Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 20

Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 20
20 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ mynd sem sýnd verður á sama tíma með því að galdra til sín bíógesti alla. Nýja myndin er gerð eftir þriðju bókinni Fang- anum í Azkaban (The Prisoner of Azkaban). Nýr leikstjóri – Alfonso Cuarón – en sömu leikarar og síð- ast að viðbættum Gary Oldman, Emmu Thompson og Mich- ael Gambon í hlutverki prófessors Dumbledores í stað Rich- ards heitins Harris. Ef marka má kostnaðinn þá erum við að tala um eitthvert ógurlegasta sjónarspil sem hvíta tjaldið hefur klætt því fullyrt hefur verið að myndin sé sú dýrasta sem gerð hefur verið. Það þarf einhvern fílefldan til að bjóða Potter birginn. Og þá stígur vitanlega Vin Diesel fram, köggullinn sá, sem vinn- ur nú að því að leysa af hólmi þá alla saman, Van Damme, Seagal, Stallone og sjálfan ríkisstjórann. Pitch Black hét myndin sem kom karlinum á kortið, lítill ástralskur framtíð- artryllir í anda Alien-myndanna. Og Annálar Riddicks (The Chronicles of Riddick) er framhald þeirrar myndar. Fyrri myndin var lítil og engin bjóst við neinu. En nú er miklu meira lagt undir, leikstjórinn sá sami David Twohy og Dies- el orðin stjarna með aðdráttarafl. Kevin Smith og Ben Affleck viðurkenndu áður en Stelpan frá Jersey (Jersey Girl) var frumsýnd vestra í lok mars að þeir væru á nálum yfir viðtökunum. Sögðust sannfærðir um að öll neikvæðnin í kringum samband Afflecks og Lopez og myndina Gigli ætti eftir að skemma fyrir þessari róman- tísku gamanmynd hans Smith, sem mun vera hans aðgengi- legasta til þessa. Og þeir máttu líka hafa áhyggjur því mynd- in fékk dræmar viðtökur og hefur ekki enn svarað kostnaði þrátt fyrir að hafa fengið ágæta dóma. Ætti að ganga betur utan Bandaríkjanna þar sem fólk er ekki búið að fá alveg eins nóg af Bennifer-tuggunni. Refsarinn (The Punisher) fór heldur ekki vel að ráði sínu er hann hóf refsivönd sinn á loft um miðjan aprílmánuð, sé litið til þess að myndasögu-myndin sú skartar John Travolta og Rebecca Romijn-Stamos. En mynda- sögu-myndir njóta alltaf vissra vin- sælda og það mun þessi einnig gera. Nýja myndin frá Coen-bræðrum kemur í júní. Heitir Kvennaflagar- arnir (The LadyKillers) og er end- urgerð samnefndrar breskrar gam- anmyndar frá Ealing-stúdíóinu með Alec heitnum Guinness í aðalhlut- verk. Coen-bræður færðu sögusviðið frá Englandi til suðurríkja Bandaríkjanna og létu Tom Hanks í hlutverk Guinness. Hefur fengið misjafna dóma en Hanks þyk- ir sýna gamla góða takta í sínu fyrsta hrein- ræktaða grínhlutverki síðan Hollywood fór að taka hann alvarlega. Lögmál aðdráttaraflsins (Laws of Attraction) er ný rómantísk gamanmynd, gerð af Bretanum Peter Hewitt, sama náunga og gerði Sliding Doors. Það verður nettur klassi yfir henni þessari því hún skartar þeim Pierce Brosnan og Julianne Moore í hlutverkum turtil- dúfnanna. Stjörnustefnumótið (Win a Date with Tad Hamilton) er rómantísk gamanmynd með Kate Bosworth úr Blue Crush og Topher Grace úr Svona var það ’76, um stelpur sem vinn- ur stefnumót með frægri stjörnu. JÚLÍ: Fleiri vefir og enn meiri asnaskapur Sumarið 2002 flæktist