Morgunblaðið - 30.04.2004, Side 52
FÓLK Í FRÉTTUM
52 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
CHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse
Í kvöld kl 20
Lau 1/5 kl 15 - ATH: 1. MAÍ TILBOÐ
Lau 1/5 kl 20
Fö 7/5 kl 20 - UPPSELT,
Lau 8/5 kl 20 - UPPSELT
Su 9/5 kl 20 - AUKASÝNING
Fö 14/5 kl 20, - UPPSELT,
Lau 15/5 kl 20, Su 23/5 kl 20,
Fö 28/5 kl 20, Lau 29/5 kl 20,
Fö 4/6 kl 20, Lau 5/6 kl 20
Lau 12/6 kl 20, Lau 19/6 kl 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Ósóttar pantanir seldar daglega
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
NÝTT: Miðasala á netinu
www.borgarleikhus.is
SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams
Í kvöld kl 20
SÍÐASTA AUKASÝNING
Ath:. Ekki er hægt að hleypa í salinn eftir að sýning hefst
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 2/5 kl 14, - UPPSELT, Su 9/5 kl 14,
Su 16/5 kl 14, Su 23/5 kl 14
Síðustu sýningar
GLEÐISTUND: VEITINGAR - BÖKUR - VÖFFLUR - BRAUÐ
FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU
BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson
Frumsýning fi 6/5 kl 20 - UPPSELT
Fi 13/5 kl 20, Su 16/5 kl 20
SEKT ER KENND e. Þorvald Þorsteinsson
Su 2/5 kl 20
Fáar sýningar eftir
Miðasala í síma 555-2222
theater@vortex.is
Fös. 30. apríl kl 21
síðustu sýningar
Fantagott stykki...frábær skemmtun
sem snerti margan strenginn
-Ómar Garðarsson Eyjafréttir
eftir Jón Atla Jónsson
loftkastalinn@simnet.is
miðasalan opin kl. 16-19
Fös. 30. apríl kl. 20 laus sæti
„Frábært-drepfyndin-átakanlegt“
Ekki við hæfi barna -
SÍÐASTA SÝNING
Laus sæti
Laus sæti
Fös. 30. apríl uppselt
Lau. 8. maí örfá sæti laus
Fös. 14. maí laus sæti
SÍÐUSTU SÝNINGAR
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR
ÍSLANDS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Richard Strauss ::: Metamorphosen
Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 9
Í KVÖLD, FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 19:30 UPPSELT
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Söngvarar ::: Elín Ósk Óskarsdóttir, Alina Dubik, Kolbeinn Ketilsson
og Kristinn Sigmundsson ásamt Óperukórnum í Reykjavík
Kórstjóri ::: Garðar Cortes
Rauð #6
9. SINFÓNÍA BEETHOVENS
Dáðasta tónverk allra tíma
Opið frá kl. 18 fim. - sunnudagskvöld.
Yndislegt kvöld
eftir Pál Hersteinsson
Síðasta sýning sunnudag
2. maí kl.15.00
Sjá nánar dramasmidjan.is
Miðasala í
síma
562 9700
www.idno.is
á Kringlukránni í kvöld
Leikhúsgestir munið spennandi matseðil, borðap. s. 568 0878
Geirmundur Valtýsson
TILRAUNAELDHÚSIÐ var stofn-
að fyrir fimm árum og hefur verið
býsna virkt síðan, staðið fyrir alls-
kyns uppákomum, bæði heima og er-
lendis.
Yfirkokkarnir; þau Kristín Björk
Kristjánsdóttir, Hilmar Jensson og
Jóhann Jóhannsson, segja blaða-
manni frá því, kúnstug á svip, að
þrátt fyrir áfangann verði hátíðin á
morgun engin nostalgíuferð.
„Þetta verður eins og hver önnur
uppákoma hjá okkur,“ útskýrir
Hilmar. „Allir þeir sem troða upp
verða með nýtt efni.“
Andi allra uppákoma eldhússins í
gegnum tíðina hefur verið þægilega
laus við hroka og yfirlæti, nokkuð
sem getur fylgt starfsemi af þessu
tagi.
„Það hefur verið mjög ríkt í okkar
starfi að þetta eigi að vera skemmti-
legt,“ segir Jóhann. „Áherslan er á
leikgleðina.“
Hilmar segir jafnframt að tilvilj-
anir hafi ráðið starfseminni mikið til.
