Morgunblaðið - 30.04.2004, Side 29

Morgunblaðið - 30.04.2004, Side 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 29 MÉR verður oft hugsað til geð- sjúkra; valda- og áhrifaleysis þeirra í heilbrigðiskerfinu, ekki síst nú þegar sparnaðaraðgerðir ríða yfir. Áhrifaleysi bitnar á heilsunni og þegar framlag okkar eða skoðanir hafa lítið sem ekkert að segja getur það leitt til streitu sem birst getur í ýmsum myndum s.s. máttleysi, doða, kvíða, svefntruflunum og alls kyns líkamlegum verkjum. Geðsjúkir hafa brotist úr álögum eigin fordóma, orðið talsmenn eigin mála- flokks; tekið málin í sínar hendur, og þann- ig getað bent á bresti í þjónustunni við þá. Hugarafl er hópur geðsjúkra á batavegi sem ætlar sér að hafa áhrif á geðheilbrigð- isþjónustuna hér á landi. Afrakstur sjálfseflingar geð- sjúkra víða erlendis er nýsköpun í þjónustu þar sem reynsla þeirra og áherslur eru í forgrunni. Þeir hafa skapað sér mikilvægt hlutverk með því að aðstoða aðra, svipað og AA- fólk hefur gert í hálfa öld hér á landi. Kannski þurfa þær stéttir sem sinna svokallaðri stoðþjónustu að losna úr álögum minnimátt- arkenndar gagnvart úreltu valda- kerfi sem ríkir innan heilbrigð- iskerfisins og vera tilbúnar að taka málin í eigin hendur og sinna sjálf- ar á eigin forsendum stoðþjónust- unni utan spítalanna. Heilbrigðisyfirvöld gera enn á ný kröfu um sparnað. Sem dæmi setti yfirstjórn Landspítala – háskóla- sjúkrahúss fram þá stefnumörkun við sameiningu spítalanna að for- gangsröðunin væru bráðaveikir, kennsla heilbrigðisstétta og rann- sóknir. Starfsemi LSH er orðin of yfirgripsmikil og sannarlega tími til kominn að einfalda hana. Geðsviðið er dæmi um vettvang sem þurft hefur að sinna öllum þörfum geð- sjúkra, ekki bara bráðaþættinum. Geðsviðið valdi þetta ekki sjálft á sínum tíma heldur stóð eitt uppi með vanda geðsjúkra því að enginn annar vildi sinna þessum hópi. Stór hluti starfseminnar sem nú fer fram innan spítalans ætti frekar heima utan sjúkrahúss, nær vett- vangi í hringiðu mannlífsins. Í ný- útkominni áfangaskýrslu um starfs- endurhæfingu er talið að ein helsta orsök þess að fleiri ungir örykjar eru hér á landi, miðað við hin Norð- urlöndin, sé skortur á starfsend- urhæfingu. Fjármagn til heilbrigðis- og tryggingamála mun ekki verða auk- ið, því nú þegar verjum við sem nemur 40% af fjárlögum ríkisins til þeirra mála. Það verður að grann- skoða í hvað peningarnir fara, hvaða þjónusta sé dýr- ust, og hver sé hin raunverulega upp- skera. Ef ungum ör- yrkjum fjölgar þrátt fyrir betra aðgengi að sérfræðingum og betri lyfjameðferð þá ætti það að duga til að hringja viðvör- unarbjöllum. Engin þjónusta á LSH er óþörf en ákveðnir þættir væru betur settir í umsjá annarra utan spítalans. Of mik- ið snýst um að halda forræði, fjármagni, völdum og áhrifum en ekki um bestu og skil- virkustu þjónustuna fyrir sam- félagið í heild. Viðhorfsbreyting hjá geðsjúkum, sem verður til þess að þeir geti í auknum mæli tekið þátt í samfélaginu og borið ábyrgð á eigin lífi, er fyrst og fremst til komin vegna umhverfisþátta; umhverfis sem hefur trú á þeim, styður þá í mikilvægum hlutverkum, veitir þeim tækifæri til að deila áhrifum og völdum. Töfralausnir verða þá ekki lengur markmið né heldur að finna sökudólga. Engin lyf, töfra- lausnir né stjórnmálamenn geta hjálpað LSH, stoðstéttum né öðr- um heilbrigðisstofnunum í núver- andi þrengingum heldur viðhorfs- breyting. Viðhorfsbreyting getur þó aðeins orðið þar sem raunverulegt jafnrétti er, menn verða að fara að takast á við hugmyndafræði, vinna út frá áhrifavöldum í heilsu og bata og gera kröfur um árangur án þess að vera blindaðir af sérhags- munum. Forsendur, væntingar, mannafla og fjármagn til ýmissa þátta innan heilbrigðis-, trygginga- og