í vef Köngólóarmannsins, svo um munaði. Þessi fyrsta alvöru kvikmynd um ofurhetjuna sí- gildu sló rækilega í gegn og varð í raun vinsælli en nokkur hafði þorað að spá. Mynd númer tvö er næstum helmingi dýrari, brellurnar líka sagðar helmingu betri og raunveru- legri. En sé horft til teknanna sem fyrri myndinn náði í – 800 milljónir dala á heimsvísu – þá virðast 200 milljónirnir sem sú nýja á að hafa kostað bara vera lágmarkstilkostnaður. Tobey Maguire, Kirstin Dunst og James Franco snúa öll aftur en nú er vondi maðurinn, Dr. Kolkrabbi, leikinn af Al- fred Molina. Framleiðendur eru svo handvissir um að mynd- in eigi eftir að gera sig að þeir eru þegar búnir að tilkynna að þriðja myndin verði gerð – og það með öllum stjörnunum, líka leikstjóranum Sam Raimi. Ef það er einhver sem mun hætta sér út í að reyna að standa uppí hárinu á Köngulóarmanninum þá er það önnur teiknuð ofurhetja en ólík þó; hinn græni og geðstirði Skrekkur (Shrek). Auðvitað er hann samur við sig í fram- haldsmyndinni, þar sem Mike Myers ljáir honum áfram rödd, Eddie Murphy talar fyrir asnann víðáttubilaða og Cameron Diaz fyrir prinsessuna. Flestum að óvörum komst myndin í aðalkeppnina um Gullpálmann í Cannes, sem bæði þykir merki um hversu mjög húmorinn í myndinni höfðar til Evrópubúa og að myndin gefi hinni fyrri lítið eftir. Guðssending (Godsend) er síðan hrollvekjandi vísinda- skáldsaga með Robert De Niro, Greg Kinnear og Rebeccu Romijn-Stamos sem fjallar um hjón sem fá vísindamann til að klóna nýlátinn ungan son þeirra með skelfilegum afleið- ingum. Unga stjúpan (Raising Helen) er rómantísk gamanmynd frá Gary Marshall er gerði Pretty Woman og The Runaway Bride. Skartar hún Kate Hudson í hlutverki ungrar konu sem tekur að sér börn systur sinnar eftir að hún ferst í bíl- slysi ásamt manni sínum. John Corbett úr Beðmálum í borg- inni og My Big Fat Greek Wedding leikur á móti Hudson. Artúr konungur (King Arthur) er bresk stórmynd, æsi- leg ný útfærsla af þjóðsögunni um Artúr konung og riddara hringstigans, með haug af sterkum leikurum, gerð af Ant- oine Fuqua, Kana sem m.á. á að Training Day að baki. Clive Owen (Croupier) leikur Artúr konung. Stepford-eiginkonurnar (Stepford Wives) er endurgerð af samnefndri umdeildri mynd frá 1975 um tilraun vísinda- manns til að búa til hina fullkomna eiginkonu. Nicole Kid- man leikur eina slíka og býr í tilbúnum smábæ þar sem allar eiginkonurnar eru í Stepford-prógramminu. Mathew Broderick leikur eiginmann hennar, en aðrir leikarar í þess- ari spennu-vísinda-ádeilu-gaman-söngleik Franks Oz eru Bette Midler, Christopher Walken, Faith Hill, Glenn Close og Jon Lovitz. Stelpan í næsta húsi (Girl Next Door) er gamanmynd um gaur sem telur sig detta í lukkupottinn þegar klámmynda- stjarna flytur í næsta hús og fer að gefa honum undir fótinn. Heima á búgarðinum (Home on the Range) er talsett Disney-teiknimynd, af gamla skólanum. Beinn og uppréttur (Walking Tall) er endurgerð á sam- nefndri mynd frá 1973, byggð á sönnum atburðum um her- mann sem snýr aftur heim í smábæinn eftir að hafa gegnt herskyldu og stendur frammi fyrir að óprúttnir náungar eru með bæjarbúa undir hælnum. Hermaðurinn tekur að sér lögreglustjórastarfið