Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 24

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 ott um jólin Nanna Rögnvaldardóttir SKILMÁLARNIR HENNAR MARÍU (Forlagið) Það orð hefur lengi farið af Maríu Þorsteinsdóttur að hún sé einhver harðsvírað- asti kommúnisti á norður- hveli. Hér eru stór örlög: annars vegar átrúnaður á hugmyndafræði sem reynd- ist rugl og heimsveldi sem hrundi með brauki og bramli; hins vegar löng ævi, mörkuð stóráföllum og sorg. Kjaftasögur hafa gengið í áratugi um dularfullan dauðdaga Þorsteins, sonar Maríu, í Austur-Þýskalandi; ekki síst hafa menn velt vöngum yfir því hvort ís- lenskum námsmönnum sem þar voru á vegum Sósíalista- flokksins hafi á einhvern hátt verið um að kenna. María segir sína hlið á mál- inu, en ráðgátan er engu minni en fyrr. Efni bókar- innar er semsagt merkt, en hún hefði getað verið svo miklu betri, hefði skrásetjar- inn vandað sig svona helm- ingi meira. Megas TEXTAR (Almenna bókafélagið) Allt eftir smekk: Sumum blöskrar ennþá orðfæri Megasar, sumum finnst hann leiðinlegur og halló, sumir eru agndofa yfir snilldinni. Það er eins með textana: Sumir er fyndnir, sumir fyrir utan allt vel- sæmi, sumir hrein og tær póesía. Rímaðir og stuðlaðir rokktextar, miðja vegu milli bókmenntaarfsins og götu- ræsisins. Görótt blanda og einstök. Stjörnubíó BILUN í BEINNI ÚTSENDINGU Tilraunin til að íslenska heiti þessarar myndar er blátt áfram fáránleg. I raun heitir hún „The Fisher King" sem útleggst Fiski- kóngurinn eða Veiðikóngur- inn. Titillinn vísar til þjóð- sögunnar um leitina að hin- um heilaga kaleik, gralinu, en þar kemur áðurnefndur Fiskikóngur við sögu, getu- leysi hans og gagnsleysi. Hvað um það, eftir upp- skrúfaðar stórmyndir fullar af hávaða og bægslagangi lánast Terry Gillam (Brazil, Munchhausen) að gera fal- lega og skemmtilega mynd um ólánsmenn sem reynast ekki svo ýkja lánlausir þeg- ar öllu er á botninn hvolft. íslenska óperan TÖFRAFLAUTAN Mozart-árið mikla er að renna sitt skeið; er ekki fjarskalega viðeigandi að enda það á Töfraflautunni, furðulega stykki sem Moz- art samdi rétt undir andlát- ið, fyrir sléttum tvöhundruð árum? Ekki ætti það heldur að gera þessa ágætu sýningu leiðinlegri að Diddú, sem áður fór á kostum í hlut- verki Papagenu, brillerar nú í enn vandasamara gervi Næturdrottningarinnar. Sumir telja sig kannski vera búna að fá nóg af Mozart eftir allt tilstandið kringum hann síðustu misserin, en það fær ekki staðist; það er ekki hægt að fá nóg af himneskri snilld . .. — Öll jól sem ég man eftir hafa næstum verið búin að klúðrast, en á einhvern óskilj- anlegan hátt hefur allt fallið í ljúfa löð á síðustu stundu. Hvenœr hœttirdu aö trúa á tilvist jólasveinsins? — Ertu að reyna að segja mér að ég eigi að hætta að trúa á jólasveininn. Kanntu annan? Hvaö er í jólamatinn hjá þér? — Hef ekki græna glóru. Feröu í kirkju á jólunum? — Já, í huganum. Feröu í íjölskylduboö? — Já, ég fer í aðalfjöl- skylduboðið í bænum sem verður heima hjá mér. Hvaö eyöiröu miklum pen- ingum í jólahaldiö? — Engum. Ég veifa bara litlu korti sem ég á út í allar áttir og fæ allt sem ég vil. Uppáhaldsjólalag? — All I want for Christmas is my two front teeth. Hver er þér efst í huga á jól- unum? — Andrés Önd. Alltaf þeg- ar klukkan slær sex á að- fangadag er bara ein persóna mér efst í huga, Andrés Önd. Það er sennilega vegna þess að þá er verið að taka frænda hans út úr ofninum heima, steiktan í gegn, og ég er að búa mig undir