Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 25 LITLA stelpan hennar mömmu, litla stelpan hennar mömmu, litla stelpan hennar mömmu syng ég kannski fyrir þig hástöfum á meðan ég kyssi þig og knúsa. Síðan kemur viðlagið litla stelpan hennar mömmu sinn- ar, litla stelpan hennar mömmu sinnar og áfram heldur síðan lagið, kannski með ör- litlum viðbótum í texta. Ef lítil börn gætu talað eða skilið allt til fullnustu yrðum við fullorðna fólkið eins og hálfvitar. Mig hefur langað að leigja spóluna „Look who’s talking“ til að horfa á aftur, enda er þetta mynd sem gerir í rauninni grín að okkur fullorðna fólkinu í augum ungbarnsins. Og við hljótum líka að teljast svolítið skrýtin. Endurtekn- ingar, hvort sem er á orðum eða til- búnum söngtextum, eru nánast endalausar. Síðan býr maður líka til ný orð sem hvergi finnast í neinum orðabókum. Þegar ég baða þig end- urtek ég t.d. endalaust orðið kroppu- lína sem varð reyndar ekki til fyrr en ég fór að baða þig. Með því að endurtaka þetta síðan nógu oft er eins og maður haldi að þú skiljir hlutina eitthvað betur og því getur samtal við þig hljómað svona: litla kroppulínan mín, litla kroppulínan hennar mömmu, já ertu lítil kroppu- lína? Þetta er náttúrulega alveg út í hött þegar maður fer að spá í það en fylgir okkur öllum væntanlega að einhverju leyti. T.d. tárast mamma alltaf þegar hún fer að tala barnamál. Barna- mál er reyndar heldur ekki til, en til að lýsa því samt má segja að það felist í að breyta alfarið um tóntegund, mynda eitthvert hjal í stað orða og end- urtaka síðan sömu hlutina margsinnis. Þegar þú fórst að sýna viðbrögð með brosum og svipbrigðum, gerðist það sama. Endurtekningar eru enda- lausar þó að allir viti að auðvitað finnist engum sami brandarinn fyndinn tuttugu sinnum.  DAGBÓK MÓÐUR Barnahjal og nýyrði Meira á þriðjudag. FÓLK hefur tilhneigingu til að gæða vélar mannlegum eig- inleikum í huganum og getur tengst tölvum ákveðnum böndum þess vegna. Þetta er meðal nið- urstaðna vísindamanna við Háskól- ann í Pennsylvaníu í Bandaríkj- unum og greint er frá á fréttavef BBC. Þetta samband fólks við tölvur kemur m.a. fram í því að það kýs eina tölvu fram yfir aðra, eins og t.d. í tölvuveri skóla. Þar end- urspeglast einnig þörf fólks fyrir stöðugleika, að sögn vísindamann- anna. Í rannsókninni var greind hegðun háskólanema sem notuðu 800 tölvur. Í ljós kom að ein eða tvær tölvur voru í uppáhaldi hjá sumum nemum og þeir sýndu þeim tryggð og biðu eftir þeim þótt aðr- ar væru lausar. „Við komum fram við tölvur eins og þær hafi tilfinn- ingar, þrátt fyrir að við vitum innst inni að þær hafa verið forritaðar af mönnum,“ segir Shyam Sundar prófessor sem stýrði rannsókninni. Vísindamennirnir telja nið- urstöðurnar hafa hagnýtt gildi fyrir tölvuframleiðendur og aug- lýsendur. Tölvur séu almennt markaðssettar sem hlutir sem nauðsynlegt sé að losa sig við þegar þeir eru orðnir of gamlir og þarf að endurnýja reglulega. „Betri markaðsfræði væri að lýsa tölvum sem einhverju áreið- anlegu sem endist, einhverju sem vex með manneskjunni,“ segir Sundar prófessor.  TÖLVUR Sérstakt samband við tölvuna Tengsl: Stundum skapast ákveðið samband á milli tölvu og notanda. Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Mikið úrval af DOMINIQUE vörum Stærðir 42-60 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.