Morgunblaðið - 02.05.2004, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
NÁMSBRAUT fyrir flugfreyjur og flug-
þjóna verður hleypt af stokkunum við
Ferðamálaskóla Íslands frá og með næsta
hausti.
Að sögn Sigríðar
Þrúðar Stefáns-
dóttur, fagstjóra
Ferðamálaskólans,
hefur undirbúning-
ur námsins staðið
um alllangt skeið og
er það skipulagt í
samstarfi við flug-
félögin á Íslandi.
Því er ætlað að gefa
fólki sem hyggst
sækja um starf sem
flugþjónn eða flug-
freyja góðan undir-
búning fyrir starfið.
Sigríður segir að
flugfélögin hafi
fram að þessu séð
um þjálfun síns
starfsfólks og muni
halda því áfram.
Nám í Ferðmála-
skólanum miði fyrst
og fremst að því að bjóða upp á grunnþjálf-
un. Í tengslum við námsbrautina muni
starfa ráðgjafanefnd sem í sitja fulltrúar
flugfélaganna og hefur þann starfa að velja
umsækjendur og endurskoða námsefnið
reglulega.
Námið sem um ræðir er 14 vikur, opið 21
árs og eldri og verða mest 30 nemendur
teknir inn á hverri önn.
Ný náms-
braut fyrir
flugfreyjur
og -þjóna
Lært að/8
Flugfreyju- og flug-
þjónastarfið er drauma-
starf margra og yfir því
hvílir svolítill æv-
intýrablær.
VEIÐI hófst í Elliðavatn í gærmorgun. Björn Ingi Stefánsson á Kríu-
nesi sagði að þeir fyrstu hefðu komið strax klukkan sjö um morguninn.
„Það eru hinir trúföstu og tryggu.“ Nokkuð kalt var í veðri en Björn
segir það ekki stoppa þá áhugasömustu þó ekki hafi verið margt um
manninn. „Það eru nokkrir sem koma hingað ár eftir ár þegar opnað er
fyrir veiði í vatnið og hafa gert í 19–20 ár.“
Allt útlit er fyrir góða veiði í Elliðavatni í sumar að sögn Björns.
Nokkuð vandasamt sé að veiða í vatninu fyrir þá sem ekki þekkja til.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hinir trúföstu og tryggu mættu snemma
GRÍÐARLEG ásókn er í lóðir
undir sumarhús í uppsveitum Ár-
nessýslu. Sveitarfélögin fjögur,
Bláskógabyggð, Grímsnes- og
Grafningshreppur, Hrunamanna-
hreppur og Skeiða- og Gnúpverja-
hreppur, hafa undanfarið auglýst
breytingar á deiliskipulagi jarða
þar sem m.a. er verið að breyta
landbúnaðarsvæðum í frístunda-
byggð.
Hilmar Einarsson, bygginga-
fulltrúi í uppsveitum Árnessýslu,
sagði að um síðustu áramót hefðu
verið skráð 3.703 sumarhús á
svæðinu og á síðasta ári var sótt
þar um 196 lóðir undir sumarhús.
Hann sagði að undanfarin ár hefði
verið sótt að meðaltali um 120–130
slíkar lóðir. „Það gengur vel að
uppfylla óskir fólks, það er nóg til
af lóðum enda alltaf verið að
skipuleggja,“ sagði Hilmar.
Hann sagði að einnig væri tölu-
vert um umsóknir um íbúðabygg-
ingar á svæðinu. „Það komu hing-
að inn 500 mál á síðasta ári, m.a.
var sótt um 48 íbúðir á síðasta ári,
þar af 36 íbúðir í Bláskógabyggð
og 10 íbúðir í Hrunamannahreppi.
Einnig komu 118 óskir um breyt-
ingar á sumarhúsum en mun
minna er um nýbyggingar eða
breytingar á útihúsum.“
Hilmar sagði að töluvert vantaði
upp á að nýting sumarhúsanna
væri nógu góð. „Þetta eru helg-
arbústaðir en nýtingin í miðri viku
er lítil. Það er því eins og keyra
niður Laugaveginn að fara um
Grímsnesið á föstudagskvöldum
og svo aftur á sunnudögum. Þess
vegna vantar okkur Gjábakkaveg-
inn og þá leið 12,“ sagði Hilmar.
