Pressan


Pressan - 07.05.1992, Qupperneq 41

Pressan - 07.05.1992, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MAÍ 1992 41 ELDFJALLI BLÆÐIR „Fólk verður að dæma það sjálft hvemig tónlist þetta er. Ég kann enga skilgreiningu á henni, þetta er bara okkar tónlist," segir Guðmundur Þ. Sigurðsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Bleeding Volcano. I kvöld heldur hljómsveitin tónleika í Gijótinu og kynnir þar meðal annars efni af væntanlegri plötu sinni. Sveitin hefur haft hægt um sig síðustu mánuði og ekkert leikið opinberlega. Þeir drengir hafa haldið sig í hljóð- veri og dundað við upptökur lag- anna sem verða á plötunni. Bleeding Volcano skipa, auk Guðmundar, Vilhjálmur Goði Sigurðsson, Hróbjartur Jónsson og Halldór Ingólfsson. Þeir fé- lagar syngja á ensku eins og svo margar rokksveitir íslenskar gera núna. Guðmundur segir ástæð- una þá að „þetta er okkar tjáning- armál“, eins og hann orðar það sjálfur. I kvöld gefst okkur sem sagt kostur á að hlusta á Bleeding Volcano fremja rokk. Og vænt- anlega kemur þá í ljós hvers við megum vænta af þessari ágætu sveit í framtíðinni. Böddi og Gylli segjast vera öðrum útvarpsmönnum hressari. EKKI NEYÐARLEOT HELDUR HRESST hallærisleg — eins og stundum vill verða þegar fjölmiðlafólk verður yfirdrifið í hressileikan- um. „Það var kannski pínulítið í byrjun þannig, en við pössum okkur á því að verða ekki hallær- islegir. Við erum bara við sjálfir og hlæjum þegar við viljum hlæja en kreistum ekki upp úr okkur einhvem gervihressi- leika,“ segir hann og leggur áherslu á orð sín. Þeir drengir spila aðallega gömul og góð íslensk partílög þannig að allir geta raulað með. Og nýju lögin fljóta náttúrlega með. Fólk getur sungið í beinni útsendingu og Böddi og Gylli syngja líka fyrir hlustendur á öll- um heimsins tungumálum — em með nokkurs konar karaoke í beinni. Böddi er líka með grínþáttinn Túkall sem byggist á bröndumm og stuttum leikþáttum. „Ég er eiginlega útvarpsmaður af lífí og sál,“ segir þessi lífsglaði og ljúfi drengur. „Þetta er kannski mun hress- ari þáttur hjá okkur en er á öðr- um stöðvum. Við fíflumst meira og hlæjum meira,“ segir Böðvar Bergsson. Böðvar og félagi hans Gylfi Þór Þorsteinsson sjá um þáttinn „Slá í gegn“ á Aðalstöð- inni á laugardagskvöldum, sem fengið hefur góðar viðtökur hjá ungu fólki. Til marks um það má geta þess að eitt kvöldið hringdu yfir 400 manns til að senda kveðjur. Þeir Böddi og Gylli em ekki ýkja gamlir, aðeins 22 ára, og ættu því að hafa einhverja hug- mynd um hvað ungt fólk vill. Böddi þvertekur fyrir að fffla- lætin hjá þeim séu neyðarleg eða FIÐLARINN Á BÖRUNUM ,JÉg spila ýmiss konar tónlist; kántrí og rokk, en spila líka djass núna,“ segir fiðlarinn bandaríski, Dan Cassidy, sem margir kann- ast við af Blúsbamum og víðar. „Ég spila á Blúsbamum á hverju laugardagskvöldi, sem er mjög gaman, því ég leik með skemmtilegum náungum. Band- ið nefha þeir Dan Cassidy kvar- tettinn og er notalegt af jteim að veita mér þá upphefð.