Morgunblaðið - 30.04.2004, Side 34

Morgunblaðið - 30.04.2004, Side 34
UMRÆÐAN 34 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ F rumvarp ríkisstjórn- arinnar um eign- arhald á fjölmiðlum er gallaður gjörn- ingur, ekki vegna þess að ótækt sé að setja slík lög heldur fyrir þá sök m.a. að eðlileg skilyrði fyrir rekstri ljósvaka- miðla hafa ekki verið sköpuð á Ís- landi. Vernduð yfirburðastaða Ríkisútvarpsins gerir að verkum að einkaframtakið er heft á þeim vettvangi. Frumvarp það sem nú liggur fyrir er fallið til að styrkja þá stöðu enn frekar. Um frum- varp ríkisstjórnarinnar gildir því að byrjað er á röngum enda. Árum saman hefur það blasað við að stjórnmálamenn hefta þró- un einkarekinna ljósvakamiðla á Íslandi með því að tryggja Ríkis- útvarpinu al- gjöra sérstöðu í samkeppni á þessum mark- aði. Um leið hefur stofnuninni verið gert kleift að haga rekstri sínum án tillits til markaðs- aðstæðna. Lögbundin afnotagjöld tryggja stofnuninni öruggar tekjur og engar sveiflur verða á þeim vettvangi. Afnotagjöldin, sem eru í raun skattur á almenn- ing vegna notkunar á ákveðnum heimilistækjum, hefur ríkisvaldið síðan hækkað að vild líkt og tví- vegis hefur verið gert á þessu ári þrátt fyrir loforð um skattalækk- anir. Um leið og stofnuninni hefur verið gert kleift að haga rekstri sínum án tillits til aðstæðna á markaði hefur fyrirtækið tekið fullan þátt í þeirri baráttu sem fram fer á þeim sama markaði um auglýsingatekjur. Stofnunin læt- ur nú til sín taka á óskyldum svið- um og rekur m.a. SMS-þjónustu og netverslun. Þetta fyrirkomulag er svo galið að hreinum undrum sætir. Nú hefur fengist tæplega 20 ára reynsla af rekstri einkarek- inna ljósvakamiðla á Íslandi. Tæpast kemur á óvart að rekst- urinn hafi gengið erfiðlega. Bar- átta um takmarkaðar auglýsinga- tekjur hefur getið af sér þvílíka einhæfni, einkum á sviði útvarps- rekstrar, að leitun er að öðru eins. Með því að taka þátt í þeirri baráttu stuðlar ríkisvaldið að fá- breytni á þessu sviði þjóðlífsins. Til eru þeir sem efast um rétt- mæti þess að ríkisvaldið reki fjöl- miðla. Trúlega mynda þeir jaðar- hóp í samfélaginu líkt og jafnan er hlutskipti efahyggjumanna. Ís- lenskir stjórnmálamenn fylla al- mennt og yfirleitt ekki hóp þeirra sem telja efann eina af forsendum spurnar og jafnvel framfara. Nú segja íslenskir stjórnmála- menn að „styrkja þurfi Ríkis- útvarpið“. Hvað felst í þessum orðum umfram hótun um frekari skattahækkanir? Eru menn ef til vill að ræða eina ferðina enn um „menningarlegt hlutverk Ríkis- útvarpsins“? Hvernig getur nokkur maður sem skoðar dag- skrá annarra ríkismiðla en Rásar 1 haldið því fram að þessir miðlar standi með einhverjum hætti vörð um íslenska menningu eða styrki hana? Núverandi fyrirkomulag, samkeppni við einkarekna af- þreyingarmiðla, er einmitt fallið til þess að stofnunin geti ekki uppfyllt þetta hlutverk sem svo margir upphefja. Með því að hætta þeirri samkeppni mætti nýta fjármuni til innlendrar dagskrárgerðar og sinna menn- ingunni sem mun vera svo við- kvæm að hana þarf að vernda sér- staklega. Með réttu hefðu stjórnmála- menn fyrir löngu átt að skilgreina hlutverk og verksvið Ríkis- útvarpsins með tilliti til þess að rekstur ljósvakamiðla hefur verið gefinn frjáls á Íslandi. Þeir hafa haft tæp 20 ár til að sinna þessu verkefni! Með því að taka Ríkis- útvarpið af auglýsingamarkaði, leggja niður afnotagjöld, þrengja verksviðið og setja reksturinn á fjárlög hefði mátt tryggja stofn- uninni ákveðna sérstöðu og um leið skapa svigrúm á markaði til þess að einkastöðvar fengju þrif- ist. Þannig hefði ríkisvaldið getað lagt sitt af mörkum