Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 60
DAGBÓK
60 SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.
SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222,
auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569
1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald
2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein-
takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Lagarfoss og Skafta-
fell koma í dag. Júpi-
ter og Árni Frið-
riksson fara í dag.
Fréttir
Fjölskylduhjálp Ís-
lands, Eskihlíð 2–4, í
fjósinu við Miklatorg.
Móttaka á vörum og
fatnaði, mánudaga kl.
13–17. Úthlutun mat-
væla og fatnaðar,
þriðjudaga kl. 14–17.
Sími skrifstofu er
551 3360, netfang dal-
ros@islandia.is, gsm
hjá formanni 897 1016.
Mannamót
Norðurbrún 1, Furu-
gerði 1, Hvassaleiti
56–58 og Hæð-
argarður 31. Farið
verður á handverks-
sýningu eldri borgara
í Reykjanesbæ og
Duus-safnið, þriðju-
daginn 18. maí nk.
Lagt verður af stað kl.
13 frá Norðurbrún 1
og síðan teknir far-
þegar í Furugerði.
Skráning í Norð-
urbrún í s. 568 6960, í
Furugerði í s.
553 6040, í Hvassaleiti
í s. 535 2720 og í Hæð-
argarði í s. 568 3132.
Bólstaðarhlíð 43.
Föstudaginn 21. maí,
laugardaginn 22. maí
og sunnudaginn 23.
maí, kl. 13–17 alla
dagana, verður sýning
á munum sem unnir
hafa verið í fé-
lagsstarfinu í vetur. Á
laugardeginum verður
harmónikkuleikur kl.
14.45 og á sunnudeg-
inum kl. 14.30 og kl.
15.30 sönghópur.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ. Ferð verður á
handavinnusýningu
eldri borgara í Kefla-
vík, mánudaginn 17.
maí. Lagt af stað frá
Hlaðhömrum kl. 13.
Skráning í síma
692 0814 og 566 6377.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Dansleikur í
kvöld kl. 20, Caprí-
tríó leikur fyrir dansi.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Félagsheimilið
Hraunsel er opið alla
virka daga kl. 9–16.
Gjábakki, Fannborg
8. Mánudaginn 17. maí
og þriðjudaginn 18.
maí kl. 10–12 verður
tekið við staðfesting-
argjaldi vegna Fær-
eyjaferðarinnar 24.
júní til 1. júlí. Kl. 14–
18 vorsýning, smiðjur
í gangi. Vöfflukaffi.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Fjölbreytt
dagskrá hvern virkan
dag kl. 9–16.30.
Seljahlíð, heimili aldr-
aðra. Sýning á hand-
verki heimilismanna í
dag.
Kristniboðsfélag
karla. Fundur verður
í Kristniboðssalnum,
Háaleitisbraut 58–60,
mánudaginn 17. maí
kl. 20. Sr. Frank M.
Halldórsson sér um
fundarefnið. Allir
karlmenn velkomnir.
Bókmenntaklúbbur
Hana-nú. Æfing í Gjá-
bakka kl. 20, sunnu-
dagskvöld 16. maí,
vegna flutnings á dag-
skrá um rithöfundinn
SJÓN í Þjóðmenning-
arhúsinu. Soffía Jak-
obsdóttir leikstjóri
mætir.
NA (Ónefndir fíklar).
Neyðar- og upplýs-
ingasími 661 2915.
Opnir fundir kl. 21 á
þriðjudögum í Héðins-
húsinu og á fimmtu-
dögum í KFUM&K,
Austurstræti.
Minningarkort
Samúðar- og heilla-
óskakort Gídeon-
félagsins er að finna í
anddyrum eða safn-
aðarheimilum flestra
kirkna á landinu, í
Kirkjuhúsinu, á skrif-
stofu KFUM&K og
víðar. Þau eru einnig
afgreidd á skrifstofu
Gídeonfélagsins, Vest-
urgötu 40, alla virka
daga frá kl. 14–16 eða
í s. 562 1870. Allur
ágóði fer til kaupa á
Nýja testamentum
sem gefin verða 10 ára
skólabörnum eða
komið fyrir á sjúkra-
húsum, hjúkr-
unarheimilum, hót-
elum, fangelsum og
víðar.
