Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 58

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 9il)jnr (glcnéfwr JijóðSögur 'Bkki er það nú bara mannfólkið sem er klippt og þvegið fyrir hátíðirnar. Kolur bíður spenntur eftir jólaklippingu hjá Kristjönu Einarsdóttur. „Það er mest að gera hjá mér i desembermánuði i og flestir láta klippa það sem ég kalla venjulega klippingu. Þáeruþeir rakaðir í framan, í kringum þófana og afturendann og síðan klippl ég bara svona venjulega lamba- klippingu á búkinn." Þaö var á fasteignasölu í Reykjavík aö þangað réöst maður um þrítugt. Hann fékk lítil laun, hann átti fyrst og fremst aö fylgjast meö reyndu sölumönnunum, og með þessu átti aö koma í Ijós hvort maðurinn gæti orðið einn sölumannanna þegar fram liðu stundir. Maðurinn fékk sitt skrif- stofuherbergi og var ánægður mjög. Hann tók að leita í skúffum skrif- borðsins. Hann var ekki að leita að neinu sérstöku, frekar var það forvitnin sem knúði hann áfram. Eftir talsverða leit fann hann tvo sjálfblekunga. Það fór ekki á milli mála að þeir voru gamlir. Maðurinn varð sér úti um blek og fyllti pennana báða. Hann gekk með annan pennann til sölumannsins sem sat í næsta herbergi og gaf honum pennann. Jæja, nokkrum dögum síðar kemur hann til þessa sama sölumanns og var ánægður mjög. „Það hringdi fólk sem er að koma að gera tilboð. Má ég taka á móti því?" sagði hann við sölumanninn. Leyfið var veitt, en með því skilyrði að opið yrði á milli herbergjanna svo sölu- maðurinn gæti fylgst með hvernig félaganum gengi. Eftir nokkra stund kom fólkið og settist inn hjá manninum. Hinn sölumað- urinn sá vel til viðskiptavin- anna og heyrði allt sem fram fór í herberginu. I fyrstu reyndist allt ganga vel, þar til fólkið tók að hlæja, og það ekki lítið, heldur hreinlega skellti upp úr og tárin runnu niður kinnar þess. Eftir fáeinar sekúndur birtist maðurinn í gættinni. Hann var allur blár um munninn. Þegar hann tal- aði kom í Ijós að tennur hans og tunga voru líka blá. „Ég saug blekið úr penn- anum." Sölumaðurinn var send- ur heim með leigubíl og námi hans í sölumennsk- unni lauk þar með. (Úr sölumannasógum) Ekki þýðir lengur að gefa bara fjölskyldunni gjafir; það má ekki skilja gæludýrin út- undan og nú eru gæludýra- búðirnar yfirfullar af leik- föngum og sælgæti handa dýrum. „Búðin er full af alls konar leikföngum fyrir dýr og margt af þessum leikföngum er sérpakkað í jólasokka handa dýrum. Það kom hérna kona inn um daginn og spurði mig alveg gáttuð; er þetta allt fyrir dýr?" segir seg- ir Kristín Guðmundsdóttir, af- greiðslukona í gæludýrabúð- inni Amason. SÚKKULAÐI FYRIR HUNDA Hundajólagjöfin í ár er jóla- kúlur úr vínil, segir Kristín. Þær líta út eins og kúlurnar sem maður skreytir jólatréð með. Ef hundurinn fær sína eigin kúlu eru meiri líkur á að hann láti jólakúlurnar á trénu í friði! Svo er líka hægt að kaupa poka af litlum mjúkum dýrum sem skríkja þegar hundurinn bítur í þau — svona ef þig langar til að bæta við hávaðann úr leik- föngum barnanna. Og ekki eru börnin ein um að vilja borða sælgæti; nú er hægt að kaupa poka fullan af alls kyns sælgæti fyrir hunda. Sér- hannað súkkulaði, pressaður harðfiskur, mjúkar stangir úr nautakjöti, iitlar kexkökur og bein með kanínubragði. Nú, svo má ekki mismuna hund- unum og börnunum með því að setja skóinn bara út í glugga fyrir börnin. Það er hægt að kaupa skó úr nauts- húð sem hundarnir geta svo nagað að vild — ef