Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 13

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PKESSAN 19. DESEMBER 1991 13 Einstaklingar með hálfa milljón og upp fyrir eina miiljón króna í tekjur á mánuði fá „aðstoð" úr ríkis- sjóði, þótt þeir hafi ekkert með slíka aðstoð að gera og hún breyti engu um afkomu þeirra. Thor Ó. Thors og Halldór H. Jónsson hafa þannig um eina milljón á mánuði en þiggja 12 þúsund króna ellilífeyri frá ríkinu. Tryggui Pálsson, GunnarJ. Ragnars og fleiri hátekjumenn með meira en 500 þúsund á mánuði fá 6 þúsund á mánuði í barnabætur. Þorsteinn Vil- helmsson hjá Samherja fær auk barnabóta sjómannaafslátt upp á 160 þúsund krónur á ári, þótt hann hafi rúmlega 11 milljóna króna árs- tekjur. Þá fá hjón fullar vaxtabætur þótt heimilistekjur séu yfir 700 þús- und á mánuði. Sjómannaafslátturinn er nú 660 krónur fyrir hvern dag sem maður telst stunda sjóinn og vissa aðra daga, t.d. þegar skip liggur í höfn vegna viðgerða, þegar sjómaðurinn er í orlofi eða hann veikur. Hann nær til áhafna fiskiskipa, þar með talið smábáta, fraktskipa, farþega- skipa og varðskipa. Margir sjómenn hafa miklar tekj- ur. Þorsteinn Vilhelmsson hjá Sam- herja hafði í fyrra 930 þúsund krón- ur á mánuði að núvirði eða um 11 milljónir á ári. Miðað við 240 daga sjósókn hefur afslátturinn numið um 160 þúsundum króna á árinu eða sem nemur 1,5 prósentum af heildartekjum hans. Fyrir mann með slíkar tekjur skiptir afslátturinn því litlu máli. Fyrir sjómann með 150 þúsund á mánuði fer afslátturinn hins vegar að skipta máli. Miðað við 22 daga sjósókn á mánuði eru þá 14.500 krónur dregnar frá tekjuskatti og persónuafslátturinn síðan dreginn frá. Trillukarl, sem vart getur talist dvelja langdvölum fjarri heimili sínu, með 150 þúsund króna laun greiðir í skatt 21.263 krónur, en iðn- aðarmaður með sömu laun greiðir 35.763 krónur. Halldor H. Jónsson, stjórnarformaö- ur Eimskipafélagsins meö meiru, hefur tekjur upp á rúmlega milljón á mánuöi. Þrátt fyrir svimandi tekjurn- ar fær hann 12 þúsund króna tékka frá Tryggingastofnun í hverjum mán- uði. Þorsteinn fær líka barnabætur úr ríkissjóði. Fyrir börn undir 16 ára aldri greiðir ríkið 28.917 krónur með fyrsta barni og 43.378 krónur með hverju barni umfram það. Þess- ar tölur hækka um 28.917 fyrir börn undir 7 ára. Fyrir hjón með alls 150 þúsund krónur á mánuði og tvö börn 7 ára og eldri munar talsverðu að fá 72 þúsund krónur í barnabætur á ári eða sem nemur 6 þúsund krónum á mánuði. Þorsteinn á 8 ára og 13 ára börn og hjónin fá 72 þúsund á ári of- an á þær 11 milljónir sem hann hef- ur í árstekjur. Þetta er 0,6 prósent af tekjum Þorsteins. Tryggvi Pálsson og Björn Björns- son bankastjórar eiga báðir tvö börn 11 til 14 ára og hafa mánaðar- tekjur upp á 600 til 700 þúsund á mánuðj, Gunnar J. Ragnars, for- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa, á 12 ára tvíbura og hefur 470 þús- und krónur á mánuði, Gunnlaugur Jóhannes Nordal seölabankastjóri. Er nýoröinn 67 ára og farinn aö fá 12 þúsund krónur á mánuði frá