Morgunblaðið - 30.04.2004, Side 47

Morgunblaðið - 30.04.2004, Side 47
STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú gerir miklar kröfur til þín og annarra og vilt helst hella þér út í það sem þú ert að vinna að hverju sinni. Leggðu hart að þér á þessu ári því þú munt uppskera ár- angur erfiðis þíns á því næsta. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samskiptahæfni þín er með besta móti í dag. Þetta er því góður dagur til samninga- viðræðna og til að telja fólk á þitt band. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gerðu það upp við þig hvaða markmiðum þú vilt ná og hvernig þú ætlar að fara að því. Ef markmið þín eru skýr í huga þér mun það hafa áhrif á gerðir þínar og smátt og smátt færa þig nær takmarki þínu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Njóttu þess að vera með öðru fólki í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Áhrifamikið fólk mun aðstoða þig á einhvern hátt í dag, hugsanlega í tengslum við yf- irvöld og stórar stofnanir. Þú ert einfaldlega á réttum stað á réttum tíma. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leitaðu leiða til að gera líf þitt fjölbreyttara og meira ögrandi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Merkúr hefur alltaf mikil áhrif á þig og þar sem afstaða hans við Venus er mjög já- kvæð mun líklega flest ganga þér í haginn í dag. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er góður dagur til að ganga frá ferðaáætlunum og málum sem tengjast lögfræði og læknisfræði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef þú þarft að leita eftir aukafjárveitingu eða ein- hvers konar aðstoð þá er þetta rétti dagurinn til þess. Það er ekki víst að þú fáir það sem þú biður um en það eru þó óvenjumiklar líkur á því. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ástarmálin verða sennilega í brennidepli hjá þér í dag. Þau sambönd sem stofnað er til í dag verða að öllum líkindum ástrík og skemmtileg. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gerðu eitthvað til að fegra heimili þitt. Þú hefur það í hendi þér að bæta aðstæður fjölskyldu þinnar og það sama á reyndar við um sam- skiptin innan fjölskyldunnar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta er góður dagur til að sinna hvers konar viðskiptum og sölumennsku. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta er góður tími til að gera umbætur á heimilinu og bæta aðstæður fjölskyldu þinnar. Það mun borga sig að leita ráðlegginga fagmanna þar sem það á við. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 47 DAGBÓK VÍSUR Arra sarra urra glum, illt þykir mér í Flóanum. Þagnar magnar þundar klið, þó er enn verra Ölvesið. * Inna vildi ég orða kúss út af mærðar ruði, nagla stúss og nafra púss, náð og miskunn af guði. Klastra styr gjörir kjóla ruð, kappar sitji í friði. Hellirs dagra hallar suð, hafðu laun af guði. * Veit ég víst hvar vaðið er, vil ég ekki segja þér. Fram af eyraroddanum undan svarta bakkanum. Æri-Tobbi LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 30 apríl, er 90 ára Guðlaugur Jóns- son frá Skarði á Skarð- strönd, nú til heimilis að Holtsbúð 87, Garðabæ. Af þessu tilefni verða afkom- endur hans með kaffi- samsæti í Samkomuhúsinu Garðaholti í Garðabæ laug- ardaginn 1. maí kl. 15. Von- ast er til að sjá sem flesta ættingja, vini og sam- ferðafólk. 85 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 3. maí verður 85 ára Ingibjörg Pálsdóttir frá Björk í Grímsnesi. Hún tekur á móti vinum og ætt- ingjum á heimili sínu að Baugstjörn 14, Selfossi, sunnudaginn 2. maí. SUÐUR spilar þrjú grönd og sleppur óskaddaður frá hættu- ástandi í öðrum slag. Upp frá því snýst spilið um leit að laufdrottn- ingunni. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠3 ♥ÁG63 ♦63 ♣ÁG10752 Suður ♠D962 ♥D104 ♦KD9 ♣K64 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 lauf 1 tígull 3 grönd Pass Pass Pass Vestur kemur út með tíuna í lit makkers og austur tekur með ás. Suð- ur kærir sig ekki um spaða í öðrum slag og læt- ur því tíguldrottninguna detta undir ásinn! Það virkar, því austur spilar tígli áfram. Nían heldur og vestur fylgir lit. Hvernig á að vinna úr spilinu? Vissulega mætti fara beint af augum í laufið, en það sakar ekki að leika einum millileik – spila hjartadrottningu. Ef vest- ur á kónginn væri hann vís með að leggja á, en annars er áætlunin sú að stinga upp ás og spila laufinu. Vestur bítur á agnið og leggur hjartakónginn á drottninguna. Hjartanu er spilað áfram og það reyn- ist liggja 3-3. Í síðasta hjartað hendir vestur spaða, en austur tígli. Næst er laufi spilað á kóng og báðir fylgja með smáspili. Vestur hendir spaða í tígulkóng, og þeg- ar laufi er spilað að blind- um fylgir vestur smátt. Stóra stundin. Á að stinga upp ás eða svína? Norður ♠3 ♥ÁG63 ♦63 ♣ÁG10752 Vestur Austur ♠K10854 ♠ÁG7 ♥K95 ♥872 ♦104 ♦ÁG8752 ♣D83 ♣9 Suður ♠D962 ♥D104 ♦KD9 ♣K64 Svíningin var „heit“ strax í upphafi út frá tíg- ulskiptingunni. Og nú er hún enn heitari, því vestur hefði vafalítið opnað á veikum tveimur í spaða með 6-3-2-2. Hann á því aðeins fimmlit í spaða og þar af leiðandi þrjú lauf. E.s. Tíguldrottningin í fyrsta slag var mikilvæg, því ella hefði austur skipt yfir í spaðagosa með góð- um árangri fyrir vörnina. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Bd2 c5 5. Bxb4 cxb4 6. Bg2 O-O 7. e4 d6 8. Re2 e5 9. a3 Ra6 10. axb4 Rxb4 11. Dd2 a5 12. O-O b6 13. Ra3 Ba6 14. Had1 De7 15. f4 Hac8 16. b3 Hcd8 17. Rc3 Bb7 18. Rab5 Bc6 Staðan kom upp í rúss- nesku deildakeppninni sem er að hefjast til vegs og virðingar. Hinn skemmti- legi skákmaður Al- exander Grischuk hafði hvítt gegn Vassily Yemelin. 19. Rxd6! exd4 engu betra hefði verið 19... exf4 vegna 20. Rf5. Í framhaldinu hefur hvítur í senn peði meira og yf- irburðartafl. 20. Dxd4 Rd7 21. e5 Bxg2 22. Kxg2 Rc5 23. Rd5 Rxd5 24. cxd5 f6 25. Hfe1 fxe5 26. fxe5 Hxd6 27. exd6 Dxd6 28. b4 axb4 29. Dxb4 h5 30. Dd4 Ha8 31. He2 og svart- ur gafst upp. Skák- ævintýrið í Eyjum hefst í dag með fjöltefli stórmeist- arans Helga Ólafssonar í Höllinni kl. 19.00 við alla þátttakendur. Allir grunn- skólanemendur geta tekið þátt og eru nánari upplýs- ingar um viðburðinn að finna á http://skakmot.eyj- ar.is. Taflfélag Vest- mannaeyja standa að þessu ásamt Ísfélagi Vest- mannaeyja og Vinnslustöð- inni. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 80 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 1. maí, verðuráttræð Unnur Baldursdóttir, Fagraneskoti. Í tilefni af 80 ára afmæli hennar verður hún með kaffi á könnunni milli kl. 14–19 í Kirkjumiðstöðinni við Vestmannsvatn. Allir velkomnir. Allar gjafir afþakkaðar en söfnunarbaukur fyrir Krabbameinsfélag Íslands verður á staðnum.        FRÉTTIR VEGAGERÐIN hefur gefið út fyrsta kortið í ár um færð á hálend- isvegum. Verða slík kort gefin út vikulega fram eftir sumri. Allir helstu hálendisvegir landsins eru ófærir en fært er þó að Hvera- völlum að norðan og jeppafært er í Landmannalaugar og þá einnig að- eins að norðan. Aðrar leiðir úr Laug- um eru ófærar. Þá er enn ófært um Öxarfjarðarheiði og beggja vegna Jökulsár á Fjöllum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er varla unnt að segja fyrir um hvenær búast megi við að hálendisvegirnir verði almennt opn- aðir, það ráðist mest af hitafari og úrkomu næstu vikur.   !"     .   /0* )10 0 +    23 0  + /  4/0 + )0 *1/ 0  /  +4  1 ) , #$  !%$$ "  !   "  &      $ '  .   /0 00, 4/    %((( 5#    6 /  2%((&, Hálendisvegir að mestu ófærir enn SÍMINN og Golfsamband Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn felur í sér fjölbreytt samstarf félaganna. Síminn og GSÍ munu í sameiningu kanna möguleika þess að auðvelda aðgengi kylfinga að ýmsum þáttum golfleiksins með aðstoð upplýsinga- tækninnar, t.d. WAP og GPRS. Í því sambandi er horft til þátta eins og skráningar rástíma á golfvöllum landsins, sem og skráningar í golf- mót samkvæmt mótaskrá tölvukerf- is Golfsambandsins www.golf.is. Síminn og Golfsam- bandið í samstarf STANGAVEIÐI Stangveið i á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Kríunesi og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörgu, unglingar (innan 16 ára aldurs) og ellilífeyris-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.