Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 61

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 61
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 fll Nú árid cr liðið nýársfagnaðir veitingahúsanna Um þessi áramót sem fyrr hafa nokkur veitingahús- anna nýársfögnud á nýárs- dag. Þrátt fyrir ad verdid sé nokkuö hátt er adsóknin góö og fœrri komast yfirleitt ad en vilja. Perlan heldur nýársfagnað og verður húsið opnað klukk- an hálfsjö að kvöldi nýárs- dags. Tekið verður á móti gestum með fordrykk. Á mat- seðlinum er kjötseyði Perl- unnar, blandaðir sjávarréttir, laxafiðrildi, rauðvínssorbet, hreindýra- og grísamedalíur, í eftirrétt þrenna og kaffi og konfekt. Gestgjafar verða Sigrún Hjálmtýsdóttir og Sigurdur Björnsson óperusöngvarar. Auk þeirra koma meðal ann- arra fram hljóðfæraleikararn- ir Anna Gudný Guðmunds- dóttir, Sigurdur Snorrason og Páll Hannesson. Að sögn Halldórs Skafta- sonar veitingastjóra verðí ósóttir miðar seldir eftii helgi. Yfirmatreiðslumaðui verður Snorri Birgir Snorra son. A Hótel Islandi verður einnig mikið um dýrðir og þar er allt að fyllast segir Is- leifur Jónsson veitingastjóri. Þar verður boðið upp á for- drykk, hvítlaukskryddaðan vatnaál, kjötseyði federal, hindberjasorbet, innbakaðar nautalundir og í eftirrétt verður logandi ístindur, bor- inn fram með stæl. Á íslandi skemmta til dæm- is Sigrún Edvaldsdóttir, Selma Gudmundsdóttir, Inga Backman, Sigurdur Stein- grímsson, Ómar Ragnarsson og fleiri. Heiðursgestur og ræðumaður verður Arthúr Björgvin Botlason en kynnir Rósa Ingólfs. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. í Súlnasal Hótels Sögu verður glæsileg veisla, en Bragi Agnarsson er yfirmat- reiðslumeistari Sögu. Þar GUNNÞÓR GUÐ- MUNDSSON ÓÐURINN TIL LÍFSINS Það er alltaf gaman þegar fólk reynir aö vera gáfulegt og sér- staklega þegar það gefur út heila bók um eigin visku. Vonandi aö sem flestir komi til með að fylgja í kjölfar Gunnþórs — hver maður með sina spak- mælabók, það hlýtur að vera slagorðið í dagl En það er með speki eins og spik, það verður helst eitt- hvert kjöt að fylgja með. Þrátt fyrir að bókin liti út eins og viskustykki eiga aö gera þá eru hinar gáfulegu hugsanir full- þokukenndar til að þær vísi veginn. En bókin er fallega blá og fæst í flestum bóka- búðum. í órökrétta flokknum fær hún 6 af 10. skemmta Bergþór Púlsson, Gysbrœdur, Sigrídur Bein- teinsdóttir og Grétar Örvars- son ásamt fleirum. Viðhafn- armeistari verður Geir H. Haarde alþingismaður. Á matseðlinum eru kalk- úna- og rjúpnareitir, laxa- hrogn, kampavínssúpa, nautaturn í brauðhúsi, nýárs- slaufur með vetrarberjum og kaffi og konfektkökur. Rauð- vín og hvítvín er innifalið. Amma Lú verður einnig með nýársfagnað. Þeir á Ömmu Lú bjóða upp á inn- bakað hreindýrs-strudel, pönnuristaða stóra hörpu- skel, ofnbakaðar nautalundir vafðar í smjördeig og basil og dökkt súkkulaði- og hesli- hnetu-mousse. Andrea Gylfadóttir og Kristján Kristjánsson skemmta og einnig Páll Ósk- ar Hjálmtýsson ásamt hljóm- sveit Vilhjálms Guöjónsson- ar. Yfirmatreiðslumenn eru Haukur Víöisson