að borða hann . .. Hvaö er þér efst í huga á jólunum? — Ekkert. Á jólunum hef ég bara eitt mottó: að tæma hugann og fylla magann. Hallelúja . . . Friðleifsdóttir Siv Friðleifsdóttir er formað- ur Sambands ungra fram- sóknarmanna og bæjarfull- trúi á Seltjarnarnesi. Sú breyting hefur orðið á pólit- ískum högum hennar þetta árið að flokkurinn hennar er ekki í ríkisstjórn, eiginlega í fyrsta skipti í tvo áratugi. Hvaö œtlaröu aö gera á jól- unum? — Á aðfangadagskvöld býð ég fjölskyldunni í jólamat með öllu tilheyrandi. Það verður prófsteinn á kunnáttu mína í að elda rjúpur. Yfir há- tíðina ætlum við sonur minn Húnbogi að lesa saman, en hann er nýbyrjaður að tengja saman orð. Hvaöa þýöingu hafa jólin fyrir þig? — Jólin eru ánægjulcgasta fjölskylduhátíðin sem haldin er. Bernskuminningarnar eru einna sterkast tengdar þess- ari hátíð. Hvaö er þaö besta viö jólin? — Gleðin sem fylgir þeim. Þá eru allir samstilltir um að láta sér og öðrum líða vel, ekki aðeins með gjöfum held- ur einnig með samveru. Hvaö er þaö versta viö jól- in? — Þau líða fljótar en maður hélt. Það hef ég upplifað ár eftir ár! Hvaö viltu fá í jólagjöf? — Trimmskó, vöðlur, nýju bókina um Jónas frá Hriflu, dagbók fyrir 1992 og háls- men í fornaldarstíl. Hvaö helduröu aö þú fáir í jólagjöf? — Frá syni mínum fæ ég sennilega meiri háttar fönd- urverk. Systir mín gefur mér sjálfsagt eitthvað sem hana langar sjálfa í og hún fær lán- að daginn eftir. Annað er á huldu. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur feng- iö? — Eitt sinn fékk ég hlaupa- sleða sem varð mér mjög kær. Okkur krökkunum þótti hann hálfgerður undragripur. Siíkir sleðar sjást ekki i dag, nema ef til vill á byggðasöfn- um. Manstu eftir jólum sem voru nœstum búin aö klúör- ast? — Á aðfangadagskvöld fyr- ir tveimur árum, klukkan tíu mínútur í sex, varð kaos á heimilinu sem við vorum ný- flutt inn í. Þá uppgötvaði hús- bóndinn að jólabuxurnar voru týndar. Hann hljóp á sloppnum yfir í fyrri íbúð okkar, sem er hér stutt frá, og gat vélað þær út. Hvenœr hœttiröu aö trúa á tilvist jóíbsveinsins? — Trúin á jólasveininn hvarf algerlega þegar ég tók eftir því að hann var með stál- úr föður míns. Hvaö er í jólamatinn hjá þér? — Á aðfangadagskvöld er jólagrautur og marsipangrís í möndlugjöf. Rjúpur að vest- an með hefðbundnu íslensku meðlæti. Feröu í kirkju á jólunum? — Við hlustum alltaf á jóla- messuna í útvarpinu og opn- um jólakortin um leið. Feröu í fjölskylduboö? — Föðursystir mín Sigga býður okkur bræðrabörnum sínum. Auk þess fer fram jóla- marsípankeppni fjölskyld- unnar ár hvért. Móðir mín er mótstjóri og fær það erfiða hlutverk að velja „listamann ársins", þann sem býr til frumlegasta marsípanmol- ann. Bróðir minn vann í fyrra. Ég stefni á sigur nú! í ár förum við systkinin í eitt „nýtt“ jólahóf, en það er til vinar okkar Gumma smiðs. Hvaö eyöirðu miklum pen- ingum í jólahaldiö? — Ég giska á 80 þúsund með gjöfum, mat og fleira. Uppáhaldsjólalag? — Heims um ból. Hver er þér efst í huga á jól- unum? — Sonur minn. Jólin eru hátíð barnanna, og ég geri mér far um að láta hann njóta sín þá. Hvaö er þér efst í huga á jólunum? — Klukkan sex á aðfanga- dagskvöld, þegar kirkju- klukkurnar hringja og ég faðma að mér fjölskylduna og óska henni gleðilegra jóla, skynjar maður sterklega hvað lífið er hverfult. Þá finn- ur maður hve hinir nánustu eru mikil kjölfesta í lífi manns. ■&tu Eðvaldsson Þetta hefur verið viðburða- ríkt ár hjá Atla Eðvaldssyni