Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 62

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 62
Heiðar Jónsson snyrtir hefur flaekst inn í harðnandi samkeppni á happdrættismarkaðinum. Slysavarnafélagið Yfirbýður vinninga í happdrætti SÁÁ — við munum ekki aðeins bjóða einn dag með Heiðari heldur nóttina líka, — segir Árni Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Eftirlaunasamningur Sláturfélags- ins við Jón H. Bergs forstjóra leiðir til þess að eigiö fé fyrirtækisins brennur upp á næstu 95 árum, samkvæmt úttekt GULU PRESS- UNNAR. Uttekt á viðskiptasíðu GULU PRESSUNNAR Sláturfélagið stefnir í gjaldþrot árið 2086 — ef fyrirtækið þarf að borga Jóni H. Bergs, fyrrum forstjóra, laun þar til hann verður 160 ára Það er tóm tjara að ég hafi verið óþægur. Þau hnupluðu gottinu, — , segir Lárus Reynisson, sem kærði foreldra sina fyrir þjófnað. Drengur í Breiðholti Kœrir foreldra sína fyrir að hafa stolið gotti úr skónum sínum — ég hlusta ekki á þetta, — segir faðir drengsins, — hann getur sjálfum sér um kennt fyrir að hafa verið óþægur 51. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 19. DESEMBER 1991 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR Ríkisstjórnin gafst upp á fjárlögunum SKATTTEKJUNUM SKIPT Á MILLI ÞINGMANNA lpeí^ef^p!fi?se5ín^r3Tel??^essum,aíjrum^ - sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra um leið og hann rauk út úr þinghúsinu mm Algjör upplausn varð á Alþingi þegar ríkisstjórnin gafst upp á fjárlögunum og fór í jólafrí. Reykjavík, 19. desember „Eg hlusta ekki lengur á þetta væl. Það er alveg sama hverju við stingum upp á; alltaf verða ein- hverjir tii þess að segja að það sé ómögulegt. Ég bara nenni þessu ekki lengur,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra um leið hann rauk út úr þinghús- inu við Austurvöll snemma í morgun. Davið skildi eftir nýtt fjár- lagafrumvarp fyrir árið 1992. Þar er gert ráð fyrir að 100 milljarða skatttekjum næsta árs verði skipt jafnt á milli allra þingmannanna þannig að 1 milljarður og 590 millj- ónir koma í hlut hvers um sig. í greinargerð með frumvarp- inu segir að þingmennirnir geti dreift þessum fjármun- um um kjördæmi sín eða til þeirra hagsmunahópa sem þeim þyki vænst um. „Þetta er algjör kleppur," sagði Davíð þegar GULA PRESSAN náði tali af honum í morgun. ,,Ef ég hefði vitað hvernig þingmennirnir geta látið hefði ég aldrei látið borgina af hendi." Aðspurður sagðist Davíð ekki hafa ráðstafað sínum hluta af fjárlögunum. ,,Mér er skapi næst að henda þessum aurum í Ríkis- skip. Maður þarf þá ekki að hafa áhyggjur af jjeim meir," sagði Davíð Oddsson. Tillögur fiskifræðinga Hreyfanlegur sjómannaafsláttur í stað kvótans afslátturinn minnkaður til að minnka sóknina en síðan aukinn þegar betur stendur á Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, vill nota sjómannaafsláttinn til fiskveiðistjórnunar. Reykjovík, ]8. desember „Mér virðist sem betri sátt gæti rnyndast um þetta kerfi en kvótann," sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, þegar hann kynnti nýjar hugmyndir fiskifræðinga um stjórn fiskveiða á blaðamanna- fundi í gær. Tillögurnar fela í sér að sjó- mannaafslátturinn verði gerður hreyfanlegur. Þegar minnka þurfi sókn í fiskstofna verði afslátturinn minnkaður svo sjómenn sigli í land. Þeg- ar ástand fiskstofnanna sé orðið betra verði afslátturinn síðan aukinn á ný. ,,Eftir reynsluna af kvóta- kerfinu finnst mér tilvinnandi að prufa eitthvað nýtt. Kvóta- kerfið hefur skipt þessari þjóð í stríðandi fylkingar en það er hugsanlegt að meiri friður myndist um afslátt- ar-kerfið," sagði Jakob. Afsökunarbeiðni GULA PRESSAN biður Jón Sigurðsson afsökunar á frétt undir fyrirsögninni; ,,ÚR RÁÐHERRASTÓL í RAMMA- GERÐINA", þar sem sagt var að Jón hefði hrökklast frá embætti vegna endaloka ál- málsins og tekið við starfi framkvæmdastjóra Ramma- gerðarinnar. Hið rétta er að Jón er enn ráðherra. Hins vegar er alnafni hans fram- kvæmdastjóri Rammagerð- arinnar og villti það um fyrir blaðamanni. GULA PRESS- AN stendur að öðru leyti við frétt sína. Ritstj. Tviburabróðir Sighvats vakti ugg á Elliheimilinu Grund. Tvíburabróðir Sighvats Björgvinssonar býr við hliðina á Elliheimilinu Grund KOM MÉR Á ÓVART HVAÐ ÞETTA ER ELSKULEGUR MAÐUR segir Hlín Guðmundsdóttir, vistmaður á Grund Reykjavík, 19. desember „Audvitað vorum við hrædd við manninn fyrst eftir að hann flutti hingað. Það er skiljan- legt. Hann lítur alveg eins út og heilbrigðis- ráðherrann,“ sagði Hlín Guðmundsdóttir, vist- kona á Elliheimilinu Grund, í samtali við GULU PRESSUNA, en næsti nágranni heimiiis- ins er Tryggvi Björgvins- son, tvíburabróðir Sig- hvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra. „Einu sinni rakst ég á manninn úti í búð. Ég varð dauðskelkuð og missti fisk- búðinginn sem ég hélt á. Mér til mikillar furðu beygði hann sig niður og rétti mér búðinginn. Ég hreinlega missti andlitið," sagði Hiín. Hún sagði að upp úr þessu hefði hún farið að gefa sig á tal við manninn og þá hefði komið í ljós að þetta var ekki ráðherrann heldur tvíburabróðir hans. „Það er ótrúlegt hvað bræður geta verið ólíkir. Tryggva er vel við sjúka og þá sem lasburða eru. Hann hefur aldrei sýnt af sér svip- að hugarfar og bróðirinn," sagði Hlín Guðmundsdótt- ir. == cordata j - ■ IO órci ofmœli/Ulboð i 80386-16 örgjörvi IMbminni 42Mb diskur 1.44Mb 3.5" drif VGA litaskjár 101 hnappa lyklaborð Genius mús Windows 3.0 MS-DOS 4.01 kr. 99.900 staðgreitt Sumum finnst 10 ára afmælistilboðið okkar lyginni líkust, enda jafn ótrúlegt og annað á þessari síðu. Þú getur komist að hinu sanna í þessu dularfulla tilboðsmáli. Notaðu tækifærið, líttu við eða hringdu! MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944 - fax 679976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.