“ Hann segir áheyrendur yfir- leitt skemmta sér hið besta. „Stundum finnst þeim tónlistin sú skemmtilegasta í heimi en það kemur fyrir að annað er upp á teningnum. Áheyrendur em þó oftar en ekki virkilega í essinu sínu og viðbrögð við fiðlunni góðu mikil, því það em ekki margir fiðluleikarar að spila á veitingahúsum bæjarins. Fólk kemur jafnvel til mín og segir: ,Ég hef aldrei þolað fiðlur en eft- ir að hafa hlustað á þig hef ég al- gerlega skipt um skoðun.“ Þetta þykir mér afar vænt um.“ Cassidy, sem lagði ekki klass- íkina fýrir sig, langaði alltaf að koma til íslands og efitir að hafa lesið sér til fór hartn að hugsa til þess hvort hægt væri að fá að spila hér sem farandspilari. „Eft- ir stutta heimsókn ákvað ég að þetta væri svo stórkostlegur stað- ur að ég yrði að koma aftur. Ég gerði plön, safhaði peningum og kom. Ég var svo heppinn að ég fékk vinnu en núna þarf ég að yfirgefa landið fljótlega. Ég von- ast þó til til að geta komið aftur í haust og unnið við hljóðfæraleik, spilað rokk og ról og jafnvel starfað við upptökur." ÓKEYPIS • Kynningar f stórmörkuðum. Þær eru náttúrlega ekki hugsaöar sem skemmtiefni heldur á plastkortafólkið að kaupa helling á vildarkjörum eftir aö hafa fengið aö smakka. Ef farið er í nokkra stórmarkaði á föstudagseftir- miðdegi má borða sig saddan af ís, medisterpylsu, Londonlambi, spag- hettíi og guö veit hverju. Og drekka gos eöa ávaxtasafa með. Sjálfsagt er að smakka tvisvar, þrisvar á hverju og segja síðan meö þóttasvip: Þetta er ekkert sérstakt. Svipurinn á kynningar- fólkinu er óborganlegur. Þá má líka BOKIN MARGRÉTPÁLA OLAFSDOTTIR ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN Allt er nú kennt eftir hand- bókum og því þá ekki bamauppeldi? Súperfóstran Margrét Pála er merkileg um margt innan hinna eilíf- lega þreyttu uppeldisstétta og hefur svo sannarlega skoðanir á hlutunum. Hveijum uppalanda er hollt að kiinna nokkur trix og þar er bók Margrétar snjallt inn- legg. Auk þess er bókin tæplega skaðleg í kjölinn þannig að alltaf má berja bömin með henni ef upp- reisn brýst út. Bókin kostar 1.980 krónur og fær prik. BÍÓIN MITT EIGIÐ IDAHO My Own Private Idaho LAUGARÁSBÍÓI Mynd sem fólk á aö sjá. Skemmtileg alvöru mynd. Og lika frumleg, vel gerö og hefur þaö umfram flestar myndir í bíó aö geta komiö fólki á óvart. •k'k-k'k REFSKÁK Knight Moves HÁSKÓLABÍÓI Þokkalegur tryllir fyrir þá sem kunna mannganginn. Stórmeistarinn er aö sjálf- sögðu hálfklikkaður eins og Bobby Fischer. Sæma rokk er því sárt saknað. kk horfa á konur og menn kynna strau- jám og blettahreinsi og annað slíkt. SJÓNVARP • Laganna veröir.Ný þáttaröö þar sem fylgst er meö störfum lögreglu- manna í nokkrum stórborga Ameríku. Þættirnir eru ekki leiknir heldur er raunverulegum löggum fylgt eftir í starfi um daga og nætur Stöð 2 tim. kl. 21.05. • I minningu Parkers. Chariie „Bird“ Parker er einhver frægasti djassisti sem uppi hefur verið. Hér er á ferðinni upptaka frá hátið sem haldin var í minningu Parkers í Cannes 1990. Meðal þeirra sem fram komu var hinn sjötugi Jon Hendricks, sem einmitt nú er væntanlegur hingaö til lands og leik- ur á RÚREK-djasshátíðinni. Sjónvarp- iö fös. kl. 23.40. • Flugnahöföinginn. Skáldsaga