knattspyrnumanni. Hann hætti að leika með landslið- inu í fótbolta, gerðist aðstoð- arþjálfari hjá KR og stofnaði verslun þar sem hann selur glæsiteppi frá Tyrklandi. Hvaö œtlaröu aö gera á jól- unum? — Það sama og ég hef gert síðan ég man eftir mér, vera í faðmi fjölskyldunnar. Hvaöa þýöingu hafa jólin fyrir þig? — Þau eru hápunktur hvers árs og hafa alltaf verið. Hvaö erþaö besta viö jólin? — Spennan og gieðin sem fylgir þeim þrátt fyrir skammdegi sem gerir alla hálfvitlausa. Hvaö er þaö versta viö jól- in? — Ég get ekki séð neitt nei- kvætt við þau. Við getum ekki verið án jólanna. Hvaö viltu fá í jólagjöf? — Hundrað prósent hand- unnið teppi frá versluninni Kadir í Skipholti 50c. Hvaö helduröu aö þú fáir í jólagjöf? —- Tyrkneskt silkiteppi sem er ekki nema einn fermetri að stærð, en tekur eina konu heilt ár að vefa. Hver er eftirminnilegasta jólagjöf"sem þú hefur fengiö? — Það var fyrir einhverjum árum að ég fékk vasaljós. Mér þótti svo gaman að lýsa með því í myrkrinu að þegar dugði ekki að slökkva öll ljós á heimilinu, tók ég mig til og fjarlægði öll öryggi. Eg fékk aldrei vasaljós aftur. Manstu eftir jólum sem voru nœstum búin aö klúör- ast? — Nei, það er ekki hægt að klúðra jólunum. Þegar ég var lítill og búinn að fara yfir pakkana á annan í jólum byrj- aði ég strax að skipuleggja þau næstu. Undirbúningstím- inn er svo langur. Hvenœr hœttiröu aö trúa á tilvistjólasveinsins? — Eg er ekki ennþá hættur að trúa á hann. Það eru svo margir jólasveinar sem fara aldrei til fjalla. Hvaö er í jólamatinn hjá þér? — Heima var alltaf þrírétt- að. Hangikjöt handa ömmu, svínakjöt og súrkál handa pabba og rjúpur handa öllum hinum. Feröu í kirkju á jólunum? — Ég fór á mínum yngri ár- um með mömmu og pabba, en sjaldan núorðið. Feröu í fjölskylduboö? — Við reynum að heim- sækja sem flesta úr fjölskyld- unni. Hvaö eyöiröu miklum pen- ingum í jólahaldiö? — Ég hef alltaf eytt miklu. Það breytist ekki. Uppáhaldsjólalag? — Þau eru flest góð. Þessa dagana hlusta ég mest á Dengsa og Hemma. Hver er þér efst í huga á jól- unum? — Mamma sem dó í fyrra. Hvaö er þér efst í huga á jólunum? — Aðfangadagskvöld hjá mömmu og pabba og þrírétt- aða máltíðin. Masvcyiét Blöndal Margrét Blöndal er út- varpskona á Rás 2. Hún hefur lengi talað í útvarp norður á Akureyri, en starfar nú í Efstaleiti í Reykjavík. Hvaö œtlaröu aö gera á jól- unum? — Njóta þess að vera heima með mínu fólki — og reyna að hitta eitthvað af því góða fólki sem ég hef vanrækt að undanförnu. Hvaöa þýöingu hafa jólin fyrir þig? — Mér finnst jólin yndisleg og ég verð skelfingu lostin yf- ir þeirri tilhugsun að missa jólin og reyndar er öll aðvent- an minn tími. Ég nýt þess að setjast niður og skrifa á jóla- kort og pakka inn gjöfum og hugsa í leiðinni um allt þetta góða fólk sem ég þekki og þykir vænt um. Hvaö erþaö besta viö jólin? — Jólanna vegna get ég leyft mér að vera fimm ára einu sinni á ári. Forvitin, eftir- væntingarfull, óþolinmóð og raunar flest það sem fólki sem telst vera fullorðið líðst ekki. Og jólin hafa líka þann- ig áhrif á mig að ég kann miklu betur að meta hvað ég á gott. Hvaö er þaö versta viö jól- in? — Það eina sem ég get sett út á jólin er hvað þau líða fljótt. Hvaö viltu fá í jólagjöf? — Bækur hafa alltaf verið efstar á óskalistanum hjá mér og eru enn. Það sem hefur komið á effir bókunum hefur fylgt aldrimínum og mér sýn- ist að skartgripir ætli að fylgja fertugsaldrinum. Hvaö helduröu aö þú fáir í jólagjöf? — Ég veit að ég fæ bók frá foreldrum mínum. Það bygg- ist á samningi sem var gerður ein unglingsjólin mín þegar ég fékk enga bók en þeim mun meira af ilmsöltum og kölnarvötnum. £ldri dóttir mín útbjó eitthvað dularfullt í handmenntatíma sem hún er búin að vera að pukrast með í rúma viku. Eina gjöf er ég búin að fá. Það beið mynd- bandstæki á eldhúsborðinu einn daginn, innpakkað í jólasveinapappír og með rauða slaufu. Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengiö? — Sennilega var það risa- stór dúkka sem ég fékk frá foreldrum mínum þegar ég var níu ára. Ég var búin að mæna á hana lengi og fannst ég ekki geta lifað án hennar. Manstu eftir jólum sem voru nœstum búin aö klúör- ast? — Já reyndar, en ég nenni eiginlega ekki að rifja það upp. Hvenœr hœttiröu aö trúa á jólasveininn? — Ég hef sennilega verið átta eða níu ára. Ég man ekki hvaða óféti það var sem kom upp um svikin en sorgin var mikil, líklega verður þetta að teljast mín fyrsta ástarsorg. Hvaö er í jólamatinn hjá þér? — Hamborgarhryggur með brúnuðum kartöflum á aðfangadagskvöld og hangi- kjöt með laufabrauði á jóla- dag — svo þetta verði eins og heima hjá pabba og mömmu. Núna bætist við snjóbúðing- ur í eftirrétt á aðfangadags- kvöld — það er víst alveg ómissandi góðgæti. Feröu í kirkju á jólunum? — Já, nú ætla ég í fyrsta skipti að fara í kirkju á að- fangadagskvöld. Feröu í fjölskylduboö? — Þetta eru fyrstu jólin sem ég er ekki hjá pabba mínum og mömmu sem eru fyrir norðan, því miður. Dísa frænka og Unnar eru búin að lofa að halda veglegt jólaboð fyrir okkur og ætla líka að mæta í frumraun okkar í jóla- boðum. Hvaö eyöiröu miklum pen- ingum í jólahaldiö? — Öllum sem ég á og meiru til! Það er samt ekki nein svaka upphæð. Uppáhaldsjólalag? — „Please come home for Christmas" með Eagles, svo finnst mér alltaf einstaklega fallegt að heyra Egil Ólafsson syngja Hátíð í bæ. Hver er þér efst í huga á jól- unum? — Fólkið mitt og foreldrar mínir og ég veit ekki alveg hvernig ég ætla að fara að þessu án þeirra og veit að ég á eftir að sakna þeirra og hinna Norðlendinganna minna mikið. Hvaö er þér efst í huga á jólunum? — Sú tilhugsun hvað það væri gott ef öllum liði jafnvel og mér og mínum um jólin. &dda Andrésdóttir Hið fræga bros Eddu Andr- ésdóttur hefur að undan- förnu prýtt skemmtiþáttinn Óskastundina á Stöð 2. Hvaö œtlaröu aö gera á jól- unum? — Njóta lífsins. Hvaöa þýöingu hafa jólin fyrir þig? — Þetta er besti tími ársins í mínum huga — í einu og öllu. Hvaö er þaö besta viö jólin? — Gjafirnar — ehe ... Hvaö er þaö versta viö jól- in? — Stressið og aukakílóin — ef eitthvað. Hvaö viltu fá í jólagjöf? — Svo margt. Hvaö helduröu aö þú fáir í jólagjöf? — Ekki svo margt. Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengiö? — Úff — ég man það ekki í svipinn. Manstu eftir jólum sem voru nœstum búin aö klúör- ast? — Já, — en ég segi ekki meir. Hvenœr hœttiröu aö trúa á tilvist jólasveinsins? — Hver segir að ég sé hætt því? Hvaö er í jólamatinn hjá þér? — Ógurlegar krásir og sæt- indi. Feröu í kirkju á jólunum? — Já. Feröu í jólaboð? — Já, til foreldra og tengda- foreldra. Hvaö eyöiröu miklum pen- ingum í jólahaldiö? — Álíka og aðrir. Uppáhaldsjólalag? — Ég fylgi stráknum mín- um í þeim efnum; nú eru það Dengsi og Hemmi. Hver er þér efst í huga á jól- unum? — Þeir og það sem mér þykir vænst um. Hvaö er þér efst í huga á jólunum? — Að jólin eiga að vera há- tíð ljóss og friðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.