólkið svarar að bragði að það sé sósan sem skipti máli. Hún sé svo góð að það megi drekka hana eintóma. Þessu lýgur fólkiö og það vita það svo sem allir. En i deilum um bila, jólamat og annað það sem sjálfsvirðingin spilar inn i eru öll meðul leyfð. Svona var þetta ekki i gamla daga. Þá deildi enginn um hver væri hinn rétti jólamatur. Börn deila ekki um slikt. Ef einhver hefði mætt á litlu jólin og Ijóstr- að þvi upp að á sinu heimili æti fólk ekki neitt á aðfangadags- kvöld hefði sá samstundis upp- skorið öfund hinna. Klukkan slær sex, enginn maturogalliripakkana. Þaðeru almennileg jól. TVÍFARAKEPÞNI PRESSUNNAR - 25. HLUTI Tvifarar vikunnar hafa báðir valið sér braut þar sem þeir standa uppi á sviði. Annar, Hr. Ólafur Skúlason biskup, stendur við altari og fer með rullu sína fyrir kirkjugesti. Hinn, Gene Hackman, stendur uppi á leiksviði og fer með sina rullu fyrir leikhúsgesti. Ólafur stend- ur berskjaldaður frammi fyrir alsjáandi auga Guðs. Gene stendur berskjaldaður frammi fyrir alsjáandi auga kvik- myndavélarinnar. Baðir hafa skarpa andlitsdrætti en gisið hár. Báðir hafa hátt enni og sterklega höku og báðir bera aldurinn vel og karlmannlega. Framundan eru svokölluð launþegajól hjá Islendingum. Fyrst kemur helgi, síðan jóladagarnir, þá önnur helgi, þar á eftir gamlársdagur og nýársdagur og loks önnur helgi. Á sextán daga tímabili eru ekki nema fimm vinnudagar og fjölmargir fá frí einhverja þeirra eða jafnvel alla dagana. Engri annarri þjóð í - veröldinni hefur tekist að búa til jafngott frí úr jólunum. Það er því eðlilegt að spurt sé: Vinna Islendingar nokkuð meira en aðrir eða er það bara þjóðsaga að við séum duglegastir allra þjóða? Vinna, borða og sofa. Það er ekki tími til neins annars hjá venjulegum ís- lenskum launþega. Hann vinnur sína tíu tíma á dag og kemur örþreyttur heim. Mak- inn vinnur allan daginn en krógarnir eru hjá dag- mömmu eða á leikskóla. Kaupið er lélegt, lífsnauð- synjar dýrar og fólk þakkar guði fyrir hvern mánuð sem líður og endar ná saman. íslendingar vinna nefni- lega öðrum þjóðum meira og eru duglegri en flestar þjóðir aðrar. Á Islandi hefur aldrei neinn talið eftir sér að vinna og það mikið. Enginn möglar þótt hann standi votur og slæptur í nokkra tíma og grafi skurð. í æðum okkar rennur nefnilega víkingablóð og vík- ingarnir kölluðu fæst ömmu sína. Og að þeirri arfleifð bú- um við enn þann dag í dag. Enda þarf ekki nema líta í nokkrar ævisögur til að kom- ast að raun um að í gamla daga voru börnin farin að vinna fyrir sér og jafnvel fjöl- skyldum sínum níu ára göm- ul. Þegar ungdómurinn í dag, sem bara slæpist, gefur sínar ævisögur út kemur hann sjálfsagt til með að komast eitthvað svipað að orði. DUGNAÐURINN ÞJÓÐSAGA? En er þetta kannski bara þjóðsaga? Eru Islendingar bara öðr- um þjóðum duglegri við að kvarta yfir mikilli vinnu? Og þótt einhver sé tíu tíma á vinnustað er ekki þar með sagt að hann sé á kafi í vinnu allan tímann. Erum við kannski líka duglegri en allir aðrir við að hanga á vinnu- staðnum? Skreppa aðeins frá, kíkja aðeins í kaffi, spjalla ör- lítið við vinnufélagann? Er- um við ekki bara blóðlatir og reynum að sleppa eins vel frá vinnunni og mögulegt er? Lítum