Pressan - 25.06.1992, Side 18

Pressan - 25.06.1992, Side 18
18 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 25. JÚNÍ 1992 M E N N Guðni Þórðarson ferðafrömuður Frelsari, fantur og fórnarlamb Það er ekki einleikið hvemig þeir 1.440 sem misstu sumar- leyfispeningana sína yfir borðið til Guðna Þórðarsonar í Sólar- flugi hafa misskilið atburði síð- ustu daga. Sumir tóku sér meira að segja stein í hönd og bmtu rúðumar á Vesturgötunni; hvatt- ir af Jóhannesi Gunnarssyni, Ef fólk hefði farið að ráðum Guðna hefði það því ekki grýtt húsið á Vesturgötunni heldur látið steinum rigna á Morgunblaðs- höllina, DV-hús- ið, Útvarpshúsið, Stöð 2, PRESS- UNA, Flugleiðir, SAS og heimili þeirra sem ann- aðhvort komu ekki nógu snemma með innborgunina á ferðir hjá Guðna eða komu bara ekki neitt. Reykjavík hefði breyst í LA. eins og Guðni hefur bent á. Ef þetta fólk hefði spurt Guðna hefði það vitað hvern átti að grýta. Það er nefnilega ekki Guðna að kenna þótt skrifstofunni hafi verið lokað. Eins og hann benti á í fréttatilkynningu um lokun- ina var það í íyrsta lagi blöðun- um að kenna. Þau höfðu ekki skrifað nógu vel urn Sólarflug og Guðna og því ekki komið nógu margir á skrifstofuna til að greiða inn á ferðir. f öðru lagi var það þeim að kenna sem þó komu og borguðu inn á. Eins og Guðni skrifaði í tilkynningunni komu þeir allt of seint og alls ekki nógu margir mánuði fyrir áætlaða brottför. Því var allt of lítill peningur í kassanum þegar hann lokaði skrifstofunni. í þriðja lagi eiga aðrar ferðaskrif- stofur og flugfélög sök á því hvemig komið er. Þessi fyrir- tæki buðu ferðir til útlanda — alveg eins og Guðni — og þannig fóm nokkrir góðir bitar í hundskjaft. Ef fólk hefði farið að ráðum Guðna hefði það því ekki gtýtt húsið á Vesturgötunni heldur látið steinum rigna á Morgun- blaðshöllina, DV-húsið, Út- varpshúsið, Stöð 2, PRESS- UNA, Flugleiðir, SAS og heim- ili þeirra sem annaðhvort komu ekki nógu snemma með inn- borgunina á ferðir hjá Guðna eða komu bara ekki neitt. Reykjavík hefði breyst í LA. Og ekki bara yfir eina nótt. Guðni hefur nefnilega haldið áfram að benda á ýmsa söku- dólga í þessu máli. Hann hefúr afhjúpað Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, sem gróf undan Sólarflugi. Guðni hefur líka bent á hlut Flugleiða, sem tóku að sér að fljúga fyrir Sólarflug en flugu síðan ekki neitt. Og þótt Guðni sé kraftaverkamaður í ferða- mannabransanum þá getur verið erfitt fýrir hann að koma fólki fljúgandi til Köben án flugvéla. Það er því skiljanlegt að Guðni skuli ætla í mál við Jó- hannes og Flugleiðir. Vonandi tekst honum að endurheimta æm sína sem góðvinur neytenda og litla mannsins. Ef það dugir ekki til á hann að stefna fjöl- miðlunum og síðan öllu því fólki sem gat ekki drattast nógu snemma á Vesturgötuna til að borga inn á ferðir. Hann á að minnsta kosti að krefjast þess að það klári að borga ferðimar sem það pantaði. Og ef það dugir Guðna ekki á hann að sjálf- sögðu að stefna þeim sem fóm utan með öðmm ferðaskrifstof- um. Það er náttúmlega óþolandi að það fólk skyldi ekki leggja sína sumarleyfispeninga í púkk- Þrír aðilar kljást um 26 milljóna króna samning við Varnarliðið PÚUTÍSI SLAGSM IIM SORPURBUN FYRIR VARNARLIÐIB Sorpurðunarsvæði Suðurvirkis á Stafs- nesi. Þegar bilun varð hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja fyrir sjö eða átta árum úthlut- aði Matthías Á. Mat- hiesen fyrirtækinu verkefninu. Nú vili Jón Baldvin breyta til og hleypa