Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 55

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 55
55 og Alheit, en það er lágþýska myndin af Sankt Adelheid. Nafnið Tale hefur verið notað í Danmörku frá því á 14. öld en í Noregi frá því um miðja 16. öld. LOFTHÆNA ER LÁTIN Svo vikið sé að einkenni- legum nöfnum þá hefur nafn- ið Lofthœna löngum verið haft í flimtingum. Engin kona með þessu nafni var á þjóð- skrá árið 1989. En nafnið var til og notað. í bókinni Nöfn ís- lendinga segir svo um Loft- hænu: „Tvær konur hétu Loft- hænasamkvæmt Landnámu. Önnur var kona Braga skálds gamla og hin var dótturdóttir hennar. Ein kona í Skaft. bar nafnið 1845 og önnur í sömu sýslu árið 1910. Uppruni er óviss. Giskað hefur verið á að um gælunafn sé að ræða og Loft- sé sama orð og loft-(efri) hæö í húsi. Heldur er það ólíklegt og sennilegra að nafnið sé afbökun á erlendu nafni." Meðal annarra kven- mannsnafna með forliðnum Jólin: Þarna koma jólin, sögöu vinnufélagarnir Loft- má nefna Loftey. Ein kona hét þessu nafni sam- kvæmt manntali 1910 og bjó hún í Snæfellssýslu. Engin Loftey finnst á þjóðskrá árið 1989. Þá er kona undir nafn- inu Loftsína í manntali 1910 en engin Loftsína 1989. Hins vegar báru þá þrjár konur nafnið Loftveig. FÆDDIST JÓLÍN Á JÓLUNUM? „Ég heiti eftir,ömmu minni sem bar þetta nafn en ég veit ekki hvernig það er tilkomið. Ég veit ekki hvenær hún var fædd en hefur dottið í hug að hún hafi fæðst á jólunum," FIMMTUDAGUR PRESSAN 19; DESEMBER 1991 Algengustu nöfnin á fslandi Jón og Guðrún á toppnum í bókinni Nöfn íslendinga er birt tafla yfir 50 algengustu karlmanns- og kvenmanns- nöfnin . í þjóðskránni 1982 ásamt fjölda tilvika um 1. nafn og 2. nafn. Hér á eftir eru 15 algengustu karl- mannsnöfnin hvort heldur er 1. eða 2. nafn. Jón 6.428 Sigurður 4.821 Guðmundur 4.674 Þór 4.111 Gunnar 3.684 Ólafur 3.326 Magnús 2.733 Einar 2.648 Örn 2.411 Kristján 2.339 Björn 2.283 Jóhann 2.239 Helgi 2.055 Stefán 2.052 Árni 1.935 Þau 15 kvenmannsnöfn sem algengust voru í þjóð- skránni árið 1982 eru eftirfar- andi: Guðrún 6.660 Sigríður 5.211 Kristín 4.756 Anna 4.472 Helga 3.537 María 3.028 Sigrún 2.831 Ingibjörg 2.785 Margrét 3.919 Jóhanna 2.411 Björk 2.111 Björg 1.886 Elín 1.815 Jóna 1.811 Guðbjörg 1.636 Á bakvið 50 algengustu nöfn karla og kvenna standa um 70% allra nafnbera í þjóð- skránni og 91% þeirra heitir 100 algengustu nöfnunum, segir í fyrrnefndri bók. Nafnaskógur og eldblossi Stundum koma fyrir atvik sem tengjast nöfnum með skemmtilegum hætti. Eitt slíkt átti sér stað í Vesturbæn- um fyrir fáeinum árum. Þar voru menn að vinna að framkvæmdum við íbúðar- hús og söguðu niður mikið tré, ösp, sem stóð þar á mörk- um næstu lóðar. Eigandi þeirrar lóðar brást ókvæða við þá hann uppgötvaði að öspin fagra var horfin og kærði málið til lögreglu. Tek- in var skýrsla vegna þess arna eins og lög gera ráð fyr- ir. Þegar farið var að skoða skýrslur málsins kom eftirfar- andi í Ijós: Þeir tveir menn sem deildu vegna asparinnar hétu Reyn- ir og Víðir. Það var lögreglu- maðurinn Birkir sem fór á staðinn til að kanna vegsum- merki og skrifaði síðan skýrslur. Sú skýrsla barst síð- an áfram innan lögreglunnar og sá sem fékk málið í hendur þar heitir Börkur Skúlason. Af öðrum tilvikum þar sem nöfn koma við sögu eru til dæmis þessi: Neyðarsími slökkviliðsins hringdi og er brunavörður svaraði heyrðist æst rödd segja: „Þetta er Logi í Blossa. Hér hefur kviknað eldur og þið verðið að koma strax." Brunavörður bað sím- hringjara að spandera gam- ansemi sinni á einhverja aðra og skellti á. En það var sam- stundis hringt aftur og mað- urinn skýrði út að þetta væri í fyrirtækinu Blossa og nafn sitt væri Logi og það væri kviknað í. Ormur: Fékk marga pústra vegna nafnsins sagði Jólín Jóelsdóttir. „Mér finnst þetta fallegt nafn og ekki haft nein óþæg- indi af því. En það kom fyrir eftir að ég flutti til Reykjavík- ur og fór að vinna að starfsfé- lagarnir grínuðust svolítið með nafnið. Sögðu að jólin væru að koma þegar ég birt- ist og annað í þeim dúr, en það var allt í góðu. Hins veg- ar eiga margir erfitt með að skilja nafnið og ég þarf oft að stafa það,“ sagði Jólín enn- fremur og var sammála því að þarna gerði ein komma gæfumuninn. Hún á einn son en ekki var seilst langt eftir nafni á hann því sonurinn heitir Halldór. Þrjár aðrar konur á landinu bera nafnið Jólín og eru þær frænkur Jól- ínar Jóelsdóttur. Hún kvaðst ekki vita hvort ætlunin væri að halda nafninu við í ættinni en sæi ekkert sem mælti gegn því. I bókinni Nöfn Islendinga segir að nafnið sé amerískt að uppruna, lagað eftir nafn- inu Jolene. NAFNIÐ KOSTAÐI MARGA PÚSTRA „Ég varð oft fyrir aðkasti sem barn út af nafninu en var svo heppinn að svara því af fullri hörku í stað þess að ein- angra mig. En þetta kostaði marga pústra og ekki ósjald- an sem ég kom heim með blóðnasir eftir slagsmál vegna nafnsins," sagði Ormur Ólafsson. „Raunar kemur það fyrir enn þann dag í dag að það er hringt í mig og þá sérstaklega að næturlagi bara vegna nafnsins. Það er eins og fólk í fylleríspartíum lesi síma- skrána sér til skemmtunar og hringi svo til mín. Yfir sumar- ið er algengast að fyndnin fel- ist í því að biðja um beitu. Svo grípa menn önnur tilefni. Á vinnustað var ég til dæmis eitt sinn spurður hvort ég væri ekki hræddur við mann að nafni Þröstur sem þar starfaði. Ég spurði því ég ætti að vera hræddur við hann. — Ja, það gerir nafnið, sagði vinnufélaginn og þóttist af- skaplega fyndinn," sagði Ormur ennfremur. Hann var skírður í höfuðið á föðurafa sínum, sem var ættaður úr Meðallandi. En Ormur sagðist vita að nafnið hefði einnig tíðkast fyrir norðan og þá einkum í Strandasýslu. Hann sagðist hafa bannað sonum sínum að skíra í höfuðið á sér. Nafnabókin segir að nafnið Ormur komi fyrir í Land- námu og íslendinga sögum. Það kemur einnig fyrir í Sturlungu og í fornbréfum frá 14. og 15. öld. Samkvæmt manntali 1910 hétu fjórir karlar Ormur en í þjóðskrá 1989 voru tíu karlar skráðir með þessu nafni, þar af tveir sem síðara af tveimur. Nafnið er sama orðið og dýrsheitið ormur. HRASAÐI UM NAFNIÐ „Það er ósköp einfalt Dúfa: Aldrei orðið fyrir óþæg- indum vegna nafnsins hvernig mitt nafn varð til. Þegar mamma gekk með mig hrasaði hún og datt og fékk ör á augabrún," sagði Örbrún Halldórsdóttir. Hún skírði dóttur sína þessu sama nafni og þær mæðgur eru einu konurnar á landinu sem nafn- ið bera. „Það er eins og viðbrögð fólks við nafninu hafi breyst nú síðari árin. Áður var mun algengara að fólk hváði með undrunarsvip þegar það heyrði nafnið. Þetta er ekki eins áberandi núna og það er eins og fólk sé orðið vanara sjaldgæfari nöfnum. En ég hef aldrei orðið fyrir stríðni eða áreitl vegna nafnsins og það fellur vel inn í málið, líkt og Kolbrún," sagði Örbrún Halldórsdóttir. Af öðrum