Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 12.03.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. MARS 1992 15 Stiórnin enn í minnihluta Heldur þó sínu frá síðustu könnun Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst þriðjung af fylgi sínu á einu ári. Framsókn og Kvennalisti styrkjast enn. Kratarnir nálgast aftur kosningafylgi sitt. Það dregur hins vegar úr fylgisaukningu Alþýðubandalagsins. Meirihluti kjósenda er enn andvígur núverandi ríkisstjóm, samkvæmt skoðanakönnun sem SKÁÍS gerði fyrir PRESSUNA um síðustu helgi. Fylgi stjómar- innar er svipað og það mældist fyrir tveimur mánuðum og ögn minna en samanlagt fylgi stjóm- arflokkanna tveggja. Könnunin leiðir í Ijós að 47,5% prósent aðspurðra styðja ríkisstjómina, en 52,5 prósent em andvíg. Svömn við þessari spumingu var tæp 97 prósent og virðast kjósendur hafa mun ákveðnari skoðanir á ríkisstjóm- inni en einstökum stjómmála- flokkum. LÍTIÐ FYLGIEN STÖÐUGT Þetta er svipað fylgi og ríkis- stjómin naut í skoðanakönnun um miðjan janúar. Þá studdu 48,2 prósent stjórnina og er munurinn á fylginu nú innan skekkjumarka. I upphafi ferils síns hafði stjómin stuðning rúm- lega sextíu prósenta, en það fylgi hvarf hratt og minnst reyndist fylgi stjórnarinnar í nóvember, um 43 prósent. Stjómin heldur því sínum hlut þrátt fyrir hörð átök síðustu vikna um einstaka málaflokka, sérstaklega heilbrigðis- og menntamál. Ört fylgisfall stjómarinnar í fyrra minnir nokkuð á feril ríkis- stjómar Steingríms Hermanns- sonar. Meirihluti þjóðarinnar var andvígur henni mestallan stjómartíma hennar, ef undan er skilin ein könnun þar sem hún náði stuðningi helmings kjós- enda. „Gerninga- veðrinu hefur slotað" segir Jón Baldvin Hannibalsson „Þær aðgerðir, sem þessi ríkis- stjóm hefur beitt sér fyrir, hafa ekki verið til vinsælda fallnar," sagði Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra og for- maður Alþýðuflokks. „Stjómarandstaðan hefur far- ið hamfómm með öflugum, til- finningahlöðnum áróðri um að verið væri að ráðast gegn þeim sem minnst mega sín og varð nokkuð ágengt. Nú virðist mesta gerningaveðrinu hafa slotað. Alvara málsins er mnnin upp fyrir fólki og það gerir sér grein fyrir að aðgerðirnar byggðust ekki á mannvonsku þeirra sem að þeim stóðu. Þetta hefur verið sérstaklega Ríkisstjórn Steingríms hermannssonar tekur við Ríkisstjórn Davíðs ODDSSONAR TEKUR VIÐ lúst Nóv. Jon. Mars KRATAR HOLLASTIR Þegar litið er á stuðning við stjómina meðal kjósenda ein- stakra flokka kemur í ljós að all- ir kjósendur Alþýðuflokksins lýsa stuðningi við stjórnina. Þetta skýtur skökku við þegar litið er til þeirrar gagnrýni sem stjórnin hefur sætt meðal al- þýðuflokksmanna. Þrátt fyrir gagnrýni forystumanna flokks- ins í sveitarstjómum, verkalýðs- hreyfingu og meðal „vinstri krata“ virðist þetta fólk allt skila sér með stuðningi við stjómina þegar á reynir. Svo hreinar línur er hvergi að fmna nema meðal krata og kjós- enda Alþýðubandalags. Hver einasti kjósandi þess flokks kvaðst andvígur núverandi ríkis- stjóm. Meðal sjálfstæðismanna em skilin næstum eins góð og hjá Alþýðuflokki, en einungis tæp tvö prósent kjósenda Sjálf- stæðisflokksins kváðust andvíg stjóminni. LAUNFYLGIMEÐAL KVENNA Kjósendur Kvennalistans em öðmm klofnari í afstöðu sinni til ríkisstjóminnar. I Ijós kemur að næstum fimmtungur þeirra, sem segjast myndu kjósa Kvenna- listann, segist einnig styðja rík- isstjórn Davíðs Oddssonar. Skýringar á þessu liggja ekki í augum uppi, en kunna að eiga sér rætur í því að Kvennalistinn fellur nokkuð í skuggann af Framsóknarflokki og Alþýðu- bandalagi í stjómarandstöðu og nýtur þar með ekki sömu sér- stöðu og á síðasta kjörtímabili. Meðal sjálfstæðismanna er stuðningur við ríkisstjórnina næstum eins mikill og meðal krata, en einungis tæp tvö pró- sent kjósenda þess flokks kváð- ust andvíg ríkisstjóminni. Hjá kjósendum Framsóknarflokks- ins er hlutfallið hið sama, en vit- anlega í hina áttina. STJÓRNIN SIGLIR SINN KÚRS Stuðningsmönnum stjómar- innar, sem PRESSAN ræddi við, kom yfirleitt á óvart hversu stöðugt fylgi stjómarinnar er, sérstaklega með tilliti til óvin- sælla aðgerða síðustu vikna og mánaða. Þá virðist sem óform- leg stjórnarandstaða innan flokkanna tveggja hafi ekki mikil áhrif