Trygg- ingastofnun í ellilífeyri. Hefur mánað- artekjur upp á 834 þúsund. M. Sigmundsson, forstjóri Þróunar- félagsins, er með tvö börn og 450 þúsund krónur á mánuði og Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnu- ferða-Landsýnar, á tvö börn 11 og 13 ára og hefur 400 þúsund á mánuði. Þurfa þeir sem nemur 6 þúsund króna aðstoð úr ríkissjóði á mánuði vegna barna sinna? Allir sem náð hafa 67 ára aldri fá frá Tryggingastofnun ellilífeyri, lið- lega 12 þúsund krónur á mánuði eða hjón tæplega 11 þúsund hvort. Fyrir mann sem hefur t.d. 70 þúsund á mánuði eru 12 þúsund krónurnar um 17 prósenta búbót. Hins vegar eru dæmi um öldunga sem fá þessar 11 til 12 þúsund krónur mánaðar- lega þótt þeir hafi svimandi laun og hafi í raun ekkert með greiðslur frá Tryggingastofnun að gera. Thor Ó. Thors, stjórnarformaður íslenskra aðalverktaka, hafði í fyrra tekjur upp á 1,1 milljón króna á mánuði að núvirði. 12 þúsund krón- Þorsteinn Vilhelmsson hjá Samherja. Var meö skattskyldar tekjur upp á 11 milljónir í fyrra en naut sjómannaaf- sláttar upp á nálægt 160 þúsund krónum og fékk ásamt konu sinni 72 þúsund krónur í barnabætur. ur ofan á það er 1 prósent. Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður Eim- skipafélagsins, hefur tekjur upp á 1 milljón á mánuði. Jóhannes Nordal og Tómas Árnason seðlabankastjór- ar fá 12 þúsund krónurnar þrátt fyr- ir að hafa tekjur nálægt 800 þúsund- um á mánuði og nefna má Vilhjálm Jónsson, fyrrum forstjóra Olíufé- lagsins, með svipaðar tekjur og bankastjórarnir eða 800 þúsund á mánuði. Þótt vaxtabætur séu tekjutengdar má fólk hafa miklar tekjur án þess að missa þær. Hins vegar skerðast bætur töluvert ef fólk á umtalsverð- ar skuldlausar eignir. Tökum dæmi af hjónum sem eiga rétt rúmlega 4 milljónir í skuldlausri eign en hafa góðar tekjur. Ríkissjóður tekur þátt í að greiða vaxtakostnað hjóna upp að 712 þús- und krónum á ári. Hann greiðir þó ekki alla þessa upphæð heldur er hámark endurgreiðslna sett við rétt Tryggvi Pálsson, bankastjóri fslands- banka. Með tekjur upp á 8 milljonir á ári en fær 72 þúsund króna barna- bætur. „Aöstoðin" nemur innan viö 1 prósenti af tekjum. tæpar 200 þúsund krónur. Tekju- tenging vaxtabótanna felst í því að fólk dregur 6 prósent af tekjum sín- um frá vaxtastofninum (712 þúsund- unum). Til þess að hann klárist al- veg þurfa fjölskyldutekjurnar að vera um 989 þúsund krónur á mán- uði. Fólk með þær tekjur eða um- fram það fær ekki neitt. En hvað má fólk hafa miklar tekj- ur til að fá óskertar vaxtabætur? Ef hjón hafa greitt þann vaxtakostnað sem tilgreindur er í lögunum (712 þúsund á ári) getur það haft tekjur upp að 711 þúsund krónum á mán- uði án þess að bæturnar skerðist. Það fær því rétt tæpar 200 þúsund krónur á ári, sem svarar til 16.667 króna á mánuði. Það eru sömu bæt- urnar og fólk með 200 þúsund króna mánaðartekjur getur búist við að fá og að sjálfsögðu einnig þeir sem hafa lægri tekjur. Friðrik Þór Guömundsson ásamt Gunnari Smára Egilssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.