félagsmálakerfisins þarf því að endurskoða. Ef lög og reglugerðir hamla því að nútíma stjórn- unarhættir geti þrifist innan heil- brigðiskerfisins er það hlutverk stjórnmálamanna að breyta reglu- gerðum til að komast upp úr hjól- förunum. Heilsugæsluna þarf að efla en það verður ekki gert með því að auka fjárstreymi til heilbrigðisgeir- ans heldur með því að flytja til það fjármagn sem við þegar höfum. Það kostar endurskoðun á því hvar þjónustan eigi að vera, hvort mannaflinn spegli sett markmið, t.d. um aukna þátttöku í samfélag- inu og að fyrirbyggja örorku. Eig- um við bara að eyða fjármunum í sjúkdómseinkenni eða viljum við koma í veg fyrir að fólk verði það veikt að það þurfi bráðaþjónustu? Með ráðningu fleiri stétta innan heilsugæslunnar myndu starfs- kraftar þeirra heimilislækna sem þar vinna nýtast betur. Það getur reynst snúið að færa til fjármagn og þeir sem eru við völd þurfa að hafa þverfaglega heildarsýn þannig að hún kristallist í allri ákvarð- anatöku. Ákvarðanir og starfsemi heilsugæslunnar miðast ekki við þverfaglega sýn. Viðhorfsbreyting verður á löngum tíma og meðan á þeirri gerjun stendur er mikilvægt að veita nýsköpun í heilbrigðismálum brautargengi til að efla frjóa hugs- un. Það þarf að skapa samkeppni svo karlar og konur nýti orkuna í að finna nýjar lausnir í stað þess að notast alltaf við þær gömlu af því að öll orka fer í endalausa vörn. Tryggingastofnun hefur riðið á vað- ið og gert samninga við fleiri stéttir en sérfræðilækna og því ber að fagna. Það er engri stétt hollt að hafa forréttindi og vera hafin yfir gagnrýni. Heilbrigðisstéttirnar verða að fá að sitja við sama borð og eiga allar að þurfa að sanna sig. Forsenda áframhaldandi fjár- streymis á að byggjast m.a. á not- endarannsóknum sem sýna að þjón- ustan skili sér. Notendarannsóknir byggjast á reynslu þeirra sem nýta þjónustuna og er oft samvinnuverk- efni notenda og fræðimanna. Að setja fjármagn í notendarannsóknir myndi flýta fyrir viðhorfsbreyt- ingum hjá almenningi, heilbrigð- isstéttum og stjórnmálamönnum, því þær sýna fram á hvað það er í þjónustunni sem ber árangur. Viðhorfsbreyting Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar um heilbrigðismál ’Heilbrigðisstéttirnarverða að fá að sitja við sama borð og eiga allar að þurfa að sanna sig.‘ Elín Ebba Ásmundsdóttir Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi geðsviðs LSH og lektor við HA. SÍÐAN ljóst varð að ríkisstjórnin myndi leggja fram frumvarp um að setja skorður við of mikill sam- þjöppun á fjölmiðlamarkaði hefur geisað mikið fár í fjölmiðlum sem von er. Á hinn bóginn er eins og margir hafi misst fótanna í rök- semdafærslunni. Þetta virðist einkum eiga við þá sem eru á móti hugsanlegri laga- setningu og virðist ýmsum fyrirmunað að sjá aðalatriði málsins og almennt gildi þess. DV og Fréttablaðið álíta að meintur pirr- ingur Davíðs Odds- sonar við Baug og Jón Ásgeir Jóhannesson, séu eina ástæða þess að lög verði sett til að hamla gegn sam- þjöppun á fjölmiðla- markaði. Nú hefur það auðvitað ekki far- ið fram hjá neinum sem fylgst hefur með fjölmiðlum undanfarin misseri, að núningur er á milli Davíðs og Baugs – svo ekki sé fastar að orði kveðið. En ætti það að koma í veg fyrir lagasetningu af þessu tagi? Hefði lagasetning, með sömu ákvæðum, verið réttari og betri ef ráðherrann hefði ekki tjáð sig um veldi Baugs í viðskiptalífinu? Menn geta auðvitað skemmt sér yfir því að Baugsmenn og forsætis- ráðherra skiptist á skotum í fjöl- miðlum, jafnvel haldið því fram að ætlunin sé að lögfesta geðvonsku Davíðs Oddssonar, en röksemda- færsla af því tagi breytir engu um kjarna málsins. Hvert einasta mannsbarn í landinu veit að Baugs- veldið ræður feikilega miklu í við- skiptalífinu og