öðrum að. Suðurvirki, sem er í eigu Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra land- búnaðarráðuneytisins, og fjölskyldu, fékk sorpurðunina með pólitískri út- hlutun Matthíasar Á. Mathiesen árið 1985. Nú hefur varnarmálaskrifstofa ákveðið að samið verði við Njarðtak, sem er í eigu flokksbróður Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkisráðherra. Vamarmálaskrifstofa utanrík- isráðuneytisins hefur samkvæmt öruggum heimildum PRESS- UNNAR samið við Njarðtak sf. í Njarðvík um urðun á grófu sorpi sem fellur til hjá Vamar- liðinu á Keflavíkurflugvelli. Ekki var viðhaft útboð frekar en hingað til við alla verktöku íyrir varnarliðið. Með hinum nýja samningi er verkefni jtetta teldð úr höndum Suðurvirkis hf., sem hefur haft sorpurðunina með höndum ffá 1985, einnig án út- boðs, að tilstuðlan Matthíasar Á. Mathiesen, þáverandi utan- ríkisráðherra. Annar aðaleig- enda þessa fyrirtækis er Guð- tnundur Sigþórsson, skrifstofu- stjóri landbúnaðarráðuneytisins. Eigandi Njarðtaks er hins vegar Ólqfur Thordersen, flokksbróðir Jóns Baldvins Hannibalssonar, núverandi utanríkisráðherra. 26 MILLJÓNA KRÓNA VERKEFNIÁ ÁRI Samkvæmt heimildum blaðs- ins sóttist Sorpeyðingarstöð Suðumesja (SS), sem er í eigu sveitarfélaganna á Suðumesjum, eftir því að fá jxtta verkefhi, en við því var ekki orðið. Sem kunnugt er hefur öll verktaka fyrir vamarliðið verið sem ávísun á gulltryggan hagn- að og þótt hér séu á ferðinni smáir aðilar borið saman við fs- lenska aðalverktaka og Kefla- víkurverktaka er engu að síður um vænar fúlgur að tefla. Að sögn Friðþórs Eydal, upplýs- ingafulltrúa vamarliðsins, borg- aði vamarliðið um 310 þúsund dollara á síðustu átta mánuðum vegna sorpurðunar Suðurvirkis, eða sem nemur 17,6 milljónum króna. Á ársgrundvelli er því um að ræða samning upp á 26 milljónir króna. MATTHÍAS Á. MATHIE- SEN ÚTHLUTAÐIBIT- LINGNUM 1985 Það vom þvf að minnsta kosti þrír aðilar sem þiýstu á vamar- málaskrifstofuna og ráðuneytið um að fá samning um urðunina fyrir vamarliðið á Keflavíkur- flugvelli. Suðurvirki hefur haft samn- ing við Vamarliðið frá því 1985 og hefur sá samningur af og til verið endumýjaður, en nýjasti samningurinn rennur út um þessi mánaðamót. Suðurvirki hefur urðað gróft sorp á Stafs- nesi, sem er í umdæmi Sand- gerðis, en innan vamarsvæðis- ins. Á sínum tíma fór ekki fram raunverulegt útboð um þetta verkefni og var það gagnrýnt. UtanríkisráðheiTa á þeim tíma var Matthías Á. Mathiesen í samstjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og mun Matthías hafa beitt sér mjög í málinu og þótti afgreiðslan bera sterkan keim af helrrúngaskipta- reglu flokkanna. Fyrirtækið er í eigu fjölskyldna Jóns V. Einars- sonar í Keflavrk og Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra landbúnaðarráðuneytisins. Á þeim tíma var Guðmundur stjómarformaður og prókúruhafi Njarðtak sf. í Njarðvík er þarna skráð til húsa, á heim- ili Ólafs Thordersen. Hann er, eins og utanríkisráðherra, krati. hjá fýrirtækinu. Eiginkona Guð- mundar, Herborg Ámadóttir, er titluð framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. NJARÐTAK TEKIÐ FRAM- YFIR SORPEYÐINGAR- STÖÐ SUÐURNESJA Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR kom upp vilji fyrir því innan utanríkisráðu- neytisins að aðrir aðilar fengju að spreyta sig á sorpurðuninni fyrir varnarliðið, helst hrein- ræktað Suðurnesjafyrirtæki. Heimildir blaðsins fyllyrða að fyrirtækið Njarðtak í Njarðvík sé komið með samning. Njarð- tak