Morgunblaðið - 30.04.2004, Side 38

Morgunblaðið - 30.04.2004, Side 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður ElísSigurjónsson sjó- maður fæddist í Vestmannaeyjum hinn 3. september 1924. Hann lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Sigurðs- son, f. 9. 10. 1884, d. 6.9. 1940, og Þor- gerður Sigurðar- dóttir, f. 30.10. 1882, d. 3.12. 1960. Systk- ini Sigurðar sam- feðra voru: 1) Sigurlaug, f. 24.7. 1915, d. 25.1. 1990. 2) Sigur- björn, f. 11.7. 1917, d. 26.4. 1992. 3) Ágúst Alexander, f. 27.6. 1920, d. 28.2. 1987. Hinn 23. mars 1952 kvæntist Sig- urður Steinunni Birnu Ingimarsdótt- ur, f. 9.10. 1916, d. 11.12. 1991. For- eldrar hennar voru Ingimar Baldvins- son, f. 20.11. 1891, og Oddný Friðrikka Árnadóttir, f. 16.7. 1893, d. 29.9. 1977. Birna og Sigurður skildu árið 1985. Útför Sigurðar fer fram frá Þórshafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hann Sigurður Elís Sigurjóns- son, Siggi á Vegamótum, er látinn. Siggi fæddist í Vestmannaeyjum hinn 3. september 1924 og ólst þar upp sín fyrstu æviár. Eftir að hann fluttist til Þórshafnar með foreldr- um sínum bjó hann nær alla sína tíð á Vegamótum. Síðustu árin dvaldist hann á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn eftir að heilsu hans tók að hraka. Þar naut hann góðrar umönnunar þess ágæta fólks sem þar starfar. Frá Vegamótum, heimili Sigga og Birnu frænku minnar á ég ótal æskuminningar. Þau Birna og Siggi áttu ekki börn en þau voru einstak- lega barngóð og til þeirra sóttu börnin úr fjölskyldunni. Segja má að ég hafi átt mitt annað heimili á Vegamótum hjá Birnu og Sigga þegar ég var að alast upp og verður að segja það eins og það var að þar var nú dekrað við mig á allan hátt. Hann Siggi var mörgum góðum kostum búinn. Aldrei þreyttist hann á að segja mér sögur, sögur frá Vestmannaeyjum, sögur af sjónum, sögur um lífið á Þórshöfn hér áður fyrr, sögur sem hann samdi sjálfur og bara alls konar sögur sem voru bæði í senn upp- fræðandi og skemmtilegar. Hann var líka ágætlega hagmæltur og orti margar góðar vísur sem ég, því miður, veit ekki til að hafi mikið varðveist. Siggi virtist alltaf hafa tíma til setjast niður og leiðbeina, aðstoða og leika. Hann var svolítill heimspekingur í sér og kenndi mér heilmargt sem ég bý að enn í dag. Þó að Vegamót standi ekki nema örskammt frá aðalbyggðinni á Þórshöfn þótti mér sem barni tölu- vert ferðalag í Vegamót. Ég þurfti þá ekki nema að láta hann vita að nú vildi ég koma í heimsókn og þá var hann kominn að sækja mig og síðan fylgdi hann mér heim aftur þegar mér þóknaðist. Áður en hann eignaðist Willys-jeppann sinn fór- um við gangandi eða á hjólinu góða. Vakti það töluverða athygli í þorp- inu þegar Siggi ferjaði mig og okk- ur systurnar jafnvel fleiri en eina í einu á milli á hjólinu sínu sem hann sérútbjó til þessara flutninga. Ein- hverju sinni varð honum að orði, og getur þá hafa haft í huga öll þau börn sem lögðu leið sína inn í Vega- mót: Víst er langt í Vegamót, og vegur stundum þungur. Þangað oft ég þreytti fót, þegar ég var ungur. Annað verður ekki sagt um Sigga á Vegamótum en að hann fór ekki alltaf troðnar slóðir. Hann fór sínar eigin leiðir, var sterkgreindur mað- ur og margfróður. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og lét þær óspart í ljós. Siggi er eftirminnileg persóna. Elsku Siggi, hafðu hjartans þakkir fyrir allt og allt. Megi góður Guð geyma þig. Þuríður Árnadóttir. SIGURÐUR ELÍS SIGURJÓNSSON ✝ Ragnheiður ErlaHauksdóttir fæddist á Þinghóli í Glæsibæjarhreppi 3. október 1938. Hún lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 24. apríl síðastliðinn. Ragn- heiður Erla var dóttir Olgu Sophus- dóttur, f. 15. októ- ber 1919, d. 3. febr- úar 1995, og Hauks A. Bogasonar, f. 21. nóvember 1919. Systkini Ragnheiðar Erlu samfeðra eru: Reynir, Gerður, Helga Fríða, Smári, Haukur og Ingi. Hinn 20. október 1956 giftist Ragnheiður Erla Birni Sigurðs- syni bifreiðastjóra í Reykjavík, f. 22. ágúst 1922, d. 11. september 1980. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Olga, f. 20. febr- úar 1957, húsmóðir Hafnarfirði, í sambúð með Sigurði Trausta Sig- Viggó og Kristjana Erla. 6) Ingi- björg, f. 15. september 1971, hús- móðir í Hveragerði, gift Friðgeiri Bjarkasyni. Börn þeirra eru Bjarki og Tara Líf. Hinn 9. des- ember 1978 giftist Ragnheiður Erla Þórði Júlíussyni, f. 6. ágúst 1936, d. 26. október 1995. Ragnheiður Erla ólst að mestu upp hjá móðurforeldrum sínum Kristjönu Jóhannsdóttur og Sophusi Gissurasyni á Akureyri. Árið 1955 flyst hún til Reykjavík- ur og býr þar til ársins 1977 er hún flytur með Þórði og þremur yngstu börnunum til Flateyrar. Árið 1995 flytur hún aftur til Reykjavíkur þar sem hún bjó til ársins 2002 er hún flytur með Þorsteini Guðbjartssyni, sem var sambýlismaður hennar síðustu árin, aftur til Flateyrar. Börn Þorsteins eru Elín Kristín, Her- mann og Helgi. Ragnheiður sinnti ásamt upp- eldis- og heimilisstörfum ýmsum störfum um ævina, m.a. vann hún lengi á Loftleiðahótelinu, bóka- búðinni á Flateyri og öldrunar- stofnun Flateyrar. Útför Ragnheiðar Erlu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. urðssyni. Börn Jó- hönnu eru: Olga Sig- ríður, Bryndís Erla en hún á tvo syni, Ar- on Elvar og Olíver Elí; Þórður Örn og Guðjón Þór. 2) Sig- urður Kristján, f. 24. janúar 1958, rafveitu- virki í Noregi, kvænt- ur Elínu Bjarnadótt- ur. Börn þeirra eru Erla Guðrún, Sigríð- ur Ása, Bjarni og Birkir. 3) Örn, f. 1. desember 1959, smið- ur í Reykjavík. Synir hans eru Björn Arnar, Atli Freyr og Örn Elvar. 4) Kristjana, f. 8. desember 1962, kennari í Reykja- vík, gift Óla G. Guðmundssyni. Dætur þeirra eru Ragnheiður Lilja, Hulda og Júlía. 5) Björn, f. 16. desember 1964, skipstjórnar- kennari í Reykjavík, kvæntur Heiðdísi Hrafnkelsdóttur. Börn Björns eru Oddný Björk, Björn Elsku mamma. Ég trúi því varla að þú sért farin frá okkur. Í huga mínum hrannast upp minningar um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þær verð ég nú að geyma í hjarta mínu. Þitt líf var ekki auðvelt en samt varst þú sterk kona og vildir öllum vel. Sérstaklega þegar veik- indi voru hjá okkur, þá varst þú fljót að koma með þvottapokann á ennið á okkur, þetta nota ég alltaf þegar mín börn veikjast. Þú varst rík kona, sex börn, og fyrir það áttu heiður skilið. Ekki er það algengt nú til dags. Svo áttir þú 19 barnabörn og tvö lang- ömmubörn. Þú ert hetjan okkar. Þú áttir fallegt heimili ásamt pabba á Flateyri en á einni nóttu misstir þú bæði pabba og heimilið. Fallið hafði snjóflóð. Í Reykjavík byrjaðir þú nýtt líf. Seinna stofnaðir þú heimili ásamt Steina og árið 2002 fluttir þú ásamt honum aftur til Flateyrar. Steini reyndist þín stoð og stytta, ég og Tara Líf komum til ykkar um síð- ustu verslunarmannahelgi að ná í Bjarka sem var búinn að vera hjá ykkur um sumarið, og áttum við þar saman yndislegar stundir. Á páska- dag voruð þið Steini hjá okkur í mat, og það var í síðasta sinn sem ég hitti þig, elsku mamma. Síðastliðinn laug- ardagur hverfur mér seint úr minni. Tók ég börnin í fangið og þurfti að segja þeim að amma væri komin til guðs og afa Þórðar. Elsku mamma mín. Nú veit ég að þér líður vel, pabbi hefur tekið vel á móti þér, og mun hann leiða þig um himnaríki. Elsku mamma mín, ég sakna þín og elska þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín dóttir, Ingibjörg. Elsku mamma, er ég var að alast upp kenndir þú mér m.a. bænir og góða siði og síðast en ekki síst hjálp- semi og náungakærleik en það var þitt aðalsmerki. Þú máttir aldrei vita af neinum sem ætti bágt. Þú varst alltaf að hjálpa. Líf þitt var enginn dans á rósum oft á tíðum og efnin oft lítil. En þú gafst alltaf annaðhvort af sjálfri þér eða af því litla efnislega sem þú áttir. Hugur þinn stefndi til frekara náms en því miður gat ekki af því orðið vegna aðstæðna þá. Hins vegar hvattir þú börn þín og barna- börn til að mennta sig og aldrei varstu stoltari en þegar einhver stóð sig vel í námi. Fjársjóður minning- anna er eilífur og fullur af góðum minningum og fyrir það ber að þakka. Ég kveð þig í hinsta sinn með orðunum sem þú sagðir við mig kvöldið fyrir andlát þitt: Guð gefi þér góða nótt og mundu að ég elska þig. Megi algóður Guð gefa okkur öll- um styrk. Hvíl í friði, elsku mamma. Þín dóttir Kristjana. Elsku mamma mín. Nú ertu farin frá mér – fyrr en mig