Morgunblaðið - 02.05.2004, Page 52

Morgunblaðið - 02.05.2004, Page 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Guðmundur í Nesi kemur í dag. Fréttir Fjölskylduhjálp Ís- lands Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun mat- væla og fatnaðar, þriðjudaga kl. 14–17. Sími er 551 3360, net- fang dalros@island- ia.is, gsm 897 1016 Mannamót Aflagrandi 40. Kín- versk leikfimi verður hjá Guðnýju í maí. Kynning á tai ji-leik- fimi fyrir alla hefst mánudag kl. 9, allir aldursflokkar vel- komnir. Félag eldri borgara í Kópavogi. Ferð um Suðurnesin, Suður- strandarveg til Krýsu- víkur og Kleifarvatns verður fimmtudaginn 6. maí kl. 13.15 frá Gjá- bakka og kl. 13.30 frá Gullsmára. Kvöldmat- ur verður á veitinga- staðnum Sjávarperl- unni. Heimkoma áætluð kl. 19–19.30. Þátttakendur skrái sig sem fyrst á þátttöku- listana sem verða tekn- ir niður kl 15 miðviku- daginn 5. maí. Athugið að aðeins 66 sæti eru í boði. Ferðanefndin. (Bogi s: 554 0233 eða Þráinn s: 554 0999) Gjábakki, Fannborg 8. Í tilefni Kópavogsdaga býður Smáralind eldra fólki í heimsókn þriðju- daginn 4. maí. Rúta fer fra Gjábakka kl. 13, skrá þarf þátttöku fyr- ir kl. 17 mánudaginn 3. maí s. 554 3400. Boðið verður upp á kaffiveit- ingar og skemmti- atriði. Félagsstarfið, Hæð- argarði. Grillveisla verður föstudaginn 7. maí kl. 12 Ragnar Bjarnason og Hjördís Geirs söngkona skemmta. Léttar meyj- ar sýna línudans, Dís- irnar leiða fjöldasöng. Sala aðgöngumiða haf- in. Kaupið miða fyrir kl. 16 fimmtud. 6. maí. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Vorferð sem átti að vera 12. maí er frestað til 10. júní. Þetta er dagsferð á Suðurlandið í sam- vinnu við Félag eldri borgara. Ákveðið var að seinka henni svo lengra væri á milli ferðar kirkjunnar á uppstigningardag og ferðar okkar. Ferðin verður nánar auglýst síðar. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Gullsmári Gullsmára 13, vorsýning á hand- verki eldri borgara verður laugardaginn 8. og sunnudaginn 9 maí kl. 14–17 báða dagana, ýmsar listasmiðjur verða í gangi og hægt að fylgjast með vefn- aði, postulínsmálun, glerskurði og ýmsu fleiru. Börn úr leik- skólanum Arnarsmára setja upp sína árlegu myndlistasýningu. Vöfflukaffi. Gerðuberg, félags- starf. Handavinnu- listmunasýning opin kl. 13–17. M.a kemur kór eldri borgara í Húna- þingi í heimsókn, stjórnandi Kristófer Kristjánsson, undir- leikari Óli Björnsson á harmónikku, Gerðu- bergskórnn tekur lag- ið. Kvenfélag Seljasókn- ar. Fundur þriðjudag- inn 4. maí kl. 20. Thom- as Möller verður með fyrirlestur um tíma- stjórnun. Fatakynning. Kvenfélag Árbæjar- sóknar. Fundur félags- ins 3. maí fellur niður, vorferðalög auglýst síðar. Kvenfélag Laugarnes- sóknar heldur fund í safnaðarheimili kirkj- unnar mánudaginn 3. maí kl. 20. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, mánudaginn 3. maí kl. 20. Jónas Þórisson sér um fundarefnið. Allir karlmenn velkomnir. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM&K, Austurstræti. Minningarkort Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suður- götu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552 2154. Skrifstofan er opin miðvikudaga og föstu- daga kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er sím- svari. Einnig er hægt að hringja í síma 861 6880 og 586 1088. Minningarkort MS- félags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Reykjavík. Skrifstofan er opin mánudaga– fimmtudaga kl. 10–15. S. 568 8620. Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar fást í Bókabúð Böðv- ars, Reykjavíkurvegi 64, 220 Hafnarfirði s. 565 1630. Í dag er sunnudagur 2. maí, 123. dagur ársins 2004. Orð dagsins: En sá sem iðkar sannleikann kem- ur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð. (Jh. 3, 21.)     