er nánar tiltekið í eigu feðg- anna Ólafs V. Thordersen og Ólafs Ó. Thordersen og hefur fyrirtækið undanfarið séð urn sorphirðu fyrir Keflavík og Þegar PRESSAN leitaði til Guðmundar Sigþórssonar vísaði hann á framkvæmda- stjóra Suðurvirkis, eiginkonu sína, Herborgu Árnadóttur, og gaf upp símanúmerið á heimili þeirra hjónanna. Njarðvík. Ólafur eldri var á síð- asta kjörtímabili varabæjarfull- trúi fyrir Alþýðuflokkinn og er því flokksbróðir utanríkisráð- herra, en aðstandendur Suður- virkis em framsóknar- og sjálf- stæðismenn. Framkvæmdastjóri Suður- virkis ritaði Sambandi sveitarfé- laga á Suðumesjum (SSS) bréf þar sem óskað var eftir stuðn- ingi sambandsins við það að vamarmálaskrifstofan endumýj- aði samning þess við vamarlið- ið. Hins vegar var á síðasta aðal- fundi SS samþykkt tillaga um að stjóm stöðvarinnar kannaði möguleikann á því að SS tæki að sér urðun sorps fyrir vamar- liðið. SS hirðir svokallað húsa- sorp vamarliðsins, en Suður- virki sér um gróft sorp. Suður- virki fékk á sínum tt'ma umrætt verkefni þegar SS var lokað í þrjá mánuði vegna bilunar. Munu rökin fyrir samþykkt til- lögunnar á aðalfundinum hafa verið þau, að best færi á því að sorptakan væri á einni hendi. STJÓRNAÐ FRÁ HEIMILI SKRIFSTOFUSTJÓRANS í ÁRBÆ Samkvæmt heimildum blaðs- ins beitti Guðmundur Sigþórs- son sér mjög fyrir því að fýrir- tæki hans fengi endumýjaðan samning. Suðurvirki er reyndar ekki stórt fyrirtæki, með þrjá fasta starfsmenn, tvo vörubíla og tvo svonefnda troðara, þ.e. stórvirk sorpmulningstæki. Guðmundur Sigþórsson neit- aði því reyndar í samtali við blaðið að hann væri í forsvari fyrir fyrirtækið. „Það er kona mín sem er framkvæmdastjóri og málefni fýrirtækisins í hönd- um hennar og móðurbróður hennar, Jóns Einarssonar. Ég vil ekki vera að blanda mér inn í þetta mál,“ sagði Guðmundur. Hann vísaði málinu til Jóns og til konu sinnar, Herborgar, og gaf í því sambandi upp heima- símanúmer þeirra hjóna í Ár- bænum. „Þetta mál er á viðkvæmu stigi og til að gera langa sögu stutta þá er ég ekki tilbúin að tjá mig um málið,“ sagði Herborg. Jón V. Einarsson er stjómarfor- maður fyrirtækisins. „Ég hef heyrt frá utanríkisráðuneytinu að þeir vilji láta aðra fá þetta, en mér vitanlega hefur engin end- anleg niðurstaða orðið. Ég lít svo á að við séum þeir einu sem emm með sérhönnuð tæki íýrir þetta verkefni og held því fram að á sínum tt'ma hafi óformlegt útboð farið ffam,“ sagði Jón. VARNARMÁLASKRIF- STOFAN VILL EKKERT UM MÁLIÐ SEGJA Sem fýrr segir samþykkti að- alfundur SS að kanna möguleik- ann á því að stöðin fengi þetta verkefni. Að sögn Guðjóns Guðmundssonar, ffamkvæmda- stjóra stöðvarinnar, telja menn eðlilegt að öll sorpmál á Suður- nesjum verði á einni hendi. ,Ég hef rætt við vamarmálaskrifstof- una um þessi mál, gert henni grein fyrir samþykktum okkar og vilja sveitarstjómarmanna á Suðurnesjum." Á vamarmálaskrifstofu var engar upplýsingar að fá. „Það eina sem þú mátt hafa efúr okk- ur er að við höfum ekkert um málið að segja," sagði Bjarni Vestmann, upplýsingafulltrúi á vamarmálaskrifstofúnni. Þótt mál þetta sé formlega í höndum varnarmálaskrifstof- unnar er vitað til þess að það hafi ratað inn á borð utanríkis- ráðherra, ekki síst í ljósi þess hve hart var barist um bitann. Þrátt fýrir ítrekuð skilaboð náð- ist ekki samband við ráðherr- ann. Friðrik Þór GJðmundsson &J^. *■. t., -A. - —. —- --V - -r- —- —. 4. ».'»'.^»„1

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.