Morgunblaðið - 16.05.2004, Blaðsíða 15
höfum. Við viljum að þeir, sem hafa
löngun til, geti horft á okkar fréttir og
séð okkar mynd af hlutunum.“
– Í hverju felst munurinn á ykkar
fréttum og þeim vestrænu?
„Hann veltur fyrst og fremst á að-
gengi. Við erum til dæmis ein af fáum
sem eru með fréttamenn í Fallujah í
Írak núna. Okkar fréttamenn eru
gjarnan á stöðum þar sem aðrir
fréttamenn eru ekki. Þeir hafa því að-
gang að efni og myndum sem hinir
hafa ekki. BBC og fleiri vestrænir
miðlar kaupa fréttirnar okkar og
vitna gjarnan til þeirra. Þeir geta
þannig nálgast okkar myndir af at-
burðunum, en við höfum þá frá fyrstu
hendi. Í Írak tölum við til dæmis mik-
ið við óbreytta borgara. Við ræðum
líka bæði við íraska hermenn og
bandaríska.
Við tökum mikla áhættu í Írak.
Þetta er meginatburður og þessir at-
burðir skipta okkur sem arabíska
fréttamenn gríðarlegu máli. Það sem
er að gerast í Írak er nokkuð sem
mun hafa áhrif á okkur hér í Katar og
á framtíðina í Mið-Austurlöndum.
Írak er nágranni okkar.“
Vald til að móta umræðuna
„Flestir vestrænu fréttamennirnir
eru hluti af ákveðnu fjölmiðlabatteríi.
Þeir sækja fréttamannafundi og fá
upplýsingar frá hinum og þessum að-
ilum og stofnunum. Eins og vestrænu
fjölmiðlarnir erum við hluti af þessu,
en gefum þar að auki mynd af hlut-
unum innan frá. Við erum á staðnum
– erum úti á meðal fólksins. Hafirðu
einungis aðgang að hinu er hætta á að
myndin sem þú veitir verði einhæf.
Þeir sem boða til fjölmiðlafunda,
flytja ávörp og veita viðtöl hafa vald
til að móta umræðuna og stýra því
hvað telst fréttnæmt.“
Blaðamaður segist hafa heyrt vest-
ræna fjölmiðla í Írak gagnrýnda fyrir
að fylgja eftir bandaríska og breska
hernum.
„Þeir fylgja hermönnunum ekki
beinlínis eftir – það er þeir skrásetja
ekki allt þeir sem gera – en þeir
ferðast um með þeim og sjá hlutina
með þeirra augum. Þeir fara ekki um
á eigin vegum,“ segir Jihad og setur
spurningarmerki við það hversu góða
mynd slíkt gefi af ástandinu í landinu.
Osama bin Laden
– Þú nefndir Osama bin Laden og
að þið hefðuð verið sökuð um að vera
málpípa hans. Þið hafið birt skilaboð
frá bin Laden – hvernig fáið þið þau?
„Skilaboðin eru send til okkar. Þeir
sem vilja hafa samband við okkur
nálgast okkur. Við nálgumst þá ekki.
Við höfum nákvæmlega engin tengsl
við bin Laden. Fólk á Vesturlöndum
trúir því hins vegar gjarnan að við
séum í beinu sambandi við hann, að
við getum hringt si svona í hann og
spjallað. Sannleikurinn er sá að við
höfum ekki hugmynd um hvar hann
er.“
– Þegar þið fáið myndbandsspólur
eins og þá sem spiluð var eftir ellefta
september, hvernig getið þið verið
viss um að persónan á þeim sé sú sem
hún segist vera?
„Við getum auðvitað aldrei staðfest
það endanlega eða verið hundrað pró-
sent viss um að sá sem sagður er vera
á spólunni sé sá hinn sami. Við gerum
hins vegar okkar besta og höfum sér-
fræðinga sem grandskoða efnið. Í
þessu samhengi má benda á að eftir
að við höfum sjónvarpað bin Laden
eða öðrum álíka hlutum höfum við
iðulega fengið jákvæð viðbrögð frá
CIA eða öðrum nokkrum dögum síð-
ar. Þeir hafa staðfest að manneskjan
sem við sögðum þetta vera sé líklega
sú rétta.“
Útnefning hjá Time
Aðspurður hvort hann telji hinn
vestræna heim tilbúinn að hlusta á
sögu Al-Jazeera þegar ensku útsend-
ingarnar hefjist svarar Jihad játandi.
„Ég tel menn almennt vera tilbúna
– þó hugsanlega frekar í Evrópu en
Ameríku. Menn kunna að meta að við
erum fagleg. Til að byrja með voru
margir sem álitu okkur hálfgerða við-
vaninga en menn eru smátt og smátt
að átta sig á því að við höfum þaul-
reynt starfsfólk. Þeir kunna líka að
meta það að við erum ekki á vegum
neinna, við erum ekki hluti af neinum
samtökum eða einhverju álíka.“
– Hversu mikilvægt er starf Al-
Jazeera?
„Ég álít það mikilvægt. Al-Jazeera
hefur sannarlega hjálpað til við að
gera fólk á Vesturlöndum meðvitaðra
um araba og Mið-Austurlönd. Á dög-
unum útnefndi Time okkur sem einn
af þeim hundrað aðilum sem hafa
mest mótunaráhrif í heiminum. Og
það eru ekki okkar orð!“
Höfundur er BA í heimspeki.
Götulíf í Doha.Katar er að mestu eyðimörk.
’ Við erum ekki að reyna að vinnagegn Vesturveldunum. Al Jazeera hefur
það að leiðarljósi að hverri skoðun fylgi
ævinlega andvíg skoðun. ‘
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MAÍ 2004 15
Þekking og reynsla
– á sviði fasteignalána
www.frjalsi. is
Þórður Jónsson, löggiltur fasteignasali, er ráðgjafi á viðskiptasviði.
Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur á að skipa hópi
fagfólks með víðtæka reynslu, ríka þjónustulund
og sérfræðiþekkingu á öllum sviðum lánastarfsemi;
viðskiptafræðingum, löggiltum fasteignsölum og
lögmönnum.
Þessu fólki geturðu treyst
H
im
in
n
o
g
h
a
f/
90
40
12
4 Vextir fr
á
5,4%
50%
afsláttu
r á
lántöku
gjaldi
til 1. júl
í
Í BYRJUN árs 2001 kom Al-
Jazeera á laggirnar vefsíðu.
Fréttavefurinn varð á stuttum
tíma feikivinsæll og síðan er í
dag ein af þeim fimmtíu mest
sóttu í heimi. Veffangið er
www.aljazeera.net og ensk út-
gáfa www.english-aljazeera.net.
Al-Jazeera á Netinu