til að fjöl- breytni ríkti á þessu sviði. Samþjöppun í atvinnu- og fjár- málalífi þjóðarinnar var öldungis fyrirsjáanleg. Við henni hefðu stjórnmálamenn átt að bregðast með því að laga leikreglur að nýj- um veruleika og íslenskum að- stæðum. Nú er það trúlega um seinan. Örfáar viðskiptasam- steypur eiga landið; nokkrir (karl)menn hafa öll ráð og af- komu mikils fjölda fólks í hendi sér. Nú bregðast stjórnmálamenn við þróuninni á einu afmörkuðu sviði þjóðlífsins. Það virðist sjálf- sagt, eðlilegt og af hinu góða að samþjöppun einkenni allt at- vinnu- og viðskiptalíf þjóð- arinnar. Sömu karlarnir mega eiga allt og ráða öllu nema fjöl- miðlunum. Í þróuðu lýðræðisríki eiga sömu reglur að gilda um pólitísk völd og eignir. Í slíku samfélagi á að vera útilokað og óhugsandi að einn eða fáir ráði öllu og einn eða fáir eigi allt. Vitanlega er það ástand fráleitt að einn maður eða ein auðsteypa geti eignast alla einkarekna fjöl- miðla á Íslandi. Að því leyti er hugsunin að baki fjölmiðla- frumvarpinu rétt og í raun svo sjálfsögð að um hana ætti ekki að þurfa að ræða. Hana hefði frekar átt að fella að öðrum sviðum við- skiptalífsins fyrir löngu. Sökum þeirrar verndar sem fjölmiðlar ríkisins njóta í sam- keppni við einkastöðvar er frum- varpið ekki fallið til að ýta undir aukna fjölbreytni á markaði. Mun viturlegra hefði verið að fara „norsku leiðina“ sem Morgun- blaðið greinir frá í dag og í gær og tengja saman eignarhald og markaðshlutdeild á öllum sviðum fjölmiðlunar. Íslenska frumvarpið er vanhugsað og miðar einkum að því að styrkja enn frekar stöðu ríkismiðlanna. Það er fráleitt. Íslensk stjórnmál eru stjórn- mál kyrrstöðu og fálmkenndra viðbragða við atburðum og þróun í stað stefnumótunar á grundvelli hugsjóna og sýnar til framtíð- arinnar. Ókostir þessarar frum- stæðu stjórnmálahefðar blasa nú við hverjum sem greina vill. Ríki og fjölmiðlar Í lýðræðisríki á að vera óhugsandi að einn eða fáir ráði öllu og einn eða fáir eigi allt. Frumvarpið er hins vegar van- hugsað og miðar að því að styrkja órétt- láta samkeppnisstöðu ríkismiðlanna. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ hefur orðið við ósk Einars Gauts Steingrímsson- ar hæstaréttarlögmanns um að birta eftirfarandi bréf í heild sinni: Stjórn Lögmannafélags Íslands Álftamýri 9 108 Reykjavík Seltjarnarnesi, 29.04.2004 Efni: Tilskrif formanns félagsins í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 54. árg. í mars 2004, undir yfirskriftinni „Græðgi valdsins.“ Tilefni þessa bréfs er að formaður LMFÍ ritaði í ofangreindu Tímariti lögfræðinga pistil undir yfirskrift- inni „Græðgi valdsins“. Þar segir á bls. 3: Ekki skal bætt miklu við umræðu sem varð um síðustu skipun dómara í Hæstarétt. Hversu ágætur sem hinn nýi dómari er dylst engum að mál- efnalegur samanburður skilaði öðr- um umsækjendum honum framar. Dómsmálaráðherra taldi gagnrýni hins vegar að engu hafandi. Af við- brögðunum mátti helst skilja að Hæstiréttur væri klíka sem vildi velja nýja dómara sjálf. Í pistli þessum ritar Gunnar Jóns- son undir sem formaður LMFÍ en sleppir starfsheiti sínu og kemur þannig eingöngu fram í nafni félags- ins. Þar heggur hann til dómsmála- ráðherra og nýskipaðs dómara við Hæstarétt Íslands. Hann getur þess hvergi, sem hefði verið viðeigandi, að hann er starfsfélagi eins umsækj- andans sem var ósáttur við skipan mála. Réðst formaðurinn að nýskip- uðum hæstaréttardómara með því að gefa honum fyrst prik en lemja hann síðan með því. Hann viðhafði ummæli sem á engan hátt fást stað- ist. Tel ég málið þess eðlis að stjórn félagsins verði að fjalla um það og ég eigi kröfur til