Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 21 um jólin Gudbergur Bergsson SVANURINN (Forlagið) Guðbergur gefur út fyrstu skáldsöguna í sex ár. Það er náttúrlega viðburður í sjálfu sér, en bókin ber iíka vott um meiri yfirlegu en skáld- verkin sem flæddu frá Guð- bergi fyrst eftir að hann lærði á tölvu. Þjóðleikhúsid RÓMEÓ OG JÚLÍA Guðjón Petersen þykir hvað efnilegastur ungra leikstjóra og hér fær hann aideilis tækifæri, ástar- og harm- sögu allra tíma eftir Shake- speare. Enginn efast um að Guðjón kann að láta leikara hreyfa sig á sviði, en hins vegar hafa Shakespeare-sýn- ingar leikhúsanna undanfar- in ár liðið nokkuð fyrir það hversu framsögn ungra leik- ara er ábótavant. Vonandi tekst að ráða bót á því. Frumsýningin er annan í jólum, það verður ógurlegt fínerí fyrir þá sem hafa áhuga á slíku; við vörum hins vegar eindregið við sýningu númer tvö — hana sækja aðallega þeir sem hafa átt áskriftarmiða síðan leikhúsið var byggt og stemmningin er eftir því. .. j Jón Leifs VISIONS AND IMAGES (islensk tónverkamiðstöö) Jón Leifs hafði sérstakt lag á að koma sér út úr húsi, líka í tónleikasölum. Hann andaðist 1968 og var eftir það hérumbil öllum gleymd- ur í meira en tuttugu ár. Nú hefur hann verið endurupp- götvaður með pomp og prakt, blaðagreinum, tón- leikum, hér er fyrsti geisla- diskurinn og kvikmynd er í bígerð. Það er Sinfóníu- hljómsveit íslands sem hér flytur fjögur verk eftir Jón undir stjórn Pauls Zukofsky; Geysi, Heklu, Landsýn og Þrjú óhlutræn málverk. Hlustendur hafa sjálfsagt misjafna skoðun á tónlist- inni; sumir geta ekki varist þeirri tilhugsun að músík Jóns sé lítið annað en há- vaði, skruðningar og belg- ingur, öðrum finnst hann vera stórfenglegt tónaskáld á heimsvísu. Hlustið á disk- inn, dæmið sjálf... Pað er víst fátt nýtt hœgt aö segja um jólin. Pau koma á sama tíma á hverju ári og eru kœrkomin flestum. Best eru eiginlega þau jól sem eru hvad líkust öllum góöu jól- unum sem á undan komu. Hér aö neöan og á nœstu síöum skyggnumst viö inn um jólagœttina hjá nokkrum nafnkunnum körlum og konum. Viö œtlumst ekki til þess aö þau segi okkur einhver nýmæli, heldur tali hara ögn um jólin. Matthíasson Pálmi Matthíasson er sóknar- prestur í Bústaðakirkju. Hann verður önnum kafinn um jólin. Hvað ætlarðu að gera á jól- unum? — Vinna og reyna að vera með fjölskyldunni. Hvaða þýöingu hafa jólin fyrir þig? — Þau eru mér heilög trú- ar- og fagnaðarhátíð. Hvað erþaö besta við jólin? — Boðskapur þeirra. Hvað er þaö versta við jól- in? — Sé ekkert slæmt við þau. Hvað viltu fá í jólagjöf? — Góða bók. Hvað heldurðu aö þú fáir í jólagjöf? — Veit það ekki. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur feng- ið? — Fyrstu __ skíðin sem ég eignaðist. Ég svaf með þau uppi í hjá mér, og í skónum líka. Ég man sérstaklega hvað það var ferlegt þegar átti að rífa mig úr þeim. Manstu eftir jólum sem voru nœstum búin að klúðr- ast? — Ég man ekki eftir því. í mínum huga hafa þau alltaf staðið upp úr öllu öðru. Jólin eru ekki í hættu, miklu frekar ég sjálfur. Hvenœr hœttiröu að trúa á tilvistJólasveinsins? — Eg trúði aldrei á hann, en ég var hræddur við hann. Svo fór ég að vera hann. Hvað er í jólamatinn hjá þér? — Blandaðir sjávarréttir,' rjúpur og heimatilbúinn ís. Feröu í kirkju á jólunum? — Kemur fyrir. Ferðu í fjölskylduboð? — Því miður er ekki tími. Hvað eyöiröu miklum pen- ingum í jólahaldið? — Aldrei tekið það saman. Uppáhaldsjólalag? — Heims um ból. Hver erþér efst í huga á jól- unum? — Dóttir mín, kona og fjöl- skylda. Hvað er þér efst í huga á jólunum? — Kærleikur Guðs til okkar mannanna. tJlallcyUnuiA, Thorsteinsson Hallgrímur Thorsteinsson út- varpsmaður flutti búferlum á árinu. Hann kom aftur heim frá Ameríku þar sem hann stundaði nám um skeið og hóf á nýjanleik störf á Bylgj- unni. Hvað œtlarðu aö gera um jól- in? — Borða, sofa, kela, lesa. Hvaða þýðingu hafa jólin fyrir þig? — Þau eru þarna — guði sé lof. Hvaö erþað besta viö jólin? — Jólaguðspjallið í útvarp- inu, engin spurning. Hvaö er það versta viö jól- in? — Lokaðar sjoppur. Hvað viltu fá t jólagjöf? — Slökkvitæki. Hvað helduröu að þú fáir í jólagjöt? — Kveikjara. Manstu eftir jólum sem voru nœstum búin að klúör- ast? — Jólastressið fór svo í taugarnar á mér fyrir ein jól- in að ég neitaði í lengstu lög að kaupa jólatré. Svo gaf ég mig á síðustu stundu og keypti síðasta jólatréð hjá Landgræðslusjóði á aðfanga- dag. Hvenœr hœttiröu aö trúa á tilvistjólasveinsins? — Eg trúði aldrei á hann. Hann virkaði alltaf feik. Ég trúi samt alltaf á íslensku jóla- sveinana. Hvaö er í jólamatinn hjá þér? — Rjúpur a la Kirsten. Ferðu í kirkju á jólunum? — Nei, útvarpsmessan nægir mér. Ferðu t fjölskylduboð? — Þetta venjulega — til for- eldranna og tengdó. Hvaö eyöiröu miklum pen- ingum í jólahaldið? — Ég hef aldrei spáð of mikið í það og ætla ekki að fara að byrja á því um þessi jól. Uppáhaldsjólalagið? — Hann sáði. Hvað er þér efst í huga á jólunum? — Heimatilbúni rjómaísinn hennar mömmu — með mar- engs. SiaftA Pál^óttir Signý Pálsdóttir flutti öðru sinni norður yfir heiðar fyrr á þessu ári. Þá tók hún við sínu gamla starfi sem leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Hvað œtlarðu að gera á jól- unum? — Ég ætla að njóta að- fangadagskvölds á Akureyri með börnunum mínum, Guð- rúnu, Torfa og Melkorku, á hefðbundinn hátt í friði og ró. Hvaöa þýðingu hafa jólin fyrir þig? — Þá sömu og alltaf. Þau endurnæra trú mína með því að minna á fæðingu Jesú og þau sameina fjölskylduna, því þau gefa mér tækifæri til að sýna í verki hvað mér þyk- ir vænt um þá sem standa mér næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.