Morgunblaðið - 30.04.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.04.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ 39.900kr. SÓL Sí›ustu sætin í maí Tilbo›i› gildir einungis ef bóka› er á netinu! Mallorca Benidorm Bóka›u strax á www.urvalutsyn.is * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 45 23 04 /2 00 4 *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Cala Millor Park í eina viku - 20. maí á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn 2-11 ára í íbú› m. 1 svefnh. á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn 2-11 ára í íbú› m. 2 svefnh. 39.900kr. * La Colina í eina viku - 19. maí ÓD†R T FLUGFÉLAGIÐ Atlanta og Excel Airways, sem Atlanta á stóran hlut í, hafa samið við bresku ferðaskrif- stofukeðjuna Travel City um leigu á tveimur Boeing 747-200 þotum í verkefni til árs. Verðmæti samn- ingsins er um 60 milljónir banda- ríkjadala eða kringum 4,3 millj- arðar íslenskra króna. Travel City er með stærstu ferðaskrifstofum Bretlandseyja. Atlanta og Excel Airways samein- ast um verkefnið. Hafþór Haf- steinsson, forstjóri Atlanta, segir þetta sýna vel hvernig félögin tvö geti sameiginlega tekið að sér viðamikil verkefni. Samið er um flug milli Man- chester og Gatwick í Englandi annars vegar og Orlando og Las Vegas í Bandaríkjunum hins veg- ar. Um 200 manns munu starfa við flutningana í sumar og um 112 manns næsta vetur, flestir frá Bretlandi. Þá eru í samningnum ákvæði um endurnýjun hans til tveggja ára. Komi til þess er heild- arverðmæti hans um 13 milljarðar króna. Atlanta rekur nú yfir 35 þotur og Excel Airways átta. Hefur síð- arnefnda félagið, sem er eitt stærsta leiguflugfélag Bretlands, sérhæft sig í flugi til vinsælla ferðamannastaða við Miðjarðarhaf, í Austur-Evrópu og Karíbahafinu. Atlanta og Excel Airways taka að sér sameiginlegt verkefni Leigja breskri ferðaskrif- stofu tvær breiðþotur STRÁKARNIR fóru hratt yfir Austurvöll þegar þeir renndu sér á línuskautunum í blíðviðrinu um dag- inn. Sá yngri sýndi listir sínar með því að hoppa upp þótt ekkert væri í vegi fyrir honum. Hann var líka vel varinn ef eitthvað hefði komið upp á og hann dottið. Sá eldri renndi sér af öryggi og bar hlífar á hnjám og oln- bogum. Enginn var þó hjálmurinn á höfðinu enda flottara að bera sól- gleraugu og sýna yfirvegun. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ósýnileg hindrun á Austurvelli RAFIÐNAÐARSAMBAND Ís- lands hefur undirritað kjarasamn- inga við Félag íslenskra stórkaup- manna. Þá hafa RSÍ og Orkuveitan undirritað nýjan kjara- samning sem gildir til 29. febrúar 2008. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, hækka lágmarkslaun umtalsvert í samn- ingi sambandsins og FÍS. Samið var um 60 þúsund króna desem- beruppbót. sem mun hækka í 65 þúsund árið 2006. Laun hækka a.m.k. um 2,8% ár- lega og lífeyrisframlag atvinnurek- anda hækkar í 7% árið 2005 og 8% árið 2007. Þá verða slysatrygg- ingar endurskoðaðar og hækka um a.m.k. 20%. Tæplega 100 rafiðnaðarmenn munu starfa skv. samningnum sem náðst hefur við Orkuveituna. Launahækkanir eru svipaðar og í öðrum samningum að undanförnu og verða launakerfi endurskoðuð frá grunni. Greiðslur í lífeyrissjóð hækka jafnmikið og í öðrum samningum og tekið er á ýmsum atriðum er varða bakvaktafrí, slysatryggingar og fleira. RSÍ undirritar samninga við FÍS og Orkuveituna FÉLAGSMENN í Rafiðnaðar- sambandinu hafa samþykkt í póstatkvæðagreiðslu nýgerðan kjarasamning við Samtök at- vinnulífsins og Samtök atvinnu- rekenda í raf- og tölvuiðnaði. Já sögðu 77,6%, nei sögðu 20,5% og auðir og ógildir seðlar voru 1,9%. 