Minningarspjöld
Kristniboðs-
sambandsins fást á
skrifstofunni, Holta-
vegi 28 (hús KFUM
og K gegnt Lang-
holtsskóla) s.
588 8899.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju. Minn-
ingarkort Grafarvogs-
kirkju eru til sölu í
kirkjunni í s. 587 9070
eða 587 9080. Einnig
er hægt að nálgast
kortin í Kirkjuhúsinu,
Laugavegi 31, Reykja-
vík.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði til
styrktar kirkjubygg-
ingarsjóði nýrrar
kirkju í Tálknafirði
eru afgreidd í s.
456 2700.
Minningarspjöld Frí-
kirkjunnar í Hafn-
arfirði fást í Bókabúð
Böðvars, Pennanum í
Hafnarfirði og Blóma-
búðinni Burkna.
Í dag er sunnudagur 16. maí,
137. dagur ársins 2004, bænadag-
ur. Orð dagsins: En ég bið til þín,
Drottinn, á stund náðar þinnar.
Svara mér, Guð, í trúfesti hjálp-
ræðis þíns sakir mikillar mis-
kunnar þinnar. (Sl. 69, 14.)
Í ljósi umræðna um op-inbera styrki, verð- og
neyslustýringu á landbún-
aðarvörum bendir Frjáls-
hyggjufélagið á nýja leið í
átt til markaðsbúðskapar
í landbúnaðarmálum.
Félagið segir að styrkir,höft og verndartollar
hafi valdið miklum vand-
ræðum í landbúnaði.
„Komið hefur verið í veg
fyrir hagræðingu í land-
búnaði með höftum.
Styrkir og verndartollar
gera að verkum að neyt-
endur fá rangar upplýs-
ingar um hvort betra sé
að kaupa innlendar eða
erlendar landbún-
aðarvörur. Hefði frelsi
ríkt í landbúnaði hefðu
menn horfið frá búskap
hraðar og bú væru senni-
lega stærri og hagkvæm-
ari. Nú hafa bændur einn-
ig tekið ákvarðanir um
búskap, byggðar á
styrkjakerfinu. Með af-
námi þess myndu ýmsir
verða fyrir meira höggi
en ef hlutirnir hefðu feng-
ið að hafa sinn gang í upp-
hafi.
Vegna þeirrar vondustöðu sem búið er að
koma mörgum bændum í
ef styrkjakerfið yrði af-
numið hratt er skyn-
samlegt að veita aðlög-
unartíma. Í stað þess að
inna greiðslur áfram af
hendi til bænda með sama
hætti og verið hefur, er
hægt að gefa út skulda-
bréf til þeirra. Ef þeir
kjósa að eiga skuldabréf-
in munu þeir fá jafn-
miklar greiðslur af þeim
og þeir hefðu ella fengið í
nokkurn tíma, t.d. áratug.
Þeir hafa aftur á móti
núna annan valkost einn-
ig, að selja skuldabréfin.
Þannig fá þeir dágóða
upphæð strax, í stað
greiðslna yfir langt tíma-
bil. Þetta gefur mörgum
þeirra gott tækifæri til að
hætta búskap, þar sem
það fé gæti nýst þeim í
nokkurn tíma á meðan
þeir fyndu sér annan
starfsferil.
Þetta fyrirkomulag af-nemur galla styrkja-
kerfisins í einu lagi. Öll
höft á landbúnað mætti
afnema samhliða. Hag-
ræðing gæti átt sér stað
og búin orðið betri. Þessi
aðferð skapar einnig
bændum tækifæri til að
hætta með reisn, í stað
þess að hrekja þá smám
saman frá búskap með fá-
tækt. Útgáfa skuldabréf-
anna gæti verið ódýrari
fyrir hið opinbera en nú-
verandi kerfi, útgreiddar
upphæðir væru svipaðar
og ella í nokkur ár, en svo
væri þeim lokið og
styrkjakerfið úr sögunni.
Afnema ber skyldu semhið opinbera leggur á
bændur við gæðastjórn.
Einkaaðilar sjá sér hag í
því að stunda skyn-
samlega gæðastjórn.
