Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 38

Pressan - 19.12.1991, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 ott um jólin Hljómeyki MASS (Islensk tónverkamiðstöð) Það verður ekki skafið af okkur Islendingum, við eig- um stóran hóp af afburða kiáru söngfólki. Nokkrir bestu og hámenntuðustu söngvarar okkar, sextán talsins, skipa Hljómeyki, sem er söngflokkur eða öllu heldur kammerkór í hæsta gæðaflokki. Það er varla von á nema góðu þegar svo ágætt tónlistarfólk flytur músík eftir Hjálmar H. Ragnarsson, sem að mörgu leyti er okkar skemmtileg- asta og lagrænasta tónskáld af yngri kynslóð. Einar Már Gudmundsson/ Tolli KLETTUR í HAFl (Almenna bókafélagið) Tveir ötulustu sölumenn tveggja listgreina slá saman í púkk. Einar yrkir, Tolli málar. Útkoman er óvenju skemmtilegt samspil orða og mynda. Þeir sem muna hinar óvægnu söluherferðir þegar Einar gaf út ijóða- bækur hér á árum áður fara sjálfsagt með veggjum næstu vikurnar. En — það er ekkert að óttast, næstum tíu ár eru liðin og Einar er reyndar fjári gott skáld. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ÞEGAR SÁLIN FER Á KREIK (Forlagið) Það er einna helst tíðinda í lífi Sigurveigar Guðmunds- dóttur, kennara í Hafnar- firði, að hún tók kaþólsku og fékk berkla. Þess utan er hún greind og skemmtileg kona. Langmestur fengur er að lýsingum Sigurveigar á lífinu á berklahælinu, Vífils- stöðum; tregafullum en þó á einhvern hátt fögrum heimi, þaðan sem sumir áttu ekki afturkvæmt og aðrir vildu kannski ekki fara. Stefán Jón Hafstein GUÐIRNIR ERU GEGGJAÐIR (Mál og menning) Sem útvarpsmaður hefur Stefán Jón Hafstein náðar- gáfu, sem alls ekki nýtist honum þegar hann vill ger- ast rithöfundur. Og kannski eru það einmitt hæfileikar útvarpsmannsins Stefáns sem valda því að hann er ekki nema miðlungi góður ritöfundur; slík er flæðandi mælskan að á köflum bun- ast ærandi lýsingarorð fram án allrar hömlu, þá er eins og Stefán staldri við, reyni að ná áttum, og við taka kaflar þar sem textinn er svo ofskrifaður að allt frýs í botnlaust nafnorðahröngl. En bókin hefur líka kosti: merkiiegt umfjöllunarefni, sterka upplifun sem Ijóslega hefur snortið Stefán djúpt, trúverðugt sambland af ást og tortryggni höfundar í garð fólksins sem hann skrifar um. Bragi Ólafsson ANSJÓSUR (Forlagið) Bassaspilari í Sykurmolun- um skrifar Ijóð. Skrítin sjón- arhorn, óvenjuleg yrkisefni. Blessunarlega laus við norp- andi hesta, blaktandi strá, lindir og seytlandi vatn. Þótt Bragi fari sparlega með orð virðist hann blessunarlega laus við að hafa lesið Stefán Hörð. .lólin eru hérumbil alltaf eins og því enginn hægðar- leikur að finna upp á ein- hverju nýju til að segja um þau. Því er næsta víst að margar klisjur — sumar dálít- ið hvimleiðar — eiga eftir að bylja á eyrum flestra lesenda yfir jólin; í blöðum, útvarpi, sjónvarpi, stólræðum og á al- mennum mannamótum. Flestum klisjunum tökum við náttúrlega ekki eftir — við er- um orðin ónæm fyrir þeim — en góðir lesendur, þær eru náttúrlega ekkert betri fyrir það. Hvað um það, til dæmis, ef einhver kemur til ykkar og segir, eins og það séu stór- fréttir, eins og ekkert sé eðli- legra og sjálfsagðara: „Jólin, þau eru hátíð barn- anna." Arrghhh. Bíðum við. Ekki fer maður að halda því fram að það sé rangt að jólin séu hátíð barn- anna? Er það ekki of langt gengið? Vissulega. En samt, þetta er klisja og klisjur eru ekki endilega rangar. Þær geta meira að segja falið í sér hugsun sem er góð, mannleg og í alla staði rétt, en aldrei tímabær. Það er nefnilega eðli klisjunnar að búið er að nota hana svo oft að hún er orðin gatslitin, þvæld og merkingarlaus. Hún er and- stæðan við frjóa hugsun og frjótt orðfæri; sá sem talar í klisjum annaðhvort hugsar ekki eða vill fela hugsun sína. Við skulum skoða nokkrar skelfilegar jólaklisjur og njóta við það aðstoðar írsks rithöf- undar og háðfugls sem ýmist kallaði sig Flann O'Brian eða Myles na Gopaleen, en hét í raun og