Pressan - 25.06.1992, Síða 28

Pressan - 25.06.1992, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. JÚNI1992 REYKJAVÍK an í sæmilegu lagi þegar hér er komið sögu er hægt að tékka á Hressó og Hótel Borg en þaðan beint upp á hótel í háttinn. LAUGARDAGUR Miðdagur: Vöknum í stað- góðan hádegisverð á Óðinsvé- um. Að snæðingi loknuni trilla ég og mínir menn beint á Lista- safn Einars Jónssonar til að skoða það fína safn. Þaðan er farið upp í tuminn á Hallgríms- kirkju og neðar í kirkjunni má skoða orgelskipið, sem er þýsk undrasmíð og stærsta orgel á Is- landi, 50 tonn að þyngd. Skoða þarf fleiri menningar- staði. Þá er rakið að fara upp í Perlu, en þar eru ráðstefnugestir fyrir að maula matinn sinn í kaffiteríunni. Aðkomufólkið fær rétt að kíkja inn en verður svo frá að hverfa og gera tilraun til að komast ofar, það er á veitinga- staðinn. Við erum í strigaskóm og fáum því ekki inngöngu. Mitt fólk fer sneypt út hugsandi „til hvers voru þeir að byggja þetta"? Eftirmiðdagur: Nú fer gær- dagurinn að sitja í nokkrum af okkur og því fömm við beint í sund og gufu í Vesturbæjarlaug. Síðan höldum við upp á hótel og búum okkur undir að borða fínt um kvöldið. Kvöld: Haldið til kvöldverðar á tælenska staðinn Síam við Skólavörðustíg, þar sem besti matur í Reykjavík er framreidd- ur. Á milli klukkan níu og hálftíu stöndum við upp frá borðum og rúllum niður Klapparstíginn. Mínu fólki mun auðvitað finnast merkilegt að sjá þijár bari á svo þröngu svæði. Við kíkjum fyrst inn á Tuttugu og tvo, síðan á N-1 bar og þaðan á Bióbarinn, þar sem við fáum okkur einn bjór. Einhver sagði að fallegasta fólk- ið væri í Casablanca, því fömm við þangað. Kvöldið er þó enn tiltölulega ungt og þess vegna enginn á staðnum. Við viljum ekki vera brennimerkt utanbæj- arfólk og komum okkur f burtu. Ingólfskaffi er næsti viðkomu- staður, en sá staður er alltaf með rosa auglýsingar og ég fer nátt- úrulega bara eftir því sem ég sé í blöðunum. Þar er iúllt af fólki og við stoppum um stund, skoðum fólkið, dönsum og allt er voða gaman. Síðan höldum við áfram og förum á bæjarrölt. Það eru mánaðamót og mikið líf í bæn- um, spennandi fyrir utanbæjar- fólk. Við getum litið inn á ein- hveija bari en þeir em svo marg- ir í borginni að það skiptir ekki máli hvar okkur ber niður þegar hér er komið sögu. Eftir klukkan þijú er farið að leita að partíi. Við staðsetjum okkur á hominu á Laugavegi og Klapparstíg og hlustum eftir því hvort einhver hrópi Stuðlasel 14. Við emm svo djöfull heppin að vita ekki hvar það er og hótelið á VIÐ STAÐSETJUM OKKUR Á HORNINU Á LAUGAVEGI OG KLAPPARSTÍG OG HLUST- UM EFTIR ÞVÍ HVORT ÞAÐ SÉ PARTÍ í STUÐLASEL114. næstu grösum. Þangað höldum við, opnum míníbarinn og eig- um góða nótt. SUNNUDAGUR Miðdagur: Við vöknum upp úr hádegi, horfum pínulítið á MTV, sólin skín hátt á lofti og við bregðum okkur á Hressó til að snæða ristað brauð og kaffi með því. Um þetta leyti er vita- skuld