Neytendur vilja frekar
kaupa góðar vörur. Frjáls
markaður er best til þess
fallinn að finna hvernig
gæðastjórn er best hátt-
að,“ segir á frjáls-
hyggja.is.
STAKSTEINAR
Ný landbúnaðarstefna
með útgáfu skuldabréfa
Víkverji skrifar...
Víkverji átti leið um kirkjugarðinn íKeflavík á dögunum. Þar blasti
við honum ófögur sjón. Einhverjir
höfðu gengið berserksgang í garð-
inum, ráðist á fjölmörg leiði og brotið
og bramlað kertaluktir. Þetta mun
ekki vera í fyrsta skipti sem
skemmdarverk eru unnin á leiðum í
kirkjugarðinum í Keflavík – og ekki í
annað skipti. Víkverji gerir sér ekki
grein fyrir hvað bærist innra með
þeim sem leggjast svo lágt að vinna
skemmdarverk í kirkjugörðum. Vík-
verji telur að lögreglan í Keflavík eigi
að gera allt sem í hennar valdi stend-
ur til að komast að því hverjir voru
þarna á ferð – og leggja sitt af mörk-
um til að koma í veg fyrir ófögnuð af
þessu tagi. Það ætti að skylda þá,
sem ganga þannig um, til að vinna
um tíma í kirkjugarðinum – hreinsa
til eftir sig og ýmislegt annað.
x x x
Það eru oft ótrúlegustu skrif semrata á prent. Víkverji náði varla
andanum þegar hann las eftirfarandi
í einu blaðanna í vikunni – þá hafði
atvinnulaus þjálfari þetta að segja,
þegar hann var spurður hvort hann
væri á leiðinni til ákveðins félags:
„Ég hef nú verið á leiðinni eitthvað
síðustu tvo mánuði. Það er eitt og eitt
lið sem hefur verið að tala við mann
og maður hefur sagt nei við eitthvert
lið og svo hefur maður getað sagt
kannski já við önnur og alla vegana.
Maður hefur getað sagt já þar sem
maður er með börnin sín í íþróttum
líka en þetta er allt mjög rólegt þessa
dagana. Ég fékk tvö mjög áhugaverð
símtöl á laugardag sem voru í raun
endurtekning á fyrri símtölum en
það er alltaf gaman að heyra í góðum
mönnum. Það er aldrei að vita nema
maður dragi fram skóna. Hvort sem
það verður að taka við einhverju
meistaraliði sem er að fara að keppa
um einhverja titla eða hvort maður
sé að fara að taka við einhverju þar
sem maður getur búið til hand-
boltamenn, eða taka við einhverju til
þess að komast að heiman frá kon-
unni. Það er langlíklegast. Losna við
að vera heima þennan erfiða tíma á
milli sex og átta.“
Blaðamaðurinn sem tók viðtalið
var greinilega ánægður með sitt verk
og skrifaði í lok greinar sinnar: „Svo
mörg voru þau orð …“
Eftir þennan lestur segir Víkverji
eins og unglingur hefði eflaust sagt
eftir lesturinn: Vááá, maður!
x x x
Víkverji er knattspyrnuunnandi oghorfir mikið á beinar útsend-
ingar í sjónvarpi frá leikjum í Eng-
landi og víðar. Víkverji er fyrir löngu
búinn að fá sig fullsaddan á þeim sem
lýsa leikjum hér á landi. Þeir hrópa
og öskra hver í kapp við annan í tíma
og ótíma og oftar en ekki er eins og
þeir séu að lýsa leikjunum fyrir
blinda. Víkverji fer frekar á veit-
ingastaði og horfir á leiki með er-
lendum þulum, sem hafa tilfinningu
fyrir því sem fer fram á vellinum.
Víkverji sættir sig frekar við finnska
þuli, þó að hann skilji aðeins þegar
þeir nefna tölur, eins og yksi – yksi
þegar Manchester United og
Chelsea gerðu jafntefli, 1:1.
Morgunblaðið/Ómar
Stytta í kirkjugarði.
Bréf frá
Greenpeace
Í GÆR fengum við hjónin,
líkt og fjölmargir aðrir Ís-
lendingar, bréf sem voru
póstlögð nýlega í Þýska-
landi. Nafn og heimilisfang
var á prentuðum límmiðum
sem klesstir voru á umslög-
in. Í bréfunum stendur að
nöfn okkar og heimilisfang
hafi verið á lista sem feng-
inn var frá Hagstofu Ís-
lands.
