Morgunblaðið - 30.04.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 30.04.2004, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 9 ÍSLAND var nýlega valið næstbesta eyjan í árlegri könnun starfsmanna ferðatímaritsins Allt om resor, sem jafnframt er stærst sinnar teg- undar í Svíþjóð. Um 50 starfsmenn fyrirtækisins, blaðamenn og ljósmyndarar voru spurðir hver væri besta eyjan sem þeir hefðu heimsótt, vildu heim- sækja aftur og myndu mæla með við vini sína. Sænska eyjan Gotland hafnaði í fyrsta sæti en fast á hæla hennar kom Ísland en neðar á list- anum urðu m.a. Mallorka, Bali, Sik- iley og Manhattan. Fulltrúi sendi- ráðs Íslands í Stokkhólmi veitti viðurkenningu blaðsins viðtöku. Ljósmynd/Johanna Stenius Guðrún Ágústsdóttir (lengst t.h.), fulltrúi sendiráðs Íslands, tók við við- urkenningarskjalinu fyrir Íslands hönd. Einnig voru María Erla Mar- elsdóttir sendiráðunautur, Kalle Byström, sölustjóri Icelandair í Svíþjóð, og Karin Hákonardóttir Byström, eiginkona hans, viðstödd afhendinguna. Ísland valið næstbesta eyjan MÓTMÆLI vegna samræmds stúd- entsprófs í íslensku verða á Austur- velli kl. 13.30 á mánudag, strax að prófinu loknu, að frumkvæði Mál- fundafélags Kvennaskólans. Kristín Svava Tómasdóttir, fulltrúi félagsins, segir að mikil umræða hafi farið fram í Kvennó um stúdentsprófið og 20% þeirra sem taka það í ár komi úr Kvennó. Ástæðuna segir hún vera þá að Kvennaskólanemendur klára ís- lensku á þriðja ári og hafa því verið hvattir til að taka prófið í ár, þótt það sé val, frekar en að ári þegar það verður skylda, en námsefnið ekki jafnferskt í minni. Kristín segir að óánægja nemend- ana snúist í fyrsta lagi um fram- kvæmd prófsins. Það hafi ekki verið fyrr en á síðasta ári sem nemendum var tilkynnt um prófið, þegar flestir voru búnir að henda glósum í íslensku og selja bækur sem hefðu getað kom- ið að gagni við undirbúning prófsins. Í öðru lagi finnst nemendum að hug- myndin að baki samræmdu stúdents- prófi í aðeins þremur greinum sé göll- uð. Til að samræmdu prófin þjóni þeim tilgangi sem þeim sé ætlaður, þ.e. að gefa nemendum og skólum góða hugmynd um hvar þeir standi í námi miðað við aðra nemendur og skóla, þyrfti að leggja samræmd próf fyrir í mun fleiri greinum. Telja fjölbreytni minnka „En það myndi gera skólana eins- leita og útrýma þeirri fjölbreytni sem fyrir er í þeim,“ segir Kristín. Í fréttatilkynningu frá Málfundafélagi Kvennaskólans kemur ennfremur fram að ofuráhersla á samræmdar greinar, eins og hefur sýnt sig í grunnskólanum að mikil hætta er á, geri það að verkum að aðrar greinar verða út undan og námið einsleitara. Nefnir Kristín sem dæmi að skipt hafi verið út félagsfræðiáfanga í Kvennó til að koma að enskuáfanga vegna samræmda prófsins á næsta ári. Kristín segir að með samræmdum prófum í ákveðnum greinum sé verið að gera lítið úr skólum sem leggja áherslu á aðrar greinar, t.d. fé- lagsfræði og málabrautir, eins og gert sé í Kvennó. Málfundafélagið hvetur alla sem vilja mótmæla samræmdum stúd- entsprófum að mæta á Austurvöll á mánudaginn kl. 13.30 en þar verður stjórnvöldum afhentur undirskrifta- listi með mótmælum vegna prófanna. Mótmælafundur vegna samræmdra stúdentsprófa Nemendur ósáttir við framkvæmd prófanna RANNSÓKN á voðaskoti sem dró 12 ára dreng til bana á Sel- fossi hinn 15. mars er enn til rannsóknar hjá sýslumannin- um á Selfossi. Tæknirannsókn vegna málsins er lokið en beðið er krufningarskýrslu. Í umrætt skipti hljóp skot úr skamm- byssu í höfuð drengsins þegar hann og félagi hans voru að fikta með vopnið. