Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 42

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 VJott um jólin K.K. LUCKY ONE (Steinar) Plata fyrir blúsfríkin, en merkilegt nokk líka ágæt fyrir þá sem eru síður hrifn- ir af blús. Blúsinn þarf nefnilega ekki að vera ein gnístandi allsherjar mæða. Kristján Kristjánsson er heldur enginn blúspúrítani og leyfir sér að villast út í rokkabillí og tónlist sem er dálítið sveitaættar. Kliðmjúk og þokkafull músik, flutt af natni og án allra stæla. Hitt er svo annað mál að miklu ameríkaníseraðri glata hefur varla komið út á íslandi.. . Saga-bíó THELMA OG LOUISE Ridley Scott (Alien, Blade Runner) gefur tæknibrellun- um frí og var kannski kom- inn tími til. í staðinn gerir hann þessa einföldu og stór- skemmtilegu mynd um tvær svolítið skrítnar vinkonur sem lenda í klandri. Susan Sarandon er góð, Geena Da- vis frábær. Sleinar Sigurjónsson KJALLARINN (Forlagið) Steinar var svo lengi huldu- maður í islenskum bók- menntum að hérumbil öll- um tókst að gleyma honum. Hann hefur í raun lítið breyst síðan hann blandaði í svartan dauða; áratugurinn 1950-TiO endurómar ein- hvern veginn alltaf í Stein- ari. Sumir segja að það sé þunglyndislegasta tímabil ís- landssögunnar. Knut Hamsun LEYNDARDÓMAR ÚLFUR HJÖRVAR ÞYDDI (Forlagið) Sagan af furðufuglinum Nagel sem kemur í lítið bæj- arfélag á strönd Noregs og setur allt á annan endann. Sumum finnst bókin óskilj- anleg, en í raun er hún full af galgopahætti og skringi- legheitum. Þarna er Hams- un ekki ennþá búinn að hemja brjálsemina í sér; hann er að skríða út úr skelinni sem fullskapaður, mikill, en ekki endilega neitt skemmtilegri rithöf- undur. Pétur Gunnarsson DÝRÐIN Á ÁSÝND HLUTANNA (Mál og menning) Pétur er alltaf að hugsa og íhuga. Petta safn dagbókar- brota veitir ágætis innsýn í gangverkið í heilabúi Péturs. Pað má Pétur eiga að hann er einna óbrjálaðastur ís- lenskra rithöfunda . .. Italo Calvino RIDDARINN SEM VAR EKKI TIL ÁRNI SIGURJÓNSSON ÞÝDDI (Mál og menning) Einn víðfrægasti höfundur Itala á öldinni, náungi sem síðustu árin hefur verið að slá í gegn á pappírskilju- markaðnum, en er allsendis óþekktur á íslandi, eins og raunar ítalskar bókmenntir yfirleitt. Calvino leitar fanga í ókönnuðum hugarfylgsn- um, þar sem leynast falleg orð og fallegar myndir. Bók fyrir fagurkera, hvaða fólk sem það nú er ... KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR JÓN RAGNARSSON GUÐMUNDUR EMILSSON SVAVA JOHANSEN hjá Auglýsingastofu Kristínar hótelstjóri hótels Arkar tónlistarstjóri ríkisútvarpsins verslunareigandi eÞaí áe*n eti ÓmuAAgvmJU g jálu*uun Hvað þarf að vera til staðar til að rétta jólastemningin skapist? ,,Þegar maturinn er til og allir sestir til borðs." REGÍNA THORARENSEN fréttaritari á Selfossi „Mér þœtti midur ef íslenska þjóö- in heföi ekki jólin í hjarta sínu. Þaö er númer eitt í mínum huga og ég vona líka ad allir hafi til hnífs og skeidar." AÐALSTEINN INGÓLFSSON listfraeðingur „Ég held hvad mig snertir adpaö sé ad hafa réttu músíkina. Viö för- um gjarnan í gegnum allan Messí- as eftir Hándel a' adfangadag og ég get ekki hugsad mér hátíðina án þess hún glymji svolítið yfir jóla- undirbúningnum." GERÐUR G. BJARKLIND útvarpsþula „Það er að hafa tœkifœri til þess að vera með fólkinu sínu yfir há- tíðirnar. Rjúpan, hangikjötiö og allt þad er auðvitað ómissandi, en það kemur ekkert í staöinn fyrir þaö aö geta verið meö fjölskyld- unni." ,, Þegar búiö er aö þvo upp eftir áramótagleöi Útvarpsins vegna þess aö ég ber ábyrgö á henni." ÁSGEIR ELÍASSON landsliðsþjálfari í knattspyrnu „Ætli þaö sé ekki