Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 55

Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 55
FRÉTTIR/ÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 55 Pera vikunnar: Í dag er Árni 8 árum eldri en Stína. Eftir fjögur ár verður hann tvöfalt það sem hún var í fyrra. Hver er samanlagður aldur þeirra í dag ? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er á hádegi föstudag- inn 7. maí. Ný þraut birtist sama dag kl. 16:00 ásamt lausn þessarar og nöfnum vinningshafanna. Svör þarf að senda á netinu. Slóðin er: www.digranesskoli.kopavogur.is Þrenn verðlaun eru veitt og eru þau tilgreind þar. Svar síðustu þrautar (23.– 30. apríl) er: 75° Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins vornámskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins Háskólabíói 13. og 14. maí 2004 Meðal annars verður fjallað um : • Erfðafræði og orsakagreiningar • Aðferðir til greiningar á þroskaröskunum • Lyfjameðferð • Meðferð og þjálfun • Þjónustu • Rannsóknir Nýjungar á sviði þroskaraskana Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna með börnum með þroskafrávik og fatlanir, svo sem á heilbrigðis- og menntastofnunum, í félagsþjónustu og þeim sem áhuga hafa. Dagskrá og rafræn skráning er á www.greining.is Upplýsingar og skráning einnig í síma 510 8400 Skráningu lýkur 6. maí Fasteignamiðlun Hafnarfjarðar ehf. Sími 517 9500 SUÐURSALIR 5 - OPIÐ HÚS Fallegt 267 fm parhús með innbyggðum 30 fm bílskúr í Kópavogi. Húsið er ekki fullfrágengið. 4 svefnherbergi, góð stofa, mjög stórt eldhús og borðstofa. 15 fm svalir og góður garður. Eign á frábærum stað. Uppl. veitir Geir s. 820 9500 Verð 25,9 millj. OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG MILLI KL. 14-16 Viggó Jörgensson Lögg. fasteignasali HIN árlega Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauð- árkróks var nú haldin í ellefta sinn á föstudags- kvöldi við lok Sæluviku. Að vanda var húsfyllir og skemmtu gestir sér hið besta enda samdóma álit að sjaldan hefði verið úr jafn mörgum ágæt- um lögum að velja. Af fjörutíu lögum sem bárust í keppnina voru valin tíu lög til keppni í úrslitum. Hljómsveit keppninnar var Spútnik, en hana skipuðu Ing- ólfur Sigurðsson, Kristinn Einarsson, Kristinn Kristjánsson og Pétur V. Pétursson. Kynnar á úrslitakvöldinu voru þeir Áskell Heiðar Ás- geirsson og Magni Ásgeirsson. Eftir að öll úrslitalögin höfðu verið flutt, greiddu gestir í sal atkvæði, en vægi þeirra at- kvæða var 40% á móti 60% vægi dómnefndar. Meðan dómnefnd sat að störfum og atkvæði tal- in skemmtu nemendur úr Árskóla á Sauðár- króki og fluttu lög úr uppfærslu sinni á Jesú Kristi Súperstjörnu, en einnig sýndi dansparið Sigríður Hjálmarsdóttir og Logi Vígþórsson nokkra dansa. Fjöllistamaðurinn Óskar Jóns- son, Skari skrípó, sem vera átti meðal skemmti- krafta á kvöldinu mætti hins vegar ekki til leiks. Þegar dómnefnd hafði lokið störfum voru nið- urstöður kynntar. Besti flytjandinn var valin söngkonan Helga Möller, en hún flutti eigið lag við texta Jóhanns Ágústssonar. Sigurlagið að þessu sinni kom frá Reykjavík og heitir Sumar í hjarta, lag og texti eftir Bryn- dísi Sunnu Valdimarsdóttur, sem söng bakradd- ir með Cecilíu Magnúsdóttur, en flytjandi lags- ins var Aðalheiður Ólafsdóttir. Aðalverðlaun voru farsími, bækur, eitt hundrað þúsund krón- ur og fimmtíu tímar í hljóðveri. Í öðru sæti var lagið Vor eftir Sigurpál Aðal- steinsson við texta eftir Magnús Þór Sigmunds- son, og var lagið flutt af Sigrúnu Evu Ármanns- dóttur, og í þriðja sæti var lagið Hve gott er að lifa, lag eftir Pál Friðriksson við texta Haraldar Smára Haraldssonar og var lagið flutt af Ellert Heiðari Jóhannssyni. Lovísa Símonardóttir, formaður kvenfélags- ins, sagði að alltaf væri jafngaman að standa að þessari keppni, og þó að meirhluti laganna kæmi af Norðurlandi væri alltaf að fjölga lögum sem kæmu úr öðrum landshlutum