Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 um jólin Gudmundur Andri Thorsson ÍSLENSKI ORAUMURINN (Mál og menning) Andri er öðrum fremur spúttnikk þessarar jólaver- tíðar. Hann leyfir sér að vera orðmargur og útúr- dúrasamur og passar sig vel á að vera aldrei leiðinlegur. Mottóið að höfundar eigi ekki að gefa út bækur nema þeim sjálfum þyki þær skemmtilegar er gott. Það var líka kominn tími til að nánustu samtímamenn Andra eignuðust sína epík; það ótrúlega ósmarta fólk sem fæddist á bilinu 1957—^63, eða um það bil. Háskólabíó TVÖFALT LÍF VERÓNIKU Krysztof Kieslowski er það sem kvikmyndaiðnaðurinn leitar stöðugt að en finnur sárasjaldan — snillingur. Það þarf ekki frekari vitna við en myndanna tíu sem hann orti út af boðorðunum tíu og voru sýndar hér í sjónvarpi fyrir rúmu ári. Það eru gerðar ofboðslegar væntingar til Kieslowskis; hann stendur hérumbil und- ir þeim í þessari mynd, sem lætur engan ósnortinn. Gudjón Fridriksson MEÐ SVERÐIÐ í ANNARRI HENDI OG PLÓGINN í HINNI (Iðunn) í aðra röndina var Jónas Jónsson frá Hriflu náttúr- lega kolóður maður sem fór hamförum gegn andstæð- ingum sínum, svívirti þá og níddi. í hina röndina var hann stjórmálaskörungur og hugsjónamaður sem átti stóran þátt í að breyta ásýnd íslands. Ólíkt flestum ævisöguriturum íslenskra stjórnmálamanna skrifar Guðjón ekki í hrifningar- leiðslu, heldur reynir hann að sjá bæði kost og löst á þessum furðulega náunga. Það er góð tilbreyting. Isaac Basheuis Singer GALLAGRIPUR HJÖRTUR PÁLSSON ÞÝDDI (Setberg) Fólk sem byggir horfinn heim sem á landakorti var einhvers staðar á mörkum Póllands, Úkraínu og Rúss- lands; heimur sem er út- þurrkaður nema í vöku- draumum flóttamanna og eftirlegufólks. Þar á meðal er Singer, að mörgu leyti einna geðfelldastur Nóbels- verðlaunahafa; stórkostlega gamansamur, hugljúfur og fullur skilnings á breyskleika mannfólksins. Að auki: snill- ingur að segja góða sögu. Sororicide SORORICIDE (Skífan) Börnin orguðu en það heyrðist ekki í þeim, ömm- ur vötnuðu músum, foreldr- ar hugsuðu þjóðhátíðar- nefnd þegjandi þörfina. Þetta var þegar piltarnir í Sororicide (áður Infusoria) spiluðu í Lækjargötunni sautjánda júní. Við hverju ei líka að búast af hljómsveit sem kennir sig við systur- morð? í alvöru: Þessir strák- ar eru kóngar íslenska dauðarokksins, þeir kunna að spila á hljóðfæri, músíkin er þung og taktföst. Ef for- eldrarnir kunna ekki að meta þetta, þá er það bara kynsióðabil. Hvad erþaö besta uid jólin? — Kærleikurinn. Huaö er þad uersta viö jól- in? — Að ekki skuli alltaf vera jól. Huaö uiltu fá í jólagjöf? — Góðar bækur og gleði í hjarta. Huaö helduröu aö þá fáir I jólagjöf? — Ég hef ekki hugmynd. Huer er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengiö? — Dúkka frá frænda mín- um sem var sporvagnsstjóri í Kanada. Hún leit út eins og Elísabet Taylor og átti ballett- kjól með strúttpilsi, ballett- skó, síðkjól og háhælaskó. Mig minnir að þetta hafi verið 1956, svo brúðan var mikið fágæti. Manstu eftir jólum sem uoru nóestum búin aö klúör- ast? — Nei. Jólin klúðrast aldr- ei. Huenœr hœttiröu aö trúa á tiluistjólasueinsins? — Eg hef aldrei trúað á jóla- sveininn en kannski hef ég