Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 19

Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 19
fjallar um þegar sameinaðir Grikkir ráðast inn í borgina Tróju og hefja þar blóðuga áralanga styrjöld. Brad Pitt leikur Akkiles, Bretarnir Or- lando Bloom og Sean Bean leika París og Ódysseif og hin þýska Diana Krueger leikur Helenu. Sýnishornin úr myndinni hafa verið allsvakaleg og gefið til kynna að hér sé mögulega á ferð mynd sem bjóði Gladiator lag- lega birginn. Rætt hefur verið um aft- urhvarf til stórmynda á við Ben-Húr og Kleópötru, ekki hvað síst vegna þess að myndin er smekkfull af þekktum aukaleikurum eins og tíðk- aðist í gömlu stórmyndunum. Myndin kostaði í kringum 200 milljónir dala og tóku tökurnar víst verulega á fyrir Hollywoodstjörnurnar. Það hefur líka verið fullyrt að ekki hafi verið smíðuð stærri og tilkomumeiri sviðsmynd fyrir kvikmynd í heila fjóra áratugi. Hinn stóri Þjóðverjinn í Holly- wood, Roland Emmerich, frumsýnir einnig stórmynd sína í maí. Ekki á morgun heldur hinn (The Day After Tomorrow) svipar til stóra smellsins hans Emmerichs Independence Day að því leytinu til að báðar eru að upp- lagi stórslysamyndir og á yfirnáttúru- legum grunni byggðar. Hamfarirnar í nýju myndinni tengjast því hvað gæti gerst ef gróðurhúsaáhrifin yrðu skyndilega meiri en náttúran réði við, yfirborð sjávar myndi hækka og ný ísöld hæfist. Við erum að tala um New York á kafi í sjó og allt þar fyrir norð- an á kafi í snjó. Dennis Quaid leikur veðurfræðinginn sem kemst að þess- um hamförum á undan öllum öðrum og Jake Gyllenhaal leikur son hans sem lendir í sjávarháska í borginni sem aldrei sefur. Aðrar myndir sem maímánuður geymir í skauti sér eru m.a. þriðja Taxi myndin en þessar frönsku bíla- eltingarleiksmyndir hafa notið mikilla vinsælda í Evrópu og gert fína hluti hér á landi einnig. Áhrif fiðrildanna (The Butterfly Effect) er vísindaskáldsaga sem sló óvænt í gegn í Bandaríkjunum eftir að hafa vakið athygli á Sundance-há- tíðinni en í henni er rugludallurinn Ashton Kutcher í sínu fyrsta alvar- lega hlutverki. Spartverjinn (Spartan) er nýjasta mynd leikritaskáldsins og kvik- myndagerðarmannsins snjalla David Mamet. Samsærissakamálamynd með Val Kilmer um þögla leynilöggu sem tekur að sér að hafa upp á dóttur forsetans sem hefur verið rænt. Elskulega Ella (Ella Enchanted) er nútíma Öskubuskuævintýr með Anne Hathaway úr Princess Diaries og fullt af þekktum aukaleikurum á borð við Joanna Lumley, Eric Idle og Steve Coogan. Boðið í dans (You Got Served) er dansmynd. JÚNÍ: Refsarinn Potter Í júní þorir enginn að vera á ferli því þá fer hæstvirtur Harry Potter aftur á kreik og refsar hverri þeirri MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 19 SVO ER það hún Dís okkar. Hún gæti sannarlega hrist upp í Harry og öllum hinum strákunum í sumar, í það minnsta drukkið þá undir borðið á Kaffibarnum. Gert er ráð fyrir að myndin íslenska sem Silja Hauksdóttir gerði eftir eigin samnefndri skáldsögu, Birnu Önnu Björnsdóttur og Oddnýjar Sturludótt- ur, verði frumsýnd í sumar, í fyrsta lagi í lok júní, í júlí eða ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá Sögn ehf., sem framleiðir myndina, er mynd- in nú nánast fullkláruð og tilbúin til sýningar, aðeins sé eftir að finna frum- sýningunni hentuga tímasetningu. Sumar-Dísin Morgunblaðið/Kristinn Álfrún leikur Dís.                                               ! !  "      #   "  # "$      !           %&     &                          ! ! Fáðu meira! Veglegir aukahlutapakkar með nýjum Toyota ÞAÐ ER VOR Í LOFTI - Sumarið leggst vel í okkur og við viljum að þú njótir þess í nýjum, betur búnum Toyota. Þess vegna bjóðum við glæsilega aukahlutapakka sem fylgja nýjum Toyotabílum á sérstökum tilboðsdögum í apríl og maí, eða á meðan birgðir endast. Taktu sumarið snemma og fáðu meira með nýjum Toyota. Komdu strax í dag og aktu á nýjum Toyota út í vorið. Frekari upplýsingar á www.toyota.is eða í síma 570 5070. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 10 5 0 4/ 20 04 Corolla fylgir sportlegur aukahlutapakki. 110.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Álfelgur og vindskeið. Tilboðið gildir ekki á nýjum Corolla Verso. YARIS BLUE, sérútgáfa af Yaris. 100.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Þokuljós að framan, sérstök Yaris Blue innrétting, krómpúst, silsalistar, vindskeið o.fl. Avensis er ríkulega útbúinn. 120.000 kr. aukabúnaður Innifalið: krómpakki og álfelgur eða sóllúga. RAV4 er kraftalega útbúinn. 130.000 kr. aukabúnaður Innifalið: Heilsársdekk, vindskeið og aurhlífar. Nýr Avensis. 5 stjörnur og besta útkoma frá upphafi úr öryggisprófi NCAP. Staðalbúnaður sem fáir bílar í þessum flokki geta jafnað. Verð frá 2.350.000 kr. Yaris er mest seldi smábíll á Íslandi, margverðlaunaður og hlaut hæstu einkunn í NCAP öryggisprófinu í sínum flokki, auk þess sem vélbúnaður hans hlaut sérstök verðlaun. Verð frá 1.239.000 kr. RAV4 er mest seldi jepplingur á Íslandi. Afar þægilegur í akstri en býr yfir jeppaeiginleikum sem veita þér öryggi á vegum og vegleysum. Verð frá 2.550.000 kr. Corolla er mest seldi bíll í heimi og trónir í efstu sætum í öllum helstu gæðaprófum. Annálaður fyrir vandaðan frágang og frábært efnisval. Verð frá 1.639.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.