opið hús í Ráðhúsinu og við fömm að skoða þetta mikla mannvirki. Mitt fólk kastar rest- inni af ristaða brauðinu til eldis- laxanna í Markúsarhyl, það er svo spennandi. Eftirmiðdagur: Þorstinn fer að segja til sín, sem þýðir að hádeg- isbarinn á Bíóbamum verður næsti áfangastaður. Þar drekkum við lítinn bjór rétt fyrir lokun. Nú gemm við lokatilraun til að vera menningarleg og fömm á Kjarvalsstaði til að skoða sýn- ingu Mírós. Kvöld: Frá Kjarvalsstöðum göngum við niður Laugaveginn og leitum að stað til að snæða á kvöldverð. Pétursklaustur er lok- að svo við höldum áfram og endum á Trúbadornum. Þar borðum við í rólegheitum og lát- um helgina góða heita. ------------r— 'ÆKr FJÖLSKYLDAIM TIL REYKJAVÍKUR HENNÝ HERMANNSDÓTTIR OG REYKJAVÍK Henný Hermannsdóttir dans- kennari varð fertug á árinu. Hún hefur ákveðnar hugmyndir um hvemig bamaljölskylda utan af landi getur notið lífsins í höfuð- borginni yfir helgi. Áætlun hennar miðar að því að sam- ræma þarfir bamanna og foreldr- anna. Þannig má bjóða bömun- um í fimmbfó og um kvöldið geta hjónakornin stigið villtan dans á Ömmu Lú meðan bömin eru í góðu yfirlæti á hótelinu. Helgarpakki Hennýjar er frekar skemmti- og verslunarferð en menningarferð. HELGARPAKKI HENNÝJAR FÖSTUDAGUR Eftirmiðdagur: Ég mundi bóka herbergi á Hótel Loft- leiðum, því það er mjög gott hótel fyrir krakka. Við byijum á að fara í sund þegar þangað er komið og svo beint í bað. Þannig má þvo öllum í einu og koma í veg fyrir biðröð á baðið í her- berginu. Kvöld: Þá er far- ið á Pizza Hut að borða og þaðan í leik- hús. Til dæmis Þrúgur reiðinnar í Borgarleik- húsinu. Það væri gott þennan daginn. LAUGARDAGUR Morgunn: Þessi dagur byijar með verslunarferð og af því tím- inn er naumur er farið í Kringl- una að loknum morgunverði. Miðdagur: I hádeginu förum við á Hard Rock að snæða. Síð- an verður verslunarleiðangrin- um haldið áfram. Eftirmiðdagur: Nú er kominn tími til að bjóða krökkunum í fimmbíó að eigin vali og á með- an notar mamma tímann til að dekra svolítið við sjálfa sig í sundi, gufu- og ljósabaði á hótel- inu. Þegar börnin koma heim fara þau beint í sund. Kvöld: Fjölskyldan fer saman til kvöldverðar á Café Óperu. Þar er rosalega góður matur, í fínu lagi að fara þangað með börnin, ekki of „dressí“ en samt mjög huggulegur staður. Að loknum málsverði semja foreldramir við krakkana um að senda þá heim á hótel í íeigubíl. Foreldramir fara á Café Romance við hliðina á Ópem og enda kvöldið í Ömmu Lú. SUNNUDAGUR Morgunn: Við vöknum seint en krakkamir geta farið í sund um morguninn. Fjölskyldan gæti náð göngutúr niður í miðbæ fyrir hádegið til að kynnast borg- arstemmningunni. Miðdagur: Perlan verður fyrir valinu í hádeginu, enda gemm við ráð íyrir góðu veðri. Eftirmiðdagur: Nú er farið í ökutúr í Bláa lónið þar sem fjöl- skyldan buslar í tvo eða þrjá tíma. Kvöld: Um sexleytið leggur íjölskyldan af stað heim með flugi eða bíl og fær sér