Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 35

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 19. DESEMBER 1991 35 I-: AÐFANGADAGUR Rjúpur 8 hamflettar rjúpur 1 tsk. steytt einiber Salt Pipar Vatn Smjör Höggvið lærin frá búknum, skerið á fóarnið og tæmið það. Hreinsiö einn- ig hjörtu og lifur. Brúnið innyflin ásamt lærunum og stráið einiberjum, salti og pipar yfir. Setjið í stóran pott og helliö sjóðandi vatni yfir. Sjóðið í klukkustund. Gott er að láta soðið kólna áður en bringurnar eru soðnar. Brúnið bringurnar i smjöri. Látið suð- una koma upp í pottinum og leggið bringurnar ofan á það sem í honum er þannig að þær sjóði undir loki í gufunni í um klukkustund. Þannig verður sósan kraftmikil án þess að of mikil suða spilli bringukjötinu. Sósa 1 I rjúpnasoð 50 g smjör 50 g hveiti 2 dl rjómi Sósulitur Síið soðið. Bræðið smjörið í potti, bætið hveitinu í. hellið soðinu smátt og smátt út í og hrærið vel á meðan. Setjið hæfilega mikinn sósulit út í sós- una og bragðbætið hana með salti, pipar og einiberjum. Þeytið rjómann og hrærið hann varlega út í sósuna. Brúnaðar kartöflur 1 kg karöflur 50 g smjör 5 msk sykur Sjóöið og flysjið smáar kartöflur. Kæl- ið þær svo þær verði þéttar í sér. Lát- ið kalt vatn renna á þær áður en þær eru brúnaðar. Bræðið smjörið á pönnu og stráið sykrinum yfir, en hrærið ekki. Þegar sykurinn byrjar að freyða eru kartöflurnar látnar á pönnuna og hrært gætilega í þeim með spaða uns þær eru Ijósbrúnar með jöfnum gljáa. JÓLAÁBÆTIR Hrísgrjónarönd 4 dl mjólk 3 msk. hrísgrjón 3 msk. strásykur 'h vanillustöng 'A I rjómi 3 blöð matarlím Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn. Setjið mjólkina í pott og hitið. Kljúfið vanillustöngina og skafið úr henni kornin út í mjólkina. Látið suðuna koma upp á mjólkinni. Bætið hrís- grjónunum út í og hrærið vel í grautn- um öðru hverju. Látið grautinn sjóða við vægan hita í 40 mínútur. Takið hann þá af hitanum. bætið matarlím- inu útí, hrærið og kælið síðan graut- inn. Þeytið rjómann og blandið hon- um varlega í grautinn þegar hann er orðinn kaldur en áður en hann fer að stífna að ráði. Skolið hringmót að inn- an með köldu vatni og hellið rjóma- grautnum í það. Lokið mótinu og lát- ið standa á köldum stað þar til röndin er orðin stíf. Röndinni er steypt úr mótinu þannig að fyrst er hmfsoddi rennt meðfram brúnum. Síðan er mótinu brugðið snöggt í heitt vatn. Þá má hvolfa röndinni á fat. Sósunni er svo hellt yfir. Karamellusó&a 200 g strásykur Vh dl sjóðandi vatn 2 dl rjómi Bræðið sykurinn á pönnu og hellið vatninu út á þegar hann byrjar að freyða. Látið blönduna krauma við vægan hita uns hún er orðin að jafnri og seigfljótandi kvoðu. Þá er hún lát- in kólna á pönnunni. Þeytið rjómann og blandið sykurkvoðunni saman við hann. í karamellusósu má hafa meiri eða minni rjóma eftir smekk. Líka má sleppa honum en þá er haft meira af vatninu þannig að sósan sé vel fljót- andi. JÓLADAGUR Soðið hangikjöt Hangikjötslæri um 2 kg Vatn 1—2 msk. sykur Burstið kjötið vel í köldu rennandi vatni. Hægast er að sjóða kjötið í djúpri ofnskúffu ef ekki er til pottur sem rúmar það. Þá er 1—2 lítrar af köldu sykurvatni látið með kjótinu í skúffuna og henni síðan lokað meö álþynnu. Ofninn er stilltur á 160 gráða hita og er kjötið þá soðið eftir 2 klukkustundir. Eigi/að snæða kjötið kalt er slökkt á ofninum eftir hálfa aðra klukkustund