Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 29 Hönnunarsafn Íslands, Garða- torgi, kl. 15 Kristín Ísleifsdóttir leirlistamaður verður á Garðatorgi og talar um innsetningu sína Hérna núna. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar kl. 14–17 Nemendur LHÍ, Harpa, Sunna, Jóna Heiða, Ólöf Helga, Þóra og Anna María, sýna verk á sýning- unni Frábær helmingur. Listasafn Reykjanesbæjar í Duushúsum kl. 15–17 Sýningu Kristjáns Jónssonar lýkur í dag. Hann tekur á móti gestum. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is LÍFSREYNSLUSAGA Önnu Pálínu Árnadóttur fjallar um baráttu hennar við krabbamein sem hún greindist með fyrir fimm árum. Í upphafi sögunnar er sagt frá því þegar meinið greinist og þeirri já- kvæðu afstöðu sem Anna Pálína tek- ur: að í lífinu panti fólk sér námskeið til að læra af og þroskast og veikindi hennar séu af því tagi. Þetta viðhorf hennar er andstætt viðhorfi hjúkr- unarfræðingsins sem hún spjallar við á biðstofunni en hann heldur því fram að lífið sé einsog sumarbúðir þar sem einhver annar skipuleggur dagskrána (12). Í rauninni snúast þessi ólíku viðhorf um það hvort maður tekur ábyrgð á lífi sínu eða ekki. Eftir sjúkdómsgreininguna tekur þrautaganga við; lyfjameðferð, geislar, hárkolla; tilfinningasveiflur milli gríðarlegrar bjartsýni og dýpstu örvæntingar; sorg og reiði, áhyggjur af fjármálum og fjölskyldu. Á þessu erfiða „námskeiði“ kynnist Anna Pálína nýjum leiðum í lífinu, heilun og hugleiðslu, sem hjálpa henni að takast á við erfiðleikana, endurnýja orkubirgðirnar og berjast áfram við ótuktina. Ótuktin er mynd- hverfing krabbameinsins; óboðinn gestur sem sest að í líkamanum/hús- inu. Húsráðandi er að vonum ósáttur fyrst og vill losna við hann en lærir svo að lifa í þessum nýju aðstæðum, úthlutar gestinum herbergi og kenn- ir honum umgengnisreglurnar til að þeim takist að búa saman. Anna Pálína finnur svör við stóru spurningunum í hugleiðslu, þar kynnist hún kærleikanum og lærir að óttast ekki. Hugleiðslunni er lýst sem einskonar draumaástandi þar sem ljós og skuggi, vatn, hús og göng eru mikilvæg tákn. Tilfinningar eru myndhverfðar: Áhyggjur, Depurð og Kvíði eru litlar verur sem eru reknar út úr húsinu (95) en reyna sí- fellt að komast inn aftur; steinar hjartans eru áhyggjur sem virðast risastór björg en hægt er að mola sundur þegar að er gáð (149).Við hugleiðsluna verður einskonar sálar- landslag til, ýmist klettótt eða skógi vaxið, þar sem jörð og skógur tákna líkama og sál, styrkurinn tekur á sig mynd arnar og bjargvætturinn er hvítur hestur. Þetta eru hefðbundin tákn og kunnugleg sem geta auð- veldlega orðið þreyttar klisjur í skáldskap en eru það ekki í þessari bók. Í sögunni er ekki að greina nokkra reiði út í læknavísindin þrátt fyrir að í þeim sé lítil hjálp, lyfin séu gagns- lítil og virki jafnvel öfugt og geisl- arnir skemmi heilbrigð líffæri. Þeg- ar ótuktin fer að gægjast aftur fram úr herberginu sínu hleypur Anna Pálína hið snarasta inn í búninga- geymslu og sækir gamla hetjubún- inginn sinn til að geta borið sig vel en hann er þá orðinn þröngur og snúinn og tölurnar dottnar af… Í lok sög- unnar er Anna Pálína stolt og sátt og horfir enn á ný bjartsýn fram á veg- inn (150). Æðruleysi hennar er aðdá- unarvert, hún axlar algerlega ábyrgð á eigin lífi. Lokakafli sögunn- ar gerist í hugleiðsluástandi og þar er táknrænan allsráðandi. Hún stíg- ur út úr myrkrinu inn í ljósið með stóran, svartan stein sem er ætlaður henni: „Steinninn er þungur. Ég finn að ég þarf að taka á öllum mínum kröftum til að bera hann. Ég er að sligast. Hesturinn er við hlið mér. Hann býður mér á bak svo ég þurfi ekki að bera þennan þunga stein alein. Ég sest á bak hestinum með steininn í fanginu og hesturinn ber okkur út. Eftir því sem við nálgumst hellismunnann minnkar steinninn. Hann verður minni og minni. Léttari og léttari. Við komum út í ljósið og steinninn er orðinn vatnsdropi í lófa mér. Ég helli honum upp í mig til að glata honum ekki og finn hvernig vatnið nærir mig alla“ (153). Saga Önnu Pálínu minnir okkur á að lífið er til þess að læra af því og dauðinn bíður okkar allra – spurningin er bara sú hvernig við búum okkur und- ir að taka á móti honum. Krabba frænka kemur í heimsókn BÆKUR eftir Önnu Pálínu Árnadóttur. 153 bls. Salka 2004. ÓTUKTIN Morgunblaðið/Golli Anna Pálína Árnadóttir Steinunn Inga Óttarsdóttir - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 2 fyrir 1 til Barcelona 20. maí frá 19.990.- Terra Nova býður nú einstakt tækifæri til þessar fallegu og framandi borgar á ótrúlegum kjörum. Nú er fegursti tími ársins og frábært tækifæri til að skreppa til Barcelona í viku og njóta lífsins í þessari töfrandi heimsborg. Kr. 19.990 Flug og skattar, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Síðustu 14 sætin Val um úrval hótela í hjarta Barcelona frá kr. 4.700 á mann nóttin í tvíbýli Missir flú af milljónum í hverri viku Kauptu mi› a núna! Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 24 43 6 0 4/ 20 04 Dregi› 52 sinnum á ári um 705 skattfrjálsar milljónir!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.