Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ að eru helsingjar á túnunum á Hvammi, þar sem hið geðþekka og lýríska skáld Guðmundur Frímann fæddist. Helsingjar eru greinilega ljóðelskir því þá er alla jafna aðeins að finna á einum stað í Eyjafirði, á túninu við Fagraskóg. Þannig er það þegar komið er út fyrir borgina að hægt er að segja ferða- sögu í fuglum; þeir verða kennileiti. Ugla á girðingarstaur á Þelamörk. Í Reykjadal liggur hræ grágæsar á veginum og Reykjadalsá er eins og mó- rauður blóðtaumur. Straumönd setur upp svuntuna í Laxá. En það heyr- ist ekkert því niðandi umferðin yfirgnæfir konsert náttúrunnar. – Bzzzzummm… Svo þagnar vélarhljóðið. Og þegar horft er yfir víðáttuna frá Gríms- stöðum á Fjöllum er hvergi aðra bæi að sjá. Þetta er síðasti bærinn á öræfum. Tíu kílómetrar í Nýhól. Og þrjátíu kílómetrar í Mývatn. Það liggur hvítur skeljasandur upp að Grímsstöðum og rennur saman við snjóskafl. Við útidyrnar er búið að hlaða upp gerðarlegu og fallegu grjóti, risastór hrafntinna og skál frá náttúrunnar hendi, sem skosku fjár- hundarnir drekka úr. Eva litla er líka með litla skóflu og mokar snjó upp í hundana. Það gengur vel, þangað til hún ætlar að að drýgja snjóinn með skeljasandi. Í stað þeirra ræktuðu akra sem venjulega þekja land- búnaðarhéruð er hrjóstrugt um að litast á Hólsfjöllum, enda var bæjarstæðið flutt fyrir 104 árum vegna þess að landið hafði blásið upp alveg að bænum. Samt er gróðursælt í kringum bæinn. Hrossagaukar að para sig við tjörnina í garðinum. Í grasinu finna þeir sér eitthvað til að narta í á meðan mannfólkið skóflar í sig í húsinu. Það er alltaf nóg handa öllum í sveitinni og segir sína sögu að klukkan yfir borðstofuborðinu er stopp – á kvöld- matartíma. Það eina sem er til marks um að tíminn líður er formúlan sem tveir gestir sitja yfir í betri stofunni. Tíminn líður hraðar hjá öðrum, því hinn sefur. Í fjörugum samræðum rifjast upp að í mestu kuldatíðinni í vetur guðuðu þrír minkar á eldhúsgluggann á einni viku. Tveir lentu í fjárhund- unum. En sá þriðji? – Eigum við ekki bara að segja að hann hafi verið skotinn, segir hús- freyjan og brosir, með grein í barminum, því það er mæðradagurinn. Og ort er í gestabókina: Veislukost ég vænan finn sem vekur gleði slíka að minkarnir þeir mæna inn og matast vilja líka. Nokkrum kaffibollum síðar er öslað í gegnum skaflana á jeppum og gengið niður með kvíslum Jökulsár á Fjöllum. En hún er ólík sjálfri sér; lognmolla yfir henni. Og mikil viðbrigði eru það að komast út fyrir borg- ina, hvað þá að ganga öræfin. Og hlusta: Drekka í sig ilminn úr grasinu. Og hlusta: Stundum er þögnin rofin af fuglakvaki. Enda ægir saman ýmsum teg- undum við fljótið, svo sem heiðagæs, svartbaki, þúfutittlingi, lóuþræl og stelk. Síðan gargar skúmurinn yfir. Það er best að varast hann. – Við vorum svo hrædd við hann að við fórum að gráta sem krakkar, rifjar einn upp. – Þetta eru talibanar þessir skúmar, segir annar. Herðubreið skartar hvítu eins og til að heiðra Maríu Elísabetu Donald- son. Það stendur konungsgersemi í haganum, hvítur hestur við fjárhúsin. – Og tveir til, segir bóndinn. Það hefur hýrnað yfir einum gesti. Hann var að koma úr símanum og segir ábúðarfullur: – Ég má ekki bregða mér frá. Ein er búin að bera og tvær með sóttina. Það er eins og hann sé að verða pabbi. Síðan tekur við ferðin suður um öræfin. Landslagið ekki ósvipað því sem gerist á Þrettándakvöldi Rustaveli-leikhússins frá Georgíu. Það hefst þar sem Shakespeare in Love lýkur. Shakespeare sest niður og skrifar um strand Víólu á eyðieyju og gerir gamanleikrit að beiðni hennar hátign- ar, Viktoríu Bretadrottningar. Um allt óvenjuleg uppfærsla þar sem auð- velt er að gleyma sér í sjónleiknum. Það stendur maður eins og dæmdur uppi á stól á sviðinu og heldur á blöðru. Á hvaða hátíð sem er teldist hann léttgeggjaður. En ekki á listahátíð. Þar er hann frekar venjulegur. Og mikil speki í þessum orðum, sem koma fyrir í leikritinu: – Í sjálfu sér er lífið della. Einhvern veginn er dellan minni í kyrrðinni norður á Hólsfjöllum. Í höfuðborginni leggst blaðamaður upp í rúm, lokar augunum og hlustar: – Bzzzzummm… Furðufuglar og aðrir fuglar SKISSA Pétur Blön- dal gekk um Hólsfjöll Íslenskar kennslubækur þar semskrifað er um Afríku fjalla oftum hvað Afríku skortir, en ekki hvað hún hefur. Í mörgum bók- anna virðist Afríka ekki eiga sér for- tíð fyrir nýlendutímann, ef frá er tal- in forn menning Egypta. Af bókunum mætti draga þá ályktun að íbúar þessarar risastóru heimsálfu væru mjög einsleitir og þar væri mjög fáar borgir að finna því sjaldn- ast er talað um borgir, aðeins dreif- býli. Húsin þeirra eru sögð léleg, fatnaður er af skornum skammti og trúarbrögð þeirra eru frum- stæð, en orðin „frumstæður“ og „vanþróaður“ eru endurtekin í kennslubókum þar sem fjallað er um Afríku. Í sum- um þeirra er ítrekuð sú nauð- syn að Vest- urlandabúar hjálpi Afríku að verða nútímalegri og sífellt er klifað á því að íbúar álfunnar séu dökkir á hör- und. Þetta er m.a. niðurstaða Kristínar Loftsdóttur mannfræðings, en hún hélt erindi um ímynd Afríku í skóla- bókum á málþingi Norrænu Afr- íkustofnunarinnar, Háskóla Íslands og Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands nýverið. Kristín hóf að safna gögnum vegna rannsóknarinnar ár- ið 2001, en hún er hluti af stærri rannsókn sem Kristín vinnur að um ímynd Afríku á Íslandi. Kristín rann- sakaði 164 kennslubækur sem eru notaðar og hafa verið notaðar í grunnskólum við kennslu í kristni- fræði, sögu og landafræði. Elsta bókin var frá 19. öld en sú yngsta kom út árið 2000. Frumstæðir og barnalegir? „Flestir negrar stunda frumstæða akuryrkju eða kvikfjárrækt. Víða er plógur óþekktur að kalla og mest notaður haki og önnur hand- verkfæri til jarðvinnslu. Negrarnir rækta sjaldnast meira en það sem þeir þurfa til viðurværis en stundum er dálítið ræktað af baðmull, kakó, jarðhnetum og fleira til að selja. Þeir búa yfirleitt saman í þorpum og ráða höfðingjar eða öldungar mestu. Híbýli eru byggð úr viðartágum og strái eða úr leir. Það tíðkast líka að klína leir og kúgarmykju … Klæðn- aður er lítill … Trúarbrögð eru víða frumstæð.“ Svo er sagt frá Afríku í kennslu- bókinni Landafræði II sem fyrst var prentuð árið 1976 og prentuð í fjórða sinn árið 1986 svo flestir Ís- lendingar sem gengu í skóla á því tímabili kannast við bókina. Kristín vakti sérstaka athygli í fyrirlestri sínum á notkun orðsins „klína“ í textanum en það er oft notað um at- hafnir barna þegar þau skíta sig út. Kristín segir að fyrir utan það að margt sé rangt í umræðunni sé slá- andi hvernig fjallað sé um íbúa álf- unnar sem einsleita heild. „Í þessum texta er fólk einkennt með því sem það hefur ekki. Orðið „frumstæður“ er endurtekið, sem gefur til kynna að lífsviðurværi þeirra sé gamaldags og þeir lifi í fortíðinni,“ segir Krist- ín. Í sumum kennslubókanna, t.d. í trúarbragðafræði, eru sýndar ljós- myndir af hjálparstarfi Íslendinga í Afríku. Á myndunum má oft sjá fólk sem er ljóst yfirlitum aðstoða aðra sem eru dökkir yfirlitum. „Þó að þessar myndir eigi að undirstrika mikilvægi þess að hjálpa öðrum, geta þær ýtt undir það viðhorf að Afríkubúar geti ekki hjálpað sér sjálfir og að þróunarhjálp snúi að því að fólk ljóst á hörund sé að hjálpa fólki með dökkan húðlit.“ Kristín undirstrikar að rann- sóknin snúi ekki að því að gagnrýna höfunda bókanna heldur eru náms- bækur áhugaverðar vegna þess að þær endurspegla hugmyndir sem eru almennt viðurkenndar í sam- félaginu á ákveðnum tíma. Litarháttur og kynþættir Í 67% bókanna sem fjölluðu um Afríku og Kristín skoðaði var bent á með einum eða öðrum hætti að fólk- ið þar tilheyrði öðrum kynþætti eða litarhætti. Ekki kemur á óvart að um þetta sé aðallega fjallað í eldri kennslubókum, þar sem notuð eru sterk lýsingarorð yfir hár, lit og andlitsfall. Það sem hins vegar kem- ur á óvart að mati Kristínar er að í nýlegri bókum er oft tilvísun í lit- arhátt fólksins. Sífellt er endurtekið að fólk í Afríku sé svart. Í sagn- fræðibók, sem gefin var út í íslenskri þýðingu árið árið 1995, segir Kristín að sífelld tilvísun í litarhátt virðist aðeins hafa þann tilgang að minna lesandann á húðlit meirihluta fólks- ins sem býr í álfunni. Þar er t.d. tal- að um „svörtu“ Afríku og „myrk- ustu“ Afríku. Sífellt er minnt á að dökkt hörund sé frábrugðið því ljósa. Kristín segir að jafnvel þótt lögð sé áhersla á óréttlæti fordóma í nýjustu bókunum er ekki gagnrýnin umfjöllun, eða efast um gildi fé- lagslegrar flokkunar fólks eftir kyn- þáttum. Kristín bendir jafnframt á að í textunum hljóma oft ekki raddir raunverulegra einstaklinga heldur er mikið um alhæfingar og fjöl- breytni flokkuð undir merkimið- anum „Afríka“. „Á Íslandi eru 3% grunnskóla- barna með annað móðurmál heldur en íslensku og ég held að það sé mjög mikilvægt að við hugsum um hvaða ímyndir við erum að bera á borð fyrir grunnskólabörn í gegnum þessar bækur,“ segir Kristín. „Á sama tíma og manni finnst mjög já- kvætt að það sé verið að vekja upp samkennd hjá nemendum, að finna til með öðrum og að við eigum að rétta öðrum hjálparhönd, hverfur svolítið í umræðunni að fólk í Afríku er að gera ýmislegt til að breyta að- stæðum sínum. Þannig að það verð- ur að varast að birta þá ímynd af álf- unni að hún sé hjálparvana og að fólk bíði eftir að Vesturlandabúar komi og bjargi því.“ Rannsókn á ímynd Afríku í íslenskum kennslubókum Birtist sem „frumstæð“ álfa og án fortíðar Morgunblaðið/Þorkell Í sumum kennslubókum eru ljósmyndir af hjálparstarfi Íslendinga í Afríku. „Þó að þessar myndir eigi að undirstrika mikilvægi þess að hjálpa öðrum, geta þær ýtt undir það viðhorf að Afríkubúar geti ekki hjálpað sér sjálfir og að þróunarhjálp snúi að því að fólk ljóst á hörund sé að hjálpa fólki með dökkan húðlit,“ segir Kristín. Mynd er tekin við hjálparstarf í Eþíópíu. Kristín Loftsdóttir TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur komið öllum eyðublöðum sín- um, um 80 talsins, í tölvutækt form. Geta viðskiptavinir stofnunarinnar nú fyllt út öll eyðublöðin í tölvu í stað þess að prenta þau út fyrst og hand- skrifa síðan í reitina. „Þetta er mikilvægt skref í átt að bættri þjónustu við viðskiptavini Tryggingastofnunar og liður í þeirri þróun að heimasíðan okkar verði að alvöru þjónustugátt fyrir ólíka hópa viðskiptavina,“ segir Guðrún E. Jónsdóttir, starfsmaður kynningar- mála Tryggingastofnunar á vefsíð- unni en hún hefur í samstarfi við Þórólf R. Þórólfsson, starfsmanns upplýsingatækni Tryggingastofnun- ar, haft veg og vanda af breyting- unni. Öll eyðu- blöð TR tölvutæk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.