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður segir þátt eiganda skammbyssunnar til skoðunar og verði fljótlega tekin ákvörð- un um hvernig meta skuli þátt hans í málinu. Þáttur byssu- eiganda til skoðunar VEÐUR mbl.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ný sending Silkijakkar og sumarkjólar Bankastræti 14, sími 552 1555 Ný sending Sumarvörur nýir litir bleikt og hvítt Kennslubækur í lestri - merk nýjung Þrjár kennslubækur í lestri eftir Helgu Sigurjónsdóttur koma út í dag. Þær heita: Hljóð og stafir - lestur Hljóð og stafir - æfingar Lestrarátak Tvær þær fyrrnefndu eru byrjendabækur en Lestrarátak er ætlað þeim sem hefur skrikað fótur í lestri og réttritun. Bækurnar hafa orðið til þau fjögur ár sem Helga hefur starfrækt Lestrarskóla sinn. Gerð bókanna og kennsla Helgu byggir bæði á traustri fagþekkingu - hún er íslenskufræðingur - og langri kennslureynslu. Kjarni máls í lestrarkennslu Helgu er eftirfarandi: 1. Börn fæðast með alla þá hæfileika sem manninum eru eiginlegir, líka hæfileika til að tala og hæfileika til að læra að lesa og skrifa. 2. Málhæfileikinn er meðfæddur og náttúrlegur, börn læra málið sé það fyrir þeim haft en ritmál þarf að kenna. Öll ritmálskerfi eru flókin og erfið viðureignar. Þess vegna er eðlilegt að ganga illa að læra að lesa. 3. Þegar börn eru orðin þokkalega talandi geta þau lært að lesa, líka svokölluð seinfær börn. Kennsla og námsefni skiptir þar sköpum. 4. Svokölluð „lesblinda“ er nær alltaf afleiðing af ófullnægjandi lestrar - kennslu. Allir byrjendur í lestri eru „lesblindir“ - gera allar „lesblinduvillurnar“ sem greindar eru hjá börnum og fullorðnum. „Blindan“ stafar af því hversu erfitt það er að greina hljóð í tali, skilja þau hvert frá öðru og tengja óhlutstæðum táknum. Með góðri kennslu og viðeigandi þjálfun hverfa villurnar og þar með „lesblindan“. Bækurnar fást á Meðalbraut 14, Kópavogi, og í Skólavörubúðinni, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Skóli Helgu Sigurjónsdóttur Netfang: helgasd@internet.is - Veffang: www.skolihelgu.is Sími 554 2337 Svörtu siffonpilsin komin aftur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 KONAN TÍSKUVÖRUVERSLUN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10 – SÍMI 544 4035 Vorútsala Aðeins í dag, föstudag 30% afsláttur af öllum vörum Stærðir 34 - 56 Laugavegi 54, sími 552 5201 Lokadagur vorútsölunnar Gallakvartbuxur kr. 1000 Peysur .............. kr. 1000 Bolir ................. kr. 1000 Valdar vörur 40% afsláttur Kynningartilboð! 20% kynningarafsláttur í dag af öllum og microfibra bolum og nærfötum fyrir dömur og herra Mikið úrval af fallegum sumarlitum Hraunbæ 119, (í sama húsi og bókasafnið), sími 567 7776 Opið virka daga kl. 11:00-18:00 Opið laugardaga kl. 11:00-16:00

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.