aðeins nánar á þetta. Samkvæmt upplýsingum frá kjararannsóknanefnd er meðalvinnutími íslendings í fullri vinnu 47 stundir á viku eða 2.444 stundir á ári. Það eru tæpir 102 sólarhringar. Sem þýðir að af þeim 365 sól- arhringum sem í árinu eru dvelur íslendingurinn á vinnustað í 102 eða frá ára- mótum og fram til 12. apríl. Hins vegar á eftir að draga veikinda- og aukafrídaga frá þessari tölu, en sumarleyfis- dagarnir hafa verið reiknaðir frá. Norðmenn og Svíar vinna að meðaltali 37 stundir á viku eða 1.924 tíma á ári. Sem gera 80 sólarhringa. Þessar tölur frá frændum okkar eru það sem kallað er unnar stundir. Sumarleyfi, veikindadagar og aukafrí- dagar eru ekki inni í þessari tölu. KLUKKUTÍMI Á VIKU FER í ÚTRÉTTINGAR Til að fá út raunhæfan sam- anburð við frændur okkar verðum við því að draga aukafridaga og veikindadaga frá 47 stundunum okkar. Aukafrídagar í venjulegu ári eru um tólf en veikinda- dagar eru tveir á mánuði eða tuttugu og fjórir á ári. Saman- lagt eru þetta 36 dagar eða 338,4 stundir. Þegar þær hafa verið dregnar frá vinnufram- laginu sem kjararánnsókn fær út kemur í ljós að við vinnum ekki 2.444 stundir á ári heldur 2.106 stundir. Vinnuvikan er þá ekki lengur 47 stundir heldur 40,5 stund- ir. Eftir sem áður vinnum við meira en frændur okkar á Norðurlöndunum, en ekki 10 tímum meira heldur 3,5 stundum meira á viku. Fjarvistir vegna veikinda barna koma líka inn í þessa útreikninga. Þar er einn dag- ur á mánuði eða tólf á ári. Ef þeir eru allir nýttir minnkar vinnan um 116,4 stundir á ári eða 2 klukkustundir og kort- er á viku. Þá er vinnuvikan komin niður í 38,25 stundir eða 1 klukkutíma og korteri lengri en hjá nágrönnum okkar. Það er hægt að halda áfram á þessari braut. Til dæmis minnkar vinnuframlag konu sem tekur tvö fæðingarorlof á starfsævinni um 58 klukku- stundir á ári að meðaltali. Vinnuvika hennar er því komin niður í 37 stundir og átta mínútur. Ef foreldrarnir skipta með sér fæðingarorlof- inu skila þau hvort um sig 37,7 stunda vinnuviku. EILÍFIR KAFFITÍMAR OG ANNAÐ HANGS Útlendingar sem hingað hafa komið til vinnu furða sig á eilífum kaffitímum íslend- inga. Það er því óhætt að reikna með að lágmarki 40 mínútum á dag til slíkrar iðju. Það eru 3 stundir og 20 mín- útur á viku. Þegar það hefur verið dregið frá er vinnuvik- an komin niður í 34,4 stundir á viku. Síðan má halda áfram. Reikna má með að korter tap- ist á morgnana þegar fólk kemur til vinnu, kastar kveðju á vinnufélagana og les blöðin. Annað korter hverfur þegar fólk er að tygja sig til heimferðar. Samanlagt er þetta hálftími á dag eða 2,5 klukkustundir á viku. Vinnu- vikan er komin niður í rétt tæpar 32 stundir á viku. Og enn er hægt að tína vinnustundirnar af hinum duglega íslendingi. Eftir að bankar hættu að hafa opið í eftirmiðdaginn má reikna með klukkutíma á viku í ým- islegt „skrepp". Við það er vinnuvikan komin niður í tæpa 31 stund. Ef reiknað er með að hver maður eyði um 12 mínútum á dag í að ráðfæra sig við mak- ann um hvað eigi að vera í matinn, hver eigi að sækja börnin, hvað eigi að kaupa handa tengdamömmu í jóla- gjöf og svo framvegis er vinnuvikan síðan komin nið- ur í 30 stundir. Vinnustundirnar á ári eru þá komnar