sjaldgæfum kvenmannsnöfnum sem byrja á Ö má nefna Ölrún, en tvær konur voru skráðar með þessu nafni í þjóðskrá 1989. Ein kona bar þá nafnið Ölveig og í manntali 1910 hét ein kona Ölvína. Ein kona bar nafnið Örk sem einnefni 1989 eða fyrra nafn af tveim- ur en fjórar að síðara nafni. Þá voru átta konur skráðar með nafninu Ösp sem ein- nefni eða fyrra nafni af tveim- ur en 233 að síðara nafni. Sæmundur Guðvinsson Einfarar á nafna- skrám Sumir heita svo sjaldgæfum nöfnum að þeir eiga enga alnafna á opinber- um nafnaskrám. Meðal kvenmanns- nafna þar sem nafnberi er aðeins ein kona sam- kvæmt þjóðskrá 1989 eru eftirtalin nöfn: Agna Alfífa Alfreðsína Árvök Blíða Blómey Hneta Ísalína Kaðlín Maídís Milda Nótt Óvína Randalín Rín Ugla Æska Karlmannsnöfn Agni Án Dósóþeus Dvalinn Eldur Geisli Hafni Hárlaugur Hlújárn Knöttur Lýtingur Sigursæll Tinni Þyrnir MT eir Hilmar Örn Hilmarsson og Egill Ólafsson koma fram ásamt fleiri listamönnum á jólafagn- aði Ásatrúarfélags- ins, sem haldinn verður á Hótel Borg þann 28. desember kl. 23.00. Ásatrúar- félagið vill með þessu móti endur- vekja hina fornu jólagleði, sem var, eins og önnur skemmtun, bönnuð af kirkjunnar mönnum á átjándu öld. Þeir uppá- stóðu að jólagleðin væri leifar heið- inna blótsiða og frjósemishátíða og aðrir hafa bent á að jólin í dag gangi aðeins út á nautnir og svall. Þetta og fleira benda ásatrúarmenn á í nýj- asta fréttabréfi sínu og fagna því að jólin skuli vera að færast nær upp- runa sínum .. . M 1» iyndlistarsýning Kristmund- ar Þórarins Gíslasonar listmál- ara, sem hann opnaði á kaffihúsinu Hressó í Austurstræti á sunnudag- inn, fékk snubbóttan endi því hún stóð aðeins yfir í þrjá daga. Ástæð- una segir Kristmundur þá að sér hafi reynst erfitt að fá eigendur stað- arins til að koma til móts við sig hvað varðar lýsingu á veitinga- staðnum auk þess sem þeir hafi ekki viljað taka niður aðrar myndir með- an á sýningunni stóð. Því ákvað Kristmundur að taka sýninguna nið- ur og færa hana yfir í Gallerí 8 í Austurstræti . . . F ML lestar hljómsveitir í dag hafa umboðsmenn á sínum snærum sem halda utan um málefni hljómsveit- arinnar. Dauða- rokkssveitin Soror- icide, sem nýlega gaf út plötu, er þar engin undantekn- ing. Umboðsmaður sveitarinnar hefur þó hingað til ekki verið bendlaður við hljómsveitir af þessu tagi, þótt hann hafi vissulega komið nálægt tónlist áður. Sonur umboðsmannsins leikur í hljóm- sveitinni en umboðsmaðurinn er Edda Þórarinsdóttir leikkona . . . F JL reyvangsleikhúsið í Eyjafjarð- arsýslu ætlar að setja upp eftir ára- mótin söngleikinn „Jesus Christ superstar". Jesús sjálfur er fundinn en hann leyndist í Ingólfi Jóhanns- syni garðyrkjumanni. Tónlistar- stjóri verður Jón Ólafsson úr Ný danskri en leikstjóri hefur verið ráð- in Kolbrún Halldórsdóttir leik- kona... æT að hefur vakið athygli að þrátt fyrir setu Helgu Kress bókmennta- fræðings í tilnefningarnefnd Is- lensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta var engin bók eftir konu tilnefnd í ár. Uppi hafa verið margar getgátur um or- sakirnar og hæst ber þá að kvenna- bókmenntafræðingnum hreinlega leiðist konur og það sem þær skrifa. Önnur er sú að karlútgefendurnir hafi ekki séð ástæðu til að borga fyr- ir bók eftir konu, en eins og öllum mun vera kunnugt tíðkast ekki að birta lista yfir bækurnar sem keppa...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.