Morgunblaðið - 30.04.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 30.04.2004, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞEKKING OG KÆRLEIKUR Karl Sigurbjörnsson, biskupÍslands, sagði í ræðu sinni áprestastefnu þjóðkirkjunnar á þriðjudag að samkynhneigðir væru velkomnir í samfélag þjóð- kirkjunnar. „Samkynhneigðir eru sem aðrir umluktir náð og fyrirgefn- ingu Jesú Krists, og eiga á grund- velli skírnar sinnar og trúar sjálf- sagðan sess í kristnu samfélagi um orð Guðs og borð. Við verðum að gefa því gaum að samkynhneigðir þurfa oft að líða þjáningar vegna andúðar og fordóma. Þeir þurfa því umhyggju og stuðning hins kristna samfélags til að endurheimta og varðveita jákvæða sjálfsmynd sem Guðs börn og hluti hans góðu sköp- unar,“ sagði biskup. Hann greindi jafnframt frá skipan starfshóps um málefni samkyn- hneigðra innan kirkjunnar, sem á að starfa í tengslum við endurskoðun fjölskyldustefnu hennar. Hvort tveggja er þetta jákvætt og til marks um að biskup vill koma til móts við samkynhneigða, sem hafa gagnrýnt að innan kirkjunnar sé lit- ið svo á að bæði tilfinningar þeirra og samlíf sé syndsamlegt og þeim sé þannig í raun úthýst úr samfélagi hennar. En biskup stígur ekki skrefið til fulls. „Hvað varðar kröfuna um hjónavígslu samkynhneigðra vil ég segja að ég hef látið prestum sem eftir hafa leitað í té form fyrir fyr- irbæna- og blessunarathöfn yfir samvist samkynhneigðra,“ sagði hann í ræðu sinni. „Það er ekki op- inbert ritúal, og ekki hjónavígsla, heldur á vettvangi sálgæslunnar og því getur hver og einn átt við sam- visku sína að standa að slíkri athöfn eða ekki.“ Þetta breytir í raun engu um af- stöðu kirkjunnar til hjónabands samkynhneigðra. Það að hvorki skuli vera um opinbert ritúal að ræða, né prestar almennt skyldugir að blessa samband samkynhneigðra para, þýðir að kirkjan heldur þess- um hópi enn armslengd frá sér. Í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í miðvikudagsblaðinu sagði biskup að í skilningi kirkj- unnar um aldir og árþúsundir væri hjónabandið sáttmáli karls og konu og ekkert annað. Djúpstæður ágreiningur væri innan kirkjunnar, sem stæði fyrst og fremst um það hvort hægt væri að leggja samvist samkynhneigðra að jöfnu við hjóna- band karls og konu. Aðspurður hvort slíkt væri hægt, svaraði bisk- up: „Nei, ég sé það ekki fyrir mér. Allavega ekki í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Við erum með mörg þúsund ára gamla samfélagsskipan og mann- skilning sem erfitt er að horfa framhjá.“ Kirkjan stendur á árþúsunda gömlu bjargi. En skoðanir hennar á umhverfi sínu eru langt frá því að vera óumbreytanlegar. Stundum breytast þær vegna nýrrar þekk- ingar – fáir kirkjunnar menn halda því orðið fram að jörðin sé miðja al- heimsins eða að sköpunarsagan sé annað en góð dæmisaga um fyr- irbæri, sem enginn skilur enn til fulls. Aðrar breytingar á viðhorfum kirkjunnar hafa orðið í takt við al- menna viðhorfsbreytingu, sem er vel samrýmanleg kjarna kristins boð- skapar, um náungakærleik, mann- gildi og mikilvægi einstaklingsins. Þá hefur fastheldni við einstaka ritningarstaði, sem hið gamla við- horf byggðist á, ekki staðið í vegi. Í tvö þúsund ára gömlum skrifum Páls postula er til dæmis að finna réttlætingu á þrælahaldi og hvatn- ingu til kvenna að vera eiginmönn- um sínum undirgefnar. Þar lýsir Páll líka andstyggð sinni á samkyn- hneigð, eins og þeir vitna gjarnan til sem telja hana syndsamlega. En hefur ekki bæði þekking manna og viðhorf í þessum efnum breytzt frá dögum Páls postula – og að hluta til skoðanir kirkjunnar? Kirkjan hefur þannig öldum sam- an barizt gegn þrælahaldi undir merki kærleikans. Á síðari árum hefur hún sömuleiðis viljað stuðla að jafnrétti kynjanna og á prestastefnu minnti Karl Sigurbjörnsson á átak kirkjunnar í ofbeldi gegn konum, enda vitum við nú að slíkt ofbeldi er alvarlegt vandamál, þótt það hafi lengi verið falið. Eru ekki sömu for- sendur til að endurmeta afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar, nú þegar þekking og umræður um mál- ið eru miklu meiri en áður og fæstir trúa bábiljum á borð við að samkyn- hneigð sé áunnin eða meðvitað val fólks, að hægt sé að „lækna“ fólk af henni og þar fram eftir götunum? Eins og Morgunblaðið hefur áður bent á, snýst spurningin, sem kristnir menn standa frammi fyrir hvað varðar afstöðuna til samkyn- hneigðra, um það hvort halda beri fast við nokkra ritningarstaði, þar sem samkynhneigð er fordæmd sem synd eða hvort þeir eigi að gangast undir þá frumskyldu sína að sýna náunga sínum skilyrðislausan kær- leika. Og svarið er auðvitað að finna hjá Páli postula sjálfum: „Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt [...] Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok. Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í mol- um.“ Kirkjan hefur skipt um skoðun á svo mörgu, í vísindum jafnt sem samfélagsmálum, að það dugar ein- faldlega ekki að vísa til „þúsund ára gamallar samfélagsskipunar og mannskilnings“ í þessu efni. Kirkjan á vissulega ekki að skipta um skoð- un á öllu milli himins og jarðar, hún á ekki að fljóta með tímans straumi. Hún á að vera íhaldssöm í ýmsum efnum. En í þessu efni á hún að skipta um skoðun. Hvers vegna? Vegna nýrrar þekkingar og undan- halds gamalla fordóma. Vegna þess að það mun styrkja fjölskylduna að samkynhneigð pör geti sótt blessun og vígslu sambands síns til kirkj- unnar. Vegna þess að það mun efla kirkjuna og færa stóran hóp fólks nær henni en áður. Vegna þess að það er í þágu kærleikans. B jarni Thor Kristinsson bassasöngvari mun syngja hlutverk Óðins í fyrstu óperu Niflunga- hringsins, Rín- argullinu, eftir Richard Wagn- er í Óperuleik- húsinu í Karlsruhe í Þýskalandi á næsta leikári. Um er að ræða eitt af stærstu hlutverkum óperunnar og er Bjarni Thor, að því best er vitað, fyrstur Íslendinga til að takast á við þetta hlutverk. Stefnt er að því að frumsýna í október næstkom- andi og sýna átta til tíu sýningar sem dreifast jafnt yfir veturinn. „Ég er fullur tilhlökkunar, enda er þetta eitt af þessum stóru hlutverkum sem maður kemst í sem bassasöngvari,“ sagði Bjarni Thor þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hjá honum. Að sögn Bjarna Thors er fyrirhugað að setja allan Niflungahringinn upp í óperuleikhúsinu í Karlsruhe á næstu misserum. „Enn sem komið er hef ég aðeins gert samning um að syngja í fyrstu óperunni, Rínargullinu, og ætla að láta það ráðast af því hvernig mér gengur hvort ég syng hlutverkið í hinum óperunum líka, þ.e. Valkyrjunni og Sigurði Fáfnisbana“ segir Bjarni Thor. Spurður um tildrög þess að hann syngur hlutverk Óðins segist Bjarni Thor hafa verið að syngja í Niflungahringnum í jan- úar sl. „Þá söng ég hlutverk Fáfnis bæði í Rínargullinu og Sigurði Fáfnisbana. Með- an ég var að undirbúa þessar sýningar fór ég að gefa Óðni hýrt auga og setti því um- boðsskrifstofu mína í málið og í framhald- inu fékk ég síðan tilboðið frá Karlsruhe.“ Gæti opnað fyrir mér nýjar dyr Aðspurður hvaða þýðingu það hafi að syngja hlutverk Óðins segir Bjarni Thor það einfaldlega verða að koma í ljós. „Þetta er alla vegana hlutverk sem ég veit að ég á eftir að hafa mjög gaman af að syngja. Hlutverk Óðins er gríðarlega stórt, eitt af burðarhlutverkunum í Hringnum, og krefjandi eftir því. Auk þess sem raddumfang hlutverksins er mikið, enda telst þetta frekar hátt bassa- hlutverk hvað tónhæð varðar. Raunar er hlutverkið flokkað sem hetju-barí- tonhlutverk þótt það sé stundum sungið af bössum með góða hæð. Heppnist þessi fyrstu kynni mín af Óðni opnast fyrir mér nýjar dyr og ég verð að sjá til hversu langt ég hætti mér inn um þær. Það er ákveðin áhætta að syngja Wagner- hlutverk af þessari gerð því röddin verð- ur að vera tilbúin auk þess sem ekki er svo auðveldlega aftur snúið í léttari hlut- verk.“ Aðspurður segist Bjarni Thor hafa sungið svolítinn Wagner í gegnum tíðina. „Ég er t.d. búinn að vera að syngja hlut- verk Dalands í Hollendingnum fljúgandi, Pogner í Meistarasöngvurunum, Fáfni í Hringnum og Titurel í Parsifal. Og það eru sífellt að bætast við ný hlutverk. Það má í raun segja að það sé nokkurt bassa- hallæri í heiminum í dag og er afleiðingin sú að við ungu strákarnir í bransanum fáum mun fyrr en ella tækifæri til að syngja þessi stóru hlutverk.“ Inntur eftir því hvað annað sé framundan hjá sér seg- ist Bjarni Thor m.a. munu syngja hlut- verk Dalands í Hollendingnum fljúgandi í Róm í nóvember nk. og hlutverk Gur- nemanz í Parsifal í konsertútgáfu með Sinfóníuhljómsveit Berlínar undir stjórn Kent Nagano. „Ég syng síðan á tón- leikum með eiginkonu minni Eteri Gvaz- ava sópransöngkonu, Jónasi Ingimund- arsyni píanóleikara og Karlakórnum Fóstbræðrum á Listahátíð núna í maí. Þar verður margt áhugavert á dagskrá þó Óðinn og aðrir félagar Wagners verði fjarri góðu gamni.“ Mikill viðburð loksins íslens Selma Guðmundsdóttir Richard Bjarni Thor Kristinsson hér í hlutverki John Falstaff í Wind hann fyrstur Íslendinga takast á við hlutverk Óðins í Rínar Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari mun syngja hlutverk haust og er hann, að því best er vitað, fyrstur Íslendinga til a Huldudóttir ræddi við Bjarna Thor og Selmu Guðmundsdótt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.