það á mörgum svið- um. Þeir sem ráða ferðinni hjá Baugi sýnast hvorki verri né betri en aðrir bisnissmenn, þeir eru dug- legir og útsjónarsamir, sjá víða við- skiptatækifæri og það má eiginlega segja að þeim hafi tekist að einka- væða matvöruverslun sam- vinnuhreyfingarinnar, og þykir minni kynslóð það áreiðanlega vel af sér vikið. Þessar staðreyndir hljóta að kalla á viðbrögð þegar kemur að því að svo öflug við- skiptasamsteypa teygir sig inn á fjölmiðlasviðið og nær undir sína regnhlíf mörgum fjölmiðlum og af ólíku tagi. Það væru í hæsta máta einkennilega viðbrögð hjá ábyrgum stjórnmálamönnum að yppta öxlum yfir slíkri þróun og þá yrðu vænt- anlega einhverjir til að spyrja: Eru forsætisráðherra og Baugsmenn perluvinir eða hvað? Fortíðin skiptir ekki máli Eins og í pottinn er búið hljóta al- mennar reglur gegn samþjöppun á fjölmiðlamarkaði að koma niður á Norðurljósum, af þeirri einföldu ástæðu að ekkert annað fyrirtæki er í sömu stöðu um þessar mundir. En þær hljóta líka að koma niður á öðrum fyrirtækjum eins og Ár- vakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Því fyrirtæki hlýtur að verða óheimilt að eiga í ljósvakamiðlum eftir setningu þessara laga. Þá segja andstæðingarnir: Þegar Ár- vakur vildi fara í sjónvarpsrekstur gerði Davíð Oddsson enga at- hugasemd. En hverju breytir það? Nákvæmlega engu. Að Árvakur skyldi á einhverjum tíma at- hugasemdalaust stefna á sjónvarps- rekstur gefur Norðurljósum engan sjálfkrafa rétt til að breiða sig yfir lungann úr fjölmiðlamarkaðnum. Það breytir heldur engu að Morg- unblaðið skuli hafa haft yf- irburðastöðu á blaðamarkaði meg- inhluta 20. aldar án þess að valdamenn Sjálfstæðisflokksins sæju eitthvað athugavert við það. Eins og staðan er á vordögum 2004 er eðlilegt að stjórnmálamenn segi: Fjölmiðlar eru of mikilvægt svið til þess að þeir megi lenda á örfárra manna höndum – fortíðin skiptir ekki máli. Getur Morgunblaðið orðið mál- gagn VG? Mörgum blaðamönnum virðist finnast að þeir séu vændir um óheið- arleg vinnubrögð, að þeir gangi erinda eig- endanna en hugsi minna um þjónustu við almenning. Davíð Oddsson hefur að sönnu sagt að menn geti séð hverra erinda ritstjórnir DV og Fréttablaðsins gangi þessa dagana og er á honum að skilja að eitthvað sé athugavert við hegðun þeirra. Að DV og Fréttablaðið hamist gegn vænt- anlegu frumvarpi er fullkomlega eðlilegt og engin ástæða til að gera minna úr starfs- mönnum blaðanna fyrir það. Eigendur blaða ráða ritstjóra sem þeir treysta til að gefa út það blað sem þeir vilja eiga hlut í, og ritstjórar annað starfsfólk. Eigendur setja sínu blaði meginreglur þannig að starfsmenn og eigendur verða óhjákvæmilega í sama liði. Þetta þýðir ekki að rit- stjórar og blaðamenn séu í öllum atriðum og alltaf undir hælnum á eigendum, birti um þá lofgreinar og þegi stöðugt yfir því sem eigendur vilji láta þegja yfir. En hvort sem mönnum líkar betur eða verr geta starfsmenn blaðs ekki þvingað eig- endur til að gefa út blað sem þeir vilja ekki gefa út. Við þau skilyrði er skipt um starfsfólk og það sem meira er: Ekkert er við það að at- huga, eða halda menn að Árvakur myndi sætta sig við að Styrmir Gunnarsson breytti Morgunblaðinu í málgagn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs? Að sjálfsögðu kæmist hann ekki upp með það – honum yrði vikið úr starfi. Mikilsverð tímamót Ástæða er til að velta fyrir sér hvort nú séu að verða mikilsverð tímamót. Margir hægrimenn og einkavæðingarsinnar hafa haft horn í síðu Ríkisútvarpsins en nú bregð- ur svo við að ráðherrar Sjálfstæð- isflokksins tala opinskátt um nauð- syn þess að styrkja Ríkisútvarpið, meðal annars með því að auka tekjur þess. Þetta er sérstakt fagn- aðarefni því satt að segja hefur ein- att verið ástæða