og ákveður að taka til í bænum sínum, eftir sínum leiðum. The Rock leikur hlutverkið sem Joe Don Baker lék hér í den og Johnny Knoxville Jackass-gaur leik- ur aðstoðarmann hans. ÁGÚST: Mánuður kattarins Með fullri virðingu fyrir hásumarmyndunum góðu þá eykst vigtin gjarnan í ágúst og september. Þá mætir Spielberg á svæðið með nýjustu mynd sína Flugstöðina (The Terminal), þar sem hann er á ný kominn í ljúfsáru dramadeildina. Og enn er það Tom Hanks sem leikur aðalhlutverkið, austur- evrópskan flóttamann sem verður innlyksa í flugstöð í New York nákvæmlega á þeirri mínútu sem gamla föðurlandið hans liðast í sundur en við það verður vegabréf hans og árit- un ógild. Söguna gerði Andrew Niccol, sá er gerði Gattica og skrifaði The Truman Show en Catherine Zeta-Jones og Stanley Tucci leika einnig í myndinni sem lofar svo sann- arlega góðu á pappírnum. Mynd Spielbergs verður frumsýnd í lok júní vestanhafs en hér á landi fær hann samkeppni í ágúst frá vini sínum og lærisveini M. Night Shyamalan sem, viti menn, er mættur með yfirnáttúrulegan vísindatrylli með hrollvekjandi en þó líka svolítið rómantísku ívafi. Myndin heitir Þorpið (The Village) og er önnur myndin í röð sem Shyamalan gerir með Joaquin Phoenix en aðrir leikarar í myndinni eru Bryce Howard, dóttir Rons sem leikur í næstu mynd Lars Von Triers, William Hurt, Sigourney Weaver og Adrien Brody sem fékk Óskarinn fyrir síðasta hlutverk sitt, í Pían- istanum. Í stuttu máli gerirst myndin seint á 19. öld í litlu þorpi þar sem þorpsbúar lifa í stöðugum ótta við litlar skepnur sem búa í skóginum; eða bara hvern sem telja má utanaðkomandi. Allt fer því úr böndunum þegar ungur hugrakkur maður fer að efast um þessa einangrunar- stefnu. Fortíðin knýr einnig að dyrum í nýrri kvikmyndagerð á æsilegu 19. aldar spennutrylli Jules Vernes Umhverfis jörðina á 80 dögum (Around the World in 80 Days). Verð- ur spennandi að sjá hvernig þessi sígilda og skemmtilega saga gengur í bíógesti 21. aldarinnar en leikstjórinn Frank Coraci (Wedding Singer) gerði sitt til að laga hana að þeirra kröfum og smekk, fékk breska grínsnillinginn Steve Coogan (24 Hour Party People, Alan Partridge) til að leika Phileas Fogg og Jackie Chan í hlutverk þjónsins hans úr- ræðagóða Passepartout. Haugur af frægum leikurum eru svo í aukahlutverkum, eins og sjálfur Arnold Schwarz- enegger, John Cleese og Wilson-bræður Owen og Luke, sem að sjálfsögðu leika Wright-bræður. Lengi hefur staðið til að gera mynd um Kattakonuna (Cat Woman) og var búist við því, eftir að Michelle Pfeiff- er sló í gegn í annarri Batman-myndinni, að það járnið yrði hamrað á meðan það væri heitt. En ekkert varð úr. Ekki fyrr en Halle Berry mjálmaði og mal- aði sig í hlutverk fyrstu myndarinnar sem gerð er um þessa aukapersónu úr Batman-myndasögunum. Leikstjóri myndarinnar er lítt þekktur Frakki, Pitof, sem á eina mynd að baki en hef- ur unnið brellur og sjónhverfingar fyr- ir fjöldann allan af myndum. Sharon Stone leikur höfuðandstæðing Kattakon- unnar. Hér getur sannarlega brugðið til beggja vona. Ágústmánuður er mánuður kattarins, það fer ekki á milli mála því þá verður líka frumsýnd ný „leikin“ kvikmynd, gerð eftir myndasögunum