og David Wallack. Naustið heldur hátíð og það ekki af verri endanum. Yfirmatreiðslumenn eru Rúnar Guömundsson og Bjarni Oli Haraldsson. Matseðillinn samanstendur af laxarúllum, humarseyði, kampavínssorbet, hreindýra- medalíum og sérbakaðri Nauststertu í eftirrétt. Með þessu verður drukkið Pouilly Fuisse-hvítvín og Moirton Ca- det-rauðvín. í fordrykk er Ponsardin-kampavín. Hljómsveit Hauks Mort- hens leikur fyrir dansi, veislu- stjóri verður Magnús Axels- son en heiðursgestir Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, sem jafnframt verður ræðumaður kvölds- ins. Þá er ótalið skemmtiat- riði eitt mikið, en frá því má ekkert segja því það á að koma á óvart. Að sögn Haf- steins Egilssonar veitinga- manns er löngu uppselt en fólk getur látið setja sig á bið- lista. KLASSÍKIN________________ Jólatónleikar Langholts- kirkjukórsins undir stjóm Jóns Stefánssonar veröa í Langholtskirkju á föstudags- kvöld. Meðal einsöngvara á tónleikunum verður Olöf Kol- brún Harðardóttir. MYNDLIST Listakonan Rúrí og Hannu Sir- en frá Finnlandi eru i Nýlista- safninu með lágmyndir og skúlptúra. í Nýhöfn hanga Reykjavíkur- myndir, teikningar, vatnslita- myndir og olíumálverk Jóns Helgasonar biskups og Guð- laugur Bjarnason sýnir inní- jetningu í Einn einn. LEIKHÚSIN___________________ Það er engin sýning í Þjóðleik- húsinu fyrr en annan í jólum þegar Rómeó og Júlía verður frumsýnt. Næstu sýningar i Borgarleik- BÍÓIN FJÖRKÁLFAR City Slickers REGNBOGINN Vond og væmin gamanmynd. Nokkur góö tilsvör nægja ekki til að halda áhorfendum vakandi. * ALLT SEM ÉG ÓSKA MÉR í JÓLAGJÖF All I want for Christmas HÁSKÓLABÍÓI Hún erskollin á, holskeflan sem fylgir velgengni HomeAlone ífyrra. Þeirsem halda að eftirgerðirnar séu jafnskemmtilegar og frumgerðin hafa ekkert lært af sögunni. Ferð í Háskólabíó ætti að koma vitinu fyrir þá. ★ húsinu verða föstudaginn 27. desember og halda þá áfram Ljón í síðbuxum og Þétting. Hjá Leikfélagi Akureyrar verður Tjútt og tregi frumsýnt 27. des- ember. SJÓNVARP__________________ Hörð lífsbarátta bænda í Norður-Dakóta í byrjun aldar- innar í bandarísku bíómynd- inni Norðurljósí Sjónvarpinu á föstudapskvöld. Á Stöð 2 verða synd Makleg málagjöld með Jack Spade og Skærulið- arnir um sovéska hermenn í Afganistan. Á laugardagskvöldiö verða Raunir jólasveinsins og síðan lögmaðurinn Perry Mason i Sjónvarpinu. Á Stöö 2 veröur hins vegar hörkuspennandi njósnamynd með Gene Hack- man í aðalhlutverki. BÍÓIN_____________________ BÍÓBORGIN: Harley Davidson og Marlboro-maðurinn* Aidr- ei án dóttur minnar* Hvað með Bob?*** Lífshlaupið** BÍÓHÖLLIN: Dutsh** Doc Hollywood* Blikur á lofti** Úlfhundurinn* Frumskógar- hiti*** HÁSKÓLABÍÓ: Allt sem ég óska mér í jólagjöf* Tvöfalt líf Veróniku*** Skíðaskólinn0 Hvíti víkingurinn** ótto III* The Commitments*** LAUG- ARÁSBÍÓ: Prakkararnir 2** Freddy er dauður** Brot*** REGNBOGINN: Fjörkálfar* Heiður föður míns** Vegur vonar** Homo Faber*** Kraftaverk óskast* Ungir harðjaxlar* Fuglastríðið** SÖGUBÍÓ: Thelma og Lou- ise*** Góða löggan** STJÖRNUBIÓ: Svik og prettir* Banvænir þankar** Tortím- andinn 