Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 36

Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÚ er svo komið að embætt- ismenn og stjórnmálamenn eru farnir að taka fram fyrir hendurnar á læknum og stýra lyfjanotkun þeirra, nú síðast með aðgerðum sem eiga að taka gildi 1. maí nk. Stjórnsemi embætt- ismanna í nafni lyfja- sparnaðar er gengin út í öfgar að mati margra, m.a. lyfjafræðinga, lækna og sjúklinga. Stýring sem takmark- ar lyfjaval er mjög varasöm læknis- og lyfjafræðilega séð og getur hæglega leitt til verri meðferðarárang- urs við sjúkdómum og aukinna heilbrigðisútgjalda þar af leiðandi, t.d. vegna aukins sjúkra- húskostnaðar, hjúkrunarkostnaðar, lækniskostnaðar og rannsókn- arkostnaðar. Lyfjakostnaður ríkisins er ótrúlega lítill Mikið hefur verið býsnast út af lyfjakostnaði landsmanna und- anfarin ár. Samt sem áður er lyfja- kostnaður ótrúlega lítill hluti af kostnaði við heilbrigðisþjónustuna, svo ekki sé talað um hluta af lands- framleiðslu. Lyfjakostnaður landsmanna árið 2003 var einungis um 14 milljarðar króna með virðisaukaskatti, þar af var kostnaður ríkisins 9,4 milljarðar (67%) og sjúklinga 4,6 milljarðar (33%). Lyfjakostnaður einungis 13% af kostnaði til heilbrigðismála Útgjöld ríkisins til heilbrigðismála voru um 71 milljarðar króna á sl. ári og af þeim kostnaði vógu lyf ein- ungis um 13% (9,4 af 71), hin 87 pró- sentin fóru í annað. Með því að nota alltaf bestu fáanlegu lyf og minnka greiðslur sjúklinga fyrir lyf mætti trúlega spara nokkuð af þessum kostnaði til heilbrigðismála því lyfjameðferð er oftast árangursrík- asta og kostnaðarminnsta meðferð sem völ er á og getur oft á tíðum sparað verulegan hjúkrunarkostnað, sjúkrahúskostnað, læknakostnað og rannsóknarkostnað. Raunverulegur lyfjakostnaður ríkisins einungis 6,6 milljarðar Lyf eru seld með 24,5% virðis- aukaskatti, sem gleymist furðu oft þegar rætt er um lyfjakostnað rík- isins. Ef litið er á lyfjakostnaðinn á s.l. ári án virðisaukaskatts var hann 11,2 milljarðar króna (14-2.8), sjúk- lingarnir greiddu 4,6 milljarða (41%), en raunverulegur kostnaður ríkisins var því ein- ungis um 6,6 milljarðar króna (59%) þegar búið er taka tillit til virð- isaukaskattsins. Raun- verulegur lyfjakostn- aður ríkisins var því einungis um 10% (6,6 af 68,2) af heilbrigð- isútgjöldunum á sl. ári. Ef spara á í heilbrigð- iskerfinu væri nær að skoða hin 90 prósentin í stað þess að vera stanslaust að hamra á lyfjakostnaðinum. Kostnaður sjúklinga var 55% af lyfjakostnaði utan spítala Kostnaður vegna sjúkrahúslyfja var 2,8 milljarðar króna af þessum 11,2 milljörðum og kostnaður vegna lyfja sem seld voru í apótekum 8,4 millj- arðar króna. Sjúklingar greiddu því hvorki meira né minna en 55% (4,6 af 8,4) af kostnaðinum vegna lyfja sem afgreidd voru utan spítala, í apótekum landsins (lyfseðilsskyld lyf og lyf seld án lyfseðils). Lyf bæta líf og líðan tuga þús- unda Íslendinga á hverju ári Lyfjakostnaður landsmanna var ein- ungis um 1,7% af landsframleiðsl- unni á sl. ári (14 milljarðar af 806 ár- ið 2003), hin 98,3 prósentin fóru í eitthvað annað. Trúlega er kostn- aður vegna lyfja langbesta fjárfest- ing sem völ er á miðað við þann ávinning sem af þeim hlýst. Fyrir ofangreinda fjárhæð er hægt að bjarga lífi nokkurra þús- unda Íslendinga á hverju ári, hindra að mörg þúsund Íslendinga verði óstarfhæfir og ósjálfbjarga á hverju ári og bæta líf og líðan tuga þúsunda landsmanna. Þrátt fyrir það eru misvitrir embættismenn og stjórn- málamenn stanslaust að reyna að minnka lyfjanotkun landsmanna í nafni sparnaðar. Lyfjakostnaður miðað við aðrar þjóðir Lyfjakostnaður landsmanna er meiri pr. íbúa en í nágrannalönd- unum. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Í fyrsta lagi nota Íslendingar minna af ódýrum samheitalyfjum (eftirlíkingum) og samhliða inn- fluttum lyfjum (sömu lyf frá ódýrari markaðssvæðum) en nágrannaþjóð- irnar. Ástæða þess er sú að íslenski markaðurinn er svo lítill að kostn- aðurinn, fyrirhöfnin og áhættan er of mikil til að þessi innflutningur borgi sig. Þó Íslendingar séu stærstir og bestir í heimi eiga þeir til með að gleyma því að þeir eru einungis 1% Norðurlandabúa og 0,1% Evr- ópubúa. Vinna og kostnaður við að koma lyfi á markað á Íslandi er svipaður og hjá nágrannaþjóðunum, en Danir eru 20 sinnum fleiri en Ís- lendingar, Norðmenn 15 sinnum fleiri og Svíar 25 sinnum fleiri. Þrátt fyrir það er ætlast til að verð á lyfj- um á Íslandi sé svipað og í þessum löndum. Kostnaður við að koma lyfi á markað á Íslandi er hlutfallslega mun meiri en í nágrannalöndunum miðað við söluna, þannig að það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til að lyf séu á svipuðu verði hér á landi og í þessum löndum. Blóðfitulækkandi lyf, lyf við ofvirkni, ný gigtarlyf Í öðru lagi nota Íslendingar meira af betri, nýrri og dýrari lyfjum en aðr- ar þjóðir í stað lélegri, eldri og ódýr- ari lyfja. Ástæðan fyrir því er sú að íslenskir læknar eru fljótari að til- einka sér ný og betri lyf en læknar í öðrum löndum. Íslenskir læknar eru sjálfstæðari en læknar í öðrum lönd- um, þeir fara ekki eftir úreltum op- inberum listum um hvaða lyf beri að nota, láta ekki embættismenn sem aldrei sjá sjúklinga eða stjórn- málamenn sem lítið vit hafa á lyfjum segja sér fyrir verkum, heldur nota þau lyf sem koma sjúklingunum að mesta gagni hverju sinni. Nágrannaþjóðirnar fylgja notkun Íslendinga oftast í kjölfarið, en yf- irleitt eru þær þjóðir mun lengur en Íslendingar að átta sig á og tileinka sér gagnsemi nýrra lyfja. Má þar nefna blóðfitulækkandi lyf sem bjarga nú orðið mörgum manns- lífum hér á landi á hverju ári, lyf við ofvirkni (rítalínlyf) sem gera börn- um með athyglisbrest og ofvirkni kleift að stunda nám og aðlagast umhverfinu, og ný gigtarlyf (Coxíb- hemlar) sem gefa gigtarsjúklingum aukna möguleika á að halda ein- kennum gigtarsjúkdóma niðri. Íslendingar nota minna af lyfjum að meðaltali en nágrannaþjóðirnar, ástæðan fyrir því er m.a. sú að eftir því sem notuð eru betri lyf, þá þarf að nota minna af lyfjum. Í nokkrum flokkum er notkun Íslendinga þó meiri en hjá nágrannaþjóðunum. Gleðipillur Í þriðja lagi nota Íslendingar meira af svokölluðum gleðipillum (SSE- hemlum) en aðrar þjóðir. Ástæðan fyrir því er trúlega sú að hin gegnd- arlausa peningadýrkun fjölmiðlanna síðastliðin ár hefur orðið þess valdandi að stór hluti af þjóðinni er kominn með sjúkdóm sem nefnist óyndi, eða Allir-eru-að-gera-það- gott-nema-ég. Einkennin eru gleði- leysi, öfund, illt umtal, framtaks- leysi, ofdrykkja og ofát. Meðferðin er gleðipillur. Nú er svo illa komið fyrir þjóðinni að um 9% af henni eru komin á þessi lyf, þrátt fyrir að þunglyndi sé vangreint og van- Lyfjakostnaður og lyfjanotkun Eftir Hauk Ingason ’Stjórnvaldsaðgerðirsem minnka