niður í 1.560. Það eru 65 sólarhringar eða frá ársbyrjun til 6. mars. Eins og áður sagði segja opinberar tölur að við vinnum til 12. apríl. En mest af tímanum frá 6. mars til 12. apríl fer hins vegar í hangs, veikindi, kaffi og annað dútl. JAKKABRAGÐIÐ OG ELEMENT í KAFFIBOLLANN Samkvæmt þessu vinna ís- lendingar ekki ýkja mikið og kannski^ alls ekki meira en aðrir. Á föstudagseftirmið- dögum er til dæmis ekki vinnandi vegur að ætla sér að ná í nokkurn mann. Og það er auðvelt að ímynda sér að hálfgerður karnival- og kæruleysisandi svífi yfir vötn- um á flestum vinnustöðum frá hádegi á föstudögum. Opinberir starfsmenn hafa oft mátt sitja undir því að þeir fari sér öðrum stéttum hægar við vinnu. Jakkabragðið svo- nefnda er eignað þeim. Það felst í því að menn hafa alltaf jakka á stólbakinu. Þótt þeir séu svo einhvers staðar úti í bæ að erinda þá lítur alltaf út fyrir að þeir hafi bara rétt staðið upp frá verki en séu staddir einhvers staðar inn- anhúss. Einhver lét sér detta í hug að útfæra þetta bragð betur og útbúa bolla með hitaele- menti en þá má alltaf hafa heitt kaffi í bolla á borðinu og gera blekkinguna enn trú- verðugri. Það er líka ansi oft sem kerfismennirnir eru annað- hvort rétt ókomnir eða þá ný- farnir, eða uppteknir á fundi eða finnast ekki í húsinu rétt í augnablikinu. En þetta er svo sem ekki bara einkenni kerfisins; einkafyrirtækin eru mörg hver þessu sama merki brennd. Og þetta á þá sér- staklega við um toppana í einkafyrirtækjunum. Og það er líka alltaf ein og ein skrifstofa sem lokar í hvert skipti sem sér til sólar á sumrin. AFKÖSTUM MINNA Vinnuvikan er alltaf að styttast. Fyrir ekki svo ýkja löngu var unnið á laugardög- um eins og aðra daga. Svo var það stytt þannig að ein- ungis var unnið til hádegis á laugardögum. Að lokum gerðist síðan hið óumflýjan- lega; laugardagarnir duttu al- veg út. Nú stefnir í að föstu- dagarnir geri það líka því auk þess sem vikið er að hér að ofan færist mjög í vöxt að menn vinni af sér seinnihluta föstudagsins og eigi þá eftir- miðdaginn frían. Útlendingar sumir hverjir hafa sagt að þeir hafi aldrei séð annað eins verklag og hjá okkur íslendingum. íslend- ingar afkasti ekki miklu mið- að við viðveru á vinnustað, heldur teygi þeir lopann eins og þeir mögulega geta. Fari sér hægt og bíði rólegir eftir að eftirvinnutíminn komi. Þótt íslendingarar séu kannski allra þjóða lengst á vinnustað þá vinni þeir þann- ig ekki allra þjóða mest. Af- köstin séu ekki í samræmi við viðveruna. Ekki man ég eftir að hafa heyrt talað um að afköst hafi mikið minnkað til dæmis þegar yfirvinnubann hefur verið í gildi hjá hinum og þessum stéttum. En maður hefur heyrt sögur af því þeg- ar óhemjum til verka var vin- samlega bent á að þær þyrftu nú ekki að flýta sér svona — það væru nefnilega allir á tímakaupi þarna. Og einnig hafa vaktavinnumenn minnst á það, bæði í gamni og alvöru, sjálfsagt þegar lítið hefur verið um aukavinnu, að menn þyrftu nú að fara að veikjast svo aukavinnan glæddist. Þetta er sjálfsagt allt saman mannlegt en niðurstaðan hlýtur að verða sú, að dugn- aður okkar íslendinga er að miklu leyti þjóðsaga. Haraldur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.