út á við. Forystumenn beggja flokka virðast standa of sterkt til að þeim eða stjómarsamstarfinu verði ógnað innan frá. I Sjálf- stæðisflokknum gætir einkum óánægju meðal landsbyggðar- þingmanna og stuðningsmanna Þorsteins Pálssonar, en innan Alþýðuflokksins er andstaðan breiðari og sterkari flokkslega. Það er hins vegar mjög laus- bundið bandalag, sem á sér ekk- ert sameiginlegt annað en and- stöðuna og getur ekki boðið þá kosti sem vænlegri þyki við óbreyttar aðstæður. Karl Th. Birgisson Fylm rímssi yrna 1987-1992 erfitt fyrir Alþýðuflokkinn, sem telur sig höfund velferðarkerfis- ins, en taldi þurfa að koma í veg fyrir að grundvöll þess brysti. Eftir lægð í nóvember virðist flokkurinn hins vegar vera að nálgast kosningafylgi sitt.“ En stjórnin er enn í minni- hluta. , Já, enda hefði ég ekki vænst meirihlutafylgis við hana enn sem komið er. En ég býst við að hún treysti stöðu sína ef hér verða gerðir kjarasamningar sem tryggja stöðugleika í efna- hagslífi út árið. Þeir eru enn í nokkurri óvissu.“ „Eðlilegur stuðningur" segir Guðmund- ur Árni Stefáns- son. „Þessi könnun sýnir að fólk sér fáa kosti aðra en þessa ríkis- stjórn í hinni pólitísku stöðu. Útkoma Alþýðuflokksins er fagnaðarefni og sýnir að fólk treystir flokknum þegar harðnar á dalnum í efnahags- og at- vinnumálum,“ sagði Guðmund- ur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og einn þeirra sem gagnrýnt hafa störf ríkisstjómar- innar. „Stuðningur kjósenda Al- þýðuflokks við ríkisstjómina er mjög eðlilegur. Flokkurinn tók þá ákvörðun að ganga til þessa stjómarsamstarfs og þá styðja jafnaðarmenn vitanlega þá ríkis- stjóm. Það segir hins vegar lítið um hversu ánægt fólk er með ríkisstjómina og störf hennar.“ „Kemur ekkiá óvart,“ segir Steingrímur Hermannsson „Minnihluti ríkisstjómarinnar kemur mér ekki á óvart,“ sagði Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins. „Þó held ég mælist varla rétt sú mikla andstaða sem er gegn rót- tækum aðgerðum ríkisstjómar- innar, til dæmis í velferðarmál- um. Hún held ég sé miklu breið- ari en þama kemur fram. Eg fagna því að Framsóknar- flokkurinn skuli vera á uppleið og reikna með að fylgið aukist enn á næstunni. Hins vegar er ég undrandi á fylgisaukningu Alþýðuflokksins miðað við hversu marga ég hitti úr þeirra röðum sem em mjög óánægðir með störf ráðherra sinna. En menn eru lengi trúir sínum flokki.“ SIGHVATUR Björgvinsson er tvímæla- laust auglýsingakóngur vik- unnar. Sighvatur ferðast nú um landið undir slagorðinu „Velferð á varanlegum gmnni“ og heldur fundi á fundi ofan. Það er að sjálf- sögðu heilbrigðis— og trygg- ingaraðuneytið sem stendur fyrir þessu og nú er bara spuming hvort Sighvatur kemst í „eggjabakkaflokk- inn“ með Olafi G. Einars- syni. Sighvatur á það sam- merkt með flokksbróður sín- um Jóni Baldvini Hannibals- syni að reyna að ræða við fómarlömb sín. Sannarlega kjarkaðir menn! En annar auglýsingakóngur GUNNAR Steinn Pálsson blæs til sókn- ar vegna auglýsingaherferð- ar Örvals-Útsýnar, sem Gunnar segir að sé óvenju púkaleg og halló, og verður skjólstæðingur Gunnars, Samvinnuferðir-Landsýn, fyrir barðinu. Hefur hann kært málið til siðanefndar og óvíst um afdrif þess. Um leið birtist niðurstaða í öðm púkómáli, en það er mál Halls Magnússonar blaða- manns sem sagði eitthvað dónalegt um Stephen- sen-ættina. Hallur ætlar út til mannréttindadómstólsins í Strassborg með mál sitt og getur leitað liðsinnis hjá ÞORGEERI Þorgeirssyni rithöfundi sem kann alira manna best á Strassborg. Þorgeir er reynd- ar búinn að fá þann úrskurð að hann sé ómöguleg gjafa- vara vegna þess að hann sé dæmdur glæpamaður. Virð- ist koma fyrir lítið þótt hann sé hetja úti í Strassborg — íslenskir bókaútgefendur vilja ekki koma nálægt hon- um. Önnur hetja í útlöndum er RANNVEIG Guðmundsdóttir sem hefur hafið merki íslendinga aftur til vegs í Norðurlandaráði. Eftir þunnan þrettánda í embættisframa þar síðan valdaskeiði Páls Pétursson- arlauk hefur Rannveig aftur náð völdum. Hún veitir menningarmálanefnd Norð- urlandaráðs forstöðu og hitt- ist þar vel á úr því Fríða Á. Sigurðardóttir vann bók- menntaverðlaunin. Kannski hún geti jafnvel látið þýða Fríðu yfir á eitthvert mál sem fleiri skilja.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.