kvöld- verð á leiðinni. AÐ LOKNUM KVÖLDVERÐI SEMJA FORELDRARNIR VIÐ KRAKKANA UM AÐ ÞEIR FARI í LEIGU- BÍL Á HÓT- ELIÐ. VIÐ SJÆNUM OKKUR TIL OG BORÐUM Á GRILLINU. TIL FUINIDAR VI KÁRA SVAIM Á TJÖRIMIIMIMI HARALDUR SIGURÐSSON OG REYKJAVÍK Hver hefði trúað því að Halli bróðir hans Ladda, sem tók Roy Rogers svo eftirminnilega hér um árið, gæti orðið fimmtugur? Sú er þó reyndin og ekkert við því að gera. Halli hefur verið ut- an sviðsljóssins undanfarin ár, að þeim skiptum undantöldum þegar hann birtist á skjánum til að selja landsmönnum bfla frá Tékkóslóvakíu. Fimmtugir menn þurfa greinilega ekki að verða afhuga gleði og glaumi — það má glöggt sjá þegar helgar- pakki Halla í Reykjavík er skoð- aður. HELGARPAKKI HALLA FÖSTUDAGUR Eftirmiðdagur: Fyrst komum við okkur fyrir á Hótel Sögu. Það er ákaflega skemmtilegt hótel, allt splunkunýtt og gott; gufa, nudd og heilsubótarað- staða á neðstu hæðinni. Kvöld: Við sjænum okkur til og borðum á Grillinu, enda fólk þreytt eftir flugið. Þar er gott út- sýni yfir borgina ef ekki er grenj- andi rigning. Síðan kíkjum við á pöbba og ekki úr vegi að enda á Borgarvirkinu til að hlusta á góða kántrítónlist. LAUGARDAGUR Morgunn: Byrjum daginn á góðum morgunverði í morgun- verðarsalnum í nýju álmunni á Sögu. Sundlaug Vesturbæjar er þama í grenndinni og því storm- um við þangað. Menn vilja að sjálfsögðu nýta tækifærið og versla í höfuðborginni. I stað þess að fara í Kringluna er skemmtilegra að taka strætó á Hlemm, labba niður Laugaveg- inn og skoða borgina í leiðinni. Miðdagur: Við komum niður í miðbæ um hádegisbil og þá má taka strætó upp í Kringlu og borða þar í hádeginu á Hard Rock. I Kringluna er spennandi að koma í fyrsta skipti og nóg hægt að versla. Eftimiiðdagur: Nú gera menn best f að skoða söfn, því af þeim er nóg í borginni. Til dæmis má nefna Þjóðminjasafnið og safn Einars Jónssonar. Þegar menningarþættinum er lokið er haldið heim á leið með pinklana. Fólk slappar af, leggur sig eða fer í gufú og ljós á hótel- inu. Kvöld: Kvöldverðurinn verð- ur snæddur niðri í bæ. Þar er fullt af litlum og ódýmm stöðum. Við veljum Lækjarbrekku. Því sem eftir lifir kvöldsins verður eytt á Ömmu Lú eða Hótel ís- landi. Við tökum bfl niður í mið- bæ og löbbum þaðan heim á hót- el, meðfram Tjöminni, þar sem menn geta kannski hitt á Kára svan. SUNNUDAGUR Morgunn: Rétt fyrir hádegi er farið í sund til að hressa sig við eftir gærdaginn. Miðdagur: Að loknum sund- spretti höldum við í Perluna víð- frægu til að seðja hungrið. Stað- urinn er meiriháttar og þaðan er hægt að sjá vítt og breitt um borgina. Eftirmiðdagur: Utanbæjar- menn vilja sjá Ráðhúsið svo það verður úr. Einnig skreppum við á Þingvelli til að skoða náttúmna eða göngum á Esjuna. Kvöld: Þetta kvöld verður tekið svolítið létt, enda brottför í nánd. Við fáum okkur fisk og veitingastaðurinn Við Tjömina er tilvalinn til þess.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.