Pressan - 07.05.1992, Síða 22

Pressan - 07.05.1992, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ1992 Hversu siðuð erum við í samanburði við ■ ** hina siðmenntuðu Evrópu í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir erum við íslendingará margan hátt miðlungsmenn siðferðislega og ef eitthvað er frekar í betri kantinum. Þetta eru niðurstöðursamevrópskrar könnunar, en tilgangur hennar var að bera saman siðferðislegt mat ólíkra þjóða. Efniðurstöðureru bomarsaman við könnungerða afHagvangi 1984 má draga þá ályktun að siðferðiskennd íslendinga sé að breytast, við erum umburðarlyndari og líklegri til að notfœra okkur hið opinbera. i teldu ýmislegt athœfi réttlœtanlegt. Taflan sýnir sœlaröð þjóÖanna í siðferðisstiganum. XJk TL \ "V ^ --- ''V X\ X X\ X XL X X X Xn >» ^,_ >» ^ Xi. X. ÞIGGJA ÓVERÐSKULDAÐAR BÆTUR FRÁ RÍKINU 2 5 1 7 4 6 8 3 9 12 11 10 13 SVINDLA í STRÆTÓ 2 3 1 8 5 6 4 7 9 10 13 11 12 SVÍKJA UNDAN SKATTI 1 1 11 7 3 5 4 9 8 6 12 13 10 Kaupa þýfi 1 2 3 5 4 8 6 7 10 9 11 12 13 AKA BÍL í ÓLEYFI 2 1 8 3 4 5 9 12 6 13 7 11 10 SKILA EKKI FUNDNU FÉ 3 1 4 2 5 6 9 7 8 11 13 12 10 Þiggja MÚTUR 1 3 4 2 7 6 8 10 11 5 9 13l 12 Tilkynna EKKI TJÓN Á KYRRSTÆÐUM BÍL 1 5 2 6 3 12 9 8 4 7 11 10 13 Kasta FRÁ sér rusli Á ALMANNAFÆRI 1 12 7 6 13 11 2 9 10 4 j 3 8 sj AKA UNDIR ÁHRIFUM 1 3 4 8 2 5 6 7 12 9 íoj 13l 11 j SAMTALS 1 2 3 4 5 6 7 8 91 10 ll| 12S 13 Samkvæmt könnuninni ber- um við hlutfallslega mun meiri virðingu fyrir hinu opinbera en aðrar þjóðir Evrópu, en Frakkar em þar manna verstir. Franska þjóðin er tilbúnust allra til að svíkja peninga út úr kerfmu, eða því sem næst einn af hverjum þremur, á meðan Norðurlanda- þjóðimar ásamt Hollendingum em heiðarlegastar. I því sambandi telja 72% Is- lendinga að það sé aldrei réttlæt- anlegt að þiggja bætur frá hinu opinbera þegar enginn er réttur- inn. Aðeins 1% þjóðarinnar telur það alltaf réttlætanlegt. Ef marka má þær hávæm raddir sem hafa hljómað nú nýverið um „meinta" misnotkun kerfisins af fólki í sambúð sem skráir sig einstætt hlýtur eitthvað að vera bogið við þessar niðurstöður. Eða emm við bara svona vön að fara í kringum sannleikann? Af þrettán þjóðum em íslend- ingar í sjöunda sæti hvað varðar skattsvik, en 5% þjóðarinnar sjá ekkert athugavert við slík svik. Rúmlega helmingur, eða 56%, telur skattsvik aldrei réttlætanleg og emm við þar á sama báti og Svíar. Þá em enn eftir tæp fjöm- tíu prósent sem halda möguleik- anunt opnum. Belgar em hvað samviskulausastir í skattsvikum og Portúgalir fýlgja fast á eftir. PASSIÐ VESKIN í PORTÚGAL —OGÁÍS- LANDI Og meira um Portúgalana. Ef svo illa fer fyrir þér að þú týnir seðlaveski í Evrópu þá er Lissa- bon í Portúgal allra versti staður- inn. Það segir þó ekki alla sög- una því 32% Spánverja og Belga töldu það stundum réttlætanlegt að stinga á sig fundnu fé, saman- boriðvið 14% íslendinga. Á Norðurlöndunum er einna óheppilegast að týna veskinu sínu á Islandi þó svo að pró- sentutölumar séu mjög lágar. Samanborið við könnun ársins 1984 er landinn líklegri til að skila ekki fundnu fé í dag, því 12% færri telja slíkt aldrei rétt- lætanlegt. I raun ætti breytingin að vera meiri, því nokkuð er um að peningaveskjum sé skilað til lögreglunnar en hending ef í þeim em peningar. MEIRA FRELSI í KYN- LÍFI Á heildina litið er brúnin að léttast á íslendingum og um- burðarlyndi smám saman að vinna á þröngsýni og stífni. Eða á ef til vill að líta á niðurstöðum- ar sent yfirvofandi siðferðislegt skipbrot? Sem dænti er einn af hverjum fjómm íslendingum hlynntur algjöm frelsi í kynlífi án takmarkana og náum við þar betri árangri en frændur vorir á Norðurlöndum, — meira að segja Svíar. Þjóðir Suður-Evr- ópu eru þó mun frjálslyndari enda hafa þeir sól, sand og svita sem mýkja vafalaust hart og kuldalegt viðmót. Það mætti jafnvel reyna að endurgera könnunina á sólarlandaförum á Spánarströnd og hver veit nema við næðum þá að skjóta Spán- verjum ref fýrir rass. BETRI TÍÐ FYRIR SAM- KYNHNEIGÐA Afstaða