þess sem félagsmaður í LMFÍ. Formaður félagsins verður að gæta sérstaklega að sér í málum sem þessum. Félagið hefur lögbundið hlutverk. Formaðurinn fer hér út fyrir hlutverk þess og þar með hlut- verk sitt sem formanns. Slíkt er með öllu óheimilt, sbr. 3. gr. laga nr. 77/ 1998 um lögmenn. Formaðurinn kastar stríðshansk- anum til dómsmálaráðherra og fremur eigið hæfismat á sitjandi hæstaréttardómara. Hvorugt er við- eigandi. Auk þess byggjast ummælin á röngum fullyrðingum og sleggju- dómum eins og á eftir verður rakið. Þessi framganga er mjög alvarleg í ljósi þess að okkur lögmönnum er skylt að vera í LMFÍ. Við getum ekki sagt okkur úr félaginu þótt við kysum og þurfum því að vera lausir við svona málflutning í okkar nafni. Félagafrelsi og tjáningarfrelsi verið talið samofið með ýmsum hætti. Þessi tjáning formannsins í nafni okkar félagsmanna er ámælisverð. Ummælin eru til þess fallin að varpa rýrð á hann sjálfan og þar með á fé- lagið. Hann getur ekki verið trúverð- ugur sendiboði LMFÍ í málinu vegna tengsla við einn umsækjanda, því síður sjálfskipaður. Hæstiréttur hafði æskt þess að fá menn í réttinn sem væru best liðtækir í að afgreiða skrifleg kærumál í þriggja manna dómi, og taldi starfsfélaga formanns- ins annan tveggja sem heppilegastir væru í það hlutverk. Kunna von- brigðin því að hafa orðið meiri fyrir vikið. Lögmannafélagið er skv. lögum nr. 77/1998 órjúfanlega tengt starfs- réttindum lögmanna og að þeir skuli vera opinberir sýslunarmenn. Félag- ið kemur fram fyrir hönd þeirra gagnvart dómstólum og yfirvöldum skv. 1. mgr. 5. gr. en þar er hvergi minnst á að atyrða skuli dómsmála- ráðherra eða gera lítið úr sitjandi hæstaréttardómara með sleggju- dómum en hvort tveggja gerði for- maðurinn í umræddum pistli eins og nú verður rakið. 1. Alhæfingin að engum dyljist að málefnalegur samanburður hefði skilað öðrum umsækjendum framar hinum nýskipaða hæstaréttardóm- ara er dæmalaus. Þetta duldist a.m.k. undirrituðum en einnig hinum lögbundna umsagnaraðila, Hæsta- rétti sjálfum. Hæstiréttur rekur í umsögn sinni nám og starfsferil um- sækjenda og tekur fram að þeir séu allir hæfir en segir síðan: Auk þeirra meginatriða varðandi menntun og starfsreynslu umsækj- enda … verða dómendur Hæstarétt- ar jafnframt að taka tillit til þeirrar myndar, sem þeir hafa fengið af hæfni umsækjendanna með því ann- ars vegar að fjalla um dómsmál, sem umsækjendur úr hópi héraðsdómara hafa leyst úr í núverandi störfum sínum, og hins vegar að hlýða á mál- flutning og virða fyrir sér annan málatilbúnað umsækjendanna, sem koma úr röðum lögmanna. Hér kveðst Hæstiréttur réttilega ætla að leggja til grundvallar reynslu sína af umsækjendum og hvernig þeir hefðu staðið sig í reynd. Að undangenginni þeirri skoðun kaus Hæstiréttur að gera ekki upp á milli þeirra um hæfni þótt hann hefði sagt að hæfni þeirra gæti legið á mis- munandi sviðum. Hæstarétti hafði fundist nógu mikið til Ólafs Barkar Þorvaldssonar koma að hann hafði tvívegis kallað hann til setu sem varadómari í fimm manna dómi. Að þessu gengnu tjáir Hæstiréttur veit- ingarvaldinu þá skoðun sína að heppilegast sé fyrir réttinn, vegna deildaskiptingar hans, að fá inn dóm- ara sem liðtækastir væru til að af- greiða skrifleg kærumál í þriggja manna dómi og nefndi þar sérstak- lega til sögunnar Eirík Tómasson og Ragnar Halldór Hall. Þessi ábend- ing Hæstaréttar er ekki innan lög- bundins hlutverks hans sem um- sagnaraðila þótt honum sé að sjálfsögðu heimilt að vekja athygli ráðherra á sjónarmiðum sínum. Aft- ur á móti er það veitingarvaldsins að meta á hvað skuli leggja áherslu við samsetningu Hæstaréttar. Mat ráð- herra það svo að nám Ólafs Barkar Þorvaldssonar í Evrópurétti væri það sem sett skyldi á oddinn. Skyldi engan undra þar sem samspil al- þjóðasamninga og landsréttar hafa leitt til uppstokkunar í réttarheim- ildarfræðinni og snerta sjálft full- veldi þjóðarinnar. Fræðistörf Ólafs Barkar í framhaldsnáminu munu ekki síst hafa lotið að þessum atrið- um. Það er hlutverk og skylda hins pólitíska veitingarvalds að meta á hvað skuli lögð áhersla og bera ábyrgð á niðurstöðunni, einkum gagnvart Alþingi og kjósendum. 