nóbelsverðlaunahafans Williams Golding, Lord of the Flies, er flestum kunn. Hópur drengja hafnar á eyðieyju og þarf aö draga fram lífið við heidur bágbomar aöstæður. Smátt og smátt breytast drengimir í hóp villimanna og svífast einskis. I þessari kvikmynd er sagan færð nær okkur í tíma, þrátt fyr- ir nokkra annmarka þykir myndgeröin hafa heppnast ailþokkalega. Stöö 2, lau. kl. 23.30. • Evrósjón. Og þá er komiö að Öró- vfsfón þessa árs og eins og allir vita flytja Sigga Beinteins og Sigrún Eva Nei eöa já fyrir fslands hönd. Alls taka 23 þjóðir þátt i keppninni og er það VINSÆLUSTU MYNDBÖNDIN 1 Regarding Henry 2 Toy Soldiers 3 Commitments 4 Fjörkálfar 5 Sheltering Sky 6 Shattered 7 Lömbin þagna 8 Teen Agent 9 Backdraft 10 Quigley Down Under metþátttaka. Ámi Snævarr fréttamaö- ur hefur tekiö aö sér jjað vandasama starf að lýsa keppninni fyrir okkur ls- lendingum, apa stigin upp eftir dóm- nefndum um allan heim og þar fram eftir götunum. Sjónvarpiö, lau. kl. 19.00. LÍKA í BÍÓ BÍÓBORGIN Höndin sem vöggunni ruggar*** í klóm arnarins" Leitin mikla** Faöir brúöarinnar** Læknir- inn" BlÓHÖLLIN Skellum skuldinni á vikapiltinn** Banvæn blekking** Leitin mikla** Faöir brúöarinnar” Sföasti skátinn" Kuffs** HÁSKÓLA- BÍÓ Refskák" Steiktir grænir tóm- atar*” Litli snillingurinn*** Frankie & Johnny" Háir hælar** Tvöfalt llf Veróniku*** LAUGARÁSBlÓ Mitt elgiö Idaho**** Hetjur háloftanna* Reddarinn* Vfghöföi**** REGN- BOGINN Freejack* Catchfire" Kol- stakkur*”* Kastali móöur minnar*** Léttlynda Rósa*** Homo Faber**** SÖGUBÍÓ Svellkalda klíkan* Vlg- höföi**** STJÖRNUBÍÓ Hook" Strákarnir f hverfinu" Stúlkan mín*" Börn náttúrunnar*” ... fær Baldvin Ragn- arsson, hungurverkfalls- maður og fangi á flótta, fyrir góðan smekk á bflum en hann strauk á hvítum Buick 78. VIS5IRÞÚ ... að bandarískir neytendur greiddu urn 374.000.000.000 dollara með greiðslukortum í fyrra? Þetta eru um 22.440.000.000.000 krónur ís- lenskar eða 22.440 milljarðar með öðmm orðum eða rúmlega 200-föId fjárlög íslenska ríkis- ins. ... að meðalverð fyrir tann- fyllingu í Bandaríkjunum er 36 dollarar eða 2.160 krónur ís- lenskar? í Þýskalandi kostar hins vegar um 720 krónur að fylla tönn. ... að Stefan Edberg var hæst launaði karl-tennisleikari í heimi í fyrra með um 141 milljón og 825 þúsund krónur í árstekjur? Það gera um 11 milljónir og 820 þúsund krónur á mánuði. Mon- ica Seles var hæst launaði kven- tennisleikarinn og hafði hærri tekjur en Edberg eða 147 millj- ónir og 465 þúsund krónur yf- ir árið. Það gera 12 milljónir og 290 þúsund krónur á mánuði. FRÍAR HEIMSENDINQAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAQA VIKUNNAR PÓNTUNARSlMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grsnsisvegl 10 - þjónar þér allan sólarhringlnn Kántríkráin l BORG ARVIRKIÐ j KÁNTKÍBANDIÐ AMIGOS leikur frá fímmtudegi til sunnudags FAT TENNIS, stálgítarleikari ásamt VIÐARI JÓNSSYNI og FÓRI ÚLFARSSYNI 2 \ Ekta kántrímúsik — Mætum með hattana — Aldurstakmark 23 ár BORGARVIRKIÐ * ÞINGHOLTSSTRÆTI2 ¥ S: 13737

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.