grunaði. Minningarnar eru margar og góð- ar eins og þegar þú söngst og spil- aðir á gítar fyrir okkur systkinin. Þú kenndir okkur bænir og góða siði sem og börnum og barnabörnum mínum. Þótt oft væri þröngt í búi skorti okkur aldrei neitt því nóg var um kærleik og ást. Sérstaklega er mér það minnisstætt þegar þú og Steini komuð til okkar upp í sum- arbústað milli jóla og nýárs. Við spil- uðum mikið og mikið var hlegið, sér- staklega þegar þú stakkst upp á því að láta björgunarsveitina ná í okkur, því við vorum veðurteppt. Alltaf gastu gert grín að aðstæðum sem þessum. Ég er þakklát fyrir þann tíma með þér, elsku mamma mín, og ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig, börnin mín og barnabörn mín. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Jóhanna Olga. Elsku amma. Nú ertu komin til himna, vonandi hefur þú það gott þar, við söknum þín mjög mikið, elsku amma. Við viljum kveðja þig með bæninni sem þú kenndir okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Ömmubörnin Bjarki og Tara Líf. Elsku Erla amma, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar, þegar ég kom á Flateyri á sumrin til þín og afa. Þaðan á ég ógleymanlegar bernskuminningar sem ég verð alltaf þakklát fyrir. Það var líka svo gaman þegar þú komst í Borgarnes að passa okkur systkinin þegar mamma og pabbi fóru til útlanda, það var svo gott að hafa þig hjá okkur, sérstak- lega þar sem þú fórst að þrífa óvenjulega hluti eins og að bóna stíg- vélin hans Bjarna, og hann hélt að hann hefði fengið ný stígvél. Tíminn sem ég bjó hjá þér í Reykjavík var líka dýrmætur og þrátt fyrir veikindi þín þá gerðirðu allt sem þú gast til að láta mér líða vel. Velferð annarra var oft ofar vel- ferð þinni, þú vildir alltaf hafa alla góða og láta öllum líða vel. Elsku amma, ég er svo heppin að hafa haft þig í mínu lífi. Þín Erla. Elsku amma mín. Ég trúi því varla að þú sért farin frá okkur svo fljótt. Mér er svo minnisstætt þegar við áttum okkar síðustu stund saman og er þakklát fyrir það að eiga margar fallegar minningar um þig, elsku amma mín. Ég er ánægð að strákarnir mínir náðu að kynnast þér. Þú kenndir mér svo margt, ég gat sagt þér allt og ég gat alltaf leitað til þín, þú dæmdir mig aldrei og ég vissi að ég átti góðan vin. Ég er stolt að bera nafnið þitt því fyrir mér táknar það kærleika og ást sem við áttum okkar á milli. Þú sýndir mér ljóð þegar ég var lítil og ég gleymi því aldrei og hefur alltaf minnt mig á þig. Elsku amma mín, finndu ljósið og láttu það umvefja þig. Ég kveð þig í hinsta sinn. Guð blessi þig, Erla amma mín. Erla, góða Erla. Ég á að vagga þér. Svíf þú inn í svefninn í söng frá vörum mér. Kvæðið mitt er kvöldljóð því kvöldsett löngu er. Hart er mannsins hjarta að hugsa mest um sig. Kveldið er svo koldimmt, ég kenndi í brjósti um mig. Dýrlega þig dreymi og Drottinn blessi þig. (Stefán frá Hvítadal.) Þín Bryndís Erla. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig Jónsson.) Elsku amma, takk fyrir allt. Sigríður, Bjarni og Birkir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigurður Trausti. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Kveðja. Þín ömmubörn Þórður Örn og Guðjón Þór. RAGNHEIÐUR ERLA HAUKSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA HELGADÓTTIR frá Ey, Njálsgerði 10, Hvolsvelli, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, laugardaginn 24. apríl. Hún verður jarðsungin frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 1. maí kl. 14.00. Margrét Karlsdóttir, Hallbjörg Karlsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Gunnar Helgi Karlsson, Berglind Bergmann, Kristinn Arnar Karlsson, Irina Kamp, Sigríður Karlsdóttir, Sölvi Sölvason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HULDA DALRÓS ÁSGRÍMSDÓTTIR, Lönguhlíð 5a, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 22. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ragnar Tryggvason, Linda Hrönn Ragnarsdóttir, Júlíus Snorrason, Ívar Ragnarsson, Þóra Hjörleifsdóttir, Tryggvi Kristinn Ragnarsson, Sigríður Baldursdóttir, Elfa Björk Ragnarsdóttir, Siguróli Kristjánsson, Ragna Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.