sí- vinsælu um heimilisköttinn húðlata Gretti (Garfield The Movie), vini hans, óvini og eigendur. Eins og gefur að skilja er myndin uppfull af vel gerðum brúðum en leikstjóri hennar Peter Hewitt hefur nokkra reynslu af því að vinna með kynlegar verur því hann gerði The Borrowers. Girnilegasta við þessa annars óútreiknanlegu mynd er að Bill Murray ljær Gretti rödd sína og þá má segja að hálfur kötturinn sé unninn. Breckin Meyer (úr þáttunum Marr- ied to the Kellys, Inside The Schwartz) leikur eiganda hans Jon Arbuckle. Sky Captain og heimur morgundagsins (Sky Captain and the World of Tomorrow) er hin forvitnilegasta mynd, ævintýraleg vísindaskáldsaga sem gerist árið 1939 og fjallar um blaðakonu (Gwyneth Paltrow) sem kemst að því að vísindamenn heimsins eru að tapa tölunni einn af öðr- um. Fær sér til aðstoðar flugmanninn hugdjarfa Sky Captain (Jude Law) og saman komast þau að því að geggj- aður vísindamaður er að reyna að ná heimsyfirráðum. Aðr- ir leikarar eru Angelina Jolie og Giovanni Ribisi en leik- stjórinn er svo að segja grænjaxl, Kerry nokkur Conrad. Farsíminn (Cellular) er spennutryllir með Kim Bas- inger um ungan mann sem fær símhringingu frá eldri konu, sem segir að henni hafi verið rænt og að eiginmað- urinn og börnin séu næst. New York mínútan (New York Minute) er síðan ung- lingagamanmynd með Olsen-systrum og Eugene Levy, pabbanum úr American Pie-myndunum og Þrettán að verða þrjátíu (13 Going on 30) er rómantísk gamanmynd með Jennifer Garner (Alias) og Mark Ruffalo (In the Cut), gerð af Gary Winick, sem síðast gerði hina ágætu gam- anmynd Tadpole. SEPTEMBER: Heljarinnar haustbíó Og þótt sumarið sé að mati flestra Frónbúa búið þegar fram í september er komið þá er enn nóg eftir að sum- armyndunum. Þá berast myndir eins og franski tryllirinn Rauðará 2 (Crimson River 2) með Jean Reno en hún hefur slegið allt út í Frakklandi. Og í september ratar hún loks- ins í bíó fjórða Exorcist-myndin Upphafið (The Beginn- ing) sem er að verða einhver mesta vandræðamynd kvik- myndasögunnar. Fyrst var það Paul Schrader (handritshöfundur Taxi Driver, Auto Focus) sem byrjaði á myndinni en þegar framleiðendur sáu útkomuna stungu þeir henni ofan í skúffu og réðu Renny Harlin til að gera hans svo gott sem aftur frá grunni. Og nú stendur til að út- gáfurnar komi út samtímis, sú sem hafnað var á mynddiski á meðan útgáfa Harlins kemur í bíó. Þá má nefna að í september verður sýnd hér nýjasta mynd Wills Smiths Ég, vélmenni (I, Robot), framtíðar- tryllir eftir Egyptann Alex Proyas sem gerði Dark City. Þá kemur myndasöguhetja Heljardrengur (Hellboy) í september, sem og skrímslaeinvígið Alien vs. Predator eftir Paul W.S. Anderson sem síðast gerði Resident Evil. Þá koma eftirfarandi myndir í september: The Princess Diaries 2 Thunderbirds Wicker Park (endurgerð á L’Apartement) The Alamo The Bourne Supremacy (framhald Bourne Identity) Two Brothers (Annaud) Og vefurinn stækkar: Tobey Maguire fer enn í samfestinginn rauða og fær mikið út úr. Grettir búinn að setja sig í bíóstellingarnar. Skrekkur 2: Ennþá meiri asnaskapur ef að líkum lætur — alveg ekta fyrir Frakkana. skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.