innihaldið nægir ekki. HUNDATANNKREM „Algengasta heilbrigðis- vandamál hunda í dag er tannsteinn vegna þess að fólk gefur hundunum vitlaust fæði," segir Árni Árnason, eigandi búðarinnar Goggur og trýni í Hafnarfirði. Til að bjarga þessu við flytur hann inn sérstakt hundatannkrem og hundatannbursta. Árni segir að þeir sem vilja vera virkilega góðir við hundinn sinn fyrir jólin ættu að gefa honum hálsól sem blikkar eins og ljós í myrkri, en þann- ig útbúinn sést hundurinn á 400 metra færi. „Ólin getur hreinlega bjargað lífi þeirra í skammdeginu," segir hann. RAKAÐIR Á AFTURENDANUM „Það er langmest að gera hjá mér í desember," segir Kristjana Einarsdóttir, sem rekur snyrtistofu fyrir hunda. Langflestir láta klippa sig og börnin fyrir jólin og þeir sem eiga hund láta hann ekki sitja á hakanum. „Fólk kemur til mín hvaðanæva af lands- byggðinni. Ég hef klippt hunda úr Hrísey og Höfn í Hornafirði," segir Kristjana. Hún klippir aðallega poodle- hunda og írska setter-hunda og segir að það sé ekki mikið um að fólk panti hina sér- stöku ljónaklippingu fyrir poodle-hunda. „Fólk nennir ekki að hafa fyrir því að bursta hundana og halda þeim til, svo flestir láta bara klippa þessa venjulegu klipp- ingu; þeir eru rakaðir í fram- an, í kringum þófana og aft- urendann og svo bara bein lambaklipping á búkinn." KATTADÓP „í ár er búðin full af leik- föngum fyrir ketti. Flest leik- föngin eru úðuð efni sem er einfaldlega kallað „katta- dóp“, því þegar kettir éta þetta eða naga leikföng sem innihalda þetta efni komast þeir í sæluvímu," segir Krist- ín. Ætli fíkniefnalögreglan viti um þetta?! Þeir sem ekki vilja dópuð leikföng geta keypt bolta úr leðri eða hekl- aða bolta og sérstaka súkku- laðidropa fyrir ketti. SALTSTEINN Saltsteinninn er alltaf vin- sæll meðal hamstra en það er líka hægt að gefa þeim jóla- sokk með súkkulaðidropum, kexhringjum og hnetum. ORMAR OG LIRFUR Efst á jólalista fiska og skjaldbaka eru þurrkaðar lirf- ur, ormar og rækjur. Þá er sí- vinsælt meðal fiska að fá ein- hverja skreytingu í búrin. Ekki er skrautið sem selt er þessi jól þó sérstaklega jóla- Íegt, en þetta er mikilvæg til- breyting fyrir sálarlíf fisk- anna; þeir virðast hrifnastir af bleikum hauskúpum og svo gömlum skóm. Þórunn Bjarnadóttir SJÚKDÓMAR OG FÓLK Jólasveinn á sjúkrahúsi Eina nóttina hafði verið mikill erill á vaktinni en und- ir morgun náði ég að leggja mig og sofnaði órólegum svefni. Mig dreymdi ein- kennilegan draum. Mér fannst eins og ég væri á fundi með fulltrúa jólasvein- anna og læknaráði stóra spítalans. Lögreglan hafði komið með jólasveininn of- an úr Breiðholti eftir að nokkrir athugulir og ábyrgir borgarar kvörtuðu undan rauðklæddum og rytjuleg- um kalli sem stóð og kíkti á glugga í Vesturbergi. „Já, en ég er kallaður Gluggagægir," æpti kallinn í skelfingu með- an laganna verðir skelltu honum í járn og stungu inn í lögreglubíl. Þeir komu með hann á spítalann þar sem engin áfengislykt var af hon- um. Þar var ákveðið að kalla saman fund með jólasvein- inum og læknaráði til að ræða um betri samskipti þessara velgjörðarstétta mannkyns. JÓLAGJAFIR LÆKNANNA Eftir nokkurt samninga- þóf um verkskiptingu, launaflokka og gagnkvæm réttindi var komið að þeim ÓTTAR GUDMUNDSSON hluta fundarins sem læknun- um fannst skemmtilegastur. „Hvað viljið þið fá í jóla- gjöf?" spurði sveinki og glotti, „hafið þið verið góðir og þægir á þessu ári?