og það síðan látið kólna þar. Sé kjötið soðið í potti er það látið í kalt sykurvatn, sem síðan er hitað hægt að suðumarki. Sé ætl- unin að bera kjötið fram heitt er því haldið við suöu í stundarfjórðung en eigi að borða það kalt er slökkt undir pottinum um leið og suðan kemur upp. Síðan er það látið kólna í soðinu. Jafningur 40 g smjör 40 g hveiti Grænmetissoð Mjólk eða rjómi Salt og pipar Ögn af múskati Bræðið smjörið í potti og stráiö hveit- inu út á. Hrærið vel og bætið smátt og smátt út í grænmetissoði og mjólk eða rjóma þar til jafningurinn er hæfilega þykkur. Bragðbætið með salti og pipar. Gott er að láta örlítið múskat í jafninginn. Líka má bragð- bæta hann með 1—2 tsk. af strásykri. EFTIRRÉTTUR Trlffli Botninn 100 g makkarónur 1 dl sérrí l'/2 dl rabarbarasulta eða önnur sulta Myljið makkarónurnar ofan í skál og bleytið í þeim með sérríi. Jafnið sult- unni yfir eða dreifið úr þeim ávöxtum sem notaðir eru. Búðingurinn 3 dl mjólk 1 dl rjómi 3 eggjarauður 2 msk. sykur 4 blöð matarlím 'h vanillustöng Leggið matarlímið í kalt vatn. Þeytið egg og sykur vel saman. Kljúfiö van- illustöngina og setjið hana í pott ásamt rjómablandinu. Hitið að suðu. Takið vanillustöngina upp úr og hell- ið eggjafroðunni saman við mjólkina. Hrærið vel og hitið að suðumarki en látið ekki sjóða. Bætið matarlíminu út í eggjamjólkina og hrærið vel. Kæl- ið eggjajafninginn og hellið honum varlega yfir sultulagið þegar hann byrjar að stífna. Skreytið trifflið með þeyttun rjóma og rifnu súkkulaði þegar búðingurinn er orðinn stífur. Blanda má stífþeyttum eggjahvítum í eggjajafninginn áður en honum er hellt yfir sultuna. Þá verður hann létt- ur og froðukenndur. ANNARí JÓLUM Fiskisalat 7—800 g kalt heilagfiski 4 egg Hálf gúrka 1 sítróna Blaðsalat Grænar piparfylltar ólífur Fiskurinn er snöggkældur í soðinu með þeim hætti að kalt vatn er látið renna á pottinn þegar fiskurinn er fullsoðinn. Fjarlægið roðið og öll bein, þó þannig að stykkin verði sem heillegust. Sjóðið eggin í 7 mínútur og skerið hvert þeirra í fjóra báta. Þekið stórt fat með salatblöðum og raðið fiskstykkjunum þar á. Látið svolitla sósu ofan á hvert stykki og skreytið síðan fatið með eggjum. þunnskornum sítrónusneiðum og ólífusneiðum. Berið fram með sós- unni, brauði og smjöri. Sósa 2 dl majónsósa 2 dl sýrður rjómi 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. salt 'A—'h tsk. hvítur pipar 2 tsk. sinnepsduft Hræriö saman majónsósu, rjóma. sinnepsdufti og sítrónusafa. Bragð- bætið sósuna með salti og pipar. EFTIRRÉTTUR Rjómaís 'h I rjómi 4 eggjarauður 4 msk. flórsykur Korn úr vanillustöng Stífþeytið rjómann. Þeytið saman eggjarauður og flórsykur ásamt van- illu. Blandið rjómanum varlega í eggjahræruna. Hellið í mót og frystið í 3—4 klukkustundir. ísinn verður léttari ef þeyttum eggjahvítum er blandað í hann. Hæfilegt er að hafa hvíturnar tvær í þennan skammt. Þær eru þá stífþeyttar með einni mat- skeið af sykrinum og blandað í síðast. Súkkulaðisósa 1 dl kakó 2 dl sykur 1 dl vatn Blandið öllu saman í pott. hrærið vel saman og sjóðið við vægan hita í 3—4 mínútur. Sósuna má bragðbæta með vanillu eða 1—2 matskeiðum af kon- íaki áður en hún er borin fram heit með ísnum. Þessi súkkulaðisósa er nokkuð bragðsterk. Milda má bragð- ið meö því að auka vökvann eöa kæla sósuna og bæta í hana þeyttum rjóma. l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.