veru Brian O’Nolan. O'Brian hét hann þegar hann skrifaði tryllingslega þvælu- kenndar skáldsögur sem fáir töldu sig skilja, O'Nolan hét hann í heldur dapurlegu einkalífi, en Myles na Gopale- en hét hann í dálki sem hann skrifaði áratugum saman í dagblaðið ,,lrish Times". Dálkahöfundur varð hann reyndar fyrir einskæra tilvilj- un. Ferillinn byrjaði á les- endasíðunni þangað sem liann sendi í stríðum straum- um lesendabréf um furðuleg- ustu efni undir ýmsum nöfn- um og lenti þá oftar en ekki í heiftúðugum og hatursfullum ritdeilum við sjálfan sig, enda urðu varla aðrir til að svara. Aö endingu var hann feng- inn til að vinna á blaðinu og varð fljótlega eins konar þjóðsaga í lifanda lífi; svo vandfyllt þótti skarð hans að „Irish Times" endurprentar reglulega pistla Myles, meira en tuttugu árum eftir að hann varð hallur úr heimi. En það er önnur saga. My- les þessum var fátt heilagt og sérstaklega voru það allir þeir sem urðu berir að til- gerð, yfirdrepsskap og klisju- kenndu orðfæri sem urðu fyr- ir skeytum hans; stjórnmála- menn, menningarvitar, en líka fólk sem hafði fátt annað af sér gert en að vera svolítið seint að hugsa. Leiðindapúkar voru Myles líka hugstæðir og augljóst að honum hefur þótt þeir óstjórnlega hlægilegir. Þann- ig eru þeir ófáir dálksentí- metrarnir sem hann eyðir í að skilgreina ýmsar tegundir leiðindapúka og ýmsar tær- ustu birtingarmyndir leið- inda, þar sem er aldrei neinn hörgull á gömlum tuggum og slitnum klisjum. Þar eru jóla- leiðindaskjóðurnar ofarlega á blaði; leiðindapúkar sem eru sérstaklega innblásnir um jólin. Til dæmis er það leiðinda- púkinn sem króar mann óvænt af á götu og segir mæðulega: „Æi jólin, ég vildi barasta að þau væru búin." Og þær eru fleiri jólaleiðinda- skjóðurnar, eða hvað um þennan: „Jólin? Mér finnst þau alltaf svo dapurlegur tími." Og næsti: „Jólin bara komin! Það er alveg agalegt hvað tíminn líður hratt." Svona getum við haldið áfram. Það kemur til þín maður og segir: „Veistu hver er erfiðasti dagur ársins?" Og þú svarar í sakleysi þínu: „Nei, það veit ég ekki. Hvaða dagur?" „Aðfangadagur." Og það eru fleiri tilbrigði, náttúrlega sígild og alltaf fylgir hugur máli: „Veistu það, ég held ég hafi aldrei upplifað rólegri jól." „Ég skal segja þér eitt, þetta voru villtustu jól sem ég hef nokkurn tíma upplifað." Og ennfremur sú ógn og skelfing sem fylgir náungan- um sem að sögn Myles króar þig af úti í horni og segir: „Veistu hvað ég geri á jól- unum?" „Nei, hvað?” „Fer í rúmið." „Rúmið?" (Setur upp van- trúarsvip, allt í því skyni að þóknast þessum fáráðlingi.) „Beint í rúmið eftir matinn. Ekki hægt að draga mig fram- úr fyrr en eftir klukkan fjögur annan í jólum. Kannski eftir það ef er von um að taka í spil. En að ég fari framúr fyrir klukkan fjögur á annan. Úti- lokað." Við erum rétt að byrja, svo er líf okkar klisjuskotið á jól- um. Gleymum ekki þeim sem geta ekki á heilum sér tekið yfir jólastressinu, yfir því að jólin séu hátíð kaupmann- anna, yfir því að boðskapur jólanna týnist. Og ekki held- ur þeim sem segja okkur að jólin séu hátíð ljóssins og að það séu engin jól án bóka. Við þetta getum við svo náttúrlega bætt áramóta- ávörpum og -ræðum helstu leiðtoga þjóðarinnar, forseta, biskups, forsætisráðherra og útvarpsstjóra, eða varla breytir það góða fólk út af þeim sið að tala til okkar þegnanna kringum nýárið. Eða má ekki fastlega gera ráð fyrir að þar verðum við hvött til varðstöðu um tung- una, spurð hvort við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg, áminnt fyrir að hafa eytt um efni fram, hughreyst með því að vel menntuð æska sé mesti þjóðarauður- inn, minnt á að við séum rík þjóð í gjöfulu landi og sagt að þótt við séum fá og smá þá vegi rödd okkar þungt. Ekkert af þessu er beinlínis rangt og kannski ekki heldur slæmt. Klisjur hafa nefnilega eiginleika sem ber ekki að vanvirða. Þær veita öryggis- tilfinningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.