“ Þeir kinkuðu allir kolli, alvarlegir á svip. „Við höfum læknað baki brotnu allt árið svo að við viljum fá góða umbun frá þér um þessi jól." „Hvað má bjóða ykkur?" spurði jóla- sveinninn og brosti. Hann var illa tenntur, skeggið tjásulegt og búningurinn rif- inn og tættur. „Mætti ég biðja um greindari, skynugri og ættgöfugri stúdenta sem bera virðingu fyrir eldri og reyndari læknum?" spurði lyflæknirinn. „Ég vil fá fal- legri og undirgefnari hjúkr- unarkonur," sagði einn skurðlæknanna og brosti feimnislega. „Er ekki hægt að fá svona þrýstnar og skemmtilegar hjúkkur eins og þær voru í gamla daga? Nútímahjúkrunarfræðingar tala ekki um annað en hjúkr- unarferli og hjúkrunar- þyngd þeirra sjúklinga sem þær aldrei sjá. Þær sitja stúrnar inni á skrifstofum sínum allan liðlangan dag- inn og velta því fyrir sér hversu vanmetin menntun þeirra sé.“ Hinir læknarnir kinkuðu kolli. „Svo viljum við fá stærri einkaskrifstofur á spítalann," sagði annar „og ótakmarkaðan tíma til að vera á stofunni minni úti í bæ á daginn," sagði sá þriðji. Jólasveinninn horfði undr- andi á læknana og spurði: „Getur þú bæði verið á stofu og á spítalanum á sama tíma?" „Já,“ svaraði læknir- inn, „ég get verið alls staðar samtímis en þó hvergi." „Þetta þekki ég vel,“ sagði jólasveinninn, „svona erum við líka jólasveinarnir." MEIRI GJAFIR „Ég vil fá fieiri utanlands- ferðir á ráðstefnur og náms- stefnur," sagði einn læknir- inn feimnislega. „Ég fór mun sjaldnar á síðasta ári en margir aðrir sem ég þekki." „Ég verð að taka svona utan- landsferðir fyrir lækna í gegnum lyfjainnflutnings- fyrirtækin," sagði jóla- sveinninn. „Hvað má bjóða ykkur meira undir jólatréð?" spurði Gluggagægir, „fleiri heilsugæslustöðvar"? Sér- fræðingarnir urðu felmtri slegnir. „Nei takk, alls ekki. Við erum búnir að fá nóg af þessum montnu heimilis- læknum sem allt þykjast vita." Þeir sátu þegjandi smástund en sögðu síðan: „Þakka þér fyrir, kæri jóla- sveinn, að losa okkur við þennan Finn Ingólfsson. Hann og Ólafur Ragnar Grímsson voru eins og hungraðir hrægammar á sveimi yfir læknahjörðinni og biðu færis að gogga af okkur samskiptaseðla og einingar." „Ekki er Sighvat- ur Björgvinsson betri," sagði einn læknanna og dæsti, „hann vill sameina spítalana." „Er það ekki ágætt?" spurði jólasveinn- inn. „Nei, alls ekki. Hver spítali er eins og heimsálfa með ótal löndum og sjálf- stæðum ríkjum. Öll þessi valdsvæði þurfa sinn kóng, prinsa, drottningar og hirð- menn. Ef deildum eða þjóð- löndum fækkar vegna sam- runa verða ótal læknakóng- ar atvinnulausir. Slíkir menn geta ekki stundað lækningar vegna biturleika heldur vafra um beiskir í lund og harma horfið konungdæmi og völd. Fyrrverandi yfir- læknir er eins bjargarlaus í heilbrigðiskerfinu og fyrr- verandi eiginkona t nýju hjónabandi manns síns. Beiskjan verður eins og risa- vaxin sítróna á sálinni. Nei, það er betra að halda þessu kerfi óbreyttu." Læknarnir sátu hnípnir smástund en tóku svo gleði sína aftur, enda virtust þeir eiga von á mörgum góðum gjöfum. Gluggagægir lofaði mönn- um veiðileyfum, röntgen- tækjum og kúlupennum og breikkuðu þá brosin á al- vöruþrungnum andlitunum. Jólasveinninn reis á fætur og kvaddi læknana með handa- bandi. „Gleðileg jól!" sagði hann. Læknarnir létu hann skrifa upp á nokkra sam- skiptaseðla að skilnaði, enda hafði verið um viðtal við sérfræðinga að ræða. í þessum svifum vaknaði ég í svitabaði, lagðist á hina hlið- ina og sofnaði aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.