Mikill munur á samfélaginu
austan og vestan Hvítár
Arinbjörn Vilhjálmsson, skipu-
lagsfulltrúi í uppsveitum Árnes-
sýslu, sagði að aðallega væri verið
að auglýsa aðalskipulagsbreyting-
ar í Grímnes- og Grafningshreppi
en að verið að væri að vinna að
málum annars staðar. „Vestan
Hvítár er mikil ásókn í sumarbú-
staðalönd og fyrst og fremst þar
eru landbúnaðarsvæði að breytast
í frístundasvæði. Þessar miklu
breytingar eru um garð gengnar
og það er því mikill munur á sam-
félögunum vestan Hvítár eða aust-
an, þar sem menn eru meira í
landbúnaðinum. Þetta er þróun
sem er búin að vera í gangi og
ekkert lát er á.“
Arinbjörn sagði að þegar Gjá-
bakkavegur yrði kominn sem
heilsársvegur mundu forsendur til
heilsársbúsetu, t.d. á Laugarvatni
og víðar, breytast mikið. „Þá verð-
ur ekki nema 45 mínútna akstur til
höfuðborgarsvæðisins og erlendis
þykir það ekki mikið. Með þessum
samgöngubótum, sem eru að
verða, er sveitin að færast nær
Reykjavík og það munar um hvern
kílómetra. Eigendur fasteigna á
þessum svæði eru mjög margir og
fyrir mörgum þeirra er sumarbú-
staðurinn meira hjartans mál en
íbúðin í Reykjavík. Og með aukn-
um afþreyingarmöguleikum er
hægt að bjóða upp á raunveruleg-
an búsetukost,“ sagði Arinbjörn.
Skipulagsbreytingar víða auglýstar í uppsveitum Árnessýslu
Stöðug spurn eftir
landi undir sumarhús
ERNA Ómarsdóttir dansari mun
semja dansverk fyrir Íslenska
dansflokkinn sem frumsýnt verður
á næsta starfsári flokksins. Erna er
ein skærasta stjarna Evrópu í nú-
tímadansi og hefur tvívegis verið
valin besti evrópski nútímadans-
arinn af útbreiddasta danstímariti
Evrópu, Ballet International. Hún
hefur á undanförnum árum starfað
með ýmsum af þekktari dans-
hópum Evrópu og getið sér gott
orð fyrir afar sérstakan stíl, jafnt
sem dansari og danshöfundur.
„Um er að ræða stórt evrópskt
verkefni sem ber heitið Trans Dans
Europe 2003–2006,“ segir Ása
Richardsdóttir, fram-
kvæmdastjóri dansflokksins.
„Þetta er samstarf 8 þjóða,
Íslands, Danmerkur, Finn-
lands, Slóveníu, Belgíu, Tékk-
lands, Póllands og Frakklands.
Fimm þessara þjóða tóku þátt í
samstarfi á menningarborg-
arárinu 2000 og var ákveðið að
endurnýja samstarfið og bjóða
þremur öðrum til liðs við verk-
efnið.
Það hlaut þriggja ára styrk
frá Evrópusambandinu sum-
arið 2003. Verkefnið er marg-
þætt og felur í sér samstarf
listamanna frá ofangreindum
þjóðum og ýmiss konar samruna listgreina.
Eitt verk verður samið í hverju landi, það verð-
ur að hluta unnið og búið til í öðru landi, frum-
sýnt í heimalandinu og síðan mun hver dans-
flokkur ferðast með verkið til heimaborga allra
samstarfsaðila.
Íslenski dansflokkurinn mun starfa með
Slóvenum og hefur ákveðið að bjóða Ernu Óm-
arsdóttur að semja verkið auk þess sem hún
mun taka þátt í uppfærslunni sem dansari.
Erna mun starfa með slóvenska leikstjór-
anum Emil Hrvatin en auk þeirra munu slóv-
enskir, íslenskir og belgískir listamenn taka
þátt.
Vinnan hefst í Slóveníu í ágúst næstkomandi
og verkið verður frumsýnt í Reykjavík á næsta
leikári dansflokksins.“
Semur fyrir Íslenska dansflokkinn
Erna Ómarsdóttir
ÞRÓA þarf ný bóluefni gegn bakt-
eríusjúkdómum sem herja á þorsk. Þetta
segir Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir líf-
fræðingur í erindi á Vísindadegi á Keld-
um. Hún hefur, ásamt Bryndísi Björns-
dóttur, Bergljótu Magnadóttur og Sigríði
Guðmundsdóttur, gert tilraunir með að
bólusetja þorsk og kanna næmi hans fyr-
ir þeim bakteríusjúkdómum sem hafa
valdið hvað mestum skaða í íslensku lax-
eldi.
„Nær öll bóluefni sem til eru á mark-
aði hafa verið þróuð fyrir lax. Við not-
uðum bóluefni úr laxeldi til að bólusetja
þorsk gegn þremur sjúkdómum; kýla-
veikibróður, roðsárum og vibríuveiki. Í
ljós kom að bóluefnið veitti bara vörn
gegn vibríusýkingu en ekki gegn hinum.
Þetta segir okkur að við verðum að þróa
ný bóluefni sérstaklega fyrir þorsk,“ seg-
ir Bjarnheiður og bætir við að niðurstöð-
urnar sýni fram á hversu ólíkt ónæmis-
kerfi fiska er.
Morgunblaðið/Alfons
Bóluefni gegn bakteríusjúkdómum í laxi
duga ekki gegn sömu sjúkdómum í þorski.
Þróa þarf
ný bóluefni
fyrir þorsk