einhvern tíma haldið að hann væri til. Huaö er í jólamatinn hjá þér? — Yngsta dóttirin ræður matseðlinum í ár, en fjöl- skyldan hefur aldrei verið á eitt sátt um hvað sé ákjósan- legast. Það verður hamborg- arhryggur og að sjálfsögðu möndlugrautur. Feröu í kirkju á jólunum? — Ég hef farið í kaþólska jólamessu í tæp tuttugu ár og á ekki von á því að bregða út af þeirri reglu núna þótt al- menn kirkjusókn mín mætti vera betri. Feröu í fjölskylduboö? — Við systkinin, mamma, makar og börn komum öll saman í laufabrauðsskurð 16. desember, skerum laufa- brauð allt síðdegið og snæð- um hangikjöt á eftir. Það verða mín „litlu jól". Kannski fylgja fjölskylduboð í kjölfar- ið en ég á erfiðara um vik því ég verð fyrir norðan. Huaö eyöiröu miklum pen- ingum í jólin? — Öllum handbærum. Uppáhaldsjólalag? — „Máríá, mild og há, móðir guðs á jörð," í söng Karmelsystra. Huer er þér efst í huga á jól- unum? — Börnin mín. Huaö er þér efst í huga á jólunum? — Ást og friður. £ÍUt Q. Bjarnadóttir Elín G. Bjarnadóttir er fram- kvæmdastjóri Bridgesam- bandsins. Á meðan heims- meistaramótið í bridge stóð yfir gerði hún eiginlega ekki síðri lukku en íslenska keppn- issveitin, vegna tilgerðar- lausrar og skörulegrar fram- komu í fjölmiðlum. Hvaö œtlaröu aö gera á jól- unum? — Ég ætla að vera í hús- móðurstörfunum heima hjá fjölskyldunni. Huaöa þýöingu hafa jólin fyrir þig? — Hver jól eru tímamót í mínum huga og ég ætla alltaf að vera búin að gera þetta og hitt fyrir þessi jól. Hvort það svo tekst alltaf er önnur saga. Huaö er þaö besta viö jólin? — Þessi sérstaki og góði jólamatur. Hvaö er þaö versta uiö jól- iri? — Öll vinnan við matar- undirbúninginn og sífelldur frágangur eftir matinn! Hvaö uiltu fá í jólagjöf? —- Mér finnst engin jól ef ég fæ ekki bók. Agatha Christie er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en þessi jól tek ég Ólaf Jóhann fram yfir hana og auðvitað Bermudabrosið, bókina um heimsmeistarana. Huaö helduröu aö þú fáir í jólagjöf? — Ég fæ nú yfirleitt það sem ég bið um í jólagjöf. Huer er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur feng- iö? — Ég fékk skauta þegar ég var 12 ára. Það var mjög lang- þráð gjöf. Manstu eftir jólum sem uoru nœstum búin aö klúör- ast? — Nei. Hvenœr hœttiröu aö trúa á tiluistjólasueinsins? — Eg man ekki eftir að ég hafi trúað að jólasveinninn væri til. Jólasveinninn var ákveðinn maður í sveitinni þar sem ég ólst upp og hann var bara jólasveinninn þann klukkutíma sem hann lék jólasvein á jólaballinu. Huaö er í jólamatinn hjá þér? — Hamborgarhryggur með rauðvínssósu. Feröu í kirkju á jólunum? — Það er ekki fastur siður, en kemur fyrir. Feröu t fjölskylduboö? — Ég fer í fjölskylduboð ef þau eru, og held oftastnær fjölskyldumatarboð um jólin. Uppáhaldsjólalag? — Jólahjól með Snigla- bandinu. Huaö eyöiröu miklum pen- ingum í jólahaldiö? — Ég tek það ekki saman fyrr en eftir jólin. Huer er þér efst í huga á jól- unum? — Fjölskyldan. Hvaö er þér efst í huga á jólunum? — Jólaboðskapurinn og há- tíðarstemmningin sem kem- ur alltaf með jólunum. fJaJzoh Magnússon Jakob Magnússon tók sér mestanpart hlé frá tónlist fyrr á þessu ári og gerðist dipló- mati í staðinn. Hann