2. Formaður LMFÍ virðist leggja framgöngu dómsmálaráðherra út á versta veg og sakar hann um vald- hroka með orðalaginu „gagnrýni hins vegar að engu hafandi“ og þyk- ist skilja ráðherra svo að hann telji Hæstarétt klíku sem vilji velja nýja dómara sjálf. Það er að sjálfsögðu mál hvers og eins hvort þeir vilji leggja út af ummælum manna á versta veg. Undirritaður gat ekki betur heyrt en að ráðherra væri að benda á að aðgreina þurfi veiting- arvald og lögbundinn umsagnar- aðila. Lögbundinn umsagnaraðili metur það sem honum er falið en veitingarvaldið metur sjálft á hvað það vill leggja áherslu við skipan í embætti, svo fremi að áherslurnar séu lögmætar. Sem lýðræðissinni vil ég að valdið sé í höndum stjórnskip- aðra valdhafa sem eru lýðræðislega kjörnir, frekar en í höndum annarra embættismanna og er ekkert eðli- legra en að ráðherra bendi á þennan grundvallarmismun á veitingarvaldi og umsagnaraðilum. Gat ég ekki túlkað það sem neina árás á Hæsta- rétt eða að hann væri að tala niður til réttarsins, heldur þvert á móti. Hæstiréttur mat umsækjendur öðrum þræði á grundvelli atriða sem rétturinn hafði yfirsýn yfir og ekki urðu lesin út úr ferilskrá umsækj- enda. Að slíkri skoðun undangeng- inni sá rétturinn ekki ástæðu til að raða umsækjendum eftir hæfni sem þó er tvímælalaust heimilt en upp- lýsti þess í stað um atriði sem lutu að samsetningu réttarins. Ráðherra kaus réttilega að prjóna ekki við þetta hæfnismat. Tel ég það fyrir- mynd sem formaður LMFÍ og reyndar ýmsir opinberir eftirlitsaðil- ar með stjórnsýslu mættu hafa eftir. Undirritaður telur að formaðurinn hafi hlaupið á sig og dregið félagið með sér út í fen og haft, fyrir hönd okkar félagsmanna, óviðurkvæmileg ummæli utan þess hlutverks sem hann og félagið hefur. Óska ég eftir að stjórnin geri viðeigandi ráðstaf- anir: 1 Með því að álykta og lýsa því yfir að formanninum hafi ekki verið heimilt að viðhafa þessi ummæli í nafni félagsins og félagið taki ekki undir þau. 2 Að stjórnin hlutist til um að for- maðurinn geri hreint fyrir sínum dyrum með því að biðjast afsökunar á að hafa viðhaft þessi ummæli í nafni félagsins. Ég geri hins vegar að sjálfsögðu ekki athugasemdir við að formaðurinn hafi eigin skoðanir en haldi félaginu utan við þær. Formaður félagsins er ekki að túlka sjónarmið félagsmanna. Flest- ir þeir sem ég hef rætt málefnið við eru ánægðir með hvernig til tókst við val á dómara í Hæstarétt, gjarnan harðánægðir. Ég tek þó fram að ég hef frekar forðast að ræða málið við þá sem tengjast einhverjum um- sækjenda, t.d. eru á sömu lögmanns- stofum og þeir. Þar sem formaðurinn skrifaði pistil sinn opinberlega mun ég birta bréf þetta opinberlega, svo og svar stjórnarinnar til mín. Virðingarfyllst, Einar Gautur Steingrímsson hrl. Bréf til stjórnar LMFÍ Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Flott föt fyrir konur á aldrinum 25-90 ára Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík mbl.isFRÉTTIR www.thjodmenning.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 GENGI GJALDMIÐLA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.