22% félagsmanna sem samningurinn nær til tóku þátt í kosningunni. Samningur RSÍ við SA/SART samþykktur LÖGREGLAN í Keflavík rann- sakar náttúruspjöll vegna ut- anvegaaksturs torfærumótorhjóla við Djúpavatn í Reykjanesfólkv- angi. Myndirnar voru teknar þann 28. apríl og sýna náttúruspjöll við nyrðri enda Djúpavatns. Bannað er samkvæmt náttúruverndarlögum 1999 að aka vélknúnum ökutækj- um utan vega og samkvæmt um- ferðarlögum frá 1987 er akstur ut- an vega í þéttbýli bannaður. Lögreglan í Keflavík lýsir eftir vitnum að náttúruspjöllunum og biður þá sem vita hver eða hverjir voru á ferð við Djúpavatn að hafa samband síma 420 2400. Náttúruspjöll við Djúpavatn ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, telur tímabært að endurskoða og endurskilgreina hlutverk Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu. „Öryggis- og eftirlits- hlutverk þessara stofnana fara vel saman og ég tel að stefna beri að því að sameina þær,“ sagði Þorsteinn Már á aðalfundi Samherja í gær. Hann gerði eftirlit með veiðum og vinnslu úti á sjó að umtalsefni, sagði tækninni stöðugt fara fram og nú væri svo komið að með aðstoð gervi- hnatta væri unnt að fylgjast með staðsetningu og ferðum allra skipa, hvar sem þau væru stödd. Það væri til að mynda gert varðandi öll skip sem stunduðu veiðar utan landhelgi og tæknin væri einnig til staðar í minni skipum sem stunduðu veiðar í landhelginni. „Ég tel að innleiða beri þessa tækni í öll íslensk fiskiskip hvar sem þau stunda veiðar. Þessi tækni gerir allt eftirlit markvissara en er auðvitað ekki síður mikilvæg þegar horft er til öryggissjónar- miða,“ sagði forstjóri Samherja og nefndi að eftirlitið væri nú bæði í höndum Fiskistofu og Landhelgis- gæslunnar og ljóst að um tvíverknað væri að ræða. Hann nefndi að rétt væri að huga að því hvernig skipakostur og starfs- menn sameinaðrar stofnunar gæti nýst betur við hafrannsóknir. Þannig gæti Landshelgisgæslan rekið haf- rannsóknarskipin. „Með sameining- unni yrði einnig auðveldara að end- urnýja skipaflota Landhelgis- gæslunnar en ljóst er að slík endurnýjun er nauðsynleg,“ sagði Þorsteinn og bætti við að hann von- aði að ráðamenn þjóðarinnar myndu ræða þessa hugmynd í fullri alvöru „og beri gæfu til að hrinda henni í framkvæmd“. Vill sameina Fiskistofu og Gæsluna HÖSKULDUR Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar, segir ljóst að aukning far- þega um flugstöðina sé mun meiri en áður hafði verið ráð fyrir gert. „Núna fyrstu þrjá mánuði ársins erum við að sjá 20% aukningu á far- þegum sem er sennilega það mesta sem við höfum heyrt af í Evrópu. Ég held að engin önnur flugstöð í Evr- ópu sé með eins mikla aukningu í far- þegum og við erum með núna á síð- ustu mánuðum.“ Höskuldur greindi frá fyrirhuguð- um framkvæmdum og breytingum við flugstöðvarbygginguna á þessu ári og því næsta fyrir um 1.200 millj- ónir króna, á ráðstefnu um rekstur flugstöðva á Nordica hóteli í gær. Aðspurður sagðist hann gera ráð fyrir að næsta stækkun flugstöðvar- innar yrði á árunum 2007–8. Í erindi Stefáns Þórarinssonar, varaformanns Flugstöðvarinnar, kom fram að tekjur af rekstri Flug- stöðvarinnar jukust úr 1.156 milljón- um króna árið 1999 í 4.562 milljónir í fyrra eða um 395% á föstu verðlagi. Hagnaður af rekstri flugstöðvarinn- ar jókst á sama tíma um 149%, úr 368 milljónum króna í 547 milljónir. Þess má geta að árið 1999 var síðasta heila árið sem ríkisstofnunin FLE var við lýði. Tekjur af rekstri FLE 4,5 milljarðar í fyrra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.