2*** Börn náttúrunn- ar**. ViAAiti ■.. að Disney-garðarnir höluðu inn 3 milliarða og 19 milllón- ir dollara á síðasta ári. Það jafngildir 175 milllðrðum ís- lenskra króna eða um helm- ingi af landsframleiðslu ís- lensku þjóðarinnar. ... að frá þvi leyfi til flugrekstr- ar var rýmkað í Ameríku árið 1979 hafa 160 flugfélög ann- aðhvort farið á hausinn eða verið keypt af öðrum félögum. Sérfræðingar telja að það kosti um 4 milljarða dollara eða um 230 milliarða íslenskra króna að koma nýju flugfélagi á landsvisu á laggirnar. . . . að fingurneglur vaxa fiór- um sinnum hraðar en tá- neglur. ... að samgöngu- og ferða- mannaiðnaðurinn er stærsta at- vinnugrein i heimi. Talið er að um 112 milliónir manna hafi atvinnii sína af þessu. Greinin veltir um 2.000 milliSrðum dollara á ári. Það eru um 120.000 m'.lljarðar íslenskra króna eða þjóðarframleiðsla Is- lendinga í um 365 ár. Þessi upphæð jafngildir um 5,5 pró- sentum af framleiðslu allra þjóða heims. (Glöggir menn sjá af þessu að íslendingar vigta 0,015 prógent í heimsfram- leiðslunni.) Moulin Rouge hváð annád? Símsvarinn Ketill Larsen yfirjólasveinn „Þetta er hjá Katli Larsen. Því miður erum við ekki heima í augnablikinu en ef þið viljið koma til okkcrn skilaboðum þá talið eftir að tónninn heyrist.” ... fær Jesú fyrir að hafa fæðst á miðvikudegi til að við fengjum allt þetta frt. Bleeding volcano á leið í hljóðver ,,Viö höfum ekkert komiö fram síöan í september vegna þess aö viö höfum veriö aö œfa upp nýjan gítarleikara, en Hróbjartur Róbertsson er nýgenginn til liös viö sveit- ina," segir Guðmundur Þ. Sigurðsson, bassaleikari Bleeding Volcano, einnar harösvíruöustu þungarokks- hljómsveitar Islands í dag. Auk Hróbjarts og Guömund- ar skipa hljómsveitina Hall- ur Ingólfsson á trommur, áöur í hljómsveitinni Ham, og Vilhjálmur Goði Frið- riksson söngvari. „Ég ber ekki ábyrgð á skil- greiningu þinni á tónlistinni sem við flytjum, mér finnst sjálfum erfitt að skipa henni í bás," segir Guðmundur. Meðlimir hljómsveitarinn- ar eru á leið í hljóðver, þar sem taka á upp 14 ný frum- samin lög og gefa út á geisla- diski og kassettu á næsta ári. Hallur Ingólfsson, trommu- leikari sveitarinnar, er höf- undur allra laganna en text- ana, sem eru allir á ensku, hafa hljómsveitarmeðlimir unnið í sameiningu. Hvers vegna eru ekki íslenskir text- ar? „Tónlist okkar er ekki sérís- lensk, hún á ekkert skylt við alpatvist eða aðra slíka tón- list. Hún er alþjóðleg og okk- ur finnst enskan einfaldlega henta miklu betur en ís- lenska." Má dansa viö hana? „Þú mátt reyna það ef þú vilt, en ég held að það gengi hálfbrösulega. Bleeding Volc- ano er fyrst og fremst tón- leikaband." Léttur þægilegur matseðill Pizzur eins og þær eiga að vera RESTAURAN t B A R Laugavegi 126, sími 16566 - tekur þér opnum örmum VinscBlustu myndböndin 1. The Silence of the Lambs 2. LA Story 3. Nothing But Trouble 4. Taking Care of Business (Filofax) 5. Christmas Vacation 6. Dansar við úlfa 7. Problem Child 8. Ski School 9. True Colors 10. Out for Justice
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.