Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 18
181 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 PNDIR OXINNI Sveinbjörn Björnsson háskólarektor — Er ekki mögu- legt að reka Háskól- ann innan ramma þess fjárlagafrum- varps sem nú liggur fyrir? „Innan fjárlaga- frumvarpsins eins og það lítur út núna, sér- staklega eftir aðra umræðu, sjáum við enga leið til að það gangi nema grípa til einhverra róttækra aðgerða innan skól- ans. Dæmið lítur þannig út, miðað við nemendafjölda eins og reiknað er með næsta haust, að það vanti 250 milljónir upp á svokallaða fjár- veitingu. Svo er hins vegar gert ráð fyrir að Há- skólinn innheimti skólagjöld, sem gæfi i auknar sértekjur 90 milljónir króna. Inni í þessari tölu, 250 milljónum, er niður- skurður upp á 90 milljónir, en af honum getur menntamála- ráðherra látið okkur fá aftur 40 prósent eða 36,4 milljónir. Þá stæðum við eftir með fjárvöntun upp á 127,1 milljón'' — Finnst þér koma til greina að hækka skólagjöldin? „Mér finnst það ekki. En það er ekkert óeðlilegt að menn spyrji. Við höfum ver- ið andvíg því að skólagjöld væru tekin upp vegna þess að við óttumst að freist- ingin verði til þess að hækka þau alltaf þeg- ar ríkisstjórnum þykir hart í ári." — Hefur Háskólinn verið rekinn innan fjárlaga i gegnum ár- in? „Ég held þú mundir fá það staðfest hjá yf- irvöldum að Háskól- inn hefur verið vel ábyrgur í fjármálum. I ár er útlit fyrir að það sem við förum fram úr nemi 40 milljónum. — En þið sjáið ekki fram á að geta búið til þessar milljónir sem vantar innan stofnunarinn- ar? „Ekki með neinum venjulegum aðgerð- um." Framlög til Háskólans eru skert verulega i fjárlagafrum- varpi þvi sem nú liggur fyrir. Menn þar á bæ eru ekki par ánægöir og hafa meöal annars sagtaö ekki veröi hægt aö taka á móti nýnemum á næsta ári ef fjárveiting verði ekki aukin. Sláturfélag Suðurlands ÞARF AB BORGA100 MIUJOHIB FYBIB BROTTREKSTORINN Hæstiréttur hefur dæmt Sláturfélag Suðurlands til að greiða Jóni H. Bergs, fyrrum forstjóra félagsins, sömu laun og eftirmenn hans hafa, og það allt til dauðadags. Lifi eiginkona Jóns mann sinn fær hún greidd nærri sömu laun og hann. Reikna má með að sú ákvörðun stjórnar Sláturfélagsins að reka Jón frá störfum geti kostað félag- ið um 100 milljónir króna. Jón H. Bergs var rekinn frá Sláturfélaginu árið 1988. Hann hafði áður gert samn- ing um laun eftir að hann léti af störfum. Það er sá samn- ingur sem Hæstiréttur hefur dæmt um. Samkvæmt hon- um hefur Jón um 600 þúsund krónur á mánuði, án nokk- urrar vinnuskyldu. Nokkru eftir að Jón var hættur hætti Siáturfélagið að greiða honum. Það varð til þess að málið fór fyrir dóm- stóla. Borgardómur og Hæsti- réttur komust að sömu niður- stöðu, þ.e.a.s. að samningur- inn hefði fullt gildi. Fyrrum stjórnarformaður SS, Gísli Andrésson, sem nú er látinn, gerði starfsloka- samning við Jón árið 1984. Eftir að Jón hætti dró stjórn SS í vafa að Gísli hefði haft heimild til að gera samning- inn. Eigi að síður voru Jóni greidd laun samkvæmt hon- um eftir að hann lét af störf- um. Með dómi Hæstaréttar hef- ur SS verið dæmt til að greiða Jóni sömu laun og núverandi forstjóri, Steinþór Skúlason, hefur, eða um 600 þúsund krónur á mánuði. í dómsmeðferð málsins var hiuti raka SS sá að Jón hefði í raun verið óhæfur til starfs- ins sökum áfengisneyslu og mistaka í starfi og eins hefði hann ekki upplýst stjórn fé- lagsins um raunverulega stöðu þess. Þessar fullyrðing- ar voru hraktar fyrir dómi. Að lokum má geta þess að Sláturfélagið var dæmt til að gefa út afsal fyrir forstjóra- bílnum, R-355, Buick Electra, en Jón hafði bílinn þegar hann var forstjóri og í hinum umdeilda samningi var ákvæði um að Jón héldi yfir- ráðum yfir bílnum eftir að hann léti af störfum. Jón var ekki nema 61 árs þegar hon- um var vikið frá störfum. Jón H. Bergs. Hæstiréttur hefur dæmt honum góð forstjóralaun þrátt fyrir að vinnuskyldan sé engin. Steinþór Skúlason forstjóri. Hann hefur sömu laun og forveri hans, Jón H. Bergs. Fækkun ríkisstarfsmanna um 600 Færip fjölda píkisstapfsmanna aðeins eitt áp aftup í tímann Fyrirhuguð fækkun ríkis- stjórnarinnar á ríkisstarfs- mönnum um 600 er ekki rót- tækari aðgerð en svo, að hún mundi færa fjölda ríkisstarfs- manna aftur í það horf sem var fyrir aðeins einu ári. Þegar yfirstandandi ár var hálfnað hafði stöðugildum hjá ríkisstofnunum fjölgað um 582 og er þá aðeins litið til stofnana A-hluta ríkissjóðs. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra. Ætlar að fækka ríkisstarfsmönnum um 600 á næsta ári. Það samsvarar fjölgun þeirra á þessu ári. I nýlegri skýrslu Ríkisend- urskoðunar um framkvæmd fjárlaga kemur fram að launakostnaður A-hluta ríkis- sjóðs hækkaði um 700 millj- ónir frá fyrri hluta síðasta árs til fyrri hluta þessa árs og má rekja helming hækkunarinn- ar til fjölgunar starfsmanna. í fjárlögum fyrir yfirstand- andi ár var gert ráð fyrir fjölg- un starfsfólks um 600 stöðu- gildi, þar af 500 stöðugildi vegna breytinga á verka- skiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Þegar fjölgun stöðu- gilda innan einstakra ráðu- neyta er skoðuð kemur í ljós að mest munaði um stofnanir menntamálaráðuneytisins. Þar fjölgaði stöðugildum um 293, þar af 138 stöðugildi hjá grunnskólum. Muna þar mestu skólaskylda 6 ára barna og nýjar reglur um sér- kennslu. Hjá heilbrigðisráðuneytinu varð fjölgunin 203 stöðugildi, þar af 123 stöðugildi hjá Heilsuverndarstöð Reykja- víkur. Þar var um nýjan lið að ræða, vegna verkaskiptingar, ríkis og sveitarfélaga. Hjá rík- isspítulunum fjölgaði samtals um 49 stöðugildi. Hjá stofn- unum flestra annarra ráðu- neyta varð breytingin óveru- leg. Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Einn fimm þingmanna sem sátu hjá í atkvæðagreiðslu um tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins. DEBET „Hann er duglegur maður með mikið sjálfs- traust, húmoristi og vinur vina sinna. Maður heilinda eins langt og það getur náð í pólitík. Geysilegur baráttumaður, bæði í einstökum skærum og í stöðustriði. Og svo má ekki gleym- ast að helsti kostur hans er að hann á afskaplega greinda og fagra eiginkonu," segir Mörður Arnason, gamall skólabróðir og samstarfs- maður. „Hann er gífurlega fljótur að átta sig á aðalatriðum og mjög vinnusamur maður sem vill láta hlutina gerast strax. Hann er líka ein- staklega hjartagóður og má ekkert aumt sjá," segir Gísli Lárusson, forstjóri Skandia ís- land. „Hann er duglegur og fyndinn. Hann er breskmenntaður og hefur tamið sér ýmsar venj- ur og hugsunarhátt þarlendra eyjaskeggja, sem sumir kunna ekki að meta,“ segir Óiafur Ragn- ar Grímsson, formaður Alþýðubandalags- ins. „Hann getur verið hjartahlýr og traustur fé- lagi. Hann er kappsamur og metnaðarfullur, sem gerir hann að sjálfkjörnum forustumanni hvar sem hann skipar sér í sveit," segir Óskar Guðmundsson, ritstjóri Þjóðlífs. „Það fylgir Össuri hressilegur andblær. Hann er frjór pólit- íkus hvað varðar hugmyndir og nálgun við- fangsefna. Svo þegar hann fer af stað gerir hann það með stæl. Hann er vinur vina sinna og það er gott að vinna með honum og hann er ærleg- ur,“ segir Guðmundur Arni Stefánsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði. „Hann er hreinskiptinn og heiðarlegur og mikill vinur vina sinna. Hann er glaðlyndur og mikill húmoristi," segir Arnór Benónýsson leikari. „Helsti kostur hans er að hafa getað gert laxfiska," segir Björn Bald- vinsson, framkvæmdastjóri Fellalax. Össur Skarphéðinsson alþingismaður KREDIT „Hann er feikiiega duglegur með mikið sjálfstraust, þess vegna stundum fljótfær og hlustar ekki nægilega á þá menn sem ráða honum heilast,“ segir Mörður Árnason. „Honum hættir til að vaða úr einu í annað og ætlar sér stundum of margt í einu. Metn- aður hans í starfi truflar stundum hans góða hjartalag," segir Gísli Lárusson. „Hann er fljótfær — meðal annars var sá gáliinn á honum þegar hann flýtti sér um of í Alþýðu- flokkinn," segir Ólafur Ragnar Grímsson. „Hann á það til að gera ekki sömu kröfur til sjáifs sín og hann gerir til annarra. Hann getur orðið fúll af litlu tilefni og svo er hann dálítið seinheppinn með ríkisstjórnir,“ segir Óskar Guðmundsson. „Aðalgalli hans er þverslaufan. Svo mætti hann anda eilítið á milli áður en hann lætur vaða. Gefa sér tíma til að hugsa svolítið. Hans versti galli er að hann var í Alþýðubandalaginu, en nú er hann búinn að laga það," segir Guðmundur Árni Stefánsson. „Hann er gífurlega afkasta- mikill og hættir til að sýna þeim óþolin- mæði sem starfa ekki á sama tempói og hann,“ segir Arnór Benónýsson leikari. „Helsti galli hans er að hann hljóp frá laxeldinu án þess að klára dæmið,“ segir Björn Baldvins- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.