Islendinga til sam- kynhnei^ðra hefur tekið mestri hlutfallslegri breytingu írá 1984, en þá fannst 48% þjóðarinnar að samkynhneigð væri aldrei rétt- lætanleg. I dag em einungis 24% þjóðarinnar á þessari skoðun á sama tíma og 19% em fýllilega samþykk. Meðaleinkunn á skal- anum 10 hefur hækkað frá 3,3 í 5,5, sem er sannkölluð stökk- breyting á fordómakúrfu land- ans. Harðasta afstöðu taka íslend- ingar gegn pólitískum morðum (88%), að þiggja mútur í starfi (84%), að aka undir áhrifum áfengis (90%) og að kaupa þýfi (82%). Belgar em svörtustu sauðir Evrópu varðandi ölvuna- rakstur og mútuþægni, og þjófar eiga einna best viðskipti við Frakka, sem víla einna síst fýrir sér að kaupa stolnar vömr. l>rátt fyrir danska bjórinn em Danir ólíklegastir til að setjast fullir undir stýri og ná því fýrsta sæti. íslendingar hafna aftur á móti í því áttunda. DANIR HEIÐARLEGAST- IR í UMFERÐINNI Umferðarmenning Frakka hefur oft þótt gott dæmi um það hvemig varast skal að stjóma ökutæki, en það eru einmitt Frakkar sem fá flest skammar- strik sem líklegastir til að til- kynna ekki um tjón sem þeir valda á kyrrstæðum bílunt. Bret- ar koma næstir á efir, sem kemur á óvart, því bresk kurteisi í um- ferðinni hefur lengi verið rómuð. Ætli skapillir leigubfistjórar séu hér ekki fremstir í flokki. íslend- ingar sitja í sjötta sæti á meðan Danir em heiðarlegastir og fá fyrstu einkunn. Svíar em aftur mestu sóðar Evrópu, Norður-Ir- ar næstverstir en Danir mestu snyrtimennin. Hjónaband er í tísku á íslandi en að sama skapi em hjónaskiln- aðir alltaf jafnalgengir. Síðan 1984 hefur landinn slappast í andstöðu sinni gegn skilnaði, meðaleinkunnin hækkað úr 5,5 í 6,3 og er nú sú sama og í Sví- þjóð. Færri íslendingar, eða 11%, em á móti fóstureyðingum nú en 1984, en þá vom 23% al- farið á móti. Á Norðurlöndum studdu 46-67% fólks fóstureyðingar ógiftra kvenna annars vegar og hjóna sem vilja ekki eignast fleiri börn hins vegar. Þó svo takið sé að linast ná íslendingar ekki enn að vera eins frjálslyndir og Norðurlandabúar í þessum efnum. Anna Har. Hamar Hvers konar könnun? Skoðanakönnunin á íslandi var gerð af Félagsvísinda- stofnun Háskólans fyrir The European Value Systems Study Group og byggðist á heimsóknum til aðspurðra. Eitt þúsund manns á aldrin- um 18—80 ára vom valdir úr þjóðskrá og af þeim svömðu 702. Aðspurðir vom beðnir •að gefa einkunn frá 1-10. Þessi kvarði er að mörgu leyti erfiður, þvf munurinn á ein- kunn 1 og 2 er óvemlegur. Til að fá skýrari útkomu mætti skipta niðurstöðum í þrjá flokka; 1-3, 4-7 og 8-10. í því sambandi má skoða nið- urstöður um samkynhneigð sem breytast úr 24% í 32% á móti og úr 19% í 34% með, ef einkunnaskala er skipt nið- ur. Alls staðar nema í Finn- landi vom aðspurðir heim- sóttir. Finnsku þátttakendum- ir vom í tölvutengdu sam- bandi við könnunarstofnun- ina og fengu spumingalistann sendan í pósti. Þar að auki vom þeir á föstum launum fýrir að taka þátt í könnunum sem þessari og þóttu ekki gefa góðan þverskurð af finnsku þjóðfélagi. Niður- stöðumar urðu því áberandi ólfkar þeim sem fengust í öðram Evrópulöndum. Vegna þessa em finnsku nið- urstöðumar ekki teknar með hér og miðað við að þrettán þjóðir séu í úrtakinu. Könnunin var rnjög viða- mikil og vom um 1.000 mann spurðir f Noregi, Danmörk og Svíþjóð, 2.637 Spánverjar, 1.002 Frakkar, 1.185 Portú- galir og 2.792 Belgar. Könnunin náði yfir sið- ferðismál og vom þátttakend- ur meðal annars spurðir um skoðanir sínar á skattsvikum, á því að greiða ekki far með almenningsvagni, að kaupa stolna vöm, að neyta fíkni- efna, á framhjáhaldi, kynlífi undir lögaldri, mútuþægni, samkynhneigð, vændi, fóst- ureyðingum, hjónaskilnuð- um, að slást við lögreglu, líknardrápi, sjálfsmorðum, að drepa fnann í sjálfsvöm, pól- itískum morðum, að kasta msli og ölvunarakstri. Af þrettán þjóðum eru íslendingar í sjö- unda sæti hvað varðarskattsvik, en 5% þjóð- arinnarsjá ekkert athugavert við slík svik.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.