„Fyrst þegar við hittumst áttu
þetta bara að vera einir tónleikar.
Allt í framhaldinu hefur komið ein-
hvern veginn af sjálfu sér. Það hefur
aldrei verið neinn stofnanabragur á
þessu hjá okkur. En markmiðin hafa
alltaf verið
mjög skýr.“
Allt kemur
það til baka
Eitt af höf-
uðmark-
miðum eld-
hússins hefur
verið að búa
til vettvang
fyrir ólíka
listamenn til að skapa og koma hug-
myndum af stað, segir Jóhann.
Þrenningin samsinnir því að sjálft
ferlið sé í raun mikilvægara heldur
en endilega harðar niðurstöður eða
útkomur úr einstökum verkefnum.
Vinnan í eldhúsinu hefur þá verið
mestmegnis ólaunuð.
„Það sem við erum að fá til baka
er mikill kraftur og hreinlega nær-
ing,“ segir Kristín. „Þetta gengur
allt til baka og hefur haft góð áhrif á
okkur, sem sjálfstæða listamenn.“
Kokkarnir segja að það sé þá ein-
stakt að vinna svona vinnu hér á Ís-
landi.
„Það er frábært að vera í þessu
sérstaka umhverfi,“ segir Jóhann.
„Smæðin og nálægð ólíkra hópa við
hvor annan gerir að verkum að það
er mikill drifkraftur og sköpun í
gangi. Þegar maður lýsir þessu fyrir
fólki erlendis verður það agndofa.“
Hilmar tekur undir þetta og segir
að í erlendum stórborgum t.d. sé
gjáin á milli fjölmiðla, ólíkra lista-
manna og framkvæmdaraiðla gríð-
arlega stór.
Framtíð Tilraunaeldhússins er
óráðin – eins og alltaf.
„Það er margt framundan,“ segir
Kristín.. „Og það hefur kannski
haldið okkur á floti allan þennan
tíma að við gerum það sem við vilj-
um þegar við viljum.“
Tilraunaeldhúsið fagnar 5 ára afmæli sínu í Klink og Bank
Opna
eldhúsið
Hilmar, Kristín og Jóhann ætla að fagna fimm ára afmæl-
inu með glæsibrag á morgun.
Forskot verður tekið á afmæl-
issæluna þegar myndlistarsýn-
ingin Vanefni verður opnuð kl.
15.00. Afmælisdagskráin hefst
kl. 17.00. og stendur fram á
nátt. Aðgangur er ókeypis.
this.is/kitchenmotors
Morgunblaðið/Ásdís
Tilraunaeldhúsið 5 ára – Viðburðir
Opnun á myndlistarsýningunni
Vanefni (klukkan 15.00. Afmæl-
isveislan sjálf hefst svo klukkan
17.00)
Orgelkvartettinn Apparat
Gjörningaklúbburinn
Jóhann Jóhannsson
Frakkur ásamt barnakór Kárs-
nesskóla, Skúla Sverrissyni, Hilm-
ari Jenssyni og Matthíasi
Hemstock
12 tónar (DJ)
Kira Kira
Hilmar Jensson & Skúli Sverr-
isson
Benni Hemm Hemm & hljómsveit
The Hafler Trio
Kippi Kaninus
Auxpan
Lofsöngur Tilraunaeldhússins
við texta Böðvars Jakobssonar
frumfluttur með lúðrasveit
Flugeldur sprengdur
Goddamn Skunks
Biogen
Músíkvatur (DJ)
DJ Musician
DJ Adda & Karí
Trabant (hljóðinnsetning)
Tekið á móti afmælisgjöfum
(gestir stíga á svið og færa Til-
raunaeldhúsinu gjafir í formi
lagstúfs eða listar)
Curver –afmælisverk afhjúpað
Sýning a veggspjöldum tengdum
Tilraunaeldhúsinu
Vidjóefni frá ferðalögum og
uppákomum Eldhússins skín í sér-
legri nostalgíuveröld
Dýrindis nart úr smiðju Mörtu
Guðrúnar, Hilmars Jenssonar o.fl.
„Tsjillát“ herbergi þar sem hinir
ýmsu skífuþeytar matreiða ofan í
fólkið