þegar ég keyri út jólabögglana á aðfangadag." VALGARÐUR EGILSSON læknir „Jólaguöspjalliö er algerlega núm- er eitt í mínum huga og ef raf- magniö fœri eöa rafhlööurnar í út- varpinu þá vœri þetta búiö spil fyrir mér." GARÐAR SIGGEIRSSON Herragarðinum „Þaö er messan í útvarpinu, ég gœti ekki veriö án hennar." GUNNAR ÞÓRÐARSON tónlistarmaður „Mér finnst þaö nú vera klukkan sex á aöfangadag þegar maöur heyrir klukkurnar hringja og allir eru komnir í fínu fötin og steikin ilmar 't ofninum. Það er stundin." „Viö gœtum síst veriö án rjúpn- anna á jólunum. Ég get varla ímyndaö mér jól án þeirra." SVANHILDUR JAKOBSDÓTTIR dagskrárgerðarmaður „Þaö er jólasveinninn. Ég gœti alls ekki veriö án hans á jólunum." SIGURÐUR HRÓARSSON leikhússtjóri hjá LR „Þaö er dóttir mín og unnustan. Efég hef þœr er mér sama um hitt, ég er svo lítill jólakall í mér." BÁRA MAGNÚSDÓTTIR djassballettkennari „Eg gœti síst veriö án hangikjöts- ins á jólunum. Þaö hefur einu sinni hent okkur aö gleyma því þegar viö vorum að heiman. Síö- an hef ég passaö vel aö þaö gerö- ist ekki aftur." KRISTIN Á. ÓLAFSDÓTTIR borgarfulltrúi „Eg gœti síst veriö án fjölskyld- unnar og hrísgrjónadesertsins meö súkkulaöinu sem maðurinn minn býr til." RUT MAGNÚSSON tónlistarmaður „Mér finnst Jólaóratorían eftir Bach alveg ómissandi á jólunum og íslensku jólasálmarnir. Utan- hússskreytingarnar finnst mér líka ómissandi en þeim var ég óvön meöan ég var í Bretlandi, heima- landi mínu." „Jólastemmningin heldur eigin- lega fyrst innreið sína í mínum huga þegar ég sest niöur á aö- fangadag og mála vatnslitamynd, til dæmis af manninum mínum meö jólasvuntuna og jólasveina- húfuna eöa af barnabörnunum." KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR sjónvarpsfréttamaður „Þaö er messan klukkan sex og rjúpurnar. Án þessa vceru lítil jól." HJALTI ÚRSUS ÁRNASON kraftlyftingamaður „Þaö er þegar maöur er kominn í jólagallann og búinn aö fara í baö og allt er tilbúiö og steikin bíöur í ofninum; þá kemur rétta stemmn- ingin. Annars höfum við alltaf ver- iö hjá foreldrunum um jólin en um þessi jól veröum viö heima og erum því aö fara aö skapa okkar eigin jólahefö í fyrsta sinn." HJÖRDÍS GISSURARDÓTTIR verslunarkona „Ég held ég gceti ekki veriö án kertaljóssins á jólunum. Viö kveikjum alltaf á kertum þegar fer aö skyggja." RÚRÍ myndlistarmaður „Vitneskjan um þaö aö nú sé sólin farin að hœkka á ný." ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON jaröeölisfræöingur „Þaö er einhver góö bók sem hitt- ir í mark og samveran meö fjöl- skyldunni. Ákveöin stund þegar við setjumst niður meö bœkur fjöl- skyldan, svona samheldni og nota- legheit! Sjálfsagt er fátt í jafnföstum skorð- um hjá fjölskyldum þessa lands og jólahaldið. Flest er eins frá ári til árs og allt þarf að ganga á réttan hátt fyrir sig því annars er hætta á að jólin komi bara alls ekki neitt. Því þótt við finnum öll jólin í hjarta okkar og fyllumst hátíðleika þá er það eitt lítið smáatriði sem setur punktinn yfir iið. En hvaða smáatriði er þetta? Er það rétta sósan? Eftirrétturinn sem verður að vera eins og mamma gerði? Eða er það skatan á Por- láksmessu? Að keyra út jólapakk- ana? Pað er að minnsta kosti margt sem til greina kemur. Meira segja er á sumum heimilum kveikt í vindli á jólunum, þótt þar sé annars aldrei brúkað tóbak, sök- um þess að lyktin af góðum vindli fylgir jólunum og hefur gert frá gamalli tíð. PRESSAN bað nokkra valinkunna íslendinga að uppiýsa þjóðina um hvaða atriði þetta væri hjá þeim, hvenær jóiin kæmu, hvers þau gætu síst verið án.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.