til að óttast að þessari mikilvægu stofnun yrði breytt i hlutafélag og hún seld einkaaðilum í framhaldinu. Ef svo fer að Alþingi setji reglur til að hamla gegn of mikilli samþjöppun á fjölmiðlamarkaði annars vegar og finnur ráð til að styrkja Rík- isútvarpið hins vegar þá er hvort tveggja sérstakt fagnaðarefni, fyrir þá sem vilja fjölbreytta og trausta fjölmiðlun í landinu, ekki síst vegna þess að hægrimenn eiga í hlut. Vonandi ná sem flestir stjórnarand- stöðuþingmenn áttum í málinu, og hika ekki við að ganga í lið með rík- isstjórninni. Málið hefur mikla al- menna þýðingu, hvað sem líður pirringi á milli einstaklinga, sem mikilvægt er að þingmenn átti sig á. Styrkur skynsamra þingmanna felst meðal annars í því að kunna að vera með málum, eins þótt þau séu flutt af þeim sem þeir eru jafn- aðarlega gersamlega ósammála. hágé. Mikilsverð tímamót? Helgi Guðmundsson skrifar um fjölmiðlafrumvarp Helgi Guðmundsson ’Fjölmiðlar eruof mikilvægt svið til þess að þeir megi lenda á örfárra manna höndum – for- tíðin skiptir ekki máli.‘ Höfundur er rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans. NÝVERIÐ kom upp mismunandi túlkun á því í sjónvarpi hvort ríki eða kirkja væri eigandi að landinu á Þing- völlum. Séra Halldór Gunnarsson í Holti hélt því fram að kirkjan ætti landið þar en Davíð Oddsson forsætisráð- herra taldi að ríkið ætti Þingvelli. Fróðlegt er að skoða fyrstu heimildir um eignarhald á landi Þingvalla, en þær er að finna í Íslendingabók Ara fróða Íslenzk forn- rit, I, bindi, Íslend- ingabók, Landnáma- bók, bls. 8. og ýmsan nánari fróðleik um stofnun Alþingis og aðdraganda hennar er að finna hjá Jóni Jóhann- essyni. Jón Jóhannesson, 1956 I. Ís- lendinga saga. I. Þjóðveldisöld, bls. 53–62. Hér að neðan er aðdragandanum að stofnun Alþingis á Þingvöllum lýst í stuttu máli. Þar er því lýst hvernig Þingvellir urðu frá upphafi Alþingis allsherjarfé, þ.e. sameign allra lands- manna. Alþingi var stofnað þegar landið var nærri albyggt, en það var um 60 árum eftir að landnám hófst á Íslandi eða um 930. Haldin var mikil hátíð á Þingvöllum sumarið 1930 til að fagna því að 1000 ár voru liðin frá stofnun Alþingis. Nafn sitt fékk Al- þingi af því að það var allra manna þing, það er að segja þing allra frjálsra karlmanna á Ís- landi. Konur gátu ekki setið á Alþingi og ekki heldur ófrjálsir menn. Ófrjálsir menn voru kallaðir þrælar, en ófrjálsar konur ambátt- ir. Alþingi var frá upphafi fundinn staður á Þingvöllum við Öxará. Áður hafði Grímur geitskór, fóstbróðir Úlf- ljóts, kannað landið og leitað að hent- ugum stað fyrir Alþingi sem menn gætu orðið sammála um. Þá hafði maður að nafni Þórir kroppinskeggi, sem átti land í Blá- skógum við Þingvallavatn, drepið þræl eða leysingja og falið líkið. Leysingi var maður sem hafði verið þræll en verið gefið frelsi. Maðurinn sem Þórir drap hét Kolur og Þórir faldi líkið í Kolsgjá. Af því að Þórir faldi líkið var þetta morð. Þórir var dæmdur fyrir að hafa drepið Kol og var dæmt af honum allt landið í Bláskógum. Það varð þá alls- herjarfé, en það merkir að landið varð eign allra landsmanna. Þetta mun hafa verið landið norðan, vestan og sunnan við Þingvallavatn, Þeir sem komu á þingið máttu höggva eldivið í skógum og beita hrossum sínum á heiðum í kringum þingstað- inn. Alþingi eignaðist Þingvallaland sem allsherjarfé nálægt árinu 930. Hefur Alþingi afsalað sér þessum rétti yfir Þingvallalandi síðar? Hvenær hættu Þingvellir að vera allsherjarfé? Stefán Aðalsteinsson svarar Halldóri Gunnarssyni í Holti ’Þar er því lýst hvernigÞingvellir urðu frá upp- hafi Alþingis allsherj- arfé, þ.e. sameign allra landsmanna. ‘ Stefán Aðalsteinsson Höfundur er doktor í búvísindum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.