er menningarfulltrúi íslenska sendiráðsins í Lundúnum. Huaö œtlaröu aö gera á jól- unum? — Ég mun að sjálfsögðu iðka villtan búkslátt, en þess á milli reyna að hvílast, nær- ast og mærast í faðmi fjöl- skyldunnar. Huaöa þýöingu hafa jólin fyrir þig? — Fyrir mér eru jólin hátíð Ijóssins í skammdeginu, hátíð gleði og friðar sem hefur alla tíð verið mér mikið tilhlökk- unarefni. Huaö erþaö besta uiö jóliri? — Hvað nema barnanna heiðskíru bros. Hvaö er þaö versta viö jól- in? — Álagið á blessuðum mömmunum. Huaö viltu fá í jólagjöf? — Mátulega blöndu af mjúkum pökkum og hörðum, nærhöldum, bókum, sokka- plöggum og tónlist í bland. Hvaö helduröu aö þú fáir í jólagjöf? — Ég frétti af manni sem var svo óforskammaður að gefa konunni sinni keðjur á bílinn sjnri. Ég vona bara að ég eigi ekkert slíkt í vændum. Huer er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur feng- iö? — Ætli það sé ekki banda- rísk polyester-eftirlíking af panda-bjarndýri, sem var mun stærra en ég þegar ég fékk það í jólagjöf árið 1955. Manstu eftir jólum sem voru nœstum búin aö klúör- ast? — Eitt sinn gleymdist að setja möndluna í hrísgrjóna- grautinn, en málinu var bjargað fyrir horn rétt áður en grauturinn kláraðist. Ég hreppti að sjálfsögðu möndlugjöfina, en annað heimilisfólk fékk magapínu af ofáti. Huencer hœttiröu aö trúa á jólasueininn? — Þegar ég var 6 ára kom í heimsókn fremur mjóróma jólasveinn í nælpnsokkum og á pinnaskóm. Ég varð þess fljótlega fullviss að þar færi Sigga Dóra frænka mín í heimasaumuðum jólasveins- galla. Eftir það setti ég gúmmískóinn aldrei út í glugga. Hvaö er í jólamatinn hjá þér? — Rjúpur, grænmeti og hrísgrjónagrauturinn ómiss- andi með týndu möndlunni. Feröu í kirkju á jólunum? — Stundum á jólum, alltaf á páskum. Feröu í fjölskylduboö á jól- unum? — Fjölskylduboðin höldum við sjálf. Huaö eyöiröu miklum pen- ingum í jólahaldiö? — Allt of miklum. Uppáhaldsjólalagiö? — Mitt fyrsta verkefni sem launaður hljóðfæraleikari var að leika á 12 jóiaböllum í Tónabæ árið 1972, með fé- lögum mínum, Tómasi, Þórði og Ásgeiri. Huer er þér efst í huga á jól- unum? — Foreldrar mínir. Blessuð sé minning þeirra. Hvaö er þér efst í huga á jólunum? — Um hver jól orna ég mér við notalegar minningar frá jólum liðinna ára. Ég óska börnum mínum þess innilega að þau eignist sambærileg minnisbankahólf í sínum sál- arkrikum. Jónas Þórisson er fyrrum kristniboði sem nú gegnir starfi framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar. Eins og áður gengst hjálpar- stofnunin fyrir söfnun til styrktar bágstöddum fyrir þessi jól. Hvaö œtlaröu aö gera á jól- unum? — Njóta samvista við fjöl- skyldu og vini. Hvaöa þýöingu hafa jólin fyrir þig? — Jólin eru önnur stærsta trúarhátíð manna ásamt páskum. Sem kristinn maður gleðst ég yfir boðskap jól- anna. Stærstá gjöf sem gefin hefur verið var gefin á jólun- um, jólabarnið sjálft. Huaö er þaö besta viö jóliri? — Jólaboðskapurinn og það kærleikshugarfar sem þá ríkir hjá flestum. Hvaö er þaö uersta uiö jól- in? — Stress og gegndarlaus fjárútlát og allt prjálið sem skyggir á hið raunverulega innihald jólanna. Hvaö viltu fá í jólagjöf? — Að allir noti gíróseðilinn og leggi Hjálparstofnun lið. Hvaö helduröu aö þú fáir í jólagjöf? — Hef ekki minnstu hug- mynd. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur feng- iö? — Það eru gjafirnar sem dætur mínar gerðu sjálfar eitt árið þegar fjölskyldan bjó í Eþíópíu og þær voru á heima- vistarskóla. Með þessum gjöf- um, sem voru einfaldar og ódýrar, sýndu þær hug sinn til mín betur en þær hefðu gert með dýrum gjöfum. Manstu eftir jólum sem uoru nœstum búin aö klúör- ast? — Jólin geta ekki klúðrast ef hugarfarið er rétt. Huenœr hœttiröu aö trúa á tilvistjólasueinsins? — Eg hef aldrei trúað á jóla- sveina. Hvaö er í jólamatinn hjá þér? — Lamba- eða svínasteik. Feröu í kirkju á jólunum? — Já, að sjálfsögðu — og ekki bara á jólum. Feröu í fjölskylduboö? — Já, til vina og ættingja. Huaö eyöiröu miklum pen- ingum í jólahaldiö? — Eins litlu og hægt er? Uppáhaldsjólalag? — Heims um ból. Huer er þér efst í huga á jól- unum? — Jólabarnið. Huaö er þér efst í huga á jólunum? — Þakklæti til Guðs og manna. BcddaUt Jónsson Þetta hefur verið ár umskipta hjá Baldvini Jónssyni. Þessi fyrrum auglýsingastjóri Moggans hætti sem markaðs- stjóri hjá Stöð tvö til að reyna að koma fótunum undir Aðal- stöðina, eina minnstu systur- ina í fjölmiðlabransanum. Huaö œtlaröu aö gera á jól- unum? — Vera sem mest heima og njóta friðar og hvíldar. Huaöa þýöingu hafa jólin fyrir þig? — Énn einn toppurinn á til- verunni. Huaö erþaö besta uiö jólin? — Þau koma á hverju ári á besta tíma. Huaö er þaö versta viö jól- in? — Ekkert vont við jólin. Huaö viltu fá í jólagjöf? — Hlýtt handtak og guðs blessun. Hvaö helduröu aö þú fáir í jólagjöf? — Ferðaútvarpstæki. Huer er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur feng- iö? — Allar gjafir góðar. Manstu eftir jólum sem uoru nœstum búin aö klúör- ast? — Nei. Hvenœr hœttiröu aö trúa á tilvistjólasueinsins? — Eg hef ekki enn hætt að trúa á hann? Hvaö er í jólamatinn hjá þér? — Rjúpur. Feröu í kirkju á jólunum? — Já. Feröu í fjölskylduboö? — Já, vonandi hjá Óla bróður. Huaö eyöiröu miklu í jóla- haldiö? — Ég eyði ekki, ég fjárfesti í jólunum. Uppáhaldsjólalag? — Heims um ból. Hver er þér efst í huga á jól- unum? — Jólasveinninn. Huaö er þér efst í huga á jólunum? — Þakklæti. Anna Mjöll Ólafsdóttir er nýstirni á festingu íslenskrar dægurlagatónlistar eftir að hún sigraði í Lands- lags-söngvakeppninni í sjón- varpinu á dögunum. Hún á heldur ekki langt að sækja tónlistargáfuna, því hún er dóttir þeirra heiðurshjóna Ól- afs Gauks og Svanhildar. Hvaö œtlaröu aö gera á jól- unum? — Njóta lífsins og hrekkja jólasveininn. Hvaöa þýöingu hafa jólin fyrir þig? — Á jóiunum er gleð’ og gaman hó hó hó ... Hvaö er þaö besta viö jólin? — Þau eru bara svo skemmtileg. Huaö er þaö uersta viö jól- in? — Þau eru bara einu sinni á ári. Hvaö uiltu fá í jólagjöf? — Eitt stykki Harley David- son. Huaö helduröu aö þú fáir í jólagjöf? — Ja, ef maður vissi það. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur feng- iö? — Fyrsta úrið mitt, sem gerði það að verkum að mér fannst ég vera orðin rosalega fullorðin. Ég var þá sex ára. Manstu eftir jólum sem voru nœstum búin aö klúör- ast?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.