Svanfríður Jónasdóttirminnir á lög um frið- un Þingvalla í pistli á vef sínum, sem inniheldur bæði pólitíska pistla og mataruppskriftir. Svanfríður rifjar upp að í lögunum segi í 4. grein: „Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Al- þingis og ævinleg eign ís- lensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veð- setja.“     Svona eru lögin segirhún. „Þar segir skýr- um stöfum að það sé ís- lenska þjóðin sem á Þing- velli. Þingvallanefnd á að afmarka hið friðlýsta land sem er eign íslensku þjóðarinnar. Og þjóðin er ekki það sama og ríkið og ekki heldur það sama og kirkjan. Þetta er ein af þjóðareignum okkar líkt og fiskistofnarnir í lög- sögu landsins, Skarðsbók, þjóðminjar og ýmislegt fleira sem þjóðin á sam- kvæmt lögum eða gjafa- bréfum.“     Hún segir að auðlinda-nefndin hafi lagt til að sett yrði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign. Nú sé einungis gert ráð fyrir einkaeignarétti, sem sé ekki fullnægjandi. „Deilur forsætisráðherra og kirkjunnar um það hver á Þingvelli sýna fram á það hve mikilvægt það er að slíkt ákvæði væri til staðar og að þjóð- areign væri skilgreind þannig að réttindi og skyldur lægju ljósar fyrir. Þá er ágreiningur útvegs- manna við þorra þjóðar- innar um það hver á fisk- inn í sjónum ærið tilefni. Og það væri ekki ónýtt ef þjóðararfur okkar af ýmsum uppruna fengi skýrara lagaumhverfi svo ljóst væri hver er eigandi þeirra og hvernig með skuli fara.     Forsætisráðherra hafðigefið fyrirheit um það að fyrir síðustu alþingis- kosningar yrði lagt fram frumvarp til stjórnskip- unarlaga um þjóðareign- arákvæði í anda tillögu auðlindanefndar. Hann virtist átta sig á að út- vegsmenn væru e.t.v. bet- ur settir ef réttarstaða þeirra yrði skýrð umfram það sem segir í lögunum um stjórn fiskveiða. Þeg- ar til kastanna kom varð ekkert úr því, áhugi hans var ekki meiri en svo að hann kom málinu ekki í gegnum eigin flokk. Þar á bæ eru of margir sem vilja að allt endi í einka- eign. Það er því ljóst að á meðan Sjálfstæðisflokk- urinn ræður svo miklu verður engin breyting hér á og menn halda áfram að deila um eignar- hald á dýrmætustu eign- um þjóðarinnar.“     Það er tímabært að ráð-herrar þeir sem fara með auðlindamál setjist yfir tillögur nefndarinnar og reyni að nýta sér þær til að takast á við auð- lindamálin og að móta heildstæða auðlinda- stefnu segir Svanfríður Jónasdóttir. STAKSTEINAR Þjóðareign í stjórnarskrá Í LJÓSI þeirra slæmu tíð- inda að Íslenska útvarps- félagið hafi ákveðið að leggja niður hina frábæru gamanstöð Stöð 3 og að Sýn sé að missa enska bolt- ann yfir til Skjás eins vil ég skora á Í.ú. að sameina þessar tvær stöðvar í eina öfluga sjónvarpsstöð. Tel ég að með því væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi, Sýn væri áfram öflug íþróttastöð auk þess sem áhorfendum Stöðvar 3 yrði líka áfram sinnt. Það verð- ur mikill missir að frábær- um þáttum eins og The Fast Show, Whose Line is it Anyway, Trigger Happy TV, League of Gentlemen, Father Ted, My Hero, 3rd Rock from the Sun, Sat- urday Night Live auk allra klassísku gamanþáttanna. Að lokum vil ég svo nota tækifærið til að þakka Popp Tíví fyrir Tvíhöfða-teikni- myndirnar og skora á allar sjónvarpstöðvarnar að sýna meira af breskum gamanþáttum. Davíð. Góð breyting MIG langar að koma á framfæri ánægju minni með beytingar sem hafa átt sér stað í Rúmfatalagern- um við Holtagarða. Áður var ekki orðið hægt að ganga um staðinn, þvílík þrengsli. En það hefur greinilega allt verið tekið í gegn til að gera staðinn að- gengilegan og huggulegan. Nú er gott að koma þarna, rólegt og gott andrúmsloft. Ég fer frekar þangað núna en í stærri búðirnar. Mæli með Rúmfatalagernum í Holtagörðum. Ánægður viðskiptavinur. Tapað/fundið Loðhúfa og trefill í óskilum LOÐHÚFA er í óskilum hjá Hjartavernd, Holta- smára 1, Kópavogi. Einnig er í óskilum handofinn tref- ill á sama stað. Upplýsing- ar hjá Hjartavernd og í síma 535 1863. Blár GSM-sími týndist BlÁR NOKIA GSM-sími, högg- og vatnsvarinn, týnd- ist líklega í eða við Þjóðar- bókhlöðuna eða við Fjöl- brautaskólann í Garðabæ. Þeir sem vita um símann hafi samband í síma 693- 4005. Dýrahald Keli er týndur KELI er gulur með smá bröndum, 3ja ára og eyrna- merktur. Hann týndist frá Miðvangi í Hafnarfirði 16. apríl sl. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 565 1484, 565 3009 eða 898 1896. Kettlingar fást gefins FJÓRIR kettlingar, átta vikna, fást gefins. Gullfal- legir og kassavanir. Upp- lýsingar í síma 898 2659. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Stöð 3 og Sýn LÁRÉTT 1 mánuður, 8 fallegur, 9 skólagangan, 10 nöld- ur, 11 horaðar, 13 vesæl- ar, 15 sterts, 18 karldýr, 21 stök, 22 dökk, 23 kján- um, 24 ómerkilegt. LÓÐRÉTT 2 bleytukrap, 3 hreinar, 4 spilla umhverfi, 5 gufu- sjóðum, 6 mjög, 7 fugl, 12 kraftur, 14 dveljast, 15 ský, 16 mjó, 17 létu, 18 stólkoll, 19 geðsleg, 20 lofa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 slaga, 4 fullt, 7 afrit, 8 niðra, 9 inn, 11 gekk, 13 Erna, 14 ertur, 15 spor, 17 roks, 20 arg, 22 kokks, 23 urðar, 24 senna, 25 lynda. Lóðrétt: 1 slang, 2 afrak, 3 atti, 4 fönn, 5 lýður, 6 tjara, 10 notar, 12 ker, 13 err, 15 sekks, 16 orkan, 18 orðan, 19 syrpa, 20 asna, 21 gull. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html Víkverji skrifar... Víkverji er mikið á ferðinni í bif-reið sinni flesta daga vikunnar. Á þeim stundum er útvarpið nánast alltaf opið og er þá stillt á Rás 2, Bylgjuna eða Skonrokk eftir því hvaða þáttur heillar Víkverja þá stundina. Eitt innslag fær þó Vík- verja ávallt til þess að skipta um rás en það er Umferðarstofan, áður út- varp Umferðarráðs. x x x Hvaða tilgangi þjónar það að þyljaupp hvaða vegir landsins eru færir þegar aldrei er snjóföl á veg- um landsins, auk tilmæla um að nota stefnuljós og bílbelti? Tvíverknaður og bruðl með al- mannafé er það sem kemur upp í hugann því að flest það sem kemur fram í þessum innslögum hefur áður komið fram í fréttum flestra ljós- vakamiðla. x x x Framsetningin á þessum inn-slögum fær Víkverja til þess að stíga eldsneytisgjöfina í botn, slökkva á ljósunum, losa um bílbeltið og leyfa börnunum að leika sér í far- angursrýminu á skutbílnum. Víkverji hefur undanfarnar vikur verið tíður gestur í íþróttamann- virkjum í heimabæ sínum þar sem baráttan við velmegun og aukna þyngd hefur staðið yfir. Baráttan hefur gengið vel en það sem hefur vakið athygli Víkverja er hve vel starfsfólk sundlaugarinnar og heilsuræktarinnar stendur sig í að halda staðnum þrifalegum og aðlað- andi. Víkverji bjó um skeið erlendis þar sem hann var einnig tíður gestur í slíkum mannvirkjum og satt best að segja voru þeir staðir lítt aðlað- andi og starfsfólkið á þeim var lítið að spá í að gera veru viðskiptavina sinna eftirminnilega. Sundlaugar á Íslandi eru að mati Víkverja í sér- flokki á heimsvísu. x x x Víkverji uppgötvaði ekkihve mikil lífsgæði fel- ast í íslenskum sundlaug- um fyrr en hann kynntist sundlaugamenningunni sem ríkir í flestum öðrum Evrópuríkjum. Kaldir klórpollar fullir af líkams- hárum er það sem lifir í minningunni frá sundstöðum sem Víkverji heimsótti sem námsmaður í einu Norðurlandanna. Það var ekki fyrr en heim til Íslands var komið á ný að Víkverji gerði sér grein fyrir því hve góðar sundlaugarnar á Ís- landi eru. x x x Að vísu eru heitu pottarnir þaðeina sem Víkverji notar í heim- sóknum á sundstaði, stöku renni- braut er einnig skoðuð og prófuð. Það skiptir ekki máli hvort laugin sé 12,5 m, 25 m, eða 50 m löng. Það skiptir mestu máli að vatnið sé heitt og notalegt. Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.