enda þetta eina keppnin á landinu sem allir gætu tekið þátt í. Lovísa sagði að aðsóknin sýndi að Dægurlaga- keppnin væri ein besta kynningin á Skagafirði sem hugsast gæti og gestir á þessu kvöldi væru margir komnir um langan veg. Hins vegar sagði Lovísa að félagið væri nú komið í þá stöðu að þurfa ekki að borga með keppninni, en gróði væri ekki farinn að sýna sig enn. Bryndís Sunna, sigurvegari kvöldsins, var að vonum ánægð með sinn hlut. Hún sagði það ánægjulegt að komast í úrslit, þar sem öll lögin hefðu verið hvert öðru betra, og hvað þá að hljóta sigur. Bryndís er dóttir Valdimars J. Auð- unssonar, þekkts tónlistarmanns frá árum áður, og sagðist ekki áður hafa tekið þátt í keppni eins og þessari, en hún hefði áður átt texta við lög annarra. Hún dáðist mjög að öllum aðbúnaði og umgjörð keppninnar sem hún sagði glæsi- lega og sagðist varla láta hér staðar numið. Sigurvegarinn með „Sumar í hjarta“ Sauðárkróki. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Björn Björnsson Sumar í lok Sæluviku á Sauðárkróki: Aðalheiður Ólafsdóttir flytur sigurlagið, en höfundurinn, Bryn- dís Sunna Valdimarsdóttir, söng bakraddir með Cecilíu Magnúsdóttur. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Hringsurinn s. 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbr. s. 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunar, Fossvogi s. 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Uppl. í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið a.d. ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið a.d. ársins kl. 8–24. S. 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Rvk. er starfrækt allan sólarhringinn um helgar. S. 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430, til- kynningum um bilanir og liðsinnir utan skrifstofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. KVENNAATHVARF: Athvarf og viðtalsþjónusta fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Opið allan sólarhringinn, 561 1205. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 HVALASKOÐUNARSAMTÖK Ís- lands hafa lýst yfir þungum áhyggj- um af því að ferðamönnum í hvala- skoðunarferðum nú í vor til Húsavíkur og að Mývatni hefur farið fækkandi. Þeir sendu þingmönnum Norðausturkjördæmis erindi þar um en þeir funduðu á Akureyri nýverið. Fram kemur í erindi Hvalaskoð- unarsamtaka Íslands að undanfarin 8 ár hafi Hótel Reynihlíð, Hótel Húsavík, Norðursigling og Hvala- miðstöðin á Húsavík unnið að mark- aðssetningu á því sem kallað er „Whales, Ice and Fire“-ferðum til Norðausturlands í samvinnu við breska ferðaskrifstofu, „Discover The World“ með góðum árangri. „Nú bregður hins vegar svo við að stórfækkun hefur orðið á bókunum í þessar vorferðir og haustferðirnar líta ekki vel út,“ segir í bréfi samtak- anna til þingmanna kjördæmisins. Fram kemur að hóparnir hafi að meðaltali gist 3–5 nætur á svæðinu með tilheyrandi ferðalögum til Ak- ureyrar, Mývatnssveitar og Húsa- víkur. „Þetta eru því mjög verðmæt- ir gestir fyrir svæðið, ekki síst vegna þess að þeir eru að koma hingað utan háannar, þ.e. í maí og september.“ Síðastliðið vor komu hátt í tvö hundruð hvalaskoðunarferðamenn í þessum tilgangi, en sem fyrr segir lítur út fyrir stórfækkun nú í vor. Hvalaskoðunarsamtökin hafa eftir forráðamönnum bresku ferðaskrif- stofunnar að hvalveiðar Íslendinga hafi þar einkum áhrif. „Þessir ferða- menn koma til landsins einungis í þeim tilgangi að skoða hvali og eru því sérstaklega áhugasamir um hvali og velferð þeirra. Því er líklegt að þessi hópur komi síður til Íslands eftir að hvalveiðar hófust,“ segir í bréfi samtakanna. Bent er á að hótel, veitingastaðir, rútufyrirtæki og ýmsir birgjar sem og Flugfélag Ís- lands og Flugleiðir verði einnig fyrir tjóni vegna afbókana. Afbókanir í hvalaskoðunarferðir í vor Telja hvalveiðar hafa áhrif

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.