lyfjaúrval, hamla lyfjaval lækna og aðgengi sjúklinga að lyfjum eru mjög vara- samar …‘ Haukur Ingason …er með gjöfina Hlíð 18A - opið hús í dag 50 fm sumarbústaður á 0,4 ha leigulóð í sumarhúsahverfinu í Elífsdal. Bústaðurinn er byggður 1984 og hefur verið vel við- haldið. Mjög mikil trjárækt er á lóðinni. Lítill lækur rennur niður í tjörn fyrir neðan bústaðinn. Kalt vatn, gashitað vatn og olíukynding er í bústaðnum, auk þess sem sólarrafhlaða sér fyrir lýsingu og minni raftækjum. Aðalsteinn og Elín taka á móti gestum í dag á milli kl. 14.00-16.00 með kaffi og meðlæti. Uppl. í síma 894 2515 eða hjá Einari Páli, lögg. fasteignasali, í síma 899 5159. Verð kr. 5 millj. Sumarhús í Eilífsdal KELDUHVAMMUR 9 - HF. - M. BÍLSKÚR Nýkomin í einkas. sérl. falleg rúmgóð 138 fm efri sérh. í góðu þríb. auk 32 fm bílskúrs. Mikið endurnýjuð eign m.a. nýtt eldhús og nýtt baðherb. Parket o.fl. Þrjú stór svefnherb. Rúmgóð stofa, suð- ursvalir. Gott útsýni. Sérinngangur. Hagst. lán. Afhending fljótlega. Verð 18,3 millj. Halldór og Vilborg bjóða ykkur vel- komin. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ 14-16 EINBÝLI VIÐ ELLIÐAVATN - RVÍK Nýkomið stórglæsil. tvílyft einbýli með innbyggðum tvöföldum bílskúr, samtals 276,3 fm. Frábært útsýni og staðsetning. Arkitekt Sigríður Ólafsdóttir. Afhending nánst strax fokhelt. Teikningar og upp- lýsingar á skrifstofu. NAUSTAHLEIN - RAÐH. - M. BÍLSKÚR Eldri borgarar. Laust strax. Nýkomið í einkasölu á þessum frábæra stað mjög gott raðhús á einni hæð ásamt góðum bílskúr með geymslulofti, samtals um 101 fm. Húsið stendur á fallegum útsýn- isstað og skiptist í forstofu, þvottahús, hol, eldhús, garðskála, stofur og svefnherbergi. Gólfefni eru parket og flísar. Fal- legur gróinn garður, útsýni. Verðtilboð. Eignin er laus strax. LERKIÁS - GBÆ - RAÐH. Nýkomið í sölu nýlegt 173,5 fermetra endaraðhús með innbyggðum 31,5 fer- metra bílskúr, samtals um 205 fm, vel staðsett í Ásahverfi í Garðabæ. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, borðstofu, stofu, herbergi, baðherb., þvottahús og bílskúr. Á efri hæð er gott sjónvarpshol, baðherbergi, barnaherbergi og stórt hjónaherbergi sem hægt er að breyta í tvö herbergi. Fallegar innréttingar og gólfefni. Tvennar svalir. Gott útsýni. Húsið er laust strax. Verð 29,8 millj. EYRARHOLT - HF. - 6-7 HERB. Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra útsýnisstað mjög góð 6-7 herbergja 162,8 fermetra íbúð („penthouse“) vel staðsett á góðum útsýnisstað á Holtinu í Hafnarfirði. Eignin skiptist í forstofu, geymslu, hjónaherbergi, herbergi, hol, stofu, eldhús og baðherbergi. Á efri hæð eru 3 barnaherbergi, sjónvarpshol, bað- herbergi, þvottahús og geymslur. Tvenn- ar svalir, parket og flísar. Verð 17,9 millj. Brynjar Sindri Sigurðarson, s. 899 4604/520 9501 Fasteignasala: RE/MAX Kópavogi. Guðmundur Þórðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Heimilisfang: Lómasalir 6-8 Stærð eignar: 102,6 fm Verð: 15,9 millj. Skemmtilega hönnuð 3ja herb. 102,6 fm íbúð á þriðju hæð ásamt stæði í upphitaðri bílageymslu í nýju, vönduðu lyftuhúsi í Kópavogi. Sérinngangur. Suðvestursvalir. Opin og björt stofa/borðstofa. GÓÐ ÍBÚÐ - GOTT VERÐ! Þess virði að skoða! Velkomin í opið hús í dag, sunnudag, frá klukkan 14 til 16, sölufulltrúi tekur á móti ykkur. Lómasalir 6-8 - OPIÐ HÚS Í DAG!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.