Ég spyr: Síðan hvenær
er heimilt að dreifa póstlist-
um út í heim með nöfnum
og heimilisföngum óvið-
komandi fólks á íslandi?
Fjölrituð bréfin voru
mjög ópersónuleg og um-
slögin voru alveg eins.
Samt er eins og ábekingur
sé persónulega sá sem
sendir bréfið, því í fjölrit-
uðum textanum stendur að
sendandi hafi heyrt um
hina einstöku náttúru Ís-
lands og langi mikið til þess
að koma til landsins o.s.frv.
Síðan stendur: „Hins vegar
get ég ekki komið til Ís-
lands á meðan stjórnvöld á
Íslandi standa fyrir hval-
veiðum…“ Ósköp er þetta
nú annars einfeldningslegt
og tilgerðarlegt.
Í textanum stendur, að
bréfið sé skrifað í þeirri von
að það opni fyrir umræðu.
Annar sendandinn krafsar
eitthvert nafn undir, þann-
ig að ómögulegt er að lesa
það og því síður að svara
manninum. Hinn sendand-
inn gleymdi raunar að und-
irrita snepilinn. Hvort
tveggja er auðvitað dóna-
skapur og lýsir tilurð þess-
ara bréfa. Raunar hefði ég
áreiðanlega svarað „ábek-
ingum“ bréfsins (á þýsku)
og sagt þeim eins og satt er,
að ég hef ferðast um fallega
náttúru Þýskalands, þótt
mér líki ekki við verk-
smiðjubúskap og illa búra-
meðferð á húsdýrum þar í
landi. Auk þess veit ég ekki
betur en að Þjóðverjar
drepi fiska, spendýr og
fugla sér til matar, viður-
væris og skemmtunar.
Ef þessir „ábekingar“
þessa fjölritaða bréfs vilja
ekki koma til Íslands, þá er
það bara þeirra mál og allt í
lagi að mínu mati. Svona
fjöldaframleidd rök eru
ekki áhrifamikil.
Vonandi verður hvalveiði
aukin hér frá því sem var í
fyrra.
Eftirlaunakall.
Tapað/fundið
Týndur leðurjakki
BRÚNN leðurjakki með
hettu var seldur í misgrip-
um í Kolaportinu á bás
Léttsveitarinnar 17. apríl
sl. Sá sem kannast við að
hafa fengið jakkann er beð-
inn um að hafa samband í
síma 565 7226 og 865 2562.
Dýrahald
Síamskötturinn
Máni týndist
SÍAMSKÖTTUR týndist í
Vættaborgum, Grafarvogi
28 apríl. Hann var nýkom-
inn á nýja heimilið sitt þeg-
ar hann slapp út og hefur
ekki sést síðan og ratar
ekki heim. Kötturinn heitir
Máni og er 13 ára gamall.
Hans er saknað af eigend-
um. Þeir sem vita um Mána
geta vinsamlega haft sam-
band í síma 896 1856.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 íþróttakeppni, 8 mál-
gefin, 9 glufan, 10 eykta-
mark, 11 lesa, 13 vætan,
15 tónlist, 18 hæðir, 21
kassi, 22 digra, 23 kven-
selurinn, 24 klæðskeri.
LÓÐRÉTT
2 tómra, 3 eldhúsáhald, 4
skynfæra, 5 þáttur, 6 lof,
7 yndi, 12 leyfi, 14
tímgunarfruma, 15
þvaðra, 16 öflug, 17
kvarta undan, 18 kona,
19 setjir, 20 skökk.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 hunds, 4 bergs, 7 látin, 8 refsa, 9 níð, 11 nána,
13 órar, 14 flesk, 15 sófi, 17 uggs, 20 áði, 22 öldur, 23
launa, 24 prins, 25 tangi.
Lóðrétt: 1 hulin, 2 nótin, 3 senn, 4 borð, 5 rófur, 6 staur,
10 ígerð, 12 afi, 13 óku